Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009                          ✝ Systir okkar og mágkona, BIRNA MARÍA EGGERTSDÓTTIR kennari, sem lést fimmtudaginn 13. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 13.00. Ásta Lóa Eggertsdóttir, Ingigerður Eggertsdóttir, Unnur Eggertsdóttir, Hermann Arnviðarson, Gunnhildur Hrefna Eggertsdóttir, Óskar Þorsteinsson, Kolbrún Eggertsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð, Pétur Eggert Eggertsson, Sigurborg Steingrímsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR JÓNSSON hagfræðingur, Laufásvegi 47, Reykjavík, sem andaðist sunnudaginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Ingibjörg Júnía Gísladóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Jón Þorvarður Sigurgeirsson, Lin Wei, Gísli Sigurgeirsson, Anna Guðjónsdóttir, Ingibjörg Vala, Laufey og Júnía. ✝ Birna María Egg-ertsdóttir fæddist í Reykjavík 27. jan- úar 1939. Hún and- aðist á Landspít- alanum í Fossvogi fimmmtudaginn 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lára Petrína Guðrún Bjarnadóttir, f. 5.7. 1916, d. 22.8. 2008 og Eggert Thorberg Jónsson bókari, f. á Akureyri 12.8. 1911, d. 2.3. 1988. Systkini Birnu eru: Ásta Lóa, ljósmóðir, f. 16.5. 1942, Ingi- gerður, fv. flugfreyja, f. 28.12. 1945, gift Jóni Ólafssyni, f. 15.5. 1947, d. 19.6.2008, Unnur Ingi- björg hárgreiðslumeistari, f. 20.2. 1951, gift Hermanni Arnviðarsyni, bakarameistara, f. 26.2. 1949, Gunnhildur Hrefna, skrif- stofumaður, f. 19.5. 1953, gift Óskari Þorsteinssyni tæknifræðingi, f. 20.8. 1954, Kolbrún Eggertsdóttir náms- ráðgjafi, f. 16.3. 1958, gift Arnaldi, f. Axfjörð verkfræð- ingi, f. 18.7. 1960, og Pétur Eggert sjúkra- þjálfari, f. 23.12. 1959, sambýliskona Sigurborg Stein- grímsdóttir, f. 22.8. 1962. Birna lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1961. Birna lauk einnig prófi í sérkennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1984. Birna starfaði við kennslu, fyrst í Vogaskóla en síðar í Hlíðarskóla. Útför Birnu fer fram frá Foss- vogskirkju í Reykjavík í dag, 24. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13. Nú er hún Bidda farin, svo snöggt og óvænt. Við vorum ekki undirbún- ar fyrir þetta enda bara ár síðan mamma dó. Bidda var elst af okkur og hún ein var „öðruvísi“ því hún var nefnilega sú eina sem var rauðhærð. Hennar líf var aldrei auðvelt, en hún fór allt á þrjóskunni. Hún var kenn- ari alla sína starfsævi þrátt fyrir sína miklu fötlun. Hún var grunn- skólakennari og naut sín vel í því starfi. Hún var mjög lagin og naut þess að útbúa sjálf alls konar kennsluverkefni. Þegar hún réð ekki lengur við að kenna heilum bekk lærði hún einfaldlega sérkennslu svo hún gæti haldið afram og vann fulla starfsævi þrátt fyrir að vera í hjóla- stól. Hún flutti seint að heiman en naut þess að eiga sitt eigið heimili og var eins lengi heima og henni var unnt. Það var ekki fyrr en líkaminn var orðinn of veikburða að hún flutti á Droplaugarstaði. Þar voru hún og mamma saman um tíma. Biddu var boðið að vera í stjórn aðstandenda- félagsins á Droplaugarstöðum þegar það var stofnað og gerði hún það af mikilli samviskusemi. Þær mæðgur voru mjög nánar og töluðust alltaf við oft á dag alla daga meðan báðar voru á lífi. Hún hafði erfitt skap og var ekki allra. Okkur fannst hún stundum neikvæð en það var kannski ekki skrítið því stundum var eins og allt færi úrskeiðis í kringum hana sem gat gert það. Hún var oft svo óheppin. Enda urðu síðustu dagarnir í samræmi við það. Það var ekki nóg að hún þyrfti að leggjast með lungnabólgu inn á sjúkrahús heldur lenti hún einnig í því að deildin sem hún lá á var sett í einangrun svo við gátum ekki heim- sótt hana. Hún var fyrirferðarmikil í okkar lífi síðustu árin og skilur því eftir mikið tómarúm. Hún var sann- kölluð hvunndagshetja og ég hef alltaf verið ákaflega stolt af henni. Gunnhildur Eggertsdóttir. Í dag kveðjum við Biddu móður- systur. Þegar við systurnar rifjum upp bernskuminningar okkar um Biddu frænku kemur strax upp í huga okkar Mentos-sælgætið. Í skrifborði Biddu á Háaleitisbraut var alltaf til Mentos. Þetta vissum við systurnar vel og gerðum okkur því jafnan ferð inn í herbergi hennar til að kanna birgðastöðuna og að sjálfsögðu þiggja einn mola. Þar sem Bidda var sérkennari til margra ára átti hún margskonar spennandi námsbækur að okkur fannst, senni- lega bara af því að það voru ekki námsbækurnar okkar, hún gaf sér gjarnan tíma til að sýna okkur inni- haldið okkur til ánægju. Helsta áhugamál Biddu var postulínsmálun og eftir Biddu liggur ógrynni af fal- legum hlutum sem prýða heimili fjölskyldna og vina, við munum ávallt minnast hennar þegar dáðst verður að mununum eftir hana. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Við kveðjum Biddu og vottum systkinum hennar innilega samúð. Lára Guðrún Jónsdóttir og Ásta Sigríður Jónsdóttir. Birna M. Eggertsdóttir  Fleiri minningargreinar um Birnu M. Eggertsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jón Kristinssonfæddist á Kamb- felli í Djúpadal í Saur- bæjarhreppi 2. júlí 1916. Hann lést á dval- arheimilinu Hlíð 16. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur hjón- anna Kristins Rand- vers Stefánssonar, verkamanns á Ak- ureyri, f. 17. júlí 1891, d. 1. desember 1973, og konu hans El- ínborgar Jónsdóttur, húsmóður, f. 17. sept- ember 1895, d. 15. október 1992. Systkini Jóns eru Stefanía Jóhanna, f. 4. maí 1919, býr á dvalarheimilnu Dalbæ á Dalvík, Hannes Björn, f. 20. júlí 1928, d. 1. janúar 2007, og Jóhann Júlíus, f. 30. júlí 1921, d. 21. nóvember 2004. Hinn 9. maí 1940 kvæntist Jón Arn- þrúði Ingimarsdóttur, f. 12. júlí 1918, d. 22. apríl 1993. Börn þeirra eru 1) Arnar, leikari, f. 21. janúar 1943, maki Þórhildur Þorleifsdóttir, f. 25. mars 1945. Börn þeirra eru: a) Guð- rún Helga f. 15. júlí 1964, d. 15. maí 2003, maki Geir Sveinsson, börn Arn- ar Sveinn og Ragnheiður Katrín. b) Sólveig, f. 26. janúar 1973, maki Jósef Halldórsson, börn Halldór Dagur og Arnar. 3) Þorleifur Örn, f. 15. júlí 1978, maki Anna Rún Tryggvadóttir. Þór og var formaður þess 1941-44. Hann var félagi í IOGT og lagði bind- indismálum lið um langt árabil. Í hálfa öld starfaði hann með Leik- félagi Akureyrar og var formaður fé- lagsins í tólf ár, 1965-1978. Hann starfaði ötullega með Náttúrulækn- ingafélaginu, var formaður þess um tíma og frumkvöðull að byggingu Kjarnalundar. Hann starfaði mikið að málefnum kirkjunnar og var með- al annars meðhjálpari í aldarfjórð- ung. Jón var í Frímúrarareglunni og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var heiðursfélagi LA, NLFÍ og Þórs. Árið 1986, eftir að Jón lét af störfum sem forstöðumaður, hjólaði hann frá Akureyri til Reykjavíkur og safnaði með því ferðalagi fé til bygg- ingar hjúkrunarheimilisins Sels. Hann hefur staðið fyrir ýmsum fram- faramálum í byggðalaginu með fjár- söfnunum og fjárframlögum svo sem til Menningarhúss og til L.A. Í des- ember sl. var afhjúpaður minnisvarði um meint umferðarlagabrot Jóns, en brotið varð til þess að réttarskipan var breytt hér á landi og skilið með óyggjandi hætti milli dóms- og fram- kvæmdavalds. Jón var sakfelldur í Sakadómi Akureyrar og dómurinn var staðfestur í Hæstarétti en Jón leitaði til Mannréttindadómstóls Evr- ópu. Þegar ljóst varð að íslenska rík- ið myndi tapa málinu í Strassborg leitaði það sátta við Jón. Útför Jóns fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag, 24. ágúst, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 4) Oddný, f. 1. maí 1980, maki Rögnvaldur Bjarnarson. 5) Jón Magnús, f. 10. ágúst 1982, barnsmóðir Eva Ísaksdóttir, sonur Vikt- or Hugi. 2) Helga El- ínborg, leikkona, f. 28. des. 1945, maki Örn- ólfur Árnason, f. 15. febr. 1941. Börn þeirra eru: a) Margrét, f. 21. nóvember 1967, fv. sam- býlismaður Þór Eldon, börn þeirra eru Sunna og Örnólfur, maki Odd- ur Ingólfsson, börn þeirra eru Helga Finnborg og Hringur. b) Jón Ragnar, f. 22. september 1970, maki Naomi Iwase, sonur Stefán Kei. c) Álfrún Helga, f. 23. mars 1981, maki Friðrik Friðriksson, dóttir Margrét. d) Árni Egill f. 24. júlí 1983, maki Elín Gunn- laugsdóttir, sonur Grímur. 3) Arn- þrúður, táknmálstúlkur, f. 6. desem- ber 1955. Jón fluttist ungur til Akureyrar og bjó þar allar götur síð- an. Hann gekk í barnaskóla Akureyr- ar og síðan lá leiðin í Iðnskólann á Akureyri. Hann lauk prófi í rak- araiðn 1941 og var rakari á Akureyri til 1965. Þá varð hann forstöðumaður dvalarheimilisins að Skjaldavík og síðar Hlíðar í rúm tuttugu ár og þar átti hann heimili síðustu 13 árin. Jón gekk ungur til liðs við íþróttafélgið Þegar ég sit hér og lít í huganum yfir það sem ég veit um lífshlaup Jóns, tengdaföður míns, slær það mig fyrst hvað hann hefur reynt ótrúlega misjafnar aðstæður frá því hann fæddist í litlum torfbæ í eyfirskum af- dal og þar til hann lauk ævinni 93 ár- um síðar á einkastofu við bestu nú- tímaskilyrði á dvalarheimili fyrir aldraða sem hann hafði sjálfur átt drjúgan þátt í að byggja upp og veitt forstöðu um árabil. Og á milli langt og viðburðaríkt líf, hlaðið afrekum, með- al annars því að láta ekki fátækt eða takmarkaða skólagöngu hefta sig í að verða snemma fjárhagslega sjálf- stæður og vinna brátt traust og virð- ingu samfélags síns sem valdi hann til forystu á margvíslegum sviðum menningar sinnar svo sem í íþróttum, náttúrulækningum og leiklist, svo fátt eitt sé nefnt. Mér er þröngur stakkur sniðinn að færa í svo stuttu máli tengdaföður mínum þakkir fyrir rösklega fjörutíu ára vináttu og stuðning. Jón og kona hans, Arnþrúður Ingimarsdóttir, „Adda amma“, dásamlegasta tengda- móðir og amma sem nokkur getur óskað sér, bjuggu lengst af með ein- stakri rausn á Byggðavegi 95 á Ak- ureyri. Þangað þótti öllum gott að koma. Jón og Adda voru samhent í gestrisni og myndarskap en að flestu öðru leyti afskaplega ólík, Adda ljúf og hlý en Jón talsverður „töffari“ sem margir voru satt að segja hálfsmeykir við. Hann var af þeirri kynslóð sem ólst upp við kraftmikinn ungmenna- félagsanda og hertist í kreppunni sem hefur sjálfsagt átt drjúgan þátt í að móta það nokkuð svo stranga viðmót sem Jón tamdi sér gagnvart umhverfi sínu a.m.k. framan af ævinni. En hann átti miklu fleiri hliðar. Hann var ein- staklega hjálpsamur við alla sem áttu eitthvað bágt, hvort sem þeir voru honum nákomnir eða alls ókunnugir, og fádæma þolinmóður og umhyggju- samur við þá sem urðu sífellt undir í átökum við Bakkus, þótt sjálfur væri hann stækur bindindismaður og einn af forkólfum Góðtemplarareglunnar. Jón hafði ekki síður áhuga á andleg- um málefnum en veraldlegum. Það kom fram með virkum hætti í kristi- legu safnaðarstarfi, sálarrannsókn- um, spíritisma og alls kyns líknarmál- um. Ég kynntist Jón fyrst fyrir meira en fjörutíu árum, skömmu áður en við Helga dóttir hans giftum okkur. Þá var hann í hlutverki forstöðumanns sumardvalarheimilis fyrir börn. Næst þegar ég hitti hann var hann forstöðu- maður dvalarheimila fyrir aldraða. Mér þótti hann sóma sér álíka vel í báðum embættunum, röskur og hress, traustur og vandaður maður. Mér og mínu fólki reyndist Jón bet- ur en aðrir, alltaf vel í stóru og smáu og þeim mun betur sem brýnni ástæða bar til. Börnin mín voru öll svo lánsöm að njóta samvista við Jón og Öddu svo að þau munu alltaf geyma mynd þeirra í hjarta sér. Sjálfur stend ég í eilífri þakkarskuld við Jón fyrir svo ótal margt. Það sakar heldur ekki að geta þess að allan þann tíma sem við þekktumst og á hverju sem gekk í lífi okkar hraut aldrei eitt ein- asta styggðaryrði milli okkar. Oft hefði hann þó satt að segja haft ærna ástæðu til að finna að við mig. Guð blessi minningu Jóns Kristinssonar. Örnólfur Árnason Jón afi minn réð mig fyrst í sum- arvinnu þegar ég var níu ára gamall og fólst starfið í því að hafa umsjón með verslun fyrir vistfólk á dvalar- heimilinu Hlíð. Vöruúrvalið var ekki mikið, mig rámar helst í súkkulaði, niðursoðna ávexti, krossgátublöð og nælonsokkabuxur, en mér þótti óskapleg upphefð að þessu ábyrgðar- starfi og þetta var viss upphafspunkt- ur á náinni vináttu okkar afa. Ég leit alla tíð mikið upp til afa míns, fyrst var virðingin blandin ótta, því hann gat verið nokkuð strangur, en óttinn hvarf þegar ég kynntist honum betur. Margar af mínum dýrmætustu æskuminningum eru frá Akureyri hjá afa og ömmu og fátt var meira spenn- andi en að fá að fara með afa að út- rétta í bænum þegar hann var for- stöðumaður fyrir dvalarheimilin í Skjaldarvík og Hlíð. Afi var ekkert að tvínóna við hlutina, þeyttist um bæinn (hann átti það til að aka ansi greitt) og þurfti að koma við á ótal stöðum. Mér fannst sem hann þekkti alla á Akur- eyri. Afi var mesti dugnaðarforkur sem ég hef hingað til kynnst. Allt sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var hans daglega vinna, leiklist, íþróttir, trúmál eða annað, svo sem dómsmál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu eða hjólreiðatúr frá Akureyri til Reykja- víkur til að vekja athygli á málefnum aldraðra, gerði hann af ótrúlegum krafti. Þó að hann hafi ferðast heims- horna á milli og börn hans og barna- börn séu búsett í Reykjavík eða er- lendis, leið honum alltaf best í Eyjafirði. Fyrir þó nokkrum árum ákvað hann að nú væri hann búinn að ferðast nóg, „búinn með kvótann“. Eftir það fékkst afi varla út fyrir bæj- armörk Akureyrar. Þegar afi hafði tekið ákvörðun þá varð henni yfirleitt ekki haggað. Afi sá hlutina gjarnan í „svart-hvítu“ og var ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós. Það er ekki ómögulegt að sumum hafi þótt hann erfiður viðureignar – en sem vinur hans og barnabarn fannst mér skap- gerðin einmitt vera það sem gerði hann svo einstakan og ég hafði lúmskt gaman af því hvað hann gat verið þver. Skapgerð ömmu var nokkurn veginn andstæða afa, hún fyllti allan litaskalann og svart og hvítt var varla til hjá henni. Saman mynduðu þau skemmtilegt jafnvægi og áttu yndis- legt heimili. Afi var frægur fyrir and- stöðu sína við áfengis- og tóbaks- neyslu. Það var þögult samkomulag meðal afkomenda hans að neysla þeirra efna skyldi fara fram utan hans augsýnar. Af tillitssemi við afa spannst kostulegt fjölskyldu-leikrit sem nær allir tóku þátt í, enda ekki fá- ir leikarar í hópnum, að honum með- töldum. Afi var heldur sparsamur á töluð orð en sýndi frekar hug sinn í skrifum og í verki. Hann var alltaf rausnarleg- ur og orti gjarnan sniðugar vísur um helstu atburði í kringum sig. Afi var sannarlega traustur bakhjarl hvenær sem ættingjar eða vinir þurftu á hjálp að halda og við erum mörg sem stönd- um í mikilli þakkarskuld við hann. Nú er löngu lífsferðalagi afa lokið. Það verður erfitt að sætta sig við að hann sé búinn að kveðja og að börnin mín fái ekki tækifæri til að kynnast hon- um. En hann mun lifa lengi í góðum minningum. Jón Ragnar Örnólfsson. Jón Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.