Morgunblaðið - 21.08.2009, Side 4

Morgunblaðið - 21.08.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 „VIÐ leggjum áherslu á að verktakinn verði með þessar merkingar í lagi í þeim verkefnum sem eru framundan,“ segir Bjarni Stefánsson hjá Vegagerðinni. Merkingar á Suðurlandsvegi, nið- ur við gatnamót Vesturlandsvegar, vegna mal- biksframkvæmda á Breiðholtsbraut þykja ófull- nægjandi og ekki í samræmi við nýjar reglur um hvernig staðið skuli að merkingum á fram- kvæmdastað. Talsmenn Vegagerðarinnar stað- festa að betur hefði mátt standa að merkingum enda hafi nokkrir óánægðir vegfarendur haft samband vegna þessa. Framkvæmdum á Breið- holtsbraut sé hins vegar að ljúka og því verði ekki mikið gert í málinu héðan af nema draga lærdóm af því sem miður fór. Morgunblaðið/Jakob Fannar ÓLJÓSAR MERKINGAR Á SUÐURLANDSVEGI Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is MIKILL vilji er hjá ráðherrum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs að tryggja opinbert eign- arhald á orkufyrirtækjum. Þeim er þó ljóst að breiða samstöðu þarf innan ríkisstjórnarinnar til að það verði að veruleika. Fulltrúar fjár- mála- og iðnaðarráðuneytis, sem heyrir undir Katrínu Júlíusdóttur frá Samfylkingu, funduðu um málið í gær til að ákveða næstu skref. Vilja nýta forkaupsrétt Geysir Green Energy (GGE) keypti fyrir skemmstu 34,7 prósent eignarhlut Reykjanesbæjar í HS Orku á um 13 milljarða króna. Hluti af samkomulaginu var að Magma Energy fengi að kaupa um þriðjung af þessum eignarhluta. Samkvæmt samþykktum HS Orku eiga aðrir eigendur fyrirtækisins forkaupsrétt á öllum viðskiptum með eignarhluti í því, svo lengi sem þeir eru tilbúnir að greiða sama verð fyrir. Heimildir Morgunblaðsins herma að sá forkaupsréttur standi til 24. september næstkomandi og að fjár- málaráðuneytinu sé fullkunnugt um að hægt væri að láta OR nýta sér hann til að koma þessum eignar- hlutum í opinbera eigu. Það gæti átt sér stað með þeim hætti að OR keypti hlutina en framseldi þá síðan til annarra op- inberra aðila: ríkisins, sveitarfélaga eða opinberra fyrirtækja. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins þykir áhrifafólki innan Vinstri grænna ástæða til þess að gerð verði úttekt á þeim viðskiptum með eignarhluti, lönd og auðlindanýt- ingu innan HS Orku sem átt hafa sér stað frá síðustu áramótum. Full ástæða til að skoða málið Í viðskiptunum með eignarhlut Reykjanesbæjar í HS Orku var meðal annars samið um að bærinn keypti löndin sem auðlindirnar til- heyra en leigði HS Orku þær aftur gegn leigugjaldi til allt að 130 ára sem vinstri grænum þykir ótrúlega lágt. Full ástæða sé til þess að skoða málin, jafnvel taka til endur- skoðunar ef tilefni er til. VG vill tryggja opinbert eignarhald Ræða um leiðir til að koma í veg fyrir einkavæðingu „ÞAÐ er upplifun bókaútgefanda að sala á bók- um hafi gengið mjög vel í sumar,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður félags bókaútgefanda. Hann segir flesta sammála um að sala á kiljum hafi gengið sérstaklega vel og einnig sala á inn- lendum ferðabókum. „Það eru eflaust nokkrar ástæður fyrir þessu. Á gamla Íslandinu keypti fólk gjarnan bækur í útlöndum og þá var alltaf rífandi sala í Leifsstöð. Salan þar hefur dregist saman og meira selst í bókabúðunum. Aðal- ástæðan fyrir góðri sölu er þó sú að bækur eru í raun hræbillegar. Bækur hafa nánast ekki hækkað í verði, í krónum talið, síðan árið 2000.“ Hagstæðir samningar um prentun erlendis hafi ráðið mestu um lækkað verð. Nú þegar allar bækur eru prentaðar hér heima þá sé óhjá- kvæmilegt að bókaverð hækki eitthvað á næst- unni. „Bókaútgefendur hafa undanfarið tekið á sig allar hækkanir og framlegð að sama skapi minnkað. Pappír og prentun hefur hins vegar hækkað mikið og því ljóst að um einhverjar en þó hóflegar hækkanir verður að ræða“ Erlendar bækur ekki keyptar „Við erum sæl og glöð með söluna,“ segir Jón Geir Jónsson, aðstoðarverslunarstjóri hjá bóka- verslun Eymundsson í Kringlunni. „Sumarið er vitaskuld kiljutíminn en við merkjum almennt aukna sölu í íslenskum bókum. Enda hefur út- gáfan verið mjög skemmtileg og fjölbreytt í sum- ar. Þá rokseljast auðvitað kreppu- og hrunbæk- urnar, enda eins og bestu reyfarar.“ Jón Geir segir sölu á erlendum bókum hins vegar hafa dregist saman enda sé lítið sem ekkert keypt inn af nýjum erlendum bókum. „Innkaupaverðið er svo gríðarlega hátt og þar að auki er ekki til gjaldeyrir til að kaupa nýjar bækur. Þannig að íslenska bókin blífur.“ svanbjorg@mbl.is Bækur rokseljast í kreppunni  Kiljur seljast eins og heitar lummur  Áður keypti fólk oftar bækur í útlöndum  Aðalástæðan fyrir góðri sölu sú að „bækur eru hræbillegar“ Morgunblaðið/G.Rúnar Úrval Kiljurnar eru vinsælar í sumar enda margir ferðast innanlands þetta árið. 15-70% af öllum ljósum einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is © IL V A Ís la n d 20 0 9 Ljósadagar 13. ágúst - 23. ágúst Sevilla. Borðlampi m/plíseruðum skerm. H 45 cm. Verð 19.900,- NÚ 9.950,- Endurútgáfa bókarinnar Matur og drykkur eftir Helgu Sigurð- ardóttur hefur verið í efsta sæti metsölulistans hjá Eymunds- son/Pennanum tvær vikur í röð. „Við erum búin að selja tvö þúsund eintök og bókin verður endurprentuð eins fljótt og auð- ið er,“ segir Sigurður Svav- arsson hjá bókaútgáfunni Opnu. Sigurður telur að rekja megi vinsældir bókarinnar til þess að nú séu menn að horfa á gömlu gildin, rækta sjálfir og frum- vinna. ,,Þá leita þeir í grunn- uppskriftirnar.“ ingibjorg@mbl.is Matur og drykkur söluhæst í 2 vikur FORSETI Ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, sem axlar- brotnaði í útreið- artúr í Húna- vatnssýslu í fyrrakvöld, ligg- ur enn á Land- spítala, þar sem hann gekkst í gær undir rann- sóknir sérfræðinga. „Eðlilega hefur þetta áhrif á dagskrá forseta en hann mun eftir sem áður ganga til sinna starfa,“ segir Örnólfur Thors- son forsetaritari. Forsetinn brotn- aði á vinstri öxl, eins og fyrir tíu ár- um þegar hann féll af hestbaki á Leirubakka í Landsveit. Forseti í rannsókn eftir axlarbrotið Ólafur Ragnar Grímsson JÓN Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skip- að vinnuhóp sem fær það hlutvert að endurskoða jarða- og ábúðar- lög. Vinnuhópinn skipa þingmenn- irnir Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason og frá Bændasam- tökum Íslands Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum, Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri og Erna Bjarnadóttir sviðsstjóri. Með þeim munu starfa fyrir hönd ráðuneytisins þeir Sigurður Þráinsson skrifstofustjóri og Arn- ór Snæbjörnsson lögfræðingur. Jarða- og ábúðalög endurskoðuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.