Morgunblaðið - 21.08.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
LANDSBANKINN auglýsti sér-
staklega, bæði á vefsíðum og í bréf-
um til viðskiptavina, að innstæður á
Icesave-reikningum Landsbankans
væru tryggðar með bæði íslenska
og breska innstæðutryggingakerf-
inu. Þá ítrekuðu bankastjórar
Landsbankans, Sigurjón Þ. Árna-
son og Halldór J. Kristjánsson, í
bréfi til Fjármálaeftirlitsins (FME)
og hollenska seðlabankans (DNB)
að þeir hefðu „vitneskju um við-
brögð við kröfu um útskýringar [um
stöðu innstæðutrygginga, innsk.
blm.] frá breska fjármálaráðuneyt-
inu um stuðning stjórnvalda við ís-
lenska innstæðutryggingakerfið, ís-
lensk stjórnvöld hafa sent frá sér
bréf þar sem hlutverk þeirra í fjár-
mögnun íslenska kerfisins er út-
skýrt og skuldbindingar þeirra í
samræmi við ESB-tilskipunina
ítrekaðar. Að okkar mati er þetta
mikið framfaraspor og ætti að fara
langleiðina með að létta á áhyggjum
varðandi innstæðutryggingakerfið“.
Bréfið var skrifað 23. september í
fyrra, en þá hafði hollenski seðla-
bankinn efasemdir um að íslenska
bankakerfið myndi lifa þrengingar á
alþjóðamörkuðum af og einnig að
Tryggingasjóður innstæðueigenda
gæti ekki staðið við skuldbindingar
sínar vegna Icesave.
Í bréfinu ítreka Halldór og Sigur-
jón að ekkert bendi til þess að ís-
lenskur efnahagur sé á leið að lenda
í vanda. Kjartan Gunnarsson, fyrr-
verandi varaformaður bankaráðs
Landsbankans, hefur haldið því
fram í aðsendum greinum í Morg-
unblaðinu að forsvarsmenn Lands-
bankans hafi aldrei haldið því fram
að bankinn starfaði á grundvelli rík-
isábyrgðar.
Ljóst er þó að skrif Halldórs og
Sigurjóns í fyrrnefndu bréfi benda
til þess að þeir telji að íslenska ríkið
myndi taka á sig skuldbindingar
vegna innstæðutryggingakerfisins.
Þær skuldbindingar yrðu óhjá-
kvæmilega á grundvelli ábyrgðar
ríkisins, hvort sem yrði vegna lán-
töku sjóðsins fyrir útgreiðslu til
sparifjáreigenda eða annarra að-
gerða til þess að liðka fyrir því að
sjóðurinn stæði við sitt.
Stjórnvöld að baki sjóði
Bankastjórar Landsbankans sögðu hollenskum yfirvöldum að íslensk stjórnvöld
myndu styðja við íslenska innstæðutryggingakerfið ef á því þyrfti að halda
Margir sóttu krúserakvöld klúbbs áhugamanna
um klassíska bíla í gær. Þar voru flottustu trylli-
tækin sýnd og þar mátti sjá króm, leður og blæj-
ur og undir ómaði blúsinn. Það var ekki síst ung-
viðið sem var áhugasamt, enda kraumar
bíladellan í blóði margra ungmenna.
MEÐ KRAUMANDI BÍLADELLU
Morgunblaðið/Kristinn
HALLI af rekstri Orkuveitu
Reykjavíkur á fyrri helmingi ársins
var 10,6 milljarðar króna. Það ræðst
að mestu af veikri stöðu krónunnar
en hún hefur gríðarleg áhrif á
skuldastöðu fyrirtækisins.
Um áramót 2007/2008 voru heild-
arskuldir Orkuveitunnar, sem eru í
erlendri mynt, 102 milljarðar króna.
Þær eru nú tæplega 230 milljarðar.
Um 80 prósent af tekjum fyrir-
tækisins eru í íslenskum krónum og
því hefur veiking krónunnar mikil
áhrif á efnahagsreikninginn. Eigin-
fjárhlutfall fyrirtækisins er nú 14,1
prósent. Í tilkynningu frá OR segir
að „vaxandi tekjur fyrirtækisins í er-
lendri mynt geri því kleift að standa
undir greiðslum af erlendum lántök-
um þrátt fyrir miklar gengissveifl-
ur“. Helsta ástæða þess að erlendar
tekjur duga til að greiða niður lán er
lágt vaxtastig á erlendum myntum
víðast hvar í heiminum en seðlabank-
ar erlendis hafa víðast hvar lækkað
vexti niður í 1-2 prósent.
magnush@mbl.is
10,6 milljarða
halli Orkuveitu
Morgunblaðið/Ómar
OR Veiking krónunnar hefur skað-
að efnahag OR mikið.
Veik króna er OR
erfið sem stendur
Landsbankinn
og Íslandsbanki
eru einu kröfu-
hafarnir í
þrotabú Lang-
flugs ehf., fjár-
festingafélags
Finns Ingólfs-
sonar, fyrrver-
andi iðnaðar- og
viðskiptaráð-
herra, og fjárfestingafélagsins
Giftar. Það var stofnað utan um
eignir Samvinnutrygginga um mitt
ár 2007, og var eigið fé félagsins
þegar best lét rúmlega 30 millj-
arðar króna.
Langflug var stofnað árið 2006
og var það fyrst og fremst um hlut
í Icelandair Group. Með tímanum
varð félagið þó umsvifameira á
hlutabréfamarkaði. Eins og greint
var frá í Morgunblaðinu í maí þá
leysti Landsbankinn til sín 23,84
prósent hlut Langflugs í Icelandair
eftir að ljóst var að félagið gat
ekki staðið við lánasamninga, sem
voru í erlendri mynt, við bankann.
Eignasafn Langflugs er í dag
nánast ekkert og eru því lítil sem
engin verðmæti í þrotabúi félags-
ins. Lán Landsbankans upp á um
átta milljarða og Íslandsbanka upp
á fimm eru því töpuð. Samstarfi
Finns og hins gjaldþrota Giftar er
því lokið. magnush@mbl.is
Skuldir
langt um-
fram eignir
Finnur Ingólfsson
14 milljarða kröfur í
þrotabú Langflugs
LÖGREGLA vinnur af fullum krafti
að rannsókn á tildrögum þess, að
ungur maður fannst látinn í iðn-
aðarhúsnæði í Hafnarfirði aðfara-
nótt þriðjudags. Maður um þrítugt
sem grunaður er um að hafa orðið
manninum að bana, hefur verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald fram til
1. september næstkomandi.
„Rannsókn málsins gengur vel,“
sagði Friðrik Smári Björgvinsson,
yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöld. Verið
væri að vinna úr þeim gögnum sem
tæknideild lögreglunnar aflaði á
vettvangi og þá væru skýrslutökur
af þeim, sem ástæða þótti að ræða
við, langt komnar. sbs@mbl.is
Skýrslutökur langt
komnar vegna morðs-
ins í Hafnarfirði
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hafa bankastjórar
Landsbankans ekki viljað líta
svo á, að bréf þeirra til FME og
hollenska seðlabankans hafi fal-
ið í sér að þeir teldu að ríkið
myndi ábyrgjast innstæðu-
tryggingakerfið. Aðeins hafi
verið vísað til þess að stjórnvöld
myndu styðja við innstæðu-
tryggingakerfið við eðlilegar að-
stæður. Ekki hafi verið átt við
að ríkisábyrgð yrði á innstæðu-
tryggingakerfinu við hrun
bankakerfisins.
Ekki ábyrgð á hruni
TIL stendur að
stofna félag
kaupmanna í
miðborginni og
færa til þess
ýmsa samstarfs-
samninga borg-
arinnar og fé-
lagsins Mið-
borgar Reykja-
víkur. Félagið
var stofnað fyrir
um tveimur árum en hefur, að sögn
Áslaugar Friðriksdóttur, formanns
þess, ekki náð að virka sem skyldi
þar sem kaupmenn eiga sjálfir ekki
sitt eigið félag eða málsvara.
Mál þetta var rætt á fundi borg-
arráðs í gær þar sem fulltrúar
Samfylkingar bókuðu að þessi
breyting vitnaði um vandræða-
gang. Það viðhorf telur Áslaug frá-
leitt. Sú tilraun sem gerð var hafi
ekki virkað sem skyldi og út-
gjaldalaust sé því að fara nýjar
leiðir ef þær reynist betur.
sbs@mbl.is
Stofna nýtt
miðborgarfélag
Áslaug
Friðriksdóttir
fyrir alla sem
www.gottimatinn.is
gerður fyrir mat!
5x5x5 cm kubbur af rjómaosti gjörbreytir sósunni.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-1
0
9
7