Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 24
24 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Í ÓLAFSDAL stendur yfir mynd- listarsýningin Dalir – Hólar – Handverk. Þar sýna ellefu lista- menn og náttúra og menning svæð- isins er uppspretta verka þeirra. Skólahús gamla Landbúnaðarskól- ans í Ólafsdal og umhverfi hans er útgangspunktur sýningarinnar. Hildur Bjarnadóttir myndlistar- kona er ein þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni en hún hafði einnig umsjón með skipulagi sýningarinnar ásamt Þóru Sigurð- ardóttur. Endurnýjuð spunavél Verk Hildar snýst um spuna- vélina í Ólafsdal sem hafði verið ónotuð í rúmlega 50 ár. „Ég hafði aldrei séð svona spunavél áður en ég gægðist inn um gluggana í Ólafsdal fyrir um þremur árum og sá glitta í hana,“ segir Hildur sem á hús í Hvolsdal í Saurbæjar- hreppi. Hún flutti vélina til Reykja- víkur og kom henni í nothæft form. „Ég kunni ekkert á svona vél en hafði upp á Guðmundi Rögnvalds- syni sem spann á vélina þegar hann bjó í Ólafsdal. Hann kenndi mér á spunavélina og ég spann síð- an á henni garn, litaði það úr njóla úr Dölunum og prjónaði föðurland úr garninu,“ segir Hildur. Sótt í gamla hefð Spunavélin er á sýningunni í skólahúsi gamla Landbúnaðarskól- ans í Ólafsdal ásamt föðurlandinu sem Hildur prjónaði. Hildur sýnir einnig grunnteikningu af spunavél- inni. „Í Landbúnaðarskólanum í Ólafsdal var á sínum tíma sífellt verið að reyna að betrumbæta gömul áhöld og nemendur teiknuðu ákaflega fallegar grunnteikningar af áhöldum, tækjum og tólum. Með teikningunni er ég að sækja í þessa gömlu hefð skólans,“ segir Hildur. Á sýningunni sýnir hún líka ljós- myndir af spunavélinni, allt ferlið frá því hún flutti hana úr kjall- aranum í Ólafsdal, hvernig hún spann á hana garn og kom henni fyrir aftur í húsinu í Ólafsdal í not- hæfu formi. Innblástur frá staðnum Listamennirnir sem sýna í Ólafs- dal hafa fengið innblástur frá staðnum. Sem dæmi má nefna að Hannes Lárusson sýnir þar áhöld sem unnin eru úr tré og járni. Sól- veig Aðalsteinsdóttir er með teikn- ingar af túnum í Dölunum, en hluti af náminu í Landbúnaðarskólanum fólst í því að teikna upp tún og kortleggja þau. Guðjón Ketilsson gerir teikningar sem byggjast á gömlum uppdráttum brautryðjenda í iðnsögu fyrri alda, eins og Torfa Bjarnasonar og Leonardo da Vinci. Og Hlynur Helgason rekur útmörk landareignarinnar og tekur skipu- lega ljósmyndir af sjónarhorninu að bænum og frá bænum frá jaðri ræktarlandsins með tíu gráða milli- bili. Spunavél og föðurland Gamli skólinn Sýningin er í skólahúsi gamla landbúnaðarskólans í Ólafsdal. Byggðasafn Meðal gripa eru spunavélar.  Hildur Bjarnadóttir er í hópi ellefu listamanna sem sýna í Ólafsdal  Gömul spunavél er þar í stóru hlutverki  Listamaðurinn sækir í gamla hefð Spunavél Á sýningunni eru gömul áhöld og vélar. Á SÝNINGUNNI Mæður í að- alsafni Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu 15 eru ljós- myndir eftir konur frá Reykja- vík, Hull í Bretlandi, Freetown í Sierra Leone og Szczecin í Póllandi. Myndirnar sýna túlk- un kvenna frá þessum borgum á hugtakinu móðir. Markmiðið með verkefninu Wilberforce Women er að færa konur af ólíkum uppruna nær hver annarri með hjálp ljós- myndunar. Sýningin er farandsýning og ferðast hún á milli borganna fjögurra. Bókasafnið mun einnig vekja athygli á tengdum bókum. Sýningin stendur til 6. september. Ljósmyndun Alþjóðleg ljós- myndasýning Mæður í myndum. SJÖTTA alþjóðlega hátíð Tangófélagsins og Kramhúss- ins, TANGO on ICEland, verð- ur 26.-30. ágúst. Hátíðin fer fram í Kramhúsinu, Iðnó, Nor- ræna húsinu, á Kjarvals- stöðum, í Þjóðleikhúskjall- aranum og Bláa lóninu. Það verður stanslaus dans og tón- list í fimm daga og nætur. Kennarar, dansarar og tónlistarmenn eru frá Svíþjóð, Íslandi og Dan- mörku. Boðið verður upp á tangótónleika, mi- longa-kvöld, lifandi tónlist og tangósýningar. Einnig verða tangónámskeið fyrir byrjendur og lengra komna og námskeið um tónlist. Tangó Heitur tangó dans- aður á Ís(landi) Heitur tangó. SVIÐSLISTAVERKIÐ Móð- urmál/Föðurland eftir Katrínu Dagmar Beck er liður í artFart-hátíðinni og verður önnur sýning í Batteríinu í kvöld kl. 21. Þetta er loka- verkefni Katrínar Dagmarar sem útskrifast af samtíma- dansbraut leiklistardeildar Listaháskóla Íslands í haust. Það er jafnframt frumraun hennar eftir að hún útskrif- aðist frá Salzburg Experimental Academy of Dance, þar sem hún stundaði nám sl. vetur. Það kostar ekkert inn á sýninguna en sætafjöldi er takmarkaður. Sviðslist Samdi dans um móðurmálið Lokaverkefnið. MEXÍKÓSKI listmálarinn Frida Kahlo lifði stormasömu lífi, hún var ástkona Leons Trotskíj og Jo- sephine Baker og eiginkona Die- gos Rivera. Nú ríflega hálfri öld eftir andlát listakonunnar er kom- in upp deila um týnd skjöl sem hafa komið í leitirnar. Ný bók væntanleg Samkvæmt breska dagblaðinu Guardian hefur fundist safn skjala, þar á meðal dagbókarbrot og bréf, sem birt verða í nýrri bók um listakonuna. Princeton Archi- tectural Press gefur bókina út, í henni verða olíumyndir eftir Kahlo ásamt köflum úr dagbókum og sendibréfum. Nýja skjalasafnið er sagt inni- halda lýsingar á mikilli ástríðu, ólgandi heift og stórkostlegri kímnigáfu. Það eru hins vegar ekki allir sannfærðir um að Kahlo sé höfundur þessa efnis og hafa margir sérfræðingar dregið í efa að svo sé. Skjalasafnið umdeilda er í eigu mexíkóskra hjóna sem reka forn- gripaverslun, en þau keyptu það af lögfræðingi sem fékk það hjá manni sem sór og sárt við lagði að hann hafi fengið það hjá Kahlo sjálfri. Stormasamt einkalíf Sérfræðingur í verkum Kahlo segir við Guardian að nýja bókin sé full af efni sem hafi verið búið til með það fyrir augum að höfða til fólks sem hefur áhuga á stormasömu einkalífi Fridu Kahlo. Eigandi skjalasafnsins, Carlos No- yola, sem rekur forngripaverslun í San Miguel de Allende í Mexíkó ásamt konu sinni Letixiu Fern- ández, er sannfærður um að skjalasafnið sé ófalsað. Í safninu munu vera um 1.200 skjöl og segir Noyola að þau hjónin hafi látið rannsaka skjölin og munu bæði efnafræðingar og rithandarsér- fræðingar hafa komið þar við sögu sem og ættingjar listakonunnar. Samkvæmt bókaútgefandanum ber öllum saman um að þarna sé ófalsað safn á ferðinni. Bókin kemur út í nóvember og segir talsmaður útgáfunnar að það sé undarlegt að þeir Kahlo-sérfræð- ingar sem hafa tjáð sig um safnið og efist um uppruna þess hafi ekki lagt það á sig að skoða skjölin. Ástríða Frida Kahlo var ástríðufull. Dagbækur Fridu Kahlo Sérfræðingar telja að skjölin séu fölsuð Sýningin fer fram á fjórum stöðum: í húsi gamla Landbúnaðarskólans í Ólafsdal, í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal og í Bátasafni Breiðafjarðar, Reykhólum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18, til 30. ágúst. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Aðalsteinn Valdimars- son, Guðjón Ketilsson, Guðjón Kristinsson, Hafliði Aðalsteinsson, Hannes Lárusson, Hildur Bjarnadóttir, Hlynur Helgason, Rúnar Karlsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Unnar Örn og Þóra Sigurðardóttir. Sýnt á fjórum stöðum Travolta er ýktur og harðskeyttur sem fyrrum kauphallarmangari sem hefur forframast á bakvið rimlana 26 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.