Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Það veldur nánast vanlíðan aðhorfa á hvatningarmyndbandið fyrir starfsmenn Kaupþings, sem nú hefur ratað á Netið.     Ofmetnaður er vægasta orðið, semhægt er að láta sér detta í hug. Stórmennskubrjálæði er kannski heldur nær lagi.     Mynd-skeið af ýmsum helztu stór- mennum sögunnar, t.d. Martin Luther King, Móð- ur Theresu og Albert Einstein, renna undir fyrirtækisáróðrinum um að allt sé hægt, ætli fólk sér það nógu ákveðið.     Kaupthinking“ var nýja tegundinaf hugsun hjá Kaupþingi. Skil- greiningin á slíkum þankagangi var „handan venjulegrar hugsunar.“     Kaupthinking þýddi meðal annarsað tvöfalda stærð fyrirtækisins árlega í átta ár. Blása út efnahags- reikninginn, með þekktum afleið- ingum.     Kaupþing ætlar sér samkvæmtmyndbandinu að „snúa á skrif- ræðið“. Þar er væntanlega átt við fjármálaeftirlit, bankalöggjöf og annað slíkt leiðindatuð.     Því verður ekki neitað að Kaup-þingsmenn og aðrir íslenzkir bankamenn náðu árangri, sem fáir töldu mögulegan.     Að setja heilt land á hvínandi haus-inn á nokkrum dögum.     Hrunið var sannarlega handanþess sem flest venjulegt fólk gat ímyndað sér fyrir ári. Ofmetnaður Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 15 skýjað Lúxemborg 24 heiðskírt Algarve 31 heiðskírt Bolungarvík 5 rigning Brussel 27 léttskýjað Madríd 36 heiðskírt Akureyri 13 skýjað Dublin 19 skýjað Barcelona 28 heiðskírt Egilsstaðir 11 skýjað Glasgow 18 skúrir Mallorca 30 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 11 skýjað London 27 heiðskírt Róm 33 léttskýjað Nuuk 11 léttskýjað París 29 heiðskírt Aþena 31 heiðskírt Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 25 heiðskírt Winnipeg 21 léttskýjað Ósló 18 léttskýjað Hamborg 23 heiðskírt Montreal 23 alskýjað Kaupmannahöfn 20 heiðskírt Berlín 24 heiðskírt New York 26 skýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Vín 23 léttskýjað Chicago 20 skýjað Helsinki 20 skýjað Moskva 16 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 24. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.41 0,1 8.52 4,0 15.01 0,3 21.10 3,9 5:48 21:13 ÍSAFJÖRÐUR 4.50 0,1 10.52 2,3 17.10 0,2 23.05 2,3 5:43 21:28 SIGLUFJÖRÐUR 1.09 1,4 7.13 0,1 13.31 1,4 19.21 0,1 5:25 21:12 DJÚPIVOGUR 5.56 2,4 12.14 0,2 18.16 2,2 5:15 20:45 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag Austan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast um landið vestanvert. Rigning á sunnanverðu landinu, en annars stöku skúrir. Hiti 10 til 16 stig. Á miðvikudag og fimmtudag Austlæg átt, 5-10 m/s, skýjað og víða skúrir. Fremur milt í veðri. Á föstudag og laugardag Norðaustlæg átt og dálítil rign- ing eða skúrir, en bjart með köflum og þurrt að mestu á SV- og V-landi. Kólnar lítið eitt. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvasst við norður- og austur- ströndina fram að hádegi, en síðan norðvestantil. Snýst í suðaustanátt eftir hádegi, fyrst austantil og dregur úr vindi. Rigning með köflum. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands. ALLS komust 36 arnarungar á legg í sumar og hafa þeir ekki verið fleiri í manna minnum. Íslenski hafarnarstofninn telur nú um 65 pör og urpu 45 þeirra í vor. Varp misfórst hjá 19 þeirra, þar á meðal hjá því pari sem fylgst var náið með á vefmynda- vél Arnarseturs Íslands. Gífurleg aðsókn fólks var á vefinn á varp- tímanum síðastliðið vor. Besta ár fram að þessu var 2004 en þá komust 34 ungar á legg. Ástæður þess að varp mis- ferst eru m.a. ófrjó egg og reynsluleysi ungra para. Einnig hafa sum pör verið trufluð vísvit- andi en minna bar á slíku en mörg undanfarin ár, að því er fram kemur á heimasíðu Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Varpsvæði arna nær nú frá Faxaflóa og vestur og norður um í Húnaflóa. Áður urpu ernir um land allt og var stofninn þá tvisv- ar til þrisvar sinnum stærri en í dag. Fækkun hófst í kjölfar of- sókna og eitrunar á 19. öld og urðu pörin fæst um 20 kringum 1960. Fullorðnir ernir hafa sést í æ ríkari mæli á fornum arn- arslóðum á Suðurlandi og Norð- urlandi en ekki ílenst þar enn sem komið er. Náttúrufræðistofnun Íslands fylgist með arnarstofninum í samvinnu við Fuglaverndarfélag Íslands og Náttúrustofurnar í Stykkishólmi og Bolungarvík. sisi@mbl.is Örninn Konungur íslenskra fugla svífur tignarlega um loftin. Morgunblaðið/Golli Alls komust 36 arnarungar á legg Hafa ekki verið fleiri í manna minnum KORNASÚLUNGUR (Suillus granulatus) fannst í Miðhálsskógi í Öxnadal fyrr í mánuð- inum, að því er greint er frá á vefsíðu Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Sveppurinn er svonefndur pípusveppur og finnst víða Evrópu þar sem hann vex í frjóum jarðvegi með furu. Sveppurinn þykir „prýði- legur“ matsveppur, að því er segir á vefsvæði Náttúrufræðistofnunar. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppasérfræð- ingur Náttúrufræðistofnunar, fann sveppinn í matsveppaleiðangri 17. ágúst sl. „Þetta er fyrsti sveppurinn sem finnst af þessari tegund, þannig að mögulegt sé að sanna það með eintaki. Það er ekki ólíklegt að þessi tegund vaxi víðar með furu en hann hefur ekki greinst, eða sést, fyrr en nú.“ Á vefsvæði Náttúrufræðistofnunar kemur fram að kornasúlungs sé getið í ferðadagbók Mortens Lange, dansks sveppafræðings, sem rannsakaði fungu Suðurlands fyrir réttum 50 ár- um og fann eitt aldin þeirrar tegundar í gamla barrskógarreitnum við Rauðavatn í Reykjavík 1. september 1959. En þar sem því var ekki safnað, eins og áður segir, þá er ekki unnt að staðfesta fund tegundarinnar hérlendis. magnush@mbl.is Kornasúlungur fannst í Öxnadal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.