Morgunblaðið - 18.08.2009, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.08.2009, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2009 MORGUNBLAÐIÐ Menning FRÁ LEIKSTJÓRA „THE MUMMY“ KEMUR EIN FLOTTASTA STÓRMYND SUMARSINS ATH: Ekki fyrir viðkvæma 40.000 manns í aðsókn! HHH „Áhrifarík á sinn hrollkalda hátt, umhugsunarverð og firna grimm prófraun á taugakerfið. Engan veginn fyrir viðkvæma.“ - S.V., Mbl H „Söluvarningur“ - Ó.H.T., Rás 2 „5. besta mynd ársins!“ - Stephen King HHH „Fágaður, dökkur satírutryllir, sem vekur spurningar um Hollywood-hreinsun á ofbeldi“ - Empire vinsælasta teiknimynd ársins. „Mögnuð heimildarmynd um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu eins og þú hefur aldrei séð það áður! Missið ekki af þessari áhrifaríku og skemmtilegu mynd! Áfram Ísland!“ MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR EDDA GARÐARSDÓTTIR GRÉTA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR KATRÍN JÓNSDÓTTIR HHHH „Fróð leg og skemmt i leg he imi ldarmynd” - S.V. , MBL „Þjóðargersemi” - S .V. , MBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 ára Stelpurnar okkar kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 ára G.I. Joe kl. 6:30 - 9 B.i.12 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 5:50 LEYFÐ Funny Games kl. 8 - 10:20 B.i.18 ára Crossing Over kl. 5:30 - 8 - 10:30 500kr. B.i.16 ára The Hurt Locker kl. 8 - 10:45 500kr. B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 5:30 - 8:30 500kr. B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 5:50 500kr. LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 5:30 - 8 - 10:20 500kr. B.i.12 ára Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 500kr. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓSÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG BORGARBÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ OG REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANUMSÝND Í HÁSKÓLABÍÓ 500kr. ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐ 500 KR. Á ALLAR SÝNINGAR 500 kr . 500 kr . HASAR OG TÆK NIBRELL UR SEM ALD REI HAF A SÉST Á ÐUR Virgil nokkur Griffith, dokt-orsnemi við California Insti-tute of Technology háskól- ann í Bandaríkjunum, gerði nýverið afskaplega athyglisverða könnun þar sem tilgangurinn var að rannsaka fylgni milli greindar fólks og þeirrar tónlistar sem það hlustar á. Áður en lengra er haldið skal á það bent að könnunin var langt frá því að vera hávísindaleg, og því ekki fullkomlega marktæk. Hún segir þó líklega ansi margt um ákveðnar tegundir tónlistar, en um- fram allt eru niðurstöður hennar stórskemmtilegar.    Aðferð Griffiths var þessi: Hannfékk fjölda fólks til þess að skoða, með hjálp Facebook, hvaða tónlist væri vinsælust meðal fólks í 1.352 mismunandi skólum í Banda- ríkjunum. Það var gert með því að skoða liðinn „favorite music“ á Fa- cebook. Þvínæst sótti hann upplýs- ingar um meðalútkomu nemenda í viðkomandi skólum í hinum sam- ræmdu SAT-prófum, og keyrði þær niðurstöður saman við áðurnefndar upplýsingar um þá tónlist sem nem- endur í hverjum skóla hlustuðu á. Eins og áður segir: ekki hávís- indaleg aðferð, en af niðurstöð- unum má ætla að þær séu nokkuð marktækar.    Tónlist þýska tónskáldsins Lud-wigs van Beethovens kom langbest út úr könnuninni, en með- aleinkunn þeirra nemenda sem á hann hlustuðu var í kringum 1.400 stig. Á hinum endanum, á botn- inum, sat hins vegar bandaríski rapparinn Lil Wayne, en með- aleinkunn aðdáenda hans var í kringum 800 stig. Alls eru birtar niðurstöður fyrir þá 133 flytjendur tónlistar sem oft- ast voru nefndir í áðurnefndum „fa- vorite music“-lið á Facebook. Hafi menn áhuga á að skoða niðurstöð- urnar nákvæmlega má gera það á heimasíðunni musicthatmakesyo- udumb.virgil.gr, en hér á eftir verða annars helstu niðurstöður skoðaðar.    Auk Beethovens komu SufjanStevens, Counting Crows, Ra- diohead, U2 og Bob Dylan mjög vel út úr könnuninni. Skammt á hæla þeirra komu til dæmis Norah Jones, Led Zeppelin, Beck, Bítlarnir, Coldplay, Red Hot Chili Peppers, David Bowie og Billy Joel. Stærstur hluti þeirra 133 flytj- enda sem skoðaðir voru raðast hins vegar í kringum miðju kvarðans, en á meðal „meðalgáfulegra“ flytj- enda má nefna Jimi Hendrix, Out- kast, Rage Against The Machine, System Of A Down, AC/DC, Da- mien Rice, Pearl Jam, Queen, Me- tallica, Modest Mouse, Oasis og The Eagles.    Á neðri hluta kvarðans (sem erauðvitað „skemmtilegasti“ hluti hans) má svo sjá flytjendur eins og Kanye West, Kelly Clark- son, Bon Jovi, Nas, Garth Brooks, Eminem, Foo Fighters og viti menn – The Doors. Á botninum, með Lil Wayne, eru loks Carrie Underwo- od, Fall Out Boy, Nickelback, Justin Timberlake, Akon, Jay-Z, Beyoncé Knowles og auðvitað Aerosmith.    Og hvað segja þessar nið-urstöður okkur svo? Annars vegar vekur athygli hversu neð- arlega hvers konar rapp og R&B- tónlist lendir. Sú tónlist á rætur sín- ar að rekja til fátækrahverfa bandarískra stórborga, og sú spurning vaknar því hvort þeir sem á slíka tónlist hlusti hafi enn ekki sama möguleika á að sækja sér jafngóða menntun og aðrir. Á hinn bóginn vekur athygli hversu hátt „pólitískt þenkjandi“ listamenn skora – til dæmis U2 og Coldplay, þótt uppreisnarseggirnir í Rage Against The Machine komist að vísu aðeins í miðjuflokkinn, enda trúlega fullharðir fyrir hinn venju- lega „gáfumann“.    En stóra spurningin er auðvitaðsú hvort gáfað fólk hlusti á góða tónlist, og öfugt. Ekki verður tekin afstaða til þess hér, heldur verður hinum fluggáfuðu lesendum Morgunblaðsins leyft að dæma hverjum fyrir sig. Er Radiohead t.d. betri hljómsveit en Aerosmith? Eða er Bob Dylan betri en Bon Jovi? Beethoven betri en Beyoncé? Hvað finnst þér? jbk@mbl.is Hlustar gáfað fólk á góða tónlist? »Á botninum, með LilWayne, eru loks Carrie Underwood, Fall Out Boy, Nickelback, Aerosmith, Justin Timb- erlake, Akon, Jay-Z og Beyoncé Knowles. AF LISTUM Jóhann Bjarni Kolbeinsson Toppurinn og botninn Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hlustar gáfaðasta fólkið á tónlist þýska tónskáldsins Ludwigs van Beethovens, en þeir sem komu verst út úr SAT-prófunum hlusta töluvert á rapparann Lil Wayne.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.