Morgunblaðið - 21.08.2009, Side 11

Morgunblaðið - 21.08.2009, Side 11
Fréttir 11ALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is TEKIST var á um fyrirvarana við Icesave- frumvarpið, afleiðingar skuldbindinganna, for- sögu málsins og hverjir bæru ábyrgð á hvernig komið er fyrir Íslendingum við 2. umræðu um það á Alþingi í gær. Umræðan hófst kl. 9 og stóð yfir langt fram á kvöld. Á fjórða tug þingmanna flutti ræður um málið. Framsóknarmenn gagnrýna niðurstöðuna harðlega og leggja til að frumvarpinu verði vísað frá og samið upp á nýtt við Breta og Hollendinga. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaga- nefndar, sagði við upphaf umræðunnar að fjár- laganefnd hefði unnið að því að leiða málið til lykta í sátt. Það væri ábyrgð allra þingmanna að leita bestu lausna. Deilt var um hvort breyting- arnar sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til gengju það langt að þær breyttu Icesave- samningnum eða rúmuðust innan þeirra. Guð- laugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, vakti sérstaklega máls á þessu. Guðbjartur svaraði og sagði að ekki væri verið að hafna samningnum sem slíkum og Bretar og Hollendingar ættu að geta fallist á þessa fyrirvara. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, fór ítarlega yfir aðdraganda málsins, sagði að ríkisstjórnin sem var við völd í banka- hruninu hefði aldrei lofað ríkisábyrgð vegna Ice- save-reikninganna. Sagði hann að ef frumvarpið yrði samþykkt í þessari mynd, þá yrði ríkis- ábyrgðin hluti af Icesave-samningnum. „Það er mín sannfæring að ef þetta mál verður klárað með þessum hætti, þá væri langskynsamlegast að aðilar málsins kæmu sér saman um að end- urgera lánasamningana og það stæði síðan rík- isábyrgð einfaldlega að baki þeim,“ sagði Bjarni. Hann sagðist líta á þær breytingar sem nú lægju fyrir sem gagntilboð til Breta og Hollendinga. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði fyrirvarana við frumvarpið um ríkisábyrgð- ina þess eðlis, að stjórnvöld ættu að geta útskýrt þá fyrir viðsemjendum sínum og alþjóða- samfélaginu „þannig að á þá verði fallist“. Sagð- ist hún sannfærð um að viðsemjendurnir mundu ekki setja samningana í uppnám, þegar þeir gerðu sér ljóst að um varnagla væri að ræða. Sagðist hún hafa rætt við ýmsa forsætisráðherra, þar á meðal alla forsætisráðherra Norður- landanna, um stöðu málsins. Þær óformlegu við- ræður, sem átt hefðu sér stað milli íslenskra, breskra og hollenskra embættismanna að und- anförnu, gæfu ekki tilefni til að halda að það þyrfti að hafa miklar áhyggjur af því að taka þyrfti samningana upp að nýju. Sjálfstæðismenn styðja samkomulagið sem náðist í fjárlaganefnd en lögðu fram minni- hlutaálit og eru mjög gagnrýnir á hvernig málið er vaxið. Kristján Þór Júlíusson, einn fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd, sagði að sjálfstæðis- menn væru ekki hluti af niðurstöðu meirihluta fjárlaganefndar um fyrirvarana. „Engu að síður lýstu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjár- laganefnd yfir stuðningi við þessa breyting- artillögu en áskildu sér þó rétt til þess að leggja fram eða styðja aðrar tillögur sem væru til þess fallnar að styrkja málstað Íslands enn frekar.“ Ekki var nógu langt gengið við breytingar á frumvarpinu að mati framsóknarmanna og upp- lýsingar vantar enn að mati þeirra. Sagði Hösk- uldur Þórhallsson, fulltrúi flokksins í fjárlaga- nefnd, sérstaklega gagnrýnivert að upplýsingar um eignir þrotabús Landsbankans lægju enn ekki fyrir hjá nefndinni. Framsóknarmenn hvöttu stjórnarliða til að koma til móts við sjón- armið þeirra áður en frumvarpið verður afgreitt og af máli nokkurra þingmanna má ráða að ekki er loku fyrir það skotið að skoðaðar verði frekari breytingar á milli 2. og 3. umræðu. Árni Þór Sigurðsson, VG, sem sæti á í fjár- laganefnd, sagði í svari við spurningu Gunnars Braga Sveinssonar, Framsóknarflokki, að tæki- færi gæfist til að ræða álitamál í fjárlaganefnd á milli 2. og 3. umræðu, sem menn vildu ræða frek- ar og skoða sérstaklega. Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra vék einnig að þessu í máli sínu. „Nefndin mun skoða málið á milli annarrar og þriðju umræðu og það voru tilgreind tiltekin atriði sem á að líta betur á, sem sjálfsagt er bæði rétt og skylt, en ég skynja það þannig, að í öllum aðalatriðum sé hin efnislega niðurstaða fengin í samkomulaginu sem liggur til grundvallar af- greiðslu fjárlaganefndar.“ Stjórnarliðar staðhæfa að fallist verði á fyrirvarana  Bjarni Benediktsson segir um gagntilboð að ræða  Framsókn vill frávísun Morgunblaðið/Eggert Langt fram eftir Alþingismenn tókust á langt fram eftir kvöldi um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave. Sextán voru á mælendaskrá á tólfta tímanum í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagð- ist við umræðurnar á Alþingi í gær hafa tekið það sérstaklega upp við Anders Fogh Rasm- ussen, framkvæmdastjóra NATO, á fundi þeirra í Reykjavík í gær, að Bretar hafi staðið mjög sér- kennilega gegn bandalagsþjóð í NATO þegar þeir beittu hryðjuverkalögum til að frysta íslenskar eignir í Bretlandi. Þetta geti með engum hætti samræmst því þegar um bandalagsþjóð væri að ræða. Fram kom hjá Jóhönnu, að Fogh Rasmussen hefði rætt við Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, um Icesave-málið. Jóhanna sagði að ekki væri hægt að afsaka það að Bretar skyldu hafa beitt hryðjuverkalög- unum með þeim hætti sem þeir gerðu. Sagði hún að íslensk stjórnvöld hefðu ítrekað mót- mælt þessu og sjálf sagðist hún hafa tekið málið upp við Gordon Brown í kjölfar þess að bresk þingnefnd gagnrýndi þarlend stjórnvöld. „Ég hef ekki fengið skýringu Gordons Brown á því sem ég tel fullnægjandi,“ sagði Jóhanna. Ræddi hryðjuverkalög Breta gegn Íslandi við Fogh Rasmussen FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segja að afstaða þeirra til Icesave-frumvarpsins helgist af brýnni nauðsyn þess að ná almennri alhliða sátt um málefni Landsbanka Íslands hf. og annarra íslenskra banka er stöðva þurftu starfsemi í októbermánuði 2008. Sjálfstæðismenn styðja fyrirvarana sem samkomulag náðist um meðal meirihlutans í nefndinni en skila sér- stöku nefndaráliti, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Telja þeir að engin lagaleg skylda hvíli á íslenska ríkinu til að veita ríkisábyrgð vegna Icesave-deilunnar. Þá segir í áliti þeirra að Íslend- ingar verði að fara fram á rannsókn hið fyrsta á því hvernig það mátti vera að hægt var að misbeita Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum síðastliðið haust í þágu þriggja aðildarríkja á kostnað eins. Framsóknarmenn lögðu í gær til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar og henni falið að taka upp viðræður á nýjan leik við bresk og hollensk stjórnvöld á grundvelli Brussel-viðmiðanna. Leitað verði eftir pólitískum farvegi til lausnar deilumálinu eða samningsniðurstöðu á sanngjarnari forsendum. Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi Framsóknar í nefndinni, lagði einnig fram varatillögu um fjölmargar breytingar á fyrirvörum frumvarpsins sem komi til atkvæða ef frávísunartillagan verður felld. Þar er m.a. lagt til að upphafsdagur vaxta miðist við 27. júlí sl. í stað 1. janúar. Í nefndaráliti hans segir m.a. að efnahagslegir fyrirvarar meiri hluta fjárlaganefndar séu til bóta, en gangi ekki nægilega langt. Sér- staklega sé slæmt að viðmið Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um skuldaþol ís- lenska þjóðarbúsins sé ekki að finna í fyrirvörum meiri hlutans. omfr@mbl.is Brýn nauðsyn að ná alhliða sátt Morgunblaðið/Eggert Lesefni Þrjú álit liggja fyrir þinginu frá fjárlaganefnd, mikil að vöxtum.  Sjálfstæðismenn gagnrýna Icesave-málið í nefndaráliti  Segja enga lagalega skyldu að veita ríkisábyrgð  Framsókn vill upphafsdag vaxta frá 27. júlí Maraþonumræða stóð yfir í allan gærdag og gærkvöld um Icesave-frumvarpið á Alþingi. Tekist var á um allar hliðar málsins. Ekki er loku skotið fyrir að fjárlaganefnd skoði frek- ari breytingar milli 2. og 3. umræðu. Orðrétt frá Alþingi ’Hér er um slíkar breytingar aðræða, ekki síst hvað varðargreiðslur okkar samkvæmt samning-unum, að viðsemjendur okkar verðaað bregðast við því. Með því að setja ríkisábyrgðinni skorður er löggjafar- samkundan að senda framkvæmda- valdinu og raunar viðsemjendunum einnig, skýr skilaboð [...]“ KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON ’Menn eiga ekki að fara þannigmeð fjöregg þjóðarinnar að þaðsé alger óvissa um hvernig Hollending-ar og Bretar munu bregðast við fyrir-vörunum“ HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON ’Þannig hefur taktfastur trommu-sláttur á Austurvelli minnt okkurþingmenn á að vanda okkur. Vakið at-hygli á þeim vilja þjóðarinnar að gættverði hagsmuna Íslendinga. Að tryggð verði björt framtíð fyrir börnin okkar“ GUÐBJARTUR HANNESSON ’Ég hlýt að gagnrýna að Alþjóða-gjaldeyrissjóðnum sé í raun beittmeð þessum hætti og ég tel að þaðkomi fyllilega til greina að við skoðumþað á vettvangi Alþingis hvort það eigi að gera einhverjar formlegar athuga- semdir við þá“ ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON ’Í mínum huga er þetta í sjálfu sérósköp einfalt. Það er engin leið tilnema áfram fyrir Ísland. Það er enginnbakkgír til á þessum bíl. Við ætlumekkert í hann þó hann væri það. Við verðum að snúa okkur að því af mikl- um krafti að glíma við erfiðleikana“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ’Sem formaður utanríkismála-nefndar þá fylgdist ég mjöggrannt með því sem gerðist í kjölfarið.Og það voru skýr skilaboð sem komuinn á borð utanríkismálanefndar frá samningamönnum Íslands í viðræðun- um við Breta og Hollendinga. Í stuttu máli voru skilaboðin þessi. Viðsemj- endur okkar telja að Íslendingar skuldi þeim alla fjárhæðina. Þeir ætlast til þess að hún verði greidd að fullu. Þeir eru tilbúnir til þess að lána fjárhæðina en þeir vilja fá vexti og þeir vilja að upphæðin verði greidd hratt til baka“ BJARNI BENEDIKTSSON ’Það sem vantar á núna er aðkynna þetta mál [...] Mig langarað spyrja hæstvirtan ráðherra hvortþað þurfi ekki að upplýsa þessa vörusem við erum búin að framleiða hér á Íslandi um alla Evrópu. Hvort það sé ekki nauðsynlegt að þingmenn fari sjálfir um alla Evrópu og kynni fyrir fé- lögum sínum út um allt hvernig þessi niðurstaða er fengin og hvernig hún virkar. Hvort það sé ekki rétt að á milli 2. og 3. umræðu þá frestum við þing- inu í tvær vikur [til] að gera þetta“ PÉTUR H. BLÖNDAL ’Það er nánast eins og með ein-hverjum yfirnáttúrulegum hætti,hafi ráðherrar ríkisstjórnarinnar veriðsettir í þá stöðu að taka ákvörðun umsömu hluti og framkvæmdastjórar bankanna og bankastjórarnir þurftu að taka ákvarðanir um á árunum 2006 og 2007. Niðurstaðan liggur fyrir. Ráð- herrarnir með hæstvirta viðskipta- ráðherra, fjármálaráðherra og for- sætisráðherra í broddi fylkingar, svo ekki sé minnst á hæstvirtan félags- málaráðherra, vilja fara nákvæmlega sömu leið og bankarnir – nema bara að bæta í og leggja meira undir“ SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON ’Við getum ekki látið undan kúg-unartilraunum Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins sem telur það vera heilagaskyldu sína að setja sig ofar fullveldiÍslendinga. Við getum ekki látið neyða þessum skelfilega samningi upp á okkur. Fyrir alla muni skulum við gera það heyrinkunnugt að við séum reiðu- búin að framselja Landsbankaskrílinn í hendur breskra og hollenskra yfir- valda og heita Bretum og Hollending- um allri mögulegri aðstoð til að hafa upp á hverri krónu í eigu þessa lýðs til greiðslu á Icesave-innistæðum“ ÞRÁINN BERTELSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.