Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Atvinnuauglýsingar • Upplýsingar gefur María Viðarsdóttir í síma 569 1306/669 1306 eða marialilja@mbl.is Umboðsmann vantar á Ísafjörð Umboðsmaður Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Atorka Group hf. Mánudaginn 31. ágúst 2009 Hótel Hilton Nordica Aðalfundur Atorku Group hf. verður haldinn mánudaginn 31. ágúst 2009 kl. 10:00 á Hótel Hilton Nordica. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess fyrir liðið starfsár. 2. Ársreikningur félagsins fyrir síðastliðið starfsár lagður fram til skýringar og staðfestingar. 3. Ákvörðun um meðferð taps á síðastliðnu starfsári. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins, þ.m.t. ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Önnur mál. a. Fjárhagsleg endurskipulagning. Stjórn Atorku Group hf. AÐALFUNDUR Tilboð/Útboð Lóðir & lagnir Einn verktaki í allt verkið Tökum að okkur verk fyrir fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og einstaklinga. Dren, skolp- lagnir, hellulagnir, lóðafrágangur, jarðvegs- skipti, snjóbræðslulagnir, grunnar og efnis- sala, fleyganir, smágröfuleiga o.fl. Gerum föst verðtilboð. Guðjón, sími 897 2288. Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl ✝ Magnús HörðurJónsson sjómað- ur fæddist í Reykja- vík 10. nóvember 1942. Hann lést á heimili sínu 15. ágúst sl. Foreldrar Magnúsar voru hjón- in Jón Kristjánsson Sæmundsson, f. í Reykjavík 25. júlí 1914, d. 13. maí 1954 og Áslaug Magnúsdóttir, f. í Reykjavík 10. júlí 1917, d. 13. júlí 1988. Systur Magnúsar eru 1) Guðrún, f. 10. september 1946, maki Guð- Unnusta Magnúsar er Kolbrún Gísladóttir. Magnús var sjómaður alla tíð bæði á togurum hér heima og í siglingum hjá Mærsk skipafélag- inu í Danmörku þar til hann slas- aðist og varð að hætta sjó- mennskunni. Hann var mikill listamaður og lék allt í höndum hans hvort heldur var að móta „hillbillies“ styttur, mála stór og mikil málverk, eða búa til skart- gripi og þá aðallega tengda ís- lensku goðafræðinni. Síðustu ár ævi sinnar bjó hann í Hátúni 10. Útför Magnúsar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 24. ágúst, kl. 15. mundur Andrésson. Sonur Guðrúnar er Brynjólfur Jón Her- mannsson, hann á þrjú börn 2) Kol- brún, f. 14. janúar 1950, d. 2. ágúst sama ár 3) Áslaug Kolbrún, f. 18. febr- úar 1952, maki Gunnar Harðarson, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn 4) Hjördís, f. 22. júní 1954, samfeðra, maki Albert Sævar Þorvaldsson, hún á þrjú börn og fjögur barna- börn. Elsku Maggi minn, stóri bróðir minn, þá ertu farinn á vit forfeðra okkar. Ég sem hélt að þú myndir hrista þetta af þér eins og í vor þegar þú veiktist, en nei, maðurinn með ljá- inn hafði yfirhöndina. Þú varst stór og mikill maður, hjartahlýr og með eindæmum mikill barnakarl og mik- ill dýravinur. Ég man alltaf eftir því þegar þú hringdir í mig og sagðir mér að þú værir búinn að fá þér hund. Hundinn Ívan áttir þú síðast og í lengstan tíma. Betri vin hefur þú aldrei eignast, þið voruð algerlega óaðskiljanlegir og fóruð í margan veiðitúrinn saman, upp um fjöll og firnindi. Mikil sorg varð hjá þér þeg- ar þú þurftir að setja hann í fóstur þegar þú fluttist í Hátúnið, en þú fékkst hann oft lánaðan og þá var strunsað í bæinn, þú með hattinn, hann með klút um hálsinn, tveir stór- ir og miklir vinir. Mikið náttúrubarn varstu Maggi minn og landshorna- flakkari með eindæmum. Það stopp- aði þig fátt ef fiðringurinn kom í þig að fara til útlanda, þú bara fórst. Sjó- maður varstu mikill, bæði á togurum og frökturum, bæði hér á klakanum eins og þú kallaðir landið okkar og erlendis. Danaveldi var mjög í uppá- haldi hjá þér enda áttir þú marga góða vini þar. Mörgum ævintýrum lentir þú í um ævina enda eru til nokkrar greinar um þau til dæmis þegar þú hittir vin þinn á mjög drungalegum stað og sást bara óhugnanlegar glyrnur, hræddari sagðist þú ekki hafa orðið í lengri tíma en viti menn allt í einu heyrðist me-me. Þetta var þá bara geitar- grey, ekki veit ég í hvaða ástandi þú varst þarna. Ég veit að stór hópur vina og vandamanna tekur á móti þér. Við munum svo hittast einn dag- in þegar ég kem til Valhallar. Ég elska þig, elsku bróðir minn, þín systir Áslaug Kolbrún. Elsku brósi. Jæja elskan, nú er komið að leið- arlokum, nú eruð þið Ívan saman sem þú saknaðir svo mikið. Eins og í frásögnum þínum þá var það alltaf „ég og Ívan gerðum þetta og ég og Ívan gerðum hitt“. Mikið elskaðir þú þennan hund, enda einn af skemmti- legustu hundum sem ég hef hitt. Það rifjast margt upp þegar ég skrifa þessi fátæklegu orð um þig. Ein sagan var þegar við vorum sam- an á Kaldanesi og þú stalst eggjun- um og spældir þau á fjöl. Ég var 6 ára og þú 10, ég finn ennþá óbragðið í munninum. Já, þú varst ansi uppá- tækjasamur á þinni ævi, bæði ungur og gamall, en alltaf passaðir þú upp á litlu syss þína. Margar sögur eru til um þig að þær myndu fylla heila bók. Það sem þér datt ekki í hug að gera, eins og þegar þú áttir heima á Klapparstíg. Þið Ívan voruð uppi á Dillon og kom- inn tími til að fara heim svo þið kvödduð fólkið. Rétt á eftir verður einhverjum litið út um gluggan og sjáið, minn maður kominn með ólina hans Ívans um hálsinn og Ívan hélt í tauminn og teymdi karlinn heim. Það lá við umferðaöngþveiti á Laugaveg- inum og Hverfisgötu. Já, þær eru margar sögurnar. Þú varst mikill listamaður, það lék allt í höndum þínum hvort sem það var að mála eða búa til úr leir eins og til dæmis Hillbilly-karlana sem mér fannst þú hafa sjálfan þig sem fyr- irmynd að. Þú hnýttir líka flugur og bjóst til skartgripi svo listilega vel en ég hef aldrei skilið hvernig, þú með þessar svakalegu krumlur sem höfðu skaddast á sjó og í landi, gast skapað allt þetta. Ég man að einu sinni varst þú að koma af sjó, ég var 12 og Kolla systir 6. Þú gafst okkur sleikjó sem var svo stór að spýtan var eins og kústskaft. Þá vöktum við systurnar athygli. Já, margs er að minnast, ég dýrkaði þig. Í gamla daga þegar maður hitti þig niður í bæ á rúntinum þá kölluðu allir vinir þínir mig Magga-systur, ég efast um að þeir hafi nokkurntíman vitað mitt rétta nafn. Já, þú varst góður bróðir og passaðir að enginn strákur kæmist nærri mér enda þorðu þeir því ekki þegar þeir sáu þennan stóra rum. Þeir tóku í stað- inn til fótanna en þá var syss ekki ánægð. Þú varst gull af manni, elsk- aðir börn, dýr og minnimáttar. Ævi þín var erfið en alltaf var stutt í húm- orinn en þú fékkst ósk þína, þú náðir ekki ellilífeyrisaldri. Eins og þegar þú hringdir í fyrra og sagðir „Hey syss fer ég á ellilaun í haust?“ Ég sagði þér að þú ættir eitt ár eftir í það. Þá kom gleðistuna frá þér. Unna frænka hafði þá verið að rugla í þér. Jæja, brósi minn, ég kveð þig nú vitandi að þú ert í veiðitúr með Ívan. Ég vil þakka Inger og Óla fyrir veittan stuðning. Ég elska þig. Guðrún (Gunna syss). Magnús Hörður Jónsson ✝ Gísli Albertssonfæddist í Norð- urfirði á Ströndum 10. mars 1936. Hann and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Sunnu- hlíð föstudaginn 14. ágúst 2009. Foreldrar hans voru Ósk Sam- úelsdóttir frá Skjald- arbjarnarvík, f. 26.7. 1902, d. 27.3 1954 og Albert Valgeirsson frá Norðurfirði, f. 26.11. 1902, d. 28. 10. 1983. Systkini Gísla eru Að- albjörg, f. 1934, Kristján, f. 1938, Jó- hanna Sesselja, f. 1939, Bjarnveig Sigurborg, f. 1940, d. sama ár, og uppeldisbróðir Gísla var Magnús Þórólfsson, f. 1927, d. 2008. Hinn 9. apríl 1960 kvæntist Gísli Vilborgu Guðrúnu Víglundsdóttur, f. 11.10. 1942. Börn þeirra eru: 1) Víglundur, f. 13.3. 1960, kvæntur Yuka Yamamoto, þau eiga einn son. Áður átti hann fjögur börn með Kristínu Kristinsdóttir og eiga þau eitt barnabarn. 2) Albert, f. 21.7. 1961, kvæntur Ólöfu Ernu Ólafs- dóttir, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 3) Birgir, f. 15.2. 1966, kvæntur Kristjönu Schmidt, þau eiga þrjár dætur. 4) Guðrún Ósk, f. 15.3. 1968, gift Jó- hanni S. Ólafssyni, þau eiga tvo syni. 5) Þórhildur, f. 23. 7. 1971, í sambúð með Halli Egilssyni, þau eiga einn son, fyrir átti hún eina dóttur með Hilmari Þór Dav- íðssyni og eru þau bæði látin. Gísli átti fyrir Arndísi, f. 10. 3. 1959, gift Ingva Þór Ástþórssyni, þau eiga þrjá syni. Gísli ólst upp á Bæ í Trékyllisvík á Ströndum, hann flutti ungur til Reykjavíkur þar sem hann lærði smíðar og lauk meistaranámi frá Iðnskólanum. Gísli starfaði sem smiður alla sína starfsævi og rak meðal annars, ásamt félögum sín- um, trésmíðaverkstæðið Tréver í Kópavogi. Hann var virkur félagi í Framsóknarflokknum á árum áður. Gísli og Vilborg byggðu sér sum- arbústað í Eilífsdal í Kjós. Þar dvöldu þau í sínum frístundum við gróðursetningu og ræktun, sem bæði höfðu yndi og ánægju af, á meðan heilsa Gísla leyfði. Útför Gísla fer fram frá Digra- neskirkju í dag, 24. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku afi. Þó svo að við höfum vitað um þónokkurn tíma að þú værir að fara að kveðja okkur var það samt sárt að fá þær fréttir að þú værir farinn. Upp í hugann hafa leitað ótal- margar minningar og langflestar frá þeim stundum sem við áttum saman uppi í sumó. Þar höfðum við alltaf nóg fyrir stafni, enda næg verkefni sem biðu okkar. Það þurfti að klippa og saga af trjám, færa tré milli staða og lagfæra eitt og annað sem var úr sér gengið. Þarna uppfrá fengum við barna- börnin að læra svo ótalmargt af þér. Við fengum að stinga upp kartöflur, bera áburð á trén og fylgjast með þér laga hitt og þetta. Og oft fengum við að spreyta okkur á því að smíða úr spýtuaf- göngum og fengum þá tilsögn frá afa smið hvernig best væri að bera sig að. Árangurinn sést víða og einna best á kofanum sem Guðni smíðaði og lét svo flytja uppeftir. Þar stendur hann enn. Svo þegar við höfðum fengið að borða góðan hádegismat hjá ömmu var kominn tími til að fá sér lúr, og þá varð fyrir valinu falleg laut einhvers staðar á lóðinni. Þar lögð- umst við niður og hvíldum okkur í guðsgrænni náttúrunni áður en við fundum okkur verkefni að nýju. Stundum fundum við hálmstrá og stungum því í munninn, því að það gerðu sko alvöru sveitastrákar. Og ekki má gleyma öllum göngutúrunum sem við fórum, annaðhvort niður eftir veginum eða upp í fjall. Þar var svo margt að sjá og svo margs að njóta, sér- staklega þau skipti sem við höfð- um það upp á topp fjallsins. Og oft fórum við í göngutúra þegar við vorum hjá ykkur ömmu hér í bæn- um og duglegir vorum við að halda þeim við eftir að þú varst kominn inn á Sunnuhlíð. Ég veit ekki hversu löng leiðin Gísli Albertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.