Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 12
Þrýst á stjórn Skota? BRESKA stjórnin hefur vísað alger- lega á bug fullyrðingum sonar Muammars Kaddafis Líbýuleiðtoga, Seif al-Islams, um að hún hafi beitt skosku heimastjórnina þrýstingi til að hún leysti úr haldi Líbýumanninn Abdulbaset al-Megrahi sem dæmd- ur var fyrir aðild að Lockerbie- tilræðinu 1988. Dagblaðið Guardian bendir á að í bréfi frá Gordon Brown forsætisráð- herra til Gaddafis sé rifjað upp að leiðtogarnir hafi hist í tengslum við G-8 fund á Ítalíu fyrir hálfum öðrum mánuði. Brown hafi þá sagt að ef Skotar létu manninn lausan væri rétt að efna ekki til „mikils fagn- aðar“ í Líbýu við komu mannsins vegna þess að það myndi koma illa við aðstandendur fórnarlamba Loc- kerbie-tilræðisins. Áður hefur Brown sagt að lítillega hafi verið minnst á fangann en hann virðist þegar vera byrjaður að setja Gad- dafi skilyrði fyrir sex vikum. Blaðið vitnar einnig í leynilegt bréf frá aðstoðarutanríkisráðherr- anum Ivan Lewis til skoska dóms- málaráðherrans. Þar segir að ekki sé nein lagaleg ástæða til að halda fanganum. „Ég vona að með þetta í huga teljir þú þér fært að verða við beiðni Líbýumanna.“ Megrahi var fagnað sem hetju í Líbýu og hefur það vakið hörð við- brögð í Bandaríkjunum þar sem flest fórnarlamba hans voru banda- rísk. Seif al-Islam sagði m.a. að Bretar hefðu með lausn Megrahis viljað tryggja sér olíuviðskipti. kjon@mbl.is Brown vildi þókn- ast Líbýumönnum 12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SAGAN af ráninu á skipinu Arctic Sea, sem er í eigu rússneskra aðila, er farin að minna meira á spennu- sögu en veruleikann. Rússneskt blað, Novaja Gazeta, heldur því nú fram að ísraelska leyniþjónustan, Mossad, hafi staðið á bak við ránið á Eystrasalti. Ástæðan sé að skipið hafi flutt með leynd stýriflaugar og loftvarnaflaugar til Írans. Vefsíða Prövdu tók undir og sagði að „ríki með tengsl við Úkraínu“ hefði komið í veg fyrir að vopnin kæmust á leið- arenda. Dímítrí Rogozín, sendiherra Rússlands hjá Atlantshafsbandalag- inu, vísar þessum fregnum á bug og segir að um „fáránlegt rugl“ sé að ræða. Talsmenn ísraelskra stjórn- valda segja einnig að ekki sé neitt hæft í þessum frásögnum. Skipið er nú á leið til Novorossísk við Svartahaf. Hinir meintu ræn- ingjar, átta menn af ýmsu þjóðerni og nokkrir úr áhöfninni, munu vera í hinu alræmda Lefortovo-fangelsi gamla KGB í Moskvu þar sem yf- irheyrslur standa yfir. Hafa átt- menningarnir þegar verið ákærðir fyrir mannrán og sjórán, að sögn The Jerusalem Post. Vopnin falin í leynirými Arctic Sea fór frá Finnlandi 23. júlí, að sögn með timburfarm áleiðis til Alsírs. Daginn eftir, þegar skipið var í grennd við sænsku eyjuna Got- land, komust átta vopnaðir menn, sem sögðust vera umhverfisvernd- arsinnar, um borð. Þeir skipuðu áhöfninni að sigla um Ermarsund og suður með Evrópu og Afríku. Eftir umfangsmikla leit fundu rússnesk herskip Arctic Sea loks 17. ágúst ná- lægt Grænhöfðaeyjum við strönd Vestur-Afríku. Ræningjarnir voru handteknir og fluttir til Rússlands ásamt áhöfn skipsins. Novaja Gazeta segir að Arctic Sea hafi í raun verið á leið til Írans með stýriflaugar af gerðinni X-55. Flaug- arnar draga allt að 3.000 km og geta borið kjarnorkusprengjur. Einnig séu um borð loftvarnaflaugar af gerðinni S300. Vopnin hafi verið fal- in í leynilegu rými. Spennusagan þróast Í HNOTSKURN »Ísraelar segja að frásagnirblaðanna séu bara „venjuleg- ar samsæriskenningar“ en sér- fræðingar benda á að Ísraelar hafi oft rænt skipum sem flytja vopn til óvinaríkja þeirra. »Shlomo Brom, fyrrverandihershöfðingi í Ísrael, segir að ránið hafi misheppnast og sé því varla fjöður í hatt Mossad. Ísarelar sagðir hafa rænt Arctic Sea sem hafi átt að flytja Írönum með leynd rússneskar stýri- og loftvarnaflaugar Flutningaskip Arctic Sea var hlaðið timbri, það er smíðað í Finnlandi en nú í rússneskri eigu. UM 10 þúsund manns verða flutt á brott frá Agios Stef- anos, einu af úthverfum Aþenu, en skógareldar hafa nú logað stjórnlaust norðaustan við borgina frá því á föstudag. Margir neita að yfirgefa hús sín og reyna að slökkva logana með trjágreinum og garðslöngum. Ekki er vitað til að nokkur hafi farist, en hundruð húsa hafa brunnið og um 12.000 hektarar af landi eru nú orðin að sótugri eyðimörk. Mikið var um trjálundi á svæðinu. Sterkir vindar gera um 600 slökkviliðsmönnum erfitt um vik, en þyrlum og flugvélum er beitt gegn eldunum. Reuters Barist í örvæntingu við kjarrelda í Grikklandi Logarnir ógna úthverfum Aþenu UM 20.000 manns voru við- stödd útför Kim Dae-jungs, fyrr- verandi forseta Suður-Kóreu, um helgina. Sendi- menn Kim Jong- ils, leiðtoga Norður-Kóreu, fluttu forseta S- Kóreu, Lee Myung-bak, kveðju kommúnistaleiðtogans þar sem hann mun hafa sagt frá hug- myndum sínum um leiðir til að auka samstarf ríkjanna tveggja. Sam- skiptin hafa verið stirð frá því að Lee tók við embætti og hafa norð- anmenn kallað hann „svikara“. kjon@mbl.is Er loksins þíða í pípunum á Kór- euskaganum? Kim Jong-il BANDARÍSKI herinn hyggst að sögn The New York Times af- henda Alþjóða Rauða krossinum lista með nöfnum herskárra ísl- amista sem sitja í leynilegum fang- elsum Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur fram til þessa sagt að það kynni að torvelda baráttuna gegn hryðjuverkum ef nöfnin yrðu gefin upp. Myndu upplýsingar um nöfn fanganna geta veitt öðrum herskáum íslamistum sem leika lausum hala mikilvægar upplýs- ingar. kjon@mbl.is Segja frá nöfnum íslamista í haldi ABDULLAH Abdullah, for- setaefni í kosn- ingunum í Afgan- istan sl. fimmtu- dag, sakar stjórn Hamids Karzai forseta um stór- fellt kosninga- svindl en segist samt ekki munu hvetja til mótmæla. Hann ætli hins vegar að leita réttar síns. „Ég mun reyna að hafa stjórn á til- finningunum og forðast allt sem get- ur valdið ofbeldisverkum,“ sagði Ab- dullah í viðtali við breska blaðið Financial Times. Þegar bráðabirgðatölur yrðu birt- ar á næstu dögum kæmi í ljós hvort embættismönnum Karzais hefði tek- ist að tryggja forsetanum sigur með svikum. „Nær útilokað“ væri að for- setinn hefði hreppt hreinan meiri- hluta strax í fyrri umferðinni. Abdullah sagði að embættismenn stjórnvalda hefðu hindrað fulltrúa sína í að fara á kjörstaði, einnig hefði verið stungið fölsuðum atkvæðaseðl- um í kjörkassa. Hann taldi að í suð- urhéruðunum hefði kjörsókn verið 5- 10%. Ef tölur sýndu að hún hefði verið mun meiri væri það merki um tilraun til kosningasvindls. kjon@mbl.is Abdullah segir svik vera í tafli Hvetur til stillingar Abdullah Abdullah Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is ÖÐRU hverju koma upp vandamál á íþróttamótum vegna þess að efa- semdir vakna um raunverulegt kyn keppenda, nú síðast er deilt um kyn Casters Semenya, sem vann 800 m hlaup kvenna á heimsmeistara- mótinu í Berlín. Breski blaðamaðurinn Dominic Lawson rifjar upp í Times að þegar hin tékkneska Jarmila Kratochvi- lova setti lífseigt heimsmet sitt í 800 m hlaupi 1983 hafi sumir líka efast um að hún væri kona. Lawson leggur til að framvegis verði engin aðgreining, kynin keppi hlið við hlið á íþróttamótum. Sá besti eða sú besta, eigi að vinna, það sé hið full- komna jafnrétti. kjon@mbl.is Reuters Jafnrétti? Tatjana Lebedeva frá Rússlandi í langstökki í Berlín. Kynin keppi innbyrðis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.