Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „VIÐ erum með það í skoðun nú að höfða mál gegn mönnum per- sónulega, sem komu að ákvörðun Giftar fjárfestingafélags og Eignar- haldsfélags Samvinnutrygginga,“ segir Sigurður G. Guðjónsson hrl. Skjólstæðingar hans, sem áður voru tryggingatakar hjá Sam- vinnutryggingum, eru þeir sem sér- staklega vilja sækja rétt sinn vegna málefna félagsins. Sigurður segir margt í starfsemi Giftar og Samvinnutrygginga orka tvímælis. „Það er ekki mikið upp úr þessu félagi [Gift innsk. blm.] að hafa núna þannig að þá er spurn- ingin hverjir tóku þær ákvarðanir sem leiddu til þess að félagið lenti í erfiðleikum og eru hugsanlega per- sónulega ábyrgir fyrir hvernig fór.“ Úr miklum plús í mínus Um mitt ár 2007, þegar eignir Samvinnutrygginga, einkum í skráð- um hlutafélögum, voru færðar yfir í Gift fjárfestingafélag, var eigið fé fé- lagsins um 30 milljarðar. Þá var einnig skipuð stjórn í félaginu, án þess að hinir raunverulegu eig- endur félagsins, fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnu- tryggingum, hefðu nokkuð um það að segja. Það eru ekki síst þær ákvarðanir sem Sigurður telur að menn þurfi að svara fyrir. „Menn skipuðu sjálfan sig í stjórn þessa félags, án þess að hafa til þess umboð frá eigendum félagsins. Síð- an fara menn að sýsla með eignir og ég tel það ekki standast lög að standa svona að málum.“ Strax í lok árs 2007, tæplega hálfu ári frá því Gift var stofnað og ákvörðun tekin um að slíta félaginu og greiða virði eigna út til eigenda, var staða félagsins orðin tvísýn. Hrun íslenska hlutabréfamarkaðar- ins, sem hófst í lok árs 2007 og lauk með hruni bankanna í október í fyrra, gerði útaf við félagið. Gift var m.a. hluthafi í Kaupþingi og Exista. Undir það síðasta var félagið komið í hendurnar á Kaupþingi, eins og greint var frá í Morgunblaðinu 28. nóvember í fyrra. Vegna ákvæðis í lánasamningum þess efnis að Kaup- þing hefði síðasta orð um alla eigna- umsýslu félagsins umfram 15 pró- sent af heildareignasafni, réði bankinn í raun ferðinni. Auk fyrr- nefndra áfalla leiddi gengisfall krón- unnar til þess að skuldir félagsins hækkuðu langt umfram eignir. Tug- milljarða gjaldþrot félagsins var því óumflýjanlegt. Sigurður vildi ekki upplýsa gegn hvaða fólki hugsanlegar málsóknir myndu beinast, þar sem það væri ótímabært að segja til um það. Lík- legt er þó að þar á meðal séu stjórn- arformenn Giftar og helstu forsvars- menn Eignarhaldsfélags Samvinnu- trygginga. Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga, var stjórnarformaður félagsins eftir að það var stofnað og fram á árið 2008. Hann gerði meðal annars munnlegt samkomulag um að selja ekki hluti Giftar í Exista, sem olli deilum innan stjórnar félagsins. Hann hætti sem formaður stjórnar þegar Gift var komið í vanda. Næsti stjórnarfor- maður félagsins var aðstoðarmaður Þórólfs á Sauðárkróki, Sigurjón Rúnar Rafnsson, sem hefur setið í stjórn Exista síðan 2006.  Málsókn á hendur forsvarsmönnum Giftar og Samvinnutrygginga er í skoðun  Lítið að sækja í skuldum vafið félag, segir Sigurður G. Guðjónsson  Sátu í stjórn án umboðs eigendanna Fara í mál við valda menn Fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum vilja höfða mál gegn þeim sem sýsluðu með eignir Samvinnutrygginga og síð- ar Giftar. Stjórn Giftar var skipuð án aðkomu eigenda. Sigurður G. Guðjónsson GUÐBJARTUR Hannesson, for- maður fjárlaga- nefndar Alþingis, segir „endalokin“ á umræðum um Icesave á Alþingi vera að nálgast. Fjárlaganefnd muni hittast klukkan 10 í dag og halda áfram umfjöllun um frumvarp fjár- málaráðherra um ríkisábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda vegna lána frá Bretum og Hollend- ingum fyrir Icesave-reikningsinni- stæðum Landsbankans. Guðbjartur segir nefndarmenn reyna eftir fremsta megni að ná sáttum um mál- ið í heild. Meirihluti Alþingis samþykkti þær breytingartillögur sem gerðar voru við frumvarpið í 2. umræðu, og var málið þannig sett aftur til fjár- laganefndar fyrir 3. umræðu. Meðal breytingartillagna var að endur- greiðslur á lánunum til Breta og Hollendinga skuli taka mið af þróun efnahagsmála hér á landi. Þar er hagvöxtur í landinu helsta forsendan sem stýrir greiðslum á lánunum. Þ.e., að ef enginn hag- vöxtur er í landinu þá falli greiðslur af lánunum niður. Guðbjartur segir helst unnið að því að reyna að styrkja fyrirvarana. „Það kom upp í umræðunni að hugs- anlega væri einhver vafi á því að fyr- irvararnir myndu halda þegar á reyndi. Við viljum reyna að tryggja að það sé ekki vafi á því að fyrirvar- arnir haldi. Það skiptir miklu máli að ná sáttum um þetta mál og við mun- um reyna það eftir fremsta megni. Ég tel að það sé vel hægt að eyða öll- um efasemdum um þessi mál, en þetta er í raun að miklu leyti texta- vinna, þar sem góð sátt hefur náðst um meginatriðin.“ | 14 Nálgast endalokin í umræðum um Icesave Guðbjartur Hannesson Fjárlaganefnd fundar áfram um málið í dag Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is ÞETTA er með ólíkindum,“ segir Björgvin Njáll Ingólfs- son, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz. Liðsmenn björgunarsveitanna sem í sumar hafa verið við gæslu- störf á hálendinu hafa meðal annars fylgst með umferð lítilla bílaleigubíla þar. Samkvæmt samningum sem við- skiptavinir bílaleiga undirrita er þeim óheimilt að fara upp um fjöll og firn- indi. Sumir, einkum erlendir við- skiptavinir, gefa þó lítið fyrir loforð um slíkt og í sumar hafa björgunar- sveitarmenn tekið myndir af alls fimmtíu smábílum frá Hertz á hálend- inu. „Þetta er mikið vandamál,“ segir Björgvin Njáll. „Björgunarsveitarmenn taka myndir af bílunum á svæð- um sem óheimilt er að fara um ásamt því sem nákvæm staðsetning er skráð. Þessi vinnubrögð hafa gefið góða raun; það er erfitt fyrir viðskiptavinina að neita nokkru þegar myndir eru til staðar.“ Tjónið 40 til 50 milljónir króna Björgvin segir tilganginn með þessu fyrst og fremst fyrirbyggjandi. Öllum megi vera ljóst að smábílar eins og Toyota Yaris henti ekki í ferðir yfir Sprengisand, Kjöl, í Landmannalaugar eða um Þórsmerkurleið að jökulánum þar. „Á grófum malarvegum er alltaf hætta á skemmdum, svo sem á pústkerfi, dekkjum og slíku. Þá er vatnstjón eða skemmdir á undirvagni á hálendisvegum ekki bætt af tryggingafélögum. Leigutakinn er ábyrgur, hvort sem bíllinn er lítill eða stór. Stundum hefur það gerst að þeir sem koma á skemmdum bíl í bæinn skilja þá eftir í Leifs- stöð og lauma lyklunum í póstkassann okkar þar. Loka greiðslukorti sínu áður en tjónið uppgötvast og koma sér úr landi. Þá sitjum við stundum uppi með skaðann, en tjón okkar vegna svona mála er 40 til 50 milljónir króna á ári,“ segir Björgvin Njáll. Á smábílum yfir hálendið Bílarnir skemmdir og bílaleigur þurfa oft að bera skaðann Á árbakkanum Öræfaferðir geta verið hættuspil, hvað þá þegar óvanir fara yfir vötnin ströng á smábílum. Björgvin Njáll Ingólfsson Á fjöllum Óráðlegt er að fara yfir Kjöl á smábílum en nokkrir sem það gerðu voru myndaðir á Hveravöllum. „VISSULEGA var erfitt að láta ungann frá sér, því krakkarnir höfðu bund- ist honum sterkum böndum,“ segir Guðlaugur Þorleifsson. Eins og Morg- unblaðið sagði frá um helgina elti æðarungi, sem starfsmenn Húsdýra- og fjölskyldugarðsins höfðu reynt að koma út í náttúruna á Seltjarnarnesi á dögunum, á röndum fjölskyldu sem rakst á hann og tók hún ungann í fóst- ur. Í gærkvöldi fór hún svo með ungann niður að Reykjavíkurtjörn. „Hann var tregur til, sneri alltaf aftur. En á endanum var hann þó sáttur við að yf- irgefa okkur enda tóku gæsirnar honum vel,“ segir Guðlaugur sem ætlar að taka Tjarnarrúnt í hádeginu í dag og athuga hvernig æðarunganum, sem fjölskyldan kallaði Emmu, reiddi af. Morgunblaðið / Kristinn Sleppt Fjölskyldan, sem Emma tók ástfóstri við, fór með hana á Tjörnina í gærkvöldi. Systurnar munu sakna hennar sárt eftir góða daga. Unginn Emma snýr heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.