Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 ✝ Finney Árnadótt-ir fæddist á Sæ- bóli í Aðalvík 8. jan- úar 1919. Hún lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði 13. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Árni Finn- bogason, f. 14. okt. 1889, d. 16. mars 1933 og Hallfríður Ingveldur Guðna- dóttir, f. 15. maí 1893, d. 16. des. 1981. Systkini Finneyjar voru 1) Sigrún, f. 15. nóv. 1915, d. 21. júní 2004, 2) Kristín, f. 3. maí 1917, d. 24. des. 1998, 3) María, f. 3. des. 1922, d. 16. júní 2002, 4) Rann- veig, f. 1. des. 1925, 5) Margrét Matthildur, f. 15. sept. 1929, og 6) Herbert Finnbogi, f. 27. des. 1930. Finney giftist 8. janúar 1944 Guðna Ólafssyni, f. 1. apríl 1916. Þau eignuðust 5 börn: 1) Halldór, f. 18. júlí 1943, maki Svanhildur Guð- mundsfóttir, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 2) Ingveldur Jóna, f. 1. sept 1946, maki Jón G. Krist- insson, þau eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. 3) Viðar, f. 22. nóv. 1947, d. 1948. 4) Guðfinna Kolbrún, f. 26. nóv. 1950, maki Jóel Sverrisson, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 5) Matthildur, f. 14. sept. 1954, maki Hjörtur Jóhannsson, þau eiga tvö börn. Fyrir átti Finney soninn Árna Friðþjófsson, f. 5. júní 1940, d. 15. okt. 1997 maki Friðbjörg Ingimars- dóttir, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. Finney og Guðni bjuggu mestan hluta ævi sinnar á Suðureyri við Súgandafjörð eða þar til ársins 1993 er þau fluttu í Hafnarfjörð, að Sólvangsvegi 1 og síðan á Hrafn- istu. Finna verður jarðsungin frá Víði- staðakirkju í dag, 24. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku Amma Súg. Það var sárt að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn daginn áður en ég fór til Danmerkur í byrjun ágúst. Ég vissi að það væri að öllum lík- indum í síðasta sinn sem ég fengi að halda í mjúku höndina þína og njóta samveru þinnar. Þó svo þú hafir ver- ið eitthvað svo langt í burtu, þá hafðir þú samt þín skemmtilegu karaktereinkenni og það fyrsta sem þú gerðir þegar ég heilsaði þér var að nikka mig. Það þótti mér vænt um. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú varst farin að þrá en eftir lifa minningarnar um þig sem eru dýr- mætar að eiga. Nikkin þín og blikk- in þegar þú varst að tala við mig gerðu samtölin svo skemmtileg og þegar þú varst eitthvað að skjóta á afa, brostir svo til mín, ypptir öxlum og brostir grallaralega með tunguna milli framtannanna, svo það var ekki hægt annað en að brosa. Mínar elstu minningar með þér elsku amma eru frá Súganda þar sem ég man að við sátum saman við eldhúsborðið og þú kenndir mér að spila manna, það fannst mér sko skemmtilegt. Ég man líka eftir því þegar þú komst einu sinni heim á Breiðvanginn, að baka kleinur með mömmu og ég var að skottast og „hjálpa til“, þá kennd- ir þú mér að það væri sko ekki sama hvernig kleinum væri snúið, ef þær snéru ekki rétt þá kæmu þær ekki nógu fallegar upp úr pottinum. Það eru svona minningar sem er svo dýrmætt að eiga og er ég þakklát fyrir þær. Elsku amma, ég vona að þér líði vel á þeim stað sem þú dvelur núna. Ég mun sakna þín sárt en ég veit að þú munt vaka yfir okkur og nikka til okkar frá himnum eins og þér einni er lagið. Vertu blessuð, elsku amma, okkur verður minning þín á vegi lífsins, ævi alla, eins og fagurt ljós, er skín. Vertu blessuð, kristna kona, kærleikanum gafstu mál, vertu blessuð, guð þig geymi, góða amma, hreina sál. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Guð geymi þig, elsku amma. Þín, Erna. Okkur langar með nokkrum orð- um að kveðja hana Finney ömmu. Hún amma var svona ein af þess- um ömmulegu ömmum, hlý og mjúk og hún sýndi það í verki hvað henni þótti vænt um okkur og lagði sig fram við að gleðja okkur. Við systkinin nutum þeirra for- réttinda að búa í Súgandafirði í nokkur ár þar sem Eyrargata 4 var okkar annað heimili. Það var alltaf gott að koma til ömmu, hún var allt- af glöð að sjá okkur og hún hafði alltaf tíma fyrir okkur, hvort sem það var til að smyrja ofan í okkur brauð, spila eða bara spjalla. Hjá ömmu fengum við toppþjónustu, Hreiðar bróðir átti að koma heim úr skólanum í hádeginu en hann fór frekar til ömmu þar sem hún smurði ofan í hann sex brauðsneiðar með rabbabarasultu. Að sögn hans var vindáttin alltaf þannig að það var auðveldara að hjóla heim til hennar en heim. Brauðið hjá ömmu var einhvern- veginn miklu betra en allstaðar ann- arstaðar. Maður raðaði ofan í sig fleiri fleiri sneiðum og amma stóð og smurði oftast sultubrauð en stund- um með eggi og þá skar hún brauðið í kringum eggið og bjó til snittur, þjónustan hjá ömmu var hreint frá- bær. Amma var mikill sælkeri og hún bakaði bestu kleinur og bestu snúða í heimi. Núna í seinni tíð fannst henni svo gaman að fara með okkur í bíltúr, kíkja í Kringluna eða í Ikea og setjast niður og fá sér kaffi og köku. Henni fannst líka mjög gaman þegar við komum við hjá henni með Kentucky eða ís, þá borðaði hún hluta og geymdi restina í kæli og sagði svo, „ég er svo södd að ég held ég þurfi ekki að borða í heila viku“. Eftir að við fluttum norður biðum við eftir sumrinu til að fá að fara vestur í heimsókn til ömmu. Þá lék- um við okkur úti allan daginn og á kvöldin sátum við með ömmu við eldhúsborðið og spiluðum rakka eða vist og alltaf lumaði amma á ein- hverju góðgæti í dós. Í okkar ófáu sumarbústaðaferð- um var amma með allskonar dósir og poka með sér þar sem hún var búin að mæla akkúrat hveiti og syk- ur og fleira til að baka vöfflur. Svo átti hún alltaf lakkrís eða súkkulaði sem hún sótti á kvöldin þegar við sátum og spiluðum kana eða manna. Elsku amma, það er okkur ómet- anlegt að hafa átt þig sem ömmu og ég erum óendanlega þakklát fyrir að Tinna mín skuli hafa fengið að þekkja þig. Fyrir hönd Guffu og Jóels barna, Áslaug Ýr. Elsku systir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hinsta kveðja. Þín systir, Margrét Árnadóttir. Finney Árnadóttir  Fleiri minningargreinar um Fin- neyu Árnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigríður Theó-dóra Ármann fæddist í Reykjavík 26. maí 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 14. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Pálína Ágústa Sæmunds- dóttir húsmóðir, f. 14. ágúst 1904, d. 19. júní 1958 og Sigbjörn Ár- mann, f. 12. nóv, 1884, d. 14. ágúst 1950. Bróðir Sigríðar er Magnús V. Ármann skipamiðlari, f. 7. janúar 1933. Sigríður giftist 1952 Birni Hjart- arsyni útibússtjóra Útvegsbankans (síðar Íslandsbanki), f. 12. febrúar 1928, d. 4. júní 1992. Foreldrar hans voru Ásta L. Björnsdóttir f . 24. nóv. 1908 , d. 17. júní 2002 og Hjörtur Hjartarson kaupmaður, f. 31. októ- ber 1902, d. 15. febrúar 1985. Börn Sigríðar og Björns eru: 1) Sigbjörn hrossaræktandi á Lundum II, f. 14. október 1955, kvæntur Rögnu J. Sigurðardóttur. f . 20. nóvember 1951. Börn þeirra eru Sigurður Gísli grafískur hönnuður, f. 8. október 1984 og Sigríður Theódóra nemi, f. 26. mars 1988. 2) Ásta ballettkenn- á árunum frá 1950-1955 og setti upp dansa ásamt Sif Þórz í kvikmynd Óskars Gíslasonar „Síðasti bærinn í dalnum“. Sigríður samdi fyrsta al- íslenska ballettinn, „Eldinn“ árið 1950 við tónlist eftir Jórunni Viðar sem sýndur var á listamannaþingi. Sigríður dansaði „solodans“ í „Ný- ársnóttinni“ við opnun Þjóðleik- hússins árið 1950. Sigríður var einn af stofnendum Félags íslenskra list- dansara árið 1947 og Danskenn- arasambands Íslands árið 1963. Sig- ríður var formaður Félags íslenskra listdansara 1952-1966 og síðar frá 1986-1987. Sigríður kenndi frá því hún kom til Íslands aftur frá New York. Í Dansskóla, f. Í.L.D ásamt Sif Þórz, Leikskóla Lárusar Pálssonar og Listdansskóla Þjóðleikhússins. Sigríður stofnaði sinn eigin ball- ettskóla, „Balletskóla Sigríðar Ár- mann“ árið 1952 og starfrækti hann og kenndi ballett allt til ársins 1997. Skólinn er enn starfræktur af dótt- ur hennar Ástu. Sigríður hlaut lista- mannalaun árið 1968. Sigríður var heiðursfélagi Félags íslenskra list- dansara og Danskennarasambands Íslands. Árið 2004 hlaut Sigríður heiðursverðlaun Grímunnar fyrir framlag sitt til sviðslistar á Íslandi. Sigríður verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 24. ágúst, og hefst athöfnin kl. 11. Meira: mbl.is/minningar ari og skólastjóri Balletskóla Sigríðar Ármann, f. 9. júlí 1958, gift Guðna B. Guðnasyni, f. 30. september 1961. 3) Björn Valdimar, f. 7. júlí 1965, d. 22. októ- ber 1965. 4) Pálína ballettkennari, f. 22. júlí 1969. Sigríður hóf list- dansnám ung að aldri fyrst hér á landi og síðan er- lendis. Árin 1943- 1946 var hún við nám í New York í The Chalif School of Dancing. Það- an útskrifaðist hún árið 1946 með próf í klassískum ballett, spönskum dönsum, samkvæmisdönsum o.fl. Árin 1947-1948 var hún við nám í Kaupmannahöfn hjá Friðbirni Björnssyni. Síðar sótti hún alþjóðleg ballett-námskeið hjá Bartholin í Kaupmannhöfn. Sigríður sýndi ball- ett í Reykjavík og víða um land á ár- unum frá 1946-1951 ásamt öðrum listakonum, Sif Þórz, Sigrúnu Ólafs- dóttur og Ellý Þorláksson. Sigríður kom einnig fram í ýmsum kabar- ettum á þessum árum. Hún vann við ýmsar uppfærslur í Þjóðleikhúsinu Sigríður tengdamóðir mín hélt út til New York árið 1943 ein síns liðs, aðeins fimmtán ára gömul, til að læra listdans. Hún bjó á heimili þeirra Þóru og Frans Andersen á Riverside Drive á Manhattan í þrjú ár. Þar kynntist hún syni þeirra Þóru og Frans, Hans G. Andersen síðar sendiherra og okkar helsta sérfræð- ingi í hafréttarmálum og unnustu hans Ástríði H. Andersen. Sigríður sagði okkur þá sögu þegar hún og Hans G. Andersen þræddu götur Manhattan til að finna henni góðan skóla og fyrir valinu varð Chalif Scho- ol of Dancing á 57. stræti. Beint á móti skólanum er Carnegie Hall og Russian Tea room en á neðstu hæð hússins þar sem skólinn var starf- ræktur er nú Steinway & Sons sem selur píanó og flygla. Frá því Sigríður hélt til New York beið unnustinn í festum á Íslandi, þá aðeins 15 ára gamall, sem 40 árum síðar varð tengdafaðir minn. Sigríður og Björn giftust 5. júní 1952 og bjuggu alltaf í Reykjavík. Síðast bjuggu þau í Stallaseli í Reykjavík en þangað læddist ég fyrst á heimili þeirra og gerði hosur mínar grænar fyrir dóttur þeirra Ástu með ágætum árangri. Heimili þeirra Björns og Sigríðar var glæsilegt enda bæði miklir fagurkerar. Fjölskyldan naut þess að vera saman og átti margar skemmtilegar samverustundir í Stallaselinu og í sumarbústaðnum í Borgarfirðinum. Björn varð bráð- kvaddur árið 1992. Samband Ástu konu minnar og Sigríðar var einstaklega náið. Ekki einungis var sambandið hefðbundið náið samband á milli mæðgna heldur voru þær bestu vinkonur og nánustu samstarfskonur í balletskólanum. Balletskólann stofnaði Sigríður árið 1952 og rak hann allt þar til hún veiktist af blóðtappa árið 1997 en þá tók Ásta við rekstri skólans. Allt frá upphafi lagði skólinn áherslu á að kenna klassískan ballet. Sigríði hugn- aðist ekki hversu mjög áherslan minnkaði hér á landi á klassíska hluta balletsins. Hún tamdi sínum nemend- um aga og þrautseigju og vildi ekki síður ala upp nemendur sem kynnu að njóta dansins sem áhorfendur. Þannig ól hún upp þúsundir nemenda sem lærðu grunninn í klassískum bal- let og lærðu að hlusta á og meta klassíska tónlist. Sigríður hafði sterkan „karakter“. Hún var ákveðin og þegar hún talaði þá lagði fólk við hlustir. Hún hafði mikinn sannfæringarkraft og gat eitt augnablik látið mann trúa því að hvítt væri svart. Hún hafði meðfædda stjórnunargáfu og átti auðvelt með að fá fólk til að vinna fyrir sig og með sér. Hún gat verið beinskeytt og sagði umbúðalaust sína skoðun. Sig- ríður fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum alla sína tíð og mætti í bláum jakka á kjörstað. Við rökræddum oft um pólitík þar sem allt fram á síðasta dag lét hún sig varða menn og mál- efni. Ég er samt ekki frá því að í henni hafi blundað jafnaðarmaður. Nú hefur lífsneistinn slökknað en allt fram á síðasta dag hafði hún óbil- andi lífsvilja. Missir okkar er mikill en minningin um sterka og góða konu lifir. Ég kveð ástkæra tengdamóður mína með þakklæti og virðingu. Guðni B. Guðnason. Margar eru minningarnar um ömmu Lillu. Þau ár sem við munum urðu margar breytingar, en það eru ýmsir hlutir sem standa upp úr, því þeir breyttust aldrei. Hún amma okkar var alltaf vel til fara. Í svefnherbergi hennar í Stalla- selinu mátti finna snyrtiborð með ljósum sitt hvorum megin spegilsins, og fyrir ung börn var erfitt að skilja hvernig fataskápur gæti verið her- bergi. Það var eins og hún væri kvik- myndastjarna, og víst var hún stjarna. Og jafnvel eftir heilsubrest- ina fyrir 12 árum hélt hún sinni reisn, og kvartaði ekki. Þá var spegillinn og snyrtivörurnar á eldhúsborðinu, og það var sama stjarnan sem brosti við þegar komið var í heimsókn. Hún hafði alltaf orð á því ef maður kom í heimsókn til hennar í nýjum flíkum, „hvað þær væru ógurlega smart“. Það hefur eflaust komið nokkrum sinnum fyrir að flíkurnar hafi verið gjöf frá henni. Þegar kom að því að leggja okkur lífsreglurnar hikaði hún hvergi við, enda var hún sjálf lífsreynd og hafði ferðast víða. Misvel gekk þó að kenna okkur ýmsa nauðsynlega siði eins og að halda rétt á hnífapörum og standa bein í baki. Alltaf var amma Lilla mjög hrein- skilin. Maður kunni þó ekki alltaf að meta þá hreinskilni en vissi alltaf að hún meinti vel. Hárið er mjög fallegt ólitað, það var reyndar alveg rétt hjá henni, þótt maður viðurkenndi það ekki fyrir henni. Hún var einnig kraftmikil kona sem stóð á sínum skoðunum og leyfði fólki að heyra þær. Það er margt sem við megum taka okkur til fyrirmyndar af henni ömmu okkar, og við gerum það. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) „Rökrétt er þetta vitleysa“ að þú sért farin frá okkur, amma. Við sjáumst þó aftur, dansandi uppá himni. Sigurður Gísli og Sigríður Theodóra. Sigríður var ein af fyrstu konum hér á landi sem lögðu land undir fót og héldu til náms í klassískum ballett. Íslensk danslist hefur þá sérstöðu í heimi listanna að brautryðjendurnir eru nær eingöngu konur. Þær ruddu brautina og báru fullan þunga af starfinu frá upphafi og fram á þennan dag. Það var á árum síðari heims- styrjaldar að hún kornung hélt utan til New York til náms í þekktum ball- ettskóla. Það þurfti ekki lítinn kjark á þeim tíma að halda út í heim til að læra ballett sem aðeins örfáar ís- lenskar konur höfðu þá lagt fyrir sig. Henni vegnaði vel, lauk námi og hélt heim. Aldrei gleymi ég fyrstu sýning- unni sem hún hélt í Sjálfstæðishúsinu gamla þar sem hún sýndi dansa af ýmsu tagi og okkur fannst hún koma úr öðrum heimi. Sigríður var ein fimm kvenna sem stofnuðu Félag íslenskra listdansara og settist í fyrstu stjórn félagsins vor- ið 1947. Félagið gekk í Bandalag ís- lenskra listamanna innan árs. Hún lét þegar til sín taka og á listamanna- þingi árið 1950 í Þjóðleikhúsinu var fyrsti íslenski ballettinn frumsýndur, Eldurinn eftir Sigríði Ármann við tónlist Jórunnar Viðar. Tveimur ár- um síðar var Ólafur Liljurós eftir sömu höfunda sýndur í Iðnó. Árið 1952 stofnaði hún Ballettskóla Sigríðar Ármann, elsta einkarekna dansskólann hér á landi, sem hefur nú í tæpa sex áratugi notið virðingar og vinsælda. Traustan bakhjarl átti hún í Birni manni sínum, sem studdi hana í öllu. Báðar dætur Sigríðar lögðu fyrir sig ballettnám og hún átti því láni að fagna að Ásta dóttir henn- ar fetaði í hennar fótspor og hefur í yfir tvo áratugi stjórnað skólanum og getur nú litið til baka yfir glæsilegt og viðburðaríkt tímabil. Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með sam- vinnu þeirra og metnaði og ég hygg að fáir gleymi árlegum vorsýningum ballettskólans þar sem allir nemend- ur koma fram og sýna listir sínar, hver eftir sinni getu og aldri. Troð- fullur salur ættingja og vina, kynslóð fram af kynslóð, sem fylgjast með af áhuga og stolti. Ég hef velt því fyrir mér hvaða kosti þær hafi til að bera sem hafa gert þær mægður að svo góðum kennurum. Þar vega þungt vandvirkni, viss strangleiki sem tryggir aga, en einnig hlýleiki og trú á því sem þær eru að gera. Þær kunna líka listina að hvetja til dáða. Sumarið 2004 hlaut Sigríður Grím- una, heiðursverðlaun Leiklistarsam- bands Íslands, fyrir frum- kvöðulsstörf á sviði danslistar. Slíkur heiður heldur ekki bara á lofti nafni Sigríðar Ármann heldur ekki síður ís- lenskrar danslistar. Af því tilefni bauð hún til fagnaðar á fallegu heimili sínu þar sem útsýni er til allra átta og fjölskylda og vinir glöddust með henni. Við frænkur höfum borið gæfu til að rækta vináttu og frændsemi sem veitir öllum styrk. Það þökkum við nú á kveðjustundu. Ég og fjölskylda mín vottar Sig- birni, Ástu, Pálínu, Magga og öðrum ástvinum hennar innilega samúð. Megi minningin um allt sem hún var þeim styrkja þau á sorgarstundu. Sigríður Th. Erlendsdóttir. Sigríður Th. Ármann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.