Morgunblaðið - 21.08.2009, Page 12

Morgunblaðið - 21.08.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is „ALLAR gagnrýnar raddir, stofn- ana og einstaklinga, eru gerðar tortryggilegar og sú litla fjöl- miðlaumfjöllun sem farið hefur fram hefur verið með fádæmum einsleit og hlutdræg með starf- semi Orfs. Í dag hefur þetta [ræktunar]leyfi verið afturkallað.“ Svo hljóðar brot úr tölvubréfi sem Illgresi, áður óþekkt samtök, sendu fjölmiðlum vegna hermd- arverka sem unnin voru á tilraunaræktun Orf líftækni hf. á erfðabreyttu byggi. Í bréfinu segir að „eftirlitsaðilar“ Illgresis hafi jafnað tilraunareitinn við jörðu. Að sögn Bjarnar Lárusar Örvars, forstjóra Orf Líftækni hf., var all- ur reiturinn eyðilagður, plönturn- ar rifnar upp og traðkað á þeim. „Þetta hefur verið gert milli eftirlitsferða hjá okkur,“ segir Björn og kveður eftirlitið hafa verið í samræmi við ræktunarleyfi Umhverfisstofnunar. Eftirlitsferð- irnar kveður Björn þó ekki tíðar þar sem byggið hafi ekki verið farið að þroskast og í raun sé eft- irlitinu og öðrum öryggisráðstöf- unum ekki beint að fólki. Þeim sé ætlað að halda fuglum og hvers- kyns búfénaði frá plöntunum og tryggja aðskilnað erfðabreytta byggsins frá villtri náttúrunni. Staðsetningin var trúnaðarmál „Við skiljum ekki hvernig menn gátu fundið staðsetningu reitsins, þetta eru innan við hundrað fer- metrar á tólf þúsund hekturum,“ segir Björn. Staðsetningin var trúnaðarmál til þess að koma í veg fyrir skemmdarverk en Björn seg- ir að tilraunareitir af þessu tagi séu gjarna eyðilagðir erlendis. Var staðurinn að hans sögn aðeins kunnur völdum starfsmönnum Orfs og Umhverfisstofnunar auk meðlima ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar lífverur sem fjallaði um leyfi Orfs til ræktunarinnar. „Við erum að vonast til að lög- reglan leysi þetta mál, finni þá sem voru að verki,“ segir Björn. Lögreglan á Hvolsvelli fer með rannsókn málsins. Þar á bæ sögðu menn að ekki væri tímabært að segja nokkuð um málið. Illgresið í vígahug Í tilkynningunni frá Illgresi segir að ræktun erfðabreytts byggs hefði rutt veginn fyrir frek- ari uppgangi erfðabreyttra lífvera. Segir í henni að þær séu hættu- legar umhverfi og lífríki. Þetta mun þó vera með öllu ósannað þótt neikvæð áhrif hafi ekki verið útilokuð enn. Rök andstæðinga erfðabreyttra lífvera hafa yfirleitt verið á þá leið að rétt sé að láta náttúruna njóta vafans. „Héðan í frá munu erfðabreyt- ingar ekki fara fram á [Í]slandi án okkar íhlutunar,“ segir ennfremur í tölvubréfi Illgresis. Það er því ljóst að samtökin hyggja á frekari aðgerðir verði tilraunum með erfðabreyttar lífverur haldið áfram. Bréfinu lýkur á orðunum „Lifi Ísland“. Reynt var með öllum ráðum að ná tali af forsvarsfólki eða með- limum Illgresis vegna umfjöllunar- innar en án árangurs. Ljósmynd/Helgi Jóhann Hauksson Skemmdarverk Í tölvubréfi segir m.a. að „eftirlitsaðilar“ Illgresis hafi jafnað tilraunareitinn við jörðu. Umhverfisvá ástæða hermdarverkanna Samtökin Illgresi hafa gengist við eyðileggingu tilraunareits Milljónaskemmdarverk hafa verið unnin á tilraunaræktun á erfða- breyttu byggi í Gunnarsholti. Spilling, umhverfisógn og ónóg lýðræðisleg umræða eru ástæður verknaðarins segja gerendur. Að öllum líkindum voru skemmdirnar unnar síðdegis á föstudag. Eftir- litsmenn Orfs fóru um svæðið um daginn og hafði reitnum ekki verið spillt þá. Síðdegis á sunnudag tók Helgi J. Hauksson kennari myndir af reitnum, sem þá hafði verið var eyðilagður. „Ég tel útilokað að það hafi verið minna en tveir dagar síðan þetta var gert þegar ég var þarna,“ segir Helgi og rökstyður það með hve gulnuð og þurr sár stráanna voru og hve þurr moldin á endum upprifinna plantnanna var. Kveðst hann hafa fundið reitinn með því að spyrja íbúa í nágrenninu til vegar. „Það þarf enga töfra til að finna þetta.“ Skemmdirnar líklega unnar á föstudag     25% AFSLÁTTUR Af viðarvörn og útimálningu Skráning á www.songlist.is / umsókn eða á songlist@borgarleikhus.is Kennsla í Borgartúni 1, hefst 7. september. Kennsla í Borgarleikhúsinu hefst 14. september. Gleði - uppbygging - fagmennska - framfarir KJARADEILU Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna við ríki og sveitarfélög hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Sama er uppi á tengingnum í deilu Landssambands lögreglumanna og launanefndar ríkisins. Bæði þessi stéttarfélög hafa fellt nýgerða kjara- samninga. „Það er gott að fá hlutlausan aðila til að stýra viðræðum,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna í samtali við Morgunblaðið. Á fundi Tollvarðafélags Íslands með samninganefnd ríkisins í gær var farið yfir ýmsar hugmyndir og ákveðið að hittast aftur í næstu viku og meta stöðuna. Tollverðir felldu í liðinni viku kjarasamning við ríkið, en kurr er í félagsmönn- um vegna yfirvinnubanns og ann- arra skerðinga sem geta í vissum tilvikum þýtt allt að 30% kjara- skerðingu meðal tollvarða. sbs@mbl.is Kjaradeilur komnar til ríkissáttasemjara Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.