Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÁGREININGUR skilanefndar Kaupþings og bresk-íranska kaupsýslumannsins Roberts Tchenguiz vegna sölu á verslana- keðjunni Somerfield verður leyst- ur fyrir breskum dómstólum, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Ágreiningurinn snýst um 140 milljónir punda, eða tæplega þrjá- tíu milljarða króna, sem Tchengu- iz tók til hliðar vegna sölunnar á Somerfield. Um er að ræða fjár- muni sem áttu að renna til Osca- tello Investments Ltd. á Jómfrúr- eyjum, móðurfélags samstæðu í eigu Tchenguiz, og þaðan til Kaupþings. Tchenguiz tilkynnti skilanefndinni í október á síðasta ári að hann myndi ekki ráðstafa söluhagnaðinum af Somerfield til Oscatello heldur til þriggja ann- arra félaga í sinni eigu. Í fram- haldi gekk skilanefndin að veðum og gerði fyrirætlanir Tchenguiz að engu. Dómsmálið snýst því um meintan rétt hans til að taka fjár- muni undan veðum. Skilanefnd Kaupþings telur sig hafa mjög sterkt mál í höndunum, en helsta málsástæða Tchenguiz í málinu er munnlegt loforð frá Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrver- andi forstjóra Kaupþings. Tchenguiz heldur því fram að Hreiðar Már hafi fundað með sér á veitingastað í Lundúnum, fyrir hrun bankans, og samþykkt að fjármunir af sölunni á Somerfield rynnu ekki til Kaupþings. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru miklar efasemdir um hvort Hreiðar hafi getað skuld- bundið bankann með munnlegu loforði þar sem meginreglan í bankaviðskiptum séu skriflegir samningar. Einnig verður sönn- unarstaðan mjög erfið í slíku máli þar sem engin skrifleg gögn eru til um fundinn. Auk þess vekur það upp grunsemdir að Tchengu- iz kom fram með skýringar um fundinn eftir á, löngu eftir að skilanefndin hélt fram rétti sínum í málinu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ekki náðist í Hreiðar Má í gær. Skilanefnd Kaupþings tók sem kunnugt er Oscatello yfir í maí á þessu ári. Yfirtakan var sprottin af 643 milljóna punda útistand- andi skuld á yfirdráttarsamningi sem Oscatello fékk hjá Kaupþingi, um er að ræða 136 milljarða króna. Sú skuld er enn ógreidd. Loforð Hreiðars Más er vörn Tchenguiz Hreiðar Már Sigurðsson Robert Tchenguiz Sigurður G. Guð- jónsson telur að fólk sem er með húsnæðislán eigi aðeins að greiða lánin til baka eft- ir þeirri áætlun sem upphaflega var gengið útfrá þegar lánasamn- ingur var und- irritaður. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sigurður segir 36. grein samn- ingalaga tryggja lántakendur fyrir forsendubresti. Því eigi fólk aðeins að haga afborgunum sínum eftir upphaflegum áætlunum og láta síð- an bankann um að sækja rétt sinn á frekari greiðslum fyrir dómstólum. Dómstólar dæmi síðan um málið að lokum. Greiðið aðeins samkvæmt upp- haflegri áætlun Sigurður G. Guðjónsson Framleiðsla á bifreiðum í Bret- landi er nú að glæðast á nýjan leik eftir nær al- gjört hrun und- anfarið ár. Þrátt fyrir aukningu var framleiðslan í júlí tæplega 18 prósent minni miðað sama mánuð fyrir ári. Í júlí voru framleiddir 107.635 bílar sam- anborið við 91.718 bíla mánuðinn á undan. Þá var samdráttur miðað við júnímánuð árið á undan. Rík- isstjórn Bretlands hefur reynt að örva efnahagslíf landsins með ýms- um aðgerðum, meðal annars með því að auðvelda fólki að eignast nýja bíla með því að setja gamla upp í, að því fram kemur á vefsvæði breska ríkisútvarpsins BBC. Alist- air Darling, fjármálaráðherra Bret- lands, segir aðgerðirnar skila ár- angri. Bílasala eykst í Bretlandi Alistair Darling Efnahagur heimsins er far- inn að sýna aug- ljós batamerki, þó enn sé langt í land með að ein- stök lönd nái að rétta úr kútnum. Þetta sagði Ben Bernanke, seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, í fyrirlestri í Wash- ington DC. Kenneth Rogoff, prófessor við Harvard og fyrrverandi aðal- hagfræðingur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, segir í viðtali við Bloom- berg að allir séu sammála um að augljós merki um, að kreppan sé á undanhaldi, séu sjáanleg. Hins veg- ar geti atvinnuleysi víða haldið áfram að aukast, áður en þróunin snýst við á nýjan leik. Segir batamerkin farin að sjást betur Ben Bernanke La us n: Lo ka ri tg er ð Komdu við í næsta útibúi, við tökum vel á móti þér um land allt. ÁFRAM ÍSLAND Gangi ykkurvel á EM í Finnlandi E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 5 6 1 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 . Stelpurnar okkar hefja keppni á EM í Finnlandi í dag. Árangur þeirra og dugnaður er okkur öllum mikil hvatning. Landsbankinn er stoltur bakhjarl íslenska kvennalandsliðsins og óskar stelpunum góðs gengis á mótinu. Viðskiptavinir Landsbankans geta sótt glæsilegt veggspjald af íslenska kvennalandsliðinu í næsta útibúi bankans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.