Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 16
16 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 ✝ Erlar Jón Krist-jánsson fæddist í Stykkishólmi 26. júní 1947. Hann lést 15. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Auður Júl- íusdóttir f. 24. nóv- ember 1919 og Kristján Júlíus Guð- mundsson f. 28. september 1911, d. 12. maí 1999. Erlar var næstelstur fjög- urra systkina. Þau eru: Gísli Guð- mundur, f. 21.4. 1942, d. 1.12. 1993, Jónína Kristín, f. 6.12. 1948 og Kristján Júlíus, f. 9.9. 1955. Dætur Erlars eru: 1) Auður Bergþóra, f. 3.12. 1971, maki Al- bert Steingrímsson, dætur þeirra eru Silja María, Birgitta Líf og Katrín Ósk. 2) Katrín Eva, f. 13.8. 1975, maki Vignir Örn Odd- geirsson, sonur þeirra er Hjörtur Árni. Erlar ólst upp í Stykkishólmi. Að loknu landsprófi fór hann í Mennta- skólann á Akureyri og lauk þaðan stúd- entsprófi 1967, fyrri- hluta prófi í verk- fræði frá HÍ 1971, prófi í bygging- arverkfræði frá NTH í Þrándheimi 1973. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Hönnun hf., hjá Stykkishólmshreppi og var einnig sjálfstætt starfandi um árabil. Útför Erlars fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, mánu- daginn 24. ágúst, og hefst athöfn- in kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Frændi og vinur er fallinn í val- inn. Erlar var dagfarsprúður mað- ur sem engum ruddi um. Það var ekki stokkið í að kynnast honum en var þess virði að leggja í það nokkra vinnu. Hann var bæði vel greindur og vel menntaður og auk þess mikill húmoristi. Feiminn var hann og þokkalega stríðinn. Líður það seint úr minni þegar hann gekk með okkur hjónakornunum á Helgafell. Hafði frúin nýlega verið kynnt fyrir þessum frænda manns- ins síns en var reyndar ekki farin að ná neinu sambandi við þennan fámála mann. Með einlægum ásetningi um að mæla ekki orð af munni og líta ekki við lagði frúin á brattann. Hún minnist þess enn hvað kraumaði í stríðnispúkanum í Erlari þegar honum hafði tekist að fá konuna til að snúa sér við og var farinn að spjalla við hana þarna á miðri leiðinni upp. Fyrir nokkrum árum nutum við hjónin aðstoðar Erlars þegar hann teiknaði fyrir okkur breytingar og viðbyggingu við húsið okkar. Við settum fram óskir okkar og vænt- ingar og fór honum vel úr hendi að leysa úr öllu sem samræma þurfti. Við vorum ekki alltaf sammála og það var gaman að togast á við verkfræðinginn, sem að sjálfsögðu fann leiðir til þess að allir gætu við unað. Það var einmitt í tengslum við þetta samstarf sem Erlar var sam- ferða okkur norðlenska sveitafólk- inu vestur í Stykkishólm eitt sinn. Við keyrðum Skógarströndina og allir sátu þegjandi. Þá sagði Erlar: „Hérna sjáið þið nú ástæðuna fyrir því að þetta heitir Skógarströnd“. Og sjá, það var ekki svo mikið sem eina trjágrein að sjá svo langt sem augað eygði. Þetta var Erlar í hnotskurn. Honum var lagið að sjá spaugilegu hliðar hlutanna og oftar en ekki byggðust athugasemdir hans á rökvísi og kímni. Um leið og við kveðjum góðan dreng sendum við aldraðri móður, dætrum, systkinum og öðrum þeim sem nú sakna, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Vaka og Stefán. Það var ekki háttur Erlars að bera á torg heilsufar sitt eða að- stæður. Aldrei heyrði ég hann nefna að hjartaaðgerð sú sem hann fór í fyrir nokkrum árum hefði ekki heppnast sem skyldi og trauðla leitaði hann sér aðstoðar. Við töluðum hins vegar stundum um glímuna við Bakkus þar sem hann taldi sig hafa undirtökin og ástæðulaust væri að rifa seglin í lífsins ólgusjó. Við skyndilegt frá- fall vinar míns koma upp í hugann margar minningar, honum tengd- ar, enda samvera okkar löng, sem byrjaði með að við fæddumst í Stykkishólmi í sömu vikunni, og að háskólaárunum slepptum lágu leið- ir okkar saman síðan. Það var gott að alast upp í Hólminum, góður skóli, fjölbreytt félagslíf, íþróttir og skátastarf. Ég minnist færni Erlars í fimleikum og sundi enda var hann vel stæltur og liðugur með afbrigðum. En hæfileikunum sínum flíkaði hann ekki eða rækt- aði áfram, slík var hógværðin, og honum tókst, meira að segja, að luma á afbragðs námsgetu þangað til í landsprófi. Svo lá leiðin í MA, þá merkilegu uppeldis og menn- ingarstofnun, þar tóku menn út þroska og kvöddu unglingsárin og stefnan á lífsstarfið var mörkuð. Erlari reyndist raungreinanámið létt í skólanum, því kom það ekki á óvart að hann legði verkfræðina fyrir sig. Það var síðan mikið lán okkar, í Hólminum, að fá Erlar heim aftur í stöðu bæjarverkfræð- ings ásamt því að opna verkfræði- stofu hér. Í hinum miklu fram- kvæmdum hjá bænum, á þessum árum, reyndi mikið á hann, en Erl- ar stóðst álagið með sóma. Og það þurfti ekki mörg orð, þeim mun meira var reiknað og teiknað. Hann var hamhleypa til verka og fær, hafði ákveðnar skoðanir og gat verið þrjóskur og þrár í málum sem hann hafði sannfæringu fyrir. Bæjaryfirvöld sýndu honum mikið traust, sem hann mat mikils. Það var líka óhætt, slík var væntum- þykja hans og metnaður fyrir hönd Stykkishólms. Hann hafði mikla þekkingu á staðháttum í bæjar- landinu og möguleikum þess og sá í skipulaginu nokkra leiki fram í tímann, en gerði sér líka grein fyr- ir takmörkuðum fjárráðum lítillar byggðar. Þannig leitaði hann vel að ódýrum lausnum þótt aldrei væri það á kostnað gæða og traustleika því vandvirkur var hann. Þá dyggð átti hann ekki langt að sækja. Það má því víða kenna verk Erlars í okkar fallega bæ og með honum er genginn einn af bestu sonum þessa staðar. Ekki get ég skilið við þessi skrif án þess að minnast á spilamennskuna, en Erlar var mjög góður bridgespilari og margar rúberturnar voru tekn- ar í heimahúsum, með góðum fé- lögum, ásamt keppni í litla bridge- félaginu okkar. En nú set ég punktinn, Erlari var lítið um hólið gefið, ég sé hann vel fyrir mér sposkan á svip, yfir þessum skrif- um, tilbúinn að senda mér bein- skeytta og kryddaða athugasemd. Að leiðarlokum er mikil ástæða að þakka góðum vini fyrir sam- fylgdina. Maður spyr sig margra ef-spurninga þessa dagana en nið- urstaðan verður ávallt sú að allt sem við gerum eða gerum ekki er forsjóninni falið. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég dætrum Erlars og fjölskyldum, hetjunni henni Auði, systkinum og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minningin um góðan dreng, hann Erlar. Ellert. Erlar Jón Kristjánsson  Fleiri minningargreinar um Erlar Jón Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. SEINUSTU árin hef- ur komið fram ný sýk- ing í síldinni okkar. Þetta er aðallega fyrir Suðurlandi og vestur í Breiðafjörð en víðar. Enginn hefur komið með skýringu eða not- hæfa tilgátu um orsök sýkingarinnar. Hér á eftir fer tilgáta eða skýring greinarhöf- undar á þessari nýju alvarlegu sýk- ingu sem veldur ómældu fjárhags- tjóni. Spillir sjávarlífi á margan hátt. Það er nokkuð langt síðan grein- arhöfundur sat aleinn á sjáv- arkambinum neðst í Landeyjum ná- lægt ósi Hólsár, en Eystri-Rangá og Ytri-Rangá sameinast á leið til sjávar. Verða Hólsá. Þetta var á miðju sumri og mikið fuglalíf. Ótelj- andi kríuungar sátu á sjávarkamb- inum í mjög stórri breiðu. Voru að byrja vegferð sína alla leið næstum á Suðurpól jarðar. Þar snúa þeir við og koma hingað næsta vor til að verpa og ala upp nýja unga. Á þessum árum fyrir nokkrum áratugum var sjórinn eða jafnvel brimið við suðurströndina fullt af síli eða nánast morandi. Þetta var líklega mest sandsíli, sem var í ómældum torfum þarna alveg upp í landi. Fullorðnar kríur flugu út í öldurnar og komu til baka með síli í nefinu handa ungum sínum fyrir langferðina alla leið á Suðurpól. Þarna voru nokkrir svartbakar og svo einn sílamávur í öllu sílaætinu. Þessi sílamávur var aleinn að þvæl- ast þarna. Það átti eftir að breyt- ast. Á seinustu árum hefur þetta heldur betur þróast til hins verra. Einn sílamáv- ur hefur orðið að hundruðum þús- unda eða jafnvel meira. Þegar mikið hefur verið um æti og síli, þá hefur varla séð til sólar fyrir risastórum flokkum af sílamáv. Hann fer líka upp á túnin og labbar á eftir sláttuvél sem opnar honum leið að ormum í ljáfarinu. Með risahópum af sílamávum, eins og ástandið hefur verið und- anfarið, þá bera þeir með sér óhemju smit svo sem pöddur, salm- onellu, vírusa og allra handa sjúk- dóma, bæði þekkta og óþekkta. Krufningar á sílamávi bæði hér og erlendis hafa margsannað að hann er fullur af smiti sem margt er hættulegt mönnum og dýrum. Jafn- vel smita sílamávar fiska eins og þeir hafa nú gert með síldina. Kenning þessa greinarhöfundar er sú, að þegar sílamávar í hundr- uðum þúsunda drita eða skíta í sjó- inn við suðurströndina þá smita þeir stórt hafsvæði. Sílamávar koma á vorin úr skolpræsum Evr- ópu þar sem þeir halda til í skolp- inu. Þeir koma fullir af smiti. Kunnugir kalla þá „flugrottur“ þar sem þeir beri smit líkt og klóak- rottur. Koma með endalaust magn af smiti sem fer í sjóinn. Nú éta síldarseiði oft agnir úr svona síla- mávadriti. Allt fer í hring í sjónum og náttúrunni. Stærri fiskar éta þá smærri. Síldarseiði éta hálfmeltar agnir úr driti eða fuglaskít, sem fellur í sjóinn frá endalausu magni sílamáva sem halda til við suður- ströndina og gera þarfir sínar í tonnatali í sjóinn. Dritið úr sílamá- vinum er margir tugir tonna og fullt af smiti af öllum gerðum. Fyrir liggja raunhæfar rann- sóknir um eyðileggingu sílamáva. Lundinn er að deyja út í Vest- mannaeyjum eða fækkar mjög, síla- mávur drepur hann. Samkvæmt rannsóknum HAFRÓ þá vantar sandsíli frá Vestmannaeyjum alla leið vestur í Breiðafjörð eða er að- eins á fáum blettum. Er þó að rétta við örlítið. Nýlega söfnuðust síla- mávar í Breiðafjörð og dreifðu þar fugladriti sínu með tilheyrandi smiti. Þá hvarf allt sandsíli þar á vissum svæðum í bili. Sílamávurinn át það upp. Niðurstaða þessarar greinar er sú að veikin í síldinni sé komin úr klóökum Evrópu og borin hingað af þúsundum sílamáva sem drita smit- inu við Suðurland í sjóinn í tonn- atali. Síldarseiðin éta svo agnir úr dritinu frá sílamávunum og verða veik. Smitast þannig. Hreinsa þarf klóakrotturnar eða flugrotturnar, sem sílamávurinn er, burtu. Gera það skipulega og út- rýma þeim. Sýkti sílamávurinn síldina okkar? Eftir Lúðvík Gizurarson »Kenning þessa greinarhöfundar er sú, að þegar sílamávar í hundruðum þúsunda drita eða skíta í sjóinn við suðurströndina þá smita þeir stórt haf- svæði. Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. LEIÐARI Morgun- blaðsins 22. ágúst sl. vakti óneitanlega at- hygli mína. Blaðið sem áður stóð fast á að nýta auðlindir þjóðarinnar í þágu þjóðarinnar, vill nú nýta þær í eitthvað annað, en tilgreinir ekki hvað. Og höf- undur velur að skrifa leiðara sem tekinn gæti verið nán- ast beint af heimasíðu Geysis Green Energy. Öðruvísi mér áður brá. Höfundur segir í fyrstu rök- semd sinni að ekki sé hér verið að afhenda orkulindina og undir- strikar að HS Orka vinni eingöngu að uppbyggingu og rekstri virkj- ana. Hvernig sú starfsemi á að fara fram án þess að aðgangur sé að auðlindinni er mér hulin ráð- gáta. Og í tilfelli HS Orku er auð- lindin afhent þeim nú til 65 ára með framlengingarrétti til annarra 65 ára. Sé rúmlega einn og hálfur mannsaldur ekki nánast varanlegt framsal, væri gaman að fá útskýr- ingu höfundar á hvað hann telji eðlilegt í því máli. Höfundur segir ráðherrana vinna gegn eigin markmiðum um endurreisn trausts á íslensku at- vinnulífi, og verði af þeim gjörn- ingi sem nú er hætta á að verði að veruleika, komi það eingöngu til með að fæla frá erlenda fjárfesta. Getur verið að traust og ábyrgð fari saman í mati sumra fjárfesta sem í framtíðinni munu líta á Ís- land sem vænlegan fjárfesting- arkost? Að þeir muni meta það meira að Íslendingar séu ekki til- búnir í hvað sem er til að vernda hagsmuni þjóðar- innar? Og er ekki ein- mitt sú umræða sem nú á sér stað á Al- þingi gott dæmi um það? Að traustið og virðingin vaxi frekar en hitt, þegar ljóst er að menn er tilbúnir til að verja hagsmuni sína. En ég er sam- mála höfundi að fyrir löngu hefði átt að vera búið að grípa inn í þetta mál. Þegar kemur að fjármögn- unarmöguleikum HS Orku, og í ljósi þess eignarhalds sem nú er, held ég að menn verði að stíga varlega til jarðar, þegar þeir tala um hvað slíkur gjörningur sem endurþjóðnýting er kynni að hafa á þá möguleika. Ljóst er að Geysir Green Energy, sem er nú er meirihlutaeigandi HS Orku, er fyrirtæki á brauðfótum og ríkið raunar með skuldir þess upp á rúmlega 20 milljarða í fanginu. Er líklegt að erlendir bankar, nú eða innlendir séu sérstaklega tilbúnir til að lána fyrirtæki þar sem nán- ast allir helstu eigendur þess fyr- irtækis eru í greiðslustöðvun eða á leið í hana? Hvað varðar fjórða lið röksemda í greininni vil ég vísa til þriðja liðs athugasemda minna og spyr höf- und hvort ekki sé nú skynsam- legra að ríkið sem er með skuldir núverandi eiganda í fanginu reyni frekar að gera það besta úr stöð- unni, yfirtaki skuldirnar og tryggi um leið yfirráða- og nýtingarrétt íslensku þjóðarinnar yfir þessum hluta auðlindarinnar til framtíðar, í stað þess að afskrifa hugsanlega þær skuldir. Maður spyr sig óneit- anlega þeirrar spurningar, þegar talað er um hugsanlega niðurstöðu Samkeppnistofnunar hvað varðar eignarhlut ríkisins, hvaða sann- girni er í því að einkafyritækið Geysir Green Energy má í dag eiga 66% prósent hlut í fyrirtæk- inu, til að tryggja hagsmuni fárra hluthafa, en ríkið sem reynir að tryggja hagsmuni almennings má ekki eiga nema 10% vegna sam- keppnissjónarmiða. Er ekki eitt- hvað skrýtið þarna á ferðinni? Það er rétt hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins að það var hinn frómi þáverandi ráðherra iðn- aðarmála Össur Skarphéðinsson sem beitti sér fyrir setningu þess- ara lagabreytinga. Og það á líka að vera ljóst jafn-vel tengdum manni og leiðarahöfundur Morg- unblaðsins er, að í fyrri frum- varpsdrögum var gert ráð fyrir að 2/3 hlutar eignarhaldsins á öllum orkufyrirtækjum landsmanna yrðu í opinberri eigu. Fyrir harðfylgi Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn á þeim tíma náðist sá liður ekki í gegn. Eftir lestur þessa leiðara og í ljósi núverandi eignarhalds á blaðinu hefði verið fróðlegt að sjá hvernig samsvarandi leiðari blaðs- ins hefði hljómað ef fjallað hefði verið um aðrar auðlindir þjóð- arinnar, til dæmis fiskveiðiauð- lindina. Notum orkuna í eigin þágu Eftir Hannes Frið- riksson » Fróðlegt hefði verið að sjá hvernig leið- ari þessi hefði hljómað, ef sú auðlind, sem fjallað er um, hefði verið fiskveiðiauðlindin. Hannes Friðriksson Höfundur er innanhússarkitekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.