Morgunblaðið - 18.08.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 18.08.2009, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 Maraþonið undirbúið Það er víðar en í fjárlaganefnd Alþingis sem maraþon fer fram þessa dagana. Undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon er í fullum gangi. Hlaupið verður á laugardaginn. Eggert Í MIÐRI kreppunni er hér ljót saga úr viðskiptalífinu sem almenningur á rétt á að heyra um. Að á þessum síðustu tímum geti ríkisfyrirtæki og bæj- arfélag níðst á litlu fyrirtæki á samkeppnismarkaði með dæma- lausri fyrirlitningu, er einfald- lega ekki viðunandi. Fyrirtækið Ávaxtabíllinn var með lægsta verðið og fékk bestu einkunn í nýlegu útboði á skólamat í Garðabæ, sem Ríkiskaup sáu um fyrir hönd bæjarins. Ávaxtabíllinn var hins vegar dæmdur úr leik vegna neikvæðrar eiginfjárstöðu í árslok 2008 og samið var við hið nýstofnaða fyrirtæki Sælkeraveislur. Mál- ið var kært til kærunefndar útboðsmála. Nefndin tók ekki efnislega á kærunni heldur hafnaði henni á þeim forsendum að fulltrúi Ríkiskaupa hefði ekki séð hana í tæka tíð. Ákvæðið um eigið fé Talið er að um 80% íslenskra fyrirtækja séu nú með neikvæða eiginfjárstöðu. Þess vegna hafa Ríkiskaup tekið þetta ákvæði um eigið fé úr sínum útboðsgögnum. Það er því hand- vömm sem gerir það að verkum að þessi kafli um eigið fé er inni í þessu útboði um skólamat í grunnskólum Garðabæjar. Ákvæði sem átti ekki að vera í útboðsgögnum, ræður úrslitum. Ríkiskaup geta haldið því fram að bjóð- endur hefðu getað gert athugasemdir við ákvæðið um eigið fé. Því er til að svara að þetta ákvæði er hluti af viðbótarupplýsingum sem Ríkiskaupum er heimilt að afla til að ganga úr skugga um hæfi tilboðsgjafa. Þeim er þetta heimilt en ekki skylt og því engin ástæða fyrir bjóðendur að ætla að útboðið brjóti á þessu ákvæði. Mér var hins vegar allt- af ljóst að ég þyrfti að geta sýnt fram á það með óyggjandi hætti að fyrirtæki mitt væri rekstrarhæft. Með aðstoð KPMG var lögð fram vel ígrunduð rekstraráætlun, þar sem sýnt var fram á greiðsluhæfi fyrirtækisins með greiðsluflæðisstreymi út árið 2010. Áætl- unin sýndi klárlega að engin ástæða væri til að ætla að fyrirtækið stæði ekki undir skuld- bindingum sínum gagnvart þessu verkefni eða öðrum. Ávaxtabíllinn fékk tækifæri til að koma rekstraráætlun þessari á framfæri eftir að Ríkiskaupum var ljóst að eigið fé félagsins væri neikvætt. Ríkiskaup gefa sem sagt færi á að Ávaxtabíllinn leggi fram rekstraráætlun þrátt fyrir að fyrir liggi að eigið fé sé nei- kvætt. Ákvæðið er augljóslega ekki heilagara en það. Ég leyfi mér í þessu samhengi að vitna til laga um útboð frá 2007. Þar virðist sá möguleiki gal- opinn að bjóðandi geti sýnt fram á fjárhagslega getu sína með öðr- um hætti en hvað varðar eig- infjárstöðu. „Fjárhagsstaða bjóðanda skal vera það trygg að hann geti stað- ið við skuldb. sínar gagnvart kaupanda sbr. 49. gr. laga um op- inber innkaup nr. 84/2007 en þar kemur m.a. fram að þegar bjóð- andi er ófær um að leggja fram þau gögn sem greinir í 1. mgr. laganna er honum heimilt að sýna fram á fjárhagslega getu sína með öðr- um gögnum sem kaupandi telur fullnægj- andi.“ Í þessu samhengi þarf að hafa í huga að ef aðila er hafnað vegna þess að ein rekstrartala er ekki í lagi þá mætti ætla að sá sem fær við- komandi verkefni verði að hafa þessa tölu í lagi – ekki bara í plús til þess eins að uppfylla úrelt ákvæði, heldur að vera það burðugur að þar skilji rækilega á milli aðila. Því er spurt: Fengu bæjarráðsmenn að sjá upplýsingar úr rekstri Sælkeraveislna og sannreyna að þetta nýstofnaða fyrirtæki (stofnað í okt. 2008) væri með það jákvæða eiginfjárstöðu að hún nægði til að dæma samkeppnisfyrirtækið úr leik? Það virðist liggja í augum uppi að ég hefði getað stofnað nýtt fyrirtæki og lagt því til eig- ið fé skömmu fyrir útboðið og gert tilboð í nafni þess. Hvort ætli það væri meira gamla eða nýja Ísland? Kæran Með aðstoð lögmannsstofu var send inn kæra til kærunefndar útboðsmála með form- legu bréfi hinn 3. júlí. Þrátt fyrir kostnað og fyrirhöfn tekur nefndin kæruna ekki efnislega til meðferðar. Úrskurðurinn er á þá leið að fyrst fulltrúi Ríkiskaupa segist ekki hafa séð kæruna á lokadegi kærufrests, hinn 3. júlí, hafi hún í góðri trú getað rifið sig upp morg- uninn eftir og komið á bindandi samningi við Sælkeraveislur. Þar með sé kominn á bind- andi samningur og málinu lokið. Ég fékk tölvupóst frá Ríkiskaupum kl. 8.24 laug- ardagsmorguninn 4. júlí um hinn bindandi samning, en netfangið sem pósturinn er send- ur úr er það sama og kæran var send í daginn áður. Samt getur starfsmaður Ríkiskaupa sagst ekki hafa vitað hvort kæra hafi borist – og komist upp með það. Ef sæmilega eðlileg- um manni finnst samhengið tilviljunarkennt þá lái honum það hver sem vill. Kærunefndin hefur tekist á við Ríkiskaup um árabil og þekkja báðir aðilar líklega flest trixin í bók- inni. Samt sem áður gerir nefndin ekki at- hugasemd við þennan gjörning sem lærðir menn kjósa að kalla augljóst drullumix. Eins og fyrr greinir fékk kærunefnd útboðsmála kæruna boðsenda og kvittaða föstudaginn 3. júlí sem var 10. og jafnframt síðasti dagur kærufrests. Ríkiskaup og Garðabær fengu hana samdægurs í tölvupósti. Tölvupóstur hefur verið eina samskiptaleið Ríkiskaupa í þessu útboði gagnvart tilboðsgjöfum og ávallt gert ráð fyrir að viðtakandinn sjái samstundis allt sem honum er sent með þessum hætti. Verðið Verðþátturinn vó 60 stig/prósentur í útboð- inu og er hér vitnað beint í útboðsgögnin: „Tilboðum bjóðenda verða gefin stig eða einkunn fyrir hvern tilboðsþátt, að hámarki sem stendur aftan við hvern þátt og stigin síð- an lög saman.“ Hádegismáltíð gilti 65% af verðstigum, verð fyrir morgunhressingu og aðrar vörur 15% og verð fyrir síðdegishressingu gilti 20% af verð- stigum. Samtals 100% og þannig mynduðu þessir þrír þættir verðþáttinn í útboðinu. Skyldi sá sem fékk lægstu samanlögðu útkom- una fá fullt hús stiga eða 60 stig. Ávaxtabíllinn bauð 90 kr. í morgunhressingu, 450 kr. í há- degisverð og 130 kr. í síðdegishressingu. Sæl- keraveislur buðu samsvarandi 150 kr. 469 kr. og 250 kr. Nú hefur komið í ljós að samið hefur verið við Sælkeraveislur um að lækka verðið á morgun- og síðdegishressingu í það sama og Ávaxtabíllinn bauð. Þarna er á ferðinni afar athyglisvert mál. Í fyrsta lagi þekkist ekki að hægt sé að lækka verð í útboðum eftir á og er slíkt freklegt brot á útboðsreglum. Þetta er skýrt með því að morgun- og síðdegishressing séu hliðarþættir og því ekki eins mikilvægir. Eins og sást hér að framan er verðið sett sam- an af mismunandi vægi þriggja þátta og ekk- ert í útboðslýsingunni sem segir að hægt sé að slíta þá í sundur. Þetta er svipað því að gera tilboð í brú og kalla veginn að og frá henni hliðarþætti. Loks er athyglisvert að Sælkeraveislur treysta sér til að lækka verð, annars vegar um 67% og og hins vegar um 92%. Ef viðvör- unarbjöllur ættu að klingja af einhverju tilefni þá ætti það að gerast þarna. Niðurstaða 1. Besta og lægsta tilboðinu í þessu útboði er hafnað. Höfnunin hefði átt að hafa í för með sér umtalsvert hærri kostnað fyrir foreldra í Garðabæ. 2. Ávaxtabílnum er hafnað á ákvæði sem ekki er lengur notað í útboðum auk þess sem hæglega hefði mátt meta fjárhagslegt hæfi fyrirtækisins með öðrum hætti. 3. Ávaxtabíllinn sýndi fram á fjárhagslega burði fyrirtækisins með ítarlegri rekstr- aráætlun og sjóðstreymisáætlun. Þessar áætl- anir voru gerðar í samvinnu við KPMG og lagðar fyrir fulltrúa Ríkiskaupa og Garða- bæjar. 4. Þrátt fyrir rökstuddan grun um að hið nýstofnaða fyrirtæki Sælkeraveislur hafi ekki fjárhagslega burði umfram Ávaxtabílinn hefur ekki verið hægt að sýna fram á að staða þeirra sé betri og réttlæti því að fyrirtækið fái verkefnið. 5. Þrátt fyrir að kæra sé send inn með lög- legum fyrirvara er ekki tekið tillit til hennar af ástæðum sem eru beinlínis móðgandi og niðurlægjandi. 6. Tilboðsverð er lækkað eftir á, sem hlýtur að boða straumhvörf í íslensku útboðs- og efnahagslífi. Þetta mál hætti snemma að snúast um skólamat í Garðabæ og hefur síðan einkennst af vandræðalegum útúrsnúningi, sem for- eldrar í Garðabæ botna ekkert í. Ráðamenn í bænum skýla sér á bak við ríkisfyrirtækið þótt bærinn sé að sjálfsögðu samningsaðilinn en ekki ríkisfyrirtækið. Ávaxtabíllinn er fyrirtæki í hjarta Garða- bæjar og eigendur þess bæjarbúar. Fyr- irtækið hefur ekki farið varhluta af efnahags- ástandinu og berst fyrir sínu eins og svo mörg önnur fyrirtæki. Það er þess vegna svo sárt að fá ekki að nýta sér stórt tækifæri til rekstr- arumskipta þegar sannanlega hefur verið til þess unnið. Og mæta síðan þessari framkomu ríkisfyrirtækisins og bæjarins þegar reynt er að leita rétta síns eftir lögboðnum leiðum. Eftir Hauk Magnússon » Þetta mál hætti snemma að snúast um skólamat í Garðabæ og hefur síðan ein- kennst af vandræðalegum út- úrsnúningi, sem foreldrar í Garðabæ botna ekkert í. Haukur Magnússon Svona gerast kaupin á eyrinni í Garðabæ Höfundur er eigandi Ávaxtabílsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.