Morgunblaðið - 18.08.2009, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Könnunbrezkulögfræði-
stofunnar Norton
Rose meðal sextíu
stórra evrópskra
fjármálastofnana
leiðir vel í ljós hversu langt
er í land að íslenzkt fjár-
málakerfi, stjórnkerfi og við-
skiptaumhverfi endurheimti
traust umheimsins.
Yfirgnæfandi meirihluti
fyrirtækjanna, sem tóku þátt
í könnuninni, yfirleitt meira
en 90%, telja að íslenzk
stjórnvöld hafi brugðizt
rangt við bankahruninu, að
þau hafi komið fram af
ósanngirni við erlenda fjár-
festa, farið á svig við lög og
gegnsæi hafi vantað. Nærri
öll fyrirtækin eru reiðubúin
að leita réttar síns með mál-
sókn.
Þá vantreysta langflest
fjármálafyrirtækin að Fjár-
málaeftirlitinu og íslenzku
ríkisstjórninni og telja að
skortur á eftirliti og laga-
setningu hafi verið veiga-
mesta ástæðan fyrir hruni ís-
lenzka fjármálakerfinu.
Í ljósi alls þessa kemur
ekki á óvart, að yfirgnæfandi
meirihluti fjármálafyrirtækj-
anna hyggst ekki hætta fé
sínu á Íslandi á nýjan leik.
Full ástæða er til að taka
mark á niðurstöðum könn-
unarinnar. Þær sýna að að-
gangur íslenzks atvinnulífs
að erlendu fjármagni verður
afar erfiður að óbreyttu. Og
án fjármagns
verður endurreisn
atvinnulífsins erf-
ið.
Miklu skiptir
hvernig til tekst
við endur-
fjármögnun bankanna; að það
gangi eftir sem ráðgert hefur
verið, að erlendir kröfuhafar
föllnu bankanna geti orðið
hluthafar í nýju viðskipta-
bönkunum. Það, fremur en
flest annað, myndi tengja
saman hagsmuni íslenzks at-
vinnulífs og alþjóðlegs fjár-
málamarkaðar.
Endurskoðun regluverks
og eftirlitskerfis hér á landi
er annar mikilvægur þáttur í
því að endurreisa traustið. Sú
endurskoðun hlýtur að fara
fram í nánu samráði við önn-
ur ríki Evrópska efnahags-
svæðisins, hvort sem Ísland
gengur í Evrópusambandið
eða ekki. Fjármálamarkaður-
inn verður áfram alþjóðlegur
og Ísland þarf nauðsynlega á
því að halda að vera hluti af
stærri heild hvað eftirlit og
regluverk varðar.
Farsælar lyktir Icesave-
málsins munu líka stuðla að
því að endurvinna traust á al-
þjóðlegum fjármálamarkaði.
Nú reynir sem aldrei fyrr á
íslenzk stjórnvöld að sann-
færa umheiminn um að fyr-
irvararnir við Icesave-sam-
komulagið séu sanngjarnir og
til þess fallnir að Ísland eiga
auðveldara með að standa við
skuldbindingar sínar.
Aðgangur að
erlendu fjármagni
verður erfiður
að óbreyttu}
Langt í land
Það er rétt, semhaft var eftir
Gylfa Magnússyni
viðskiptaráðherra
á vef Deutsche
Welle, að hugs-
anlegur atgervis-
flótti frá Íslandi er áhyggju-
efni. Ef vel menntað fólk
yfirgefur landið og kemur
ekki aftur, mun það seinka
endurreisn íslenzks efna-
hagslífs og samfélags.
Á þessu máli eru þó margar
hliðar. Það þarf ekki endilega
að vera slæmt að fólk sem
starfar í atvinnugreinum, sem
eru í tímabundinni lægð, nýti
sér t.d. sameiginlegan evr-
ópskan vinnumarkað og fari
tímabundið til nágrannaland-
anna, þar sem atvinnu er að
finna. Slíkt er merki um
sveigjanleika íslenzks vinnu-
markaðar og léttir byrðum af
Atvinnuleysistryggingasjóði
og velferðarkerfinu. Í fyrri
niðursveiflum hafa einhver
þúsund farið úr landi, einkum
til norrænu nágrannaríkj-
anna, en flestir hafa komið
aftur þegar betur
árar.
Hitt er öllu
verra ef fólk í
starfsgreinum,
þar sem mikil eft-
irspurn er áfram
eftir fólki, yfirgefur landið
vegna þess að lífskjör eru hér
ekki sambærileg við ná-
grannalöndin. Sú stefna rík-
isstjórnarinnar að enginn
starfsmaður hins opinbera
hafi hærri laun en forsætis-
ráðherra, getur komið henni í
vandræði í þessum efnum.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
fyrrverandi heilbrigð-
isráðherra, benti í umræðum
á Alþingi í gær á að hörð sam-
keppni væri um hæfasta fólk-
ið í heilbrigðiskerfinu, sem
margt hvert væri með hærri
laun en forsætisráðherrann.
Það væri slysalegt ef þetta
fólk hrektist úr landi. Heil-
brigðiskerfið mun á næstu ár-
um líða fyrir skort á fjár-
munum. Hins vegar getur
atgervisflótti haft enn af-
drifaríkari afleiðingar.
Slysalegt væri ef
hæfasta fólkið
hrektist burt vegna
launastefnu ríkisins}
Áhyggjur af atgervisflótta
F
rá: Tristram ffoulkes-Shandy,
sérlegum ráðgjafa forsætisráðu-
neytisins
Til: Gordon Brown forsætis-
ráðherra
Mér var falið að meta frá pólitískum sjón-
arhóli fyrirvarana sem íslenska þingið setti við
Icesave-samninginn um ríkisábyrgð á lán-
unum frá okkur og Hollendingum. Í fljótu
bragði sé ég enga ástæðu til að taka mikið
mark á þessum fyrirvörum en álít öruggast að
hafna þeim öllum. Ef til vill mætti þó sam-
þykkja suma þeirra (með orðalagsbreyt-
ingum) til að mýkja höggið.
Sumt af þessu er að vísu skiljanlegt, annað
sjálfsagðir hlutir eða orðagjálfur. En annað er
þess eðlis að bregðast verður hart við. Íslend-
ingar virðast enn ofmeta mjög stöðu sína og
þeir halda greinilega að þeir geti enn ógnað okkur með
NATO-úrsögn, eins og í þorskastríðunum. Þessum mis-
skilningi verður að útrýma.
Þeir vilja m.a. að sett verði þak á afborganir af lánunum,
þær miðist við ákveðið hlutfall af landsframleiðslu. Í sjálfu
sér ekki neitt skelfileg hugmynd en gæti orðið afar vara-
söm fyrirmynd í milliríkjasamskiptum af þessu tagi.
Framvegis gæti þetta orðið að reglu með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum, ekki síst í samskiptum við þriðja-
heimsríki sem myndu síðan falsa hagtölur sínar til að
sleppa við að borga.
Ég tel því brýnt að áfram verði haldið fast við þá stefnu
að tiltaka ekki nákvæmlega þak heldur sé áfram loðið
ákvæði um að hægt sé að hefja viðræður um
lánakjörin á ný ef aðstæður breytast veru-
lega, Íslandi í óhag.
Einnig vilja þeir að farið verði eftir íslensk-
um lögum þegar metið verði hvort kröfur ís-
lenska tryggingasjóðsins gangi framar kröf-
um okkar og Hollendinga í þrotabú
Landsbankans. Ekki er fyllilega ljóst hvort al-
vara er á bak við þennan fyrirvara en líklega
er með honum verið að friða áhrifamikla hópa
sem krefjast þess að Ísland hafni í reynd
samningnum. Svipaðar forsendur virðast vera
fyrir öðrum fyrirvara um að samið verði á ný
ef síðar verði úrskurðað ,,fyrir þar til bærum
úrlausnaraðila“ að aðildarríki EES beri ekki
ábyrgð gagnvart innistæðueigendum vegna
lágmarkstryggingar.
Ég ræddi áður um að mýkja högg og að
sjálfsögðu er óþarfi að ganga óeðlilega hart fram. Slík
stefna gæti verið óheppileg fyrir ímynd okkar út á við. En
getgátur um að breskur almenningur vilji ganga lengra til
móts við Íslendinga en við höfum þegar gert eru með öllu
órökstuddar þótt birst hafi greinar í Financial Times þar
sem slík sjónarmið eru viðruð.
Ég tel ljóst að breskir skattborgarar séu andvígir því að
sýna auðugri þjóð meiri linkind en yfirleitt er venjan þeg-
ar lán eru innheimt hjá mun fátækari þjóðum. Samt er
rétt að hafa í huga að lega Íslands er enn sem fyrr mik-
ilvæg fyrir breska hagsmuni og gæti orðið það í enn ríkari
mæli í framtíðinni. Er því mikilvægt að feta vandlega
milliveginn, beita jafnt hörku sem mýkt. kjon@mbl.is
Kristján
Jónsson
Pistill
Óvæntur leki varð í London
Útflutningur gæti
vegið upp minni sölu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
S
látrun dilka hefst í þessari
viku í litlum mæli hjá
Sláturfélagi Suðurlands,
hjá Norðlenska á Húsavík
og hjá Sláturhúsi KVH.
Stjórn Landssambands sauð-
fjárbænda (LS) samþykkti í síðustu
viku nýtt viðmiðunarverð á kinda-
kjöti. Vegið meðalverð, að teknu tilliti
til útflutnings o.fl., var hækkað um
11% frá síðustu verðskrá í apríl 2008.
Nýtt viðmiðunarverð á dilkakjöti
verður tæpar 475 kr/kg án virðis-
aukaskatts í haust til bænda en rúm-
ar 147 kr/kg fyrir kjöt af fullorðnu.
Hækkunin felst að mestu í því að út-
flutningsverð er hækkað upp í innan-
landsverð eða um 40%. Viðmiðun-
arverð á innanlandsmarkaði hækkar
um rúm 2% frá fyrra ári.
Sindri Sigurgeirsson, formaður
LS, sagði að aðföng til sauðfjárbænda
hafi hækkað um 15–18%. Stjórn LS
hafi ákveðið að ganga ekki lengra í
ljósi stöðu kindakjötsins á kjötmark-
aði.
„Samdráttur í sölu veldur miklum
áhyggjum“ sagði Sindri. „Kreppan er
farin að taka greinilega í. Verð á
svínakjöti hefur lækkað mikið og það
sést í tölunum, þeir eru komnir yfir
okkur á markaði,“ sagði Sindri.
Hann kvaðst vona að útflutningur
á kindakjöti muni aukast. „Ef við ætl-
um að reka metnaðarfulla sauðfjár-
rækt á Íslandi og nýta landsins gæði
með sjálfbærum hætti þá getum við
aukið framleiðslu. Það eru vísbend-
ingar um að það sé að rýmka til á
heimsmarkaði með lambakjöt,“ sagði
Sindri. Hann benti á að lambakjöts-
útflutningur frá Nýja-Sjálandi og
Ástralíu sé að dragast saman vegna
aðstæðna í þessum löndum.
Sláturleyfishafar segja að breyting
hafi orðið á sölu kindakjöts sem valdi
því að dýrari hlutar á borð við læri og
hryggi sitji eftir í meiri mæli en áður.
Aukin sala hafi verið í frampörtum og
slögin almennt flutt út.
Jafnvel hærra verð í útflutningi
Steinþór Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, sagði að þróun-
in í sölu kindakjöts sé ískyggileg
haldi svo fram sem horfir. Hann sagði
að gengisþróunin hafi hjálpað út-
flutningnum. „Það er stefnt að tölu-
verðri aukningu í sölu til Whole
Foods-keðjunnar í Bandaríkjunum,“
sagði Steinþór. Einnig er vonast eftir
stækkun á kvóta sem Ísland hefur
haft í Noregi, en það er ekki frágeng-
ið. „Það munu allir reyna að flytja út
allt sem þeir geta. Í sumum tilvikum
ná menn hærra verði í útflutningi en
innanlands.“
Hvað varðar sölusamdrátt innan-
lands sagði Steinþór ljóst að lamba-
kjöt sé fremur dýr vara. Þegar kreppi
að færist neyslan að einhverju marki
í ódýrari valkosti. Hann benti og á að
fólki hafi fækkað hér og því færri
munnar að metta.
Edda Þórðardóttir, skrifstofustjóri
hjá Kjötafurðastöð KS, sagði að fyrir
síðustu sláturtíð hafi KS verið búið að
ráðstafa ódýrari hlutum dilkakjöts á
erlendan markað. Nú sitji eftir kjöt í
dýrari kantinum. Edda sagði að verið
sé að leita allra leiða til að selja kjötið,
þ.á m. að koma því á markað í útlönd-
um.
Morgunblaðið/RAX
Sláturtíð Slátrun hefst í litlum mæli í þessari viku og af fullum krafti í sept-
ember. Dregið hefur úr sölu á kindakjöti og það veldur mörgum áhyggjum.
Samdráttur hefur orðið í sölu
kindakjöts innanlands. Úflutn-
ingsskylda er fallin niður. Veiking
krónunnar er talin geta stuðlað
að auknum útflutningi auk þess
sem markaðir eru að rýmkast.
SALA á kindakjöti minnkaði í sum-
ar miðað við fyrri ár. Í júlí síðast-
liðnum seldust 460 tonn af dilka-
kjöti samanborið við 593 tonn í júlí
2008. Það er samdráttur upp á 133
tonn milli ára í þessum mánuði eða
22%. Miðað við sama ársfjórðung í
fyrra (maí-júlí) dróst salan saman
um 23% í sumar og litið til tólf mán-
aða er samdrátturinn orðinn 7%.
Þetta kemur fram á vef Landssam-
taka sauðfjárbænda.
Samkvæmt tölum Bændasamtak-
anna um kjötsölu í júlí síðastliðnum
var kindakjöt í 3. sæti hvað varðar
hlutdeild í kjötsölunni síðustu 12
mánuði. Hlutur þess var 26,3%.
Svínakjöt var í 2. sæti með 27,3% og
alifuglakjöt hafði hæsta hlutdeild
eða 28,6%.
Búið er að flytja út 861 tonn af
kindakjöti það sem af er árinu,
samanborið við 305 tonn sömu mán-
uði í fyrra.
KINDAKJÖT
Í 3. SÆTI
››