Morgunblaðið - 18.08.2009, Side 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009
✝ Sigurjón Þor-valdsson fæddist á
Torfastöðum í Grafn-
ingi 15. september
1924. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni hinn 6. ágúst
síðastliðinn. Foreldrar
hans voru Þorvaldur
Jónsson frá Alviðru í
Ölfusi f. 25. apríl 1894,
d. 30. október 1955 og
Málfríður Sigurð-
ardóttir, f. í Sandvík á
Eyrarbakka 16. mars
1898, d. 29. júlí 1978.
Sigurjón átti fimm systkini, Helga, f.
14. júní 1921, d. 1. febrúar 2008,
Steinþóra, f. 25. júlí 1922, d. 13. des-
ember 1991, Guðgeir, f. 27. apríl
1926, d. 21. desember 1988, Sig-
urður, f. 24. september 1934, og Þor-
björgu Huldu, f. 21. febrúar 1940.
Sigurjón giftist Ólafíu Sigurð-
ardóttur Bergmann, f. 27. janúar
1922. Þeirra börn eru: 1) Sigurður
Bjartmar, f. 28. júní 1949, maki Sess-
Óskarsdóttir, f. 1963, barn Rúnars
Valgerður Gréta, f. 1987, fósturbörn
Gunnar Þór, f. 1984, og Halldóra
Ósk, f. 1991. Börn Sigurjóns utan
hjónabands voru 7) Sigurður Guð-
björn, f. 8. september 1948, maki Eva
Andersen, f. 1948, barn Sigurðar,
Einar Gunnar, f. 1971, börn þeirra,
Mangús, f. 1973, og Gunnar, f. 1975,
og 8) Róbert Haukur, f. 30. desember
1948, maki Helga Jóna Andrésdóttir,
f. 1952, börn Andrés, f. 1972, Svana
Rebekka, f. 1979, María Rut, f. 1982,
Stefán Haukur, f. 1989, og Daníel, f.
1991.
Sigurjón var uppalinn á Gamla
Hrauni á Eyrarbakka. Hann var til
sjós á sínum yngri árum en lengst af
vann hann hjá Almenna bygginga-
félaginu sem verkstjóri og tækja-
maður í byggingariðnaði og vega-
gerð. Sigurjón stofnaði og rak um
árabil eigið jarðvinnufyrirtæki.
Hann þótti vandvirkur og var vel
þekktur í sínu fagi. Hann vann mikið
uppi á hálendi þar sem hann starfaði
í tengslum við virkjunarfram-
kvæmdir.
Sigurjón verður jarðsunginn frá
Laugarneskirkju í dag, 18. ágúst, og
hefst athöfnin kl. 15.
elja Gísladóttir, f.
1950, börn Eyrún Ósk,
f. 1982 og Gísli, f. 1983,
2) Gísli Geir, f. 6. des-
ember 1950, maki Her-
borg Sjöfn Ósk-
arsdóttir, f. 1953, barn
Gísla, Tanja, f. 1971,
börn Gísla og Her-
borgar, Sigurjón, f.
1975, og Ragnar, f.
1978, 3) Þorvaldur, f.
15. júní 1952, maki
Dagný Hildur Leifs-
dóttir, f. 1954, börn
Steinar, f. 1989, Ása
Unnur, f. 1991, og Davíð Örn Inga-
son, f. 1973, fyrri maki Fanney Björg
Gísladóttir, f. 1953, börn Sigurjón, f.
1975, og Sandra Baldvinsdóttir, f.
1970, 4) Brynja, f. 6. apríl 1955, maki
Kjartan Jónsson, f. 1952, börn Lóa
Björk, f. 1973, og Svandís Beta, f.
1977, 5) Freyja, f. 9. júlí 1960, maki
Robert Leadon, f. 1952, börn Vigdís,
f. 1983, og Sævar, f. 1989, 6) Rúnar, f.
27. október 1963, maki Anna Elín
Elsku afi minn, þrátt fyrir að það sé
erfitt að kveðja þig í hinsta sinn þakka
ég fyrir allar minningarnar sem ég á.
Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég
fékk að hafa hann hjá mér. Ég brosi
við þegar ég minnist þess er ég var
stelpuskotta sem allt vissi í heiminum
betur en aðrir og afi alltaf tilbúinn að
minna mig á að það vantaði aðeins
upp á þroskann og reynsluna.
Við systurnar fengum oft að gista
hjá afa og ömmu og komum enn oftar
í heimsókn. Hann var sennilega einn
af fáum sem fengu mig til að hlýða
skilyrðislaust. Kom mér t.d. í skilning
um að það væri ekki í boði að stytta
sér leið í gegnum garðinn hjá ná-
grannanum til að spara sér sporin. En
hann átti líka til að hrekkja mann.
Þegar ég bauð honum ópal og hann
tók allt úr pakkanum í einu með vísi-
fingri. Ég átti ekki til orð yfir frekj-
una í karlinum. En fékk innihaldið
aftur þegar hann hafði skemmt sér
yfir svipnum sem kom á andlitið á
mér.
Endalaust voru þau amma á flakki
um allt land. Ég man eftir skemmti-
legum Þingvallarferðum þar sem
amma og afi voru í hjólhýsinu sínu en
við fjölskyldan í tjaldi nálægt. Seinna
voru þau á húsbíl sem afi hafði útbúið.
Þá fengum við systur að fara með í
dagsferðir. Eftir að ég óx úr grasi og
átti börn voru þau enn að ferðast öll
sumur um fjöll og firnindi.
Þegar ég varð eldri hélt ég áfram
að heimsækja þau. Afi var oft á rölt-
inu eða úti við. Ýmist að laga smáveg-
is í bílnum eða í kringum húsið. En
hann sat alltaf smástund hjá okkur
ömmu og spjallaði. Lagði okkur hjón-
unum lífsreglurnar og fylgdist með
því sem við tókum okkur fyrir hend-
ur. Hann og Karlotta urðu góðir vinir.
Hún, tveggja ára píslin, bræddi lang-
afa sinn og sneri honum um fingur
sér. Mér þótti ósköp gott að hann
bauð henni alltaf upp á epli, ekki sæt-
indi því við vorum svo mikið í Mið-
túninu á þessum tíma. Krakkinn hefði
aldrei borðað kvöldmat nema af því
afi gamli skar ofan í hana epli sem
ekki spillti matarlystinni. Þrátt fyrir
að 10 ára telpan hafi gleymt þessum
stundum með langafa sínum geymi ég
þær í huga mínum og segi henni frá
því hversu skemmtileg þau voru sam-
an. Stundum þegar við komum lá
hann uppi í rúmi og hvíldi sig og lét
gesti ekkert trufla sig. Karlotta átti
það þá til leggjast upp í hjá honum
svo hann fengi félagskap.
Síðustu árin dvaldi hann á Sóltúni
og vorum við ánægð að hann skyldi fá
að vera þar. Stutt var fyrir ömmu að
fá sér göngutúr til að heimsækja
hann, sem hún gerði á hverjum ein-
asta degi nær undantekningalaust.
Ekki dró það úr ánægjunni að starfs-
fólkið á Sóltúni er yndislegt og var
góður stuðningur við bæði afa og
ömmu. Og þangað héldum við áfram
að heimsækja hann. Heimsóknunum
fór þó fækkandi hjá krökkunum þeg-
ar þau fóru í skóla og íþróttir. Þau
voru samt dugleg að rukka mömmu
sína um heimsókn í Miðtúnið. Þá fór-
um við til ömmu og gengum svo með
henni yfir götuna til hans.
Nú þegar heimsóknirnar verða
ekki fleiri til hans í Sóltúnið geymum
við minninguna um hann í huga okkar
og erum þakklát fyrir allar stundirn-
ar sem við áttum saman.
Lóa Björk.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Með alúðarþökk fyrir allt sem þú
hefur verið okkur, þú lifir áfram í
huga okkar.
Blessuð sé minning þín.
Anna Elín Óskarsdóttir, Gunnar
Þór og Halldóra Ósk.
Sigurjón Þorvaldsson
✝ Guðríður JónaÁrnadóttir, Stella
í Knarrarnesi, fædd-
ist á Akranesi 13.
september 1923. Hún
lést 10. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Árni Sig-
urðsson, f. 18.4. 1892,
d. 29.8. 1972, og El-
ínborg Eiríksdóttir, f.
14.11. 1895, d. 30.6.
1984. Bræður hennar
voru Eiríkur, f. 10.9.
1917, d. 7.8. 2001, Er-
lendur Guðbjörn, f.
1.6. 1922, d. 10.10. 2005, og Guð-
mundur Bjarni, f. 27.3. 1920, d.
16.2. 2005.
Stella fæddist á
Akranesi og flutti 12.
maí 1927 í Knarr-
arnes á Mýrum ásamt
fjölskyldu sinni, afa,
ömmu, föður, móður
og bræðrum. Í Knarr-
arnesi bjó hún alla
tíð. Fjögur síðustu ár-
in dvaldi hún þar að
sumarlagi.
Útför Stellu fer
fram frá Borgarnes-
kirkju í dag, 18.
ágúst, og hefst at-
höfnin kl. 14.
Meira: mbl.is/minningar
Kæra frænka. Þú hefur nú róið
yfir þá miklu móðu sem allt
mennskt líf siglir í fyllingu tímans.
Okkur sem enn stöndum í vörinni
og horfum út í fjarskann finnst að
hér hafi örlagadísirnar lostið spjóti
sínu helst til of snemma þótt aldur
hafi verið orðinn hár. Það er vand-
fyllt það skarð sem nú er höggvið í
raðir okkar. Þú varst alltaf svo
hress og kát og full af orku, elskaðir
allt líf og fjör í kringum þig. Ég
þakka þér allar gleðistundirnar sem
við áttum saman í gegnum tíðina.
Það var oft stutt í hláturinn. En líf
þitt var ekki alltaf dans á rósum, því
finnst mér þetta ljóð eiga vel við
þig.
Andstreymi brosandi barst þú ávallt,
brosandi, hlæjandi þrátt fyrir allt.
Þó að þig mæddu þúsund raunir,
það var þitt leyndarmál og varðaði
ei neinn.
(Höf. ók.)
Elsku Stella mín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Steinlaug Sigurjónsdóttir.
Guðríður Jóna
Árnadóttir
Selhellu 3 Hafnarfirði
Sími 517 4400 • www.englasteinar.is
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR TH. ÁRMANN,
lést föstudaginn 14. ágúst.
Sigbjörn Björnsson, Ragna J. Sigurðardóttir,
Ásta Björnsdóttir, Guðni B. Guðnason,
Pálína Björnsdóttir,
Sigurður Gísli Sigbjörnsson,
Sigríður Th. Sigbjörnsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUNNLAUG HANNESDÓTTIR,
áður til heimilis á
Langholtsvegi 92,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn
15. ágúst.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
21. ágúst kl. 13.00.
Anna Kristrún Jónsdóttir, Baldur Óskarsson,
Hannes Jónsson, Helga Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURGEIR JÓNSSON
hagfræðingur,
Laufásvegi 47,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 16. ágúst.
Ingibjörg Júnía Gísladóttir,
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir,
Jón Þorvarður Sigurgeirsson, Lin Wei,
Gísli Sigurgeirsson, Anna Guðjónsdóttir
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GEIR KRISTJÁNSSON,
Brúnalandi 32,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
14. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Anna Gísladóttir,
Kristján Geirsson, Droplaug Guðnadóttir,
Margrét Geirsdóttir, Haukur K. Bragason
og afabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ODDGEIR GUÐJÓNSSON
bóndi og hreppstjóri
frá Tungu í Fljótshlíð,
Dalsbakka 14,
Hvolsvelli,
andaðist föstudaginn 14. ágúst.
Guðlaug Oddgeirsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Ólafur Sv. Oddgeirsson, Fiona MacTavish,
barnabörn og barnabarnabörn.