Morgunblaðið - 18.08.2009, Side 15
– meira fyrir áskrifendur
Glæsilegt sérblað um heilsu
og lífstíl fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 28. ágúst
Heilsa og
lífstíll
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Í blaðinu Heilsa og lífstíll verður kynnt
fullt af þeim möguleikum sem í boði eru
fyrir þá sem stefna á heilsuátak og
bættan lífstíl haustið 2009.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16
mánudaginn 24. ágúst.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is
Meðal efnis verður :
• Ný og spennandi námskeið í
heilsuræktarstöðvum
• Flott föt í ræktina
• Andleg vellíðan
• Afslöppun
• Dekur
• Svefn og þreyta
• Matarræði
• Skaðsemi reykinga
• Fljótlegar og hollar uppskriftir
• Líkaminn ræktaður heimafyrir
• Ásamt fullt af fróðleiksmolum og
spennandi efni
ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
Þær eru ekki margar helgarnar í
Vestmannaeyjum sem ekki er eitt-
hvað um að vera frá hvítasunnu fram
í september þegar lundakarlar halda
sitt árlega lundaball. Þó ekki hafi
þeir ástæðu til að fagna mikilli veiði
þetta árið mun árshátíð þeirra
örugglega verða með miklum glæsi-
brag og verða vel sótt.
Það er staðreynd að stór hluti ferða-
mennsku í Eyjum byggist á fram-
taki einstaklinga og félaga, ekki síst
ÍBV, og viðburðir á þeirra vegum
draga til sín þúsundir gesta sem
sumir dvelja þar í allt að viku. Allt
byrjar þetta með sjóstöng, djasshá-
tíð og golfmóti á hvítasunnu. Þá taka
við stór knattspyrnumót barna, fleiri
golfmót og goslokahátíð sem allt er
eins og litlar bæjarhátíðir.
Hápunktur ferðavertíðarinnar er
Þjóðhátíðin sem aldrei hefur verið
fjölmennari en í ár. Páll Scheving,
formaður þjóðhátíðarnefndar er
mjög sáttur hvernig til tókst. Hann
telur að Vestmannaeyingar geti vel
tekið á móti fleiri þjóðhátíðargestum
en ráðast þurfi í enn frekari úrbætur
í Dalnum.
Nú standa Eyjamenn frammi fyrir
því að taka á móti enn fleiri gestum á
næsta ári þegar Landeyjahöfn verð-
ur komin í gagnið. Páll sér engin
vandkvæði á því. „Hátíðin fór vel
fram og við réðum við þetta og ráð-
um við meira. Við reiknuðum með 13
til 14 þúsund manns og gerðum ýms-
ar ráðstafanir til að taka á móti
fleira fólki en við höfum haft á
þjóðhátíð til þessa,“ sagði Páll.
Bæjarsjóður Vestmannaeyja var
gerður upp með rúmlega 400 millj-
óna króna afgangi á síðasta ári og
sér þess merki í þriggja ára áætlun
sjóðsins sem samþykkt var fyrir
skömmu. Þar var ákveðið að ljúka
smíði knattspyrnuhúss, þar sem bú-
ið er að grafa grunn, endurnýjun
upptökumannvirkja, gerð hafn-
arkants fyrir stórskip, byggingu
menningarhúss og fleira. Alls er
gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir
1313 milljónir á árunum 2010 til
2011.
„Þar við bætast svo framkvæmdir
fyrir 439,5 milljónir króna á yf-
irstandandi ári þannig að fram-
kvæmt verður fyrir 1752,5 milljónir
til ársins 2010,“ sagði Elliði Vign-
isson þegar hann fylgdi áætluninni
úr hlaði. Verður þetta að teljast mik-
ið á krepputímum fyrir bæjarfélag
sem rétt losar 4000 íbúa.
Nú er senn að ljúka víðtæku rann-
sóknaverkefni á humri og krabba,
Crustasea-verkefnið en það er unnið
víða um heim, m.a. hér í Vest-
mannaeyjum. Hér snýst verkefnið
um veiðar á humri og flutningi hans
til kaupenda erlendis. Niðurstaða
rannsóknarinnar sýnir að veiðar í
gildrur eru mun vistvænni en þær
togveiðar sem nú eru stundaðar og
skila auk þess betri nýtingu á aflan-
um. Þá er allt að 97% lifun í humri
sem sendur er lifandi út með flugi.
Páll Marvin Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Þekkingarseturs
Vestmannaeyja hefur verið einn
þeirra sem hafa unnið að rannsókn-
inni. „Þetta er þriðja árið sem við er-
um að vinna í þessu verkefni. Mark-
miðið af okkar hálfu er að kanna
þessa aðferð, að flytja út lifandi
humar,“ sagði Páll Marvin en verk-
efnið er unnið í sex löndum.
Í sumar var hér fjölmennur hópur
franskra sjónvarpsmanna við tökur
á einum þekktasta náttúrulífsþætti
Evrópu, Ushuaia Nature. Þátturinn
er unninn af stærstu sjónvarpsstöð
Frakklands, TF1 en verður sýndur
víðar í Evrópu. Alls sjá þáttinn um
70 milljónir en þáttagerðarmenn-
irnir töldu að Vestmannaeyjar
fengju veglegan sess í þættinum.
Auróra Friðriksdóttir var verk-
efnastjóri þáttagerðarinnar í Vest-
mannaeyjum en sjónvarpsfólkið
franska dvaldi á Íslandi í um þrjár
vikur. Þar af voru þau í sex daga í
Eyjum. Auróra segir þáttinn gríð-
arlega vinsælan og gerð hans ein-
kennist af mikilli fagmennsku. Njóti
þeir svipaðrar virðingar og nátt-
úrulífsþættir David Attenborough.
Mikill ferðamannastraumur hefur
verið til Eyja í sumar og verulegur
hluti þeirra Íslendinga sem hingað
koma, er gagngert kominn til að
leika golf. Að hluta til eru þetta áhrif
kreppunnar enda hefur verðlag er-
lendis nánast tvöfaldast í íslenskum
krónum á einu ári.
Það fer ekki fram hjá nokkrum
manni að Vestmannaeyjabær hefur
tekið miklum stakkaskiptum til hins
betra síðasta árið. Á það bæði við um
framkvæmdir á vegum bæjarins og
ekki síður hafa einstaklingar tekið
til hendinni við endurbætur og lag-
færingar á húsum sínum. Af hendi
bæjarins er það ekki síst miðbærinn
sem hefur fengið andlitslyftingu og
er framkvæmdum ekki lokið segir
Gunnlaugur Grettisson, forseti bæj-
arstjórnar. Hann er mjög ánægður
með þátt bæjarins en segir ennþá
ánægjulegra að sjá vakningu meðal
bæjarbúa í að fegra í kringum sig.
VESTMANNAEYJAR
Ómar Garðarsson fréttaritari
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Hátíð Veðrið lék við Eyjamenn og gesti á þjóðhátíðinni.
Kristrún Jóhanna Úlfarsdóttirog Eysteinn Óskar Einarsson
gengu í það heilaga 7. ágúst í
Garðakirkju. Af því tilefni samdi
faðir brúðgumans, Einar Þor-
grímsson, heilræðavísur og þar á
meðal:
Verið góð og grandvör saman,
gæsku sýnið – hafið gaman.
Kyssið oft og knúsið börnin,
því kærleikur er besta vörnin.
Davíð Hjálmar Haraldsson býr á
Akureyri og fylgdist af áhuga með
hátíðinni Ein með öllu um versl-
unarmannahelgina:
Ryðjast yfir regnþung ský.
Reiðir gestir sýta
kamrana sem kveikt var í,
kvartandi nú flýja, því
allir vilja skjólið til að skíta.
Hjálmar Freysteinsson sá einnig
ástæðu til að yrkja um þennan at-
burð, en upplýsir jafnframt að lýs-
ingarorðið „gegt“ sé stytt útgáfa
af hinu vinsæla lýsingarorði geð-
veikt.
Ýkt og gegt hér ástin brann
með afleiðingum þeim
að sótugir um sitjandann
sumir sneru heim.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Af kærleika
og kömrum
VETRARTÍSKAN tekur á sig ýms-
ar myndir og ólíkar eru þær frá ári
til árs. Nokkur drungi var yfir
tískusýningu kólumbíska hönn-
uðarins Alvarez nýverið á tískusýn-
ingunni Colombiamoda. Málmáferð
á klæðnaði var fyrirferðarmikil og
förðun í stíl.
Reuters
Dulúð í vetur