Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 21
til himnaríkis er, en ég veit að þú nýtur þín í hverju einasta skrefi og er viss um að einhvers staðar á leiðinni finnurðu þér fallega laut og leggst niður með hálmstrá í munni og nýtur lífsins. Eflaust munu margir taka vel á móti þér eftir þann göngutúr. Við munum ávallt eiga þessar góðu minningar og fleiri til þess að hlýja okkur við. Hvíldu í friði. Sigurður Vignir og Guðni Þór. Lát Gísla Albertssonar kom okkur hjónunum ekki á óvart því að hann var búinn að vera lengi mikið veikur, en samt snerti dán- arfregnin okkur djúpt eins og jafn- an vill verða þegar um nákominn vin eða ættingja er að ræða, og Gísli var bróðir konu minnar og mágur minn. Gísli varð fljótt liðtækur við bú- skaparstörfin á og hafði hann yndi af þeim og vann að þeim með áhuga og kappi meðan honum gafst tækifæri til. Sem dæmi um búskaparáhugann má nefna að ef reiða átti heim hey af engjunum var hann gjarnan búinn að sækja hestana fram á dal svo snemma morguns að heyskaparfólkið var ekki komið á fætur. Og þar sem Gísli fékk orð fyrir að vera af- burða fjárglöggur hafði hann flesta þá kosti til að bera sem prýða mega fyrirmyndarbónda. En örlögin ætluðu honum annað hlutverk eins og brátt verður að vikið. Meðan hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Reykjanesi veiktist hann af berklum og fór á Vífilsstaðahælið vorið 1954. Þegar hann tók að hressast lá leiðin að Reykjalundi til að safna kröftum fyrir lífsbaráttuna. Hann ákvað að hefja iðnnám á Reykjalundi og seinna lærði hann húsasmíði. Það reyndist farsæl ákvörðun fyrir framtíð Gísla sem starfaði lengst af sem húsasmíðameistari. Nokkru eftir að Gísli útskrif- aðist frá Reykjalundi vann hann um hríð við eina Sogsvirkjunina. Þá varð hann fyrir því slysi að pa- tróna sprakk í höndum hans með þeim afleiðingum að hann missti tvo fingur hægri handar. Var þetta mikið áfall og bagalegt fyrir smið og raunar hvern sem var. En Gísli var harður af sér og jafnaði sig furðufljótt af þessum áverka. Kom þar og til hjálpar að hann var örv- hentur og gat hann er tímar liðu rekið nagla með hægri hendi jafnt sem þeirri vinstri. Margt hefur verið honum Gísla mótdrægt. En á hinn bóginn hefur hann líka hlotið höpp og lifað um alllangt skeið hamingjuríku lífi. Þannig lék lánið við Gísla þegar hann keypti miða í happdrætti SÍBS er hann var í Iðnskólanum á Reykjalundi því að þá vann hann tveggja herbergja blokkaríbúð við Kleppsveg þar sem þau Villa bjuggu fyrstu búskaparárin. En mesta gæfa Gísla var að eignast ágætan lífsförunaut, Vilborgu G. Víglundsdóttur, sem bjó honum hlýlegt heimili, ól honum fimm góð börn og studdi hann dyggilega í lífsbaráttunni. Nú síðustu ár reyndi mikið á fjölskylduna í hinum langvarandi veikindum Gísla. Naut hann þá vel frábærrar umhyggju eiginkonunn- ar og barna þeirra. En ekki skal heldur gleyma Arndísi, elstu dótt- ur Gísla sem hann átti með Sig- rúnu Oddsteinsdóttur fyrir hjóna- band sitt. Arndís sýndi föður sínum fórnfúsa umönnun og var gott að njóta nærveru hennar því að hún var sjúkraliði. Gísli var drengur góður eins og sagt var um suma fornmenn. Hann var meðalmaður á hæð og bjartur yfirlitum. Hann var sérlega skap- góður og vinsæll maður enda hvers manns hugljúfi sem honum kynntust. Við hjónin varðveitum minningar okkar um Gísla Alberts- son og sendum ekkjunni, börnum og ástvinum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Torfi Guðbrandsson og Aðalbjörg Albertsdóttir. Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald English Springer Spaniel til sölu, aðeins 3 rakkar (hundar) eftir. Tilbúnir til afhendingar. Verð 110.000 kr. Gunnar, sími 660 1050. Garðar GRÓÐURMOLD Úrvals gróðurmold, hellusandur og göngustígaefni afgr. á bíla og kerrur. Kambur ehf., Geirlandi v/Suðurlands- braut, sími 892 0111 / 554 3922, kamburehf@simnet.is Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri. Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í síma 618-2800. Hljóðfæri Dúndurtilboð Kassagítarar: 1/4 stærð kr. 10.900 pakkinn með poka, strengjasetti og stilliflautu. 1/2 stærð kr. 7.900. Full stærð kr. 12.900. 3/4 kr. 10.900. 4/4 kr. 12.900. Rafmagnsgítarpakkar frá kr. 34.900. Hljómborð frá kr. 8.900. Trommusett kr.69.900 með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is Húsnæði í boði Til leigu er tveggja herbergja íbúð með sérinngangi og garði í Borgarhverfi í Grafarvogi. Upplýsingar í síma 899 7012. Húsnæði óskast Sumarhús Sumarhúsalóðir í Kjósinni Til sölu eignarlóðir Möðruvöllum 1 (Norðurnes) í Kjós. Upplýsingar í símum 561 6521 og 892 1938. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum til sölu. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Microsoft kerfisstjóranám Windows Server 2008 Administrator nám hefst 14.9. Verð kr. 229.000 fyrir 341 st. nám. Upplýs. og skráning á www.raf.is og í síma 863 2186. Rafiðnaðarskólinn. Til sölu www.verslun.is Pöntunarsími: 5351300 7500.-+vsk Flugnabanar VERSLUNARTÆKNI Margar stærðir verð frá: Íslenskur útifáni Stór 100x150 cm. 3.950 kr. Krambúðin, Skólavörðustíg 42, Strax Laugarvatni, Strax Mývatni, Strax Seyðisfirði, Strax Flúðum, Úrval Selfossi, Úrval Egils- stöðum, Hyrnan Borgarnesi, Strax Búðardal. Hús fyrir yngsta fólkið Mjög smekkleg 2,5 fm barnahús, sannkölluð garðaprýði. Gott verð. JABOHÚS, Ármúla 36, Rvk. sími 581 4070, www.jabohus.is Óska eftir KAUPUM GULL Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar - jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897-9809. Ýmislegt Teg. 5209 - glæsilegur og haldgóður í CDE-skálum á kr. 3.950,- háar buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 9176 - SPANGARLAUS í DE- skálum á kr. 3.950,- mjög vænar og góðar buxur fást við á kr. 2.650,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is SKÓR FYRIR SKÓLASKVÍSUR! Sérlega mjúkir og þægilegir skór úr leðri fyrir unga fætur. Stærðir: 36 - 40. Verð: 12.450.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Mjúkar þægilegar herramokkasíur úr leðri. Litur: svart. Stærðir: 41 - 46. Verð: 11.950.- Vandaðir herraskór úr leðri með góðum sóla. Vel breiðir og þægilegir. Litur: svart. Stærðir: 40 - 47. Verð: 12.450.- Sportlegir herraskór úr leðri Litur: svart. Stærðir. 41 -48. Verð: 10.985.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vélar & tæki Vélaleiga og hellulagnir Traktorsgrafa, minigrafa og vörubíll. Hellulagnir, drenlagnir og jarðvegs- skipti. Margra ára reynsla og vönduð vinnubrögð. Mr vélar, símar 698 1710 og 616 1170. Bátar Strandveiðimenn Fiskiker gerðir 300, 350, 450 og 460. Línubalar 70 og 80 l. Allt íslensk framleiðsla í hæsta gæðaflokki. www. borgarplast.is Völuteig 31, Mosfellsbæ, s: 561 2211. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 KRINGLUBÓN ekið inn stóri- litli turn. Opið mán.-fös. 8-18, lau. 10-18. S. 534 2455 GÆÐABÓN Hafnarfirði bílakj. Firðinum (undir verslunarm.) Opið mán.-fös. 8-18. S. 555 3766 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, mössun, teflon, blettun, bryngljái, djúphreinsun. Bón og þvottur, Vatnagörðum 16, sími 445 9090 Bón & þvottur. Gerir meira en að þvo og bóna bílinn þinn, djúphreinsa og nánast hvað sem þú biður um. Við lagfærum bíla fyrir skoðun og skilum þeim nýskoðuðum heim til þín. Fram- kvæmum einnig smærri viðgerðir. Bjóðum einnig fyrirtækjum upp á nætur- eða helgarþjónustu - ódýr og góð þjónusta. www.bonogtvottur.is sími 445-9090, gsm 615-4090. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Snorri Bjarnason BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Húsviðhald Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Varahlutir www.netpartar.is PARTASALA ...NOTAÐIR VARAHLUTIR Í NÝLEGA BÍLA 486 4499 486 4477 Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.