Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞESSI dýr eru eins og hundar, þau eru svo stór og öflug,“ segir Birgir Hauksson refaskytta í Vala- gerði í Skagafirði. Hann og Baldvin Sveinsson á Tjörn á Skaga unnu þrjú greni dýrbíta í Staðarfjöllum og Þverfjalli, afréttum Skagfirð- inga og Húnvetninga, í sumar. Birgir áætlar að hræ af sjötíu lömbum hafi verið við grenin. Birgir og Baldvin voru við hefð- bundna grenjaleit í Staðarfjöllum. „Við sáum mikinn aðburð við fyrsta grenið,“ segir Birgir. Þeir unnu fjögur greni í Staðarfjöllum og Þverfjalli og voru greinileg merki um dýrbíta í þremur þeirra. Þeir náðu öllum dýrunum, 29 talsins. „Maður leggur sig sérstaklega fram við að ná þeim þegar svona er.“ Þegar þeir lágu á einu greninu kom refurinn heim og þeim fannst hann ekki bera neitt. Annað kom þó í ljós þegar þeir höfðu skotið dýrið. Refurinn var með hjarta og lifur úr nýdrepnu lambi vafið inn í ullarlagða. „Þetta var svo nýtt að við lá að hjartað slægi ennþá.“ Mikill aðburður Mikill aðburður af lambshræjum var við öll grenin. Birgir segir erf- itt að áætla fjöldann sem þessi dýr hafa drepið vegna þess að hræin séu öll sundurtætt. Hann áætlar að leifarnar geti verið af um sjötíu lömbum. Refaskyttur hafa mörg dæmi um að dýrbítar hafi unnið tugi kinda áður en þau hafa verið skotin. Fram kemur í bók Theodórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi, Á refaslóðum, að meðfædd hneigð valdi því oftast að refir gerast dýr- bítar, eða bitvargar eins og oft er sagt, þau komi úr grenjum bitdýrs, þótt tilviljanir geti einnig orðið til þess að þau komist á blóðbragðið. Birgir telur að refirnir sem þeir fé- lagarnir skutu í Staðarfjöllum og Þverfjalli hafi alist upp í greni dýr- bíts og telur vel geta verið að tveir refirnir hafi verið bræður og jafn- vel sá þriðji sem þeir unnu á svip- uðum slóðum í fyrra. Þetta hafi verið stór og öflug dýr. Birgir vinnur fjölda grenja á hverju ári með félögum sínum og hefur oft komist í návígi við dýr- bíta. „Ég hef aldrei áður lent í því að finna þrjú dýrbítagreni í sama fjallgarðinum,“ segir hann. Tófan bar hjarta og lifur úr nýdrepnu lambinu  Refaskyttur unnu þrjú greni dýrbíta í sama fjallgarðinum  Áætla að bitvarg- arnir hafi drepið um sjötíu lömb og borið heim á grenin áður en þau voru skotin Í HNOTSKURN »Bitvargar eru oft áberandistórir og kröftugir. Þeir eru kjarkmiklir og oft spakir í hversdagslegri umgengni en jafnframt svo slungnir að furðu sætir. »Langoftast eru það refirnirsem hafa orðið sannir að sök að bíta fé, en læður miklu sjaldnar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Birgir Hauksson „Þessi dýr eru eins og hundar, stór og öflug.“ Morgunblaðið/Rax Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is DÝRBÍTUM fjölgar eftir því sem tófunni fjölgar, að sögn Snorra H. Jóhannessonar, formanns Bjarma- lands, félags atvinnuveiðimanna á ref og mink. Snorri býr á Augastöð- um í Borgarbyggð og hefur stundað refaveiðar um áratugaskeið. Hann segir að ákveðið hlutfall refastofns- ins verði dýrbítar. „Þegar tófum fjölgar þá gengur á þá fæðu sem er auðveldast að ná í, egg, unga, fugla og slíkt. Þá hættir dýrunum til að fara í fé. Ég held því fram að þar sem kemst upp yrðlinga- hópur á greni þá er það eins og með hunda og hvolpa, þeir fara að vinna saman,“ sagði Snorri. Hann telur að þannig kenni dýrbítar afkvæmum sínum að leggjast á fé. Taka síður stálpuð lömb Snorri sagði alltaf einhver dæmi um að refir bíti lömb. Í sumar hafi t.d. fundist dýrbitið lamb í Reyk- holtsdal í Borgarfirði. Oft komi fé klórað eftir refi af fjalli. Í fyrra hafi þurft að aflífa tvær kindur sem fund- ust dýrbitnar á svæðinu fyrir ofan Steindórsstaði í Reykholtsdal. Meira bar á tjóni vegna refa þegar fé bar almennt úti. Snorri segir að þá hafi tófan átt stutt úr hildunum yfir í lambið. Eins þegar ær var borin einu lambi gat hún ekki varið það meðan hún bar öðru. Nú bera ærnar yfir- leitt heima og lömbum ekki sleppt fyrr en þau eru orðin nokkuð stór. Snorri sagði að á árum áður hafi fundist leifar af 30-40 lömbum við greni í svonefndum Valagilsdrögum í Hálsasveit í Borgarfirði. Þar hafði tófan farið eina fimm km og í gegn- um fjárhjarðir frá tveimur bæjum áður en hún drap lömb frá bænum Sigmundarstöðum. Þetta sé dæmi um stórtækan dýrbít. Hann sagði ekki óalgengt að finna leifar af 3-4 lömbum við greni. Framlög duga hvergi Refa- og minkaeyðing er sam- starfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Snorri segir að fjárveitingar til mála- flokksins hafi hvergi vaxið í sam- ræmi við aukinn kostnað. Framlögin séu oft það fyrsta sem skorið er nið- ur þegar sveitarfélög þurfa að spara. Það hafi t.d. gerst í Borgarfirði. „Menn fengu ákveðinn kvóta og sumir kláruðu hann í vetrarveiðum og svo var ekkert leitað á grenin. Það hlýtur að skila sér í fjölgun á tófu,“ sagði Snorri. „Ég dró ekkert af hjá mér á því svæði sem ég er með. Ég fór yfir þetta eins og venju- lega, með löngu kláraðan kvóta. Restin var þá bara framlag mitt til náttúrunnar. Ég ætla að halda því áfram, allavega þar til ég verð stopp- aður með valdi!“ Snorri sagði minka- og refaveiði- menn og bændur almennt ekki vera ánægða með þá þróun að framlög til málaflokksins skuli vera afgangs- stærð. Umhverfisstofnun hafi ein- hliða minnkað sína hlutdeild. Fram- lög hafi hvergi vaxið í takt við aukinn kostnað. „Þeir taxtar sem þeir miða við eru ekki í neinu samræmi við það sem gerist annars staðar í þjóðfélaginu,“ sagði Snorri. „Stór hluti af þeim sem eru í þessum veiðum er dögum sam- an frá heimili sínu, með nestisfæði sem er dýrt. Þetta er mikil nætur- vinna og oft helgarvinna. Þessi taxti er hlægilegur. Sum sveitarfélög fóru út í að yfirborga taxtann. Þau fá þó aðeins endurgreitt miðað við uppgef- inn taxta Umhverfisstofnunar. Það minnkar alltaf hlutfall þess sem ríkið skilar til baka af því sem sveitar- félögin borga. Þetta er virðisauka- skyld starfsemi og veiðimenn inn- heimta hann en sveitarfélögin fá hann ekki endurgreiddan. Ríkið fær sitt framlag þannig að mestu til baka í formi skattsins.“ Mikil fjölgun tófu á Mýrum Mikil fjölgun varð á tófu í fyrra vestur á Mýrum og þá sérstaklega í kringum urðunarstaðinn í Fífl- holtum, að sögn Snorra. „Þar var illa frágengið og á 4-5 ferkílómetra svæði í kring voru 7-8 greni. Fram undir þetta var þar stundum eitt og stundum ekkert greni. Þar var tófan að bera svínaskanka og annað drasl af ruslahaugunum heim á grenin,“ sagði Snorri. „Fyrir 20-25 árum var kannski eitt greni á þessu svæði á láglendi, í gömlu Miklaholts- og Kol- beinsstaðahreppum, í dag eru þau kannski 20 og sér ekki högg á vatni þó að þau séu unnin.“ Dýrbítar ala upp aðra dýrbíta Snorri H. Jóhannesson „Sér ekki högg á vatni þótt grenin séu unnin.“ NÆST á eftir lömun telja Íslend- ingar að sjónmissir eða alvarleg sjónskerðing muni hafa neikvæðust áhrif á lífsgæði þeirra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Blindra- félagið lét nýlega gera. Á eftir lömun og sjónmissi þykir heilablóðfall hafa neikvæðust áhrif, þar á eftir nefna menn alnæmi og krabbamein en umtalsvert færri telja missi heyrnar hafa neikvæð áhrif á lífsgæði sín. Kristinn Halldór Einarsson, for- maður Blindrafélagsins, segir 60% telja að blindir og alvarlega sjón- skertir eigi erfitt með að afla sér upplýsinga og 85% telja að erfitt sé fyrir þá að útvega sér vinnu. „Það er spurning að hve miklu leyti þetta endurspeglar hugmyndir fólks um getu og færni sjónskertra. Meðal þátttakenda í könnuninni eru vænt- anlega atvinnurekendur. Færni og hæfni blindra og sjónskertra er ein- staklingsbundin og þeir geta fengið mikinn stuðning.“ Úrtakið í könnuninni var 1.200 manns á öllu landinu, 16 til 75 ára, sem voru valdir af handahófi úr við- horfahópi Capacent Gallup. Svar- hlutfallið var 60,5%. Af 1.500 manns á skrá hjá Sjónstöð Íslands eru 92% sjónskert en 8% blind. ingibjorg@mbl.is Flestir telja verra að missa sjón en heyrn LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði ökumann tvisvar sinnum fyrir of hraðan akstur með 13 mínútna millibili síðast- liðið laugardags- kvöld. Í fyrra skiptið var öku- maðurinn á leið upp Hellisheiðina á 112 km hraða en 122 km hraða í seinna skiptið á leið niður heiðina. Hámarkshraðinn er 90 km á báðum stöðum. 80 þúsund króna sekt Samanlögð sekt vegna hraðakst- ursins er 80 þúsund krónur sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Selfossi. Stendur manninum til boða að ljúka málinu þannig en ef hann gengst ekki við brotinu verður gefin út ákæra og málið fer fyrir dóm. Í málum sem þessum hefur lögreglan ekki úrræði til að svipta ökumenn ökuskírteini nema þeir hafi það marga punkta í öku- ferilsskrá sinni að brot varði svipt- ingu. Í einhverjum tilvikum er þó tekin ákvörðun um ákæru ef málið þykir alvarlegt og ef menn hafa oft gerst brotlegir við umferðarlög. Í slíkum tilvikum eru menn aðeins sviptir ökuleyfi með dómi. Málið á Selfossi þykir nokkuð sérstakt enda stöðvar lögreglan ekki oft ökumenn tvívegis fyrir eins brot með jafn stuttu millibili. Þó er ekki um einsdæmi að ræða. Jafn- framt eru nokkur dæmi þess að menn hafi verið teknir tvisvar fyrir ölvunarakstur sama kvöld. thorbjorn@mbl.is Tekinn tvívegis á þrettán mínútum Björgunarsveitirnar Brimrún frá Eskifirði og Ársól frá Reyðarfirði voru kallaðar út í fyrrinótt vegna manns sem hafði ekki skilað sér eft- ir göngu á Hólmatind. Voru ætt- ingjar farnir að óttast um manninn. Björgunarsveitirnar fóru á stað- inn og fundu manninn um hálftíma síðar, um 300 metra uppi í hlíðinni. Hann hafði snúið annan fótinn á leið niður og sóttist ferðin því afar hægt. Maðurinn var orðinn nokkuð kaldur og þrekaður þegar hann fannst og aðstoðuðu björgunar- menn hann niður af fjallinu. Slasaður maður var sóttur upp í hlíðar Hólmatinds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.