Morgunblaðið - 21.08.2009, Page 20

Morgunblaðið - 21.08.2009, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Lyft hefurveriðgrettistaki í Borgarleikhúsinu undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra. Ekki aðeins vegna þess að sett var aðsóknarmet síðasta leikár, þar sem 207.576 gestir lögðu leið sína í leikhúsið. Aldrei hafa fleiri lagt leið sína í íslenskt leikhús og munar þar miklu um að sýningarnar skírskota til fólks á öllum aldri, ekki síst ungs fólks. Ekki aðeins vegna þess að sýningarnar áttu það sam- merkt að höfða til almennings og fá lofsamleg viðbrögð gagn- rýnenda – metnaðurinn vék ekki þó að leiklistin færðist nær almenningi. Ekki aðeins vegna þess að leikhússtjórinn hefur aug- ljóslega skilning á því að til þess að skapa góða sýningu eru allir jafnmikilvægir innan leik- hússins – samtakamátturinn dregur fram töfra leikhússins. Það sem er ekki síst mark- vert við þann árangur sem náðst hefur í Borgarleikhús- inu er að fjárhagsáætlanir stóðust og leikhúsið skilaði af- gangi, þrátt fyrir óvæntan nið- urskurð á framlögum Reykja- víkurborgar um 50 milljónir á miðju leikári. Slíkur rekstr- arárangur er alltof fátíður í rekstri opinberra stofnana, sem sumar hverjar eru gjarn- ar á að fara fram úr fjárlögum, nokkuð sem stjórnvöld verða að koma böndum á til að árangur náist í ríkisfjár- málum. Í stað þess að hengja haus eða bregðast ókvæða við beiðni borgaryfirvalda um nið- urskurð, þá sýndi Magnús Geir ákvörðuninni skilning á krepputímum og stólaði á bar- áttuþrek starfsmanna leik- hússins – sem brugðust ekki þegar á reyndi. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að auðvitað væri áfall fyrir leikhús að taka á sig slíka skerðingu. „Hins vegar lítum við svo á, að á þessum erfiðu tímum, þegar allir eru að taka á sig skelli – sjúkrahús, menntastofnanir og fleiri, þá getum við ekki skorast undan.“ Magnús Geir hefur áður sýnt hvers hann er megnugur, þegar hann sneri við rekstri Leikfélags Akureyrar og lyfti aðsókn nær því sem tíðkast hjá stærri leikhúsum sunnan heiða. Í þeim niðurskurði sem framundan er verða viðbrögð leikhússtjórans og starfsfólks Borgarleikhússins vonandi öðrum hvatning og fyrirmynd að því hvernig hægt er að ná árangri, og það framúrskar- andi árangri, með naumara veganesti en áður. Mikill árangur með naumara veganesti}Grettistak í leikhúsinu Tilraun líf-tæknifyr- irtækisins Orfs með ræktun á erfðabreyttu byggi var eyði- lögð fyrir nokkr- um dögum, þegar bygg í reit fyrirtækisins í Gunnarsholti var rifið upp og traðkað nið- ur. Einhver eða einhverjir, sem kalla sig Illgresi, hafa lýst því yfir að þeir hafi stað- ið að verknaðinum og þannig „afturkallað“ leyfi, sem Orf hafði fengið samkvæmt lög- um og reglum til að fram- kvæma tilraunina. Ræktun á erfðabreyttum lífverum er umdeild. Ávinn- ingurinn getur verið umtals- verður, bæði fjárhagslegur og samfélagslegur. Með því að vinna úr bygginu prótín, sem upprunnin eru í mönn- um, hugðist Orf til dæmis stuðla að framförum í fram- leiðslu lyfja, sem nýtzt hefðu í baráttu við ýmsa sjúkdóma. Áhættan af ræktuninni er ekki vísindalega sönnuð og allir helztu sérfræðingar landsins á sviði erfðatækni telja hana raunar hverfandi. Skemmdar- verkið á bygg- reitnum ber vott um þá tilhneig- ingu, sem hefur farið vaxandi hjá einhverjum hópi öfgamanna hér á landi og meðal annars var fjallað um í Reykjavíkurbréfi um síðustu helgi, að tjá skoðanir sínar með spellvirkjum og of- beldi. Fáir orða virðing- arleysi sitt fyrir lögum og reglum þó jafnskýrt og sá, sem sendi fjölmiðlum tölvu- póst um skemmdarverkið; fyrst viðkomandi féll ekki niðurstaðan úr löglegu ferli, greip hann til sinna ráða til að breyta henni. Gerðist dómstóll götunnar í stað þess að beita sér t.d. fyrir því með lýðræðislegum hætti að lög- unum yrði breytt. Og nú verða þeir sem berj- ast með friðsamlegum mál- flutningi og rökum gegn ræktun erfðabreyttra lífvera að una því að einhver kjáni hefur traðkað á málstað þeirra austur í sveitum. Fáir orða virðing- arleysi sitt fyrir lögum og reglum jafnskýrt} Traðkað á málstaðnum H ugsum hlutina í stóru sam- hengi. Nú er efnahagskreppa nánast um allan heim. Í flest- um stærstu hagkerfum heims hefur fólk minna á milli hand- anna nú en um mitt ár 2007. Samt hefur eng- in eiginleg efnisleg breyting orðið á heim- inum. Kreppan er ekki orsökuð af náttúrufyrirbrigðum eins og fellibyljum, loft- steinahrapi, flóðbylgjum, innrás geimvera eða vegna sprengingar í sólinni eða í iðrum jarðar. Hún kom bara vegna þess að eitthvað í huglægum ráðstöfunum okkar fékk okkur til að líta svartari augum á heiminn nú en áð- ur; eins og heimurinn sé rýrari en hann var. En það er ekki rétt. Það er alveg jafn mikið af olíu í jörðinni og skógum í Finnlandi og áður. Mér finnst best að líkja þessu við kapal. Stundum kemur upp sú staða þegar kapall er lagður að spilin sem koma upp eru ekki hagstæð. Hagstæðu spilin komu upp þegar þeirra var ekki þörf og nú eru þau einhverstaðar falin í bunkanum. Ef við sækjum hagstæðu spilin erum við búin að eyðileggja kapalinn og möguleikann á því að hann gangi upp. Við getum samt alveg sótt spilin. Við getum tekið spilabunkann upp og gert nákvæmlega það sem við viljum við hann, dreift honum um allt borðið og fundið upp nýja leiki. En þessi ákveðni kapall er tap- aður ef við gerum það. Þannig finnst mér kreppan. Öll gæði jarðar eru til staðar og við getum gefið skít í kreppuna, en þá erum við búin að eyðileggja leikinn sem við lögðum upp með. Við verðum þess í stað að halda áfram í kaplinum með gremju í brjósti yfir því að spilin sem við þurfum eru inni í bunkanum sem við megum ekki snerta á. En hvers vegna hættum við þá ekki að leggja þennan kapal og hunsum kreppuna og byrjum á nýjum leik? Fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Í fyrsta lagi þyrftum við að eyða tíma og orku í að finna upp á nýjum leik. Í öðru lagi má færa rök fyrir því að leik- ir verði fyrst skemmtilegir þegar þeir krefj- ast þess að maður takist á við erfiðleika. Bæði rökin finnst mér sannfærandi. Auk þess vil ég benda á að refsingar leiksins eru ekkert sérstaklega hrollvekjandi. Það deyr enginn vegna kreppunnar. Þetta fullyrði ég þó að ég viti vel að til séu þúsund aðferðir til að snúa út úr þeirri fullyrðingu með vafasömum rökum. Margir aðrir leikir krefjast þess að fólk deyi þegar réttu spilin hætta að koma upp. Þá má segja á móti að leikir sem krefjast meiri fórna séu vafalaust meira spennandi en kapallinn okkar. En svo er aftur enn annað mál að kapallinn okkar mun aldrei ganga upp. Hann mun bara ganga misvel. Í dag gengur ekkert. Seinna munum við sjá hagstæðari spil, en aldrei nógu lengi til að hreinsa borðið. Ein- hverntímann munum við því fá leið á þessum kapli og finna upp á nýjum. bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Kapallinn FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Á ætlað er að hundruð milljóna tonna af plast- efnum hafi safnast fyrir í heimshöfunum og hættan sem stafar af þeim er meiri en talið hefur verið til þessa. Fyrsta rannsóknin á því hvað verður um plastruslið í höfunum á mörgum árum hefur leitt í ljós að plastið brotnar miklu hraðar niður en talið var og gefur frá sér eiturefni sem geta verið hættuleg lífríkinu. Skýrt var frá niðurstöðum rann- sóknarinnar á landsfundi banda- rískra efnafræðinga á dögunum. Til þessa hefur verið talið að plast eyðist mjög hægt í náttúrunni en rannsóknin leiddi í ljós að plastið brotnar tiltölulega hratt niður í heimshöfunum. Þegar plastið eyðist gefur það frá sér eiturefni, sem finn- ast ekki í náttúrunni og geta haft áhrif á vöxt og þróun sjávarlífvera. Sum þessara efna geta verið hættu- leg mönnum og dýrum komist þau í fæðukeðjuna. Nokkur efnanna trufla hormónastarfsemi dýra og geta haft mjög slæm áhrif á æxl- unargetu þeirra. Önnur eru talin krabbameinsvaldandi. Endurvinnsla möguleg? Vísindamenn eru nú einnig að rannsaka „Ruslahauginn mikla í Kyrrahafi“ þar sem talið er að um 100 milljónir tonna af plastrusli hafi safnast fyrir vegna hafstrauma. Markmiðið er m.a. að kanna hvort hægt sé að safna plastinu saman til endurvinnslu en talið er að það verði mjög dýrt og hugsanlega óraunhæft verkefni. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að á ári hverju drepist rúm milljón sjófugla og 100.000 sjávarspendýr af völdum plastrusls sem dýrin éta. Plastruslið hættu- legra en talið var Plast brotnar hraðar niður í heimshöfunum en talið hefur verið og getur gefið frá sér eitur- efni sem eru talin hættuleg mönnum og öllu lífríkinu komist þau í fæðukeðjuna. Heimild: Scripps-haffræðistofnunin Kur oshi o-stra umurinn Norður-miðbaugsstraum urinn San Diego Ferðin hófst þar Newport Leiðangri lýkur Kaliforníustraumurinn FIRNASTÓR RUSLAHAUGUR Vísindamenn rannsaka nú risastóran haug af plasti sem hefur safnast fyrir á hafsvæði, sem kallað hefur verið „Ruslahaugurinn mikli í Kyrrahafi”. Áætlað hefur verið að plasthaugurinn sé um það bil 100 milljónir tonna á þyngd Rannsóknarskip með um 30 vísindamenn, tæknimenn og skipverja er að ljúka þriggja vikna rannsóknarferð á hafsvæðinu á vegum Scripps-haffræðistofnunar Kaliforníuháskóla í San Diego R/V New Horizon Megnið af ruslinu saman- stendur af plastögnum undir sjávarborðinu, þannig að það sést ekki úr flugvélum eða á myndum frá gervihnöttum Smíðað 1978 Áhöfn 12 Hámarkshraði 12,3 hnútar Eldsneytisbirgðir: allt að 40 daga Lengd 52 m 797 brúttó- rúmlestir Markmiðið með leiðangrinum er að rannsaka hversu mikið rusl safnast saman á hafsvæðinu, hvernig efnið dreifist og hvaða áhrif það hefur á sjávarlífverur Ruslið safnast saman vegna hafstrauma á ílöngu svæði, sem er hundruð kílómetra að þvermáli, nálægt Hawaii, um það bil mitt á milli Japans og vesturstrandar Bandaríkjanna Norður-Kyrra- hafssveipurinn Rusla- haugurinn mikli í Kyrrahafi Leið rannsóknar- skipsins Kyrrahaf Rusl Hafstraumar  Hundruð milljóna tonna af plastrusli í höfunum  Milljón fugla drepst af völdum plastsins á ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.