Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 26
TÍMARNIR eru breyttir frá því að upprunalega myndin um ránið á neðanjarðarlestinni Pelham 1 2 3 var gerð árið 1974. Hörmungarnar sem riðu yfir New York og bandarískt þjóðfélag 11.9. 2001, með sínum til- finningalegu, efnahagslegu og póli- tísku eftirmálum, voru langt utan sjóndeildarhringsins og sjálf var borgin í niðurlægingu, sjúskuð og varasöm. Sá rammi hentaði inni- haldinu mun betur. 2009 árgerð The Taking of Pelham 123, er eftir fyrr- um auglýsingagerðarmanninum Tony Scott, en allar hans myndir bera þess órækan vott. Hraðar, stíl- færðar og yfirborðskenndar; æsileg- astur og ofbeldisfullur efnisþráður hentar honum vel. Vinnudagurinn hjá Garber (Washington), umferðarstjóra hjá neðanjarðarlestakerfi New York- borgar, virðist ætla að verða ósköp hefðbundinn þegar ósköpin ríða yfir. Fjórir glæpamenn undir stjórn Ryd- ers (Travolta), sem er jafn snjall skipuleggjari og hann er miskunn- arlaust illmenni, ræna einum lest- arvagnanna. Um borð eru 18 farþeg- ar sem gengið tekur í gíslingu og krefjast 10 milljóna dala í lausnarfé og það innan klukkustundar. Ræn- ingjarnir eru vel búnir vopnum og tæknibúnaði og með úthugsaða áætlun þó svo það vefjist fyrir Gar- ber og lögreglunni hvernig þeir hyggjast sleppa að lokum, króaðir af í iðrum jarðar. Myndin er á löngum köflum þrá- skák á milli Garbers, sem þekkir hvern krók og kima flókins neð- anjarðarkerfisins eins og fingurna á sér, og hins slægvitra og vægð- arlausa Ryders sem hefur hugsað fyrir öllum smáatriðum, að hann heldur. Þetta er forvitnileg keppni í kænskubrögðum en fyrirsjáanleg. Scott er í essinu sínu og ber mikið á hans gamalkunnu vörumerkjum, hávaðasamri hljóðrás og hröðum klippingum, sem henta vel til að skapa ringulreiðina sem skyndilega myndast í stórborginni. Á hinn bóg- inn eru tökurnar af ofsaakstri lög- reglu á bílum og mótorhjólum eins- leitar þó kryddaðar séu með krassandi árekstrum og uppnámi. Þröngt rýmið í lestarvagninum og myrkum rangölum nýtist betur. Þar ríkir Ryder eins og blóði drifinn ein- ræðisherra, heilinn á bak við stórr- ánið sem hann ætlar sér ekki aðeins að auðgast á, heldur ná sér niðri á borgaryfirvöldum vegna gamalla einkamála. Travolta er ýktur og harðskeyttur sem fyrrum kauphallarmangari sem hefur forframast bak við rimlana, hatursfullur með húðflúr á hálsi. Washington er algjör andstæða hans, hægur og yfirvegaður sem Garber, opinberi starfsmaðurinn sem verður allt í einu að skipta um ham, úr umferðarstjóra í lykilmann við lausn flókinnar glæpafléttu þar sem fjöldi mannslífa eru í húfi. Washington er óvenju hversdags- legur í útliti en túlkar vel mann sem stendur skyndilega frammi fyrir örðugum vanda. Aukahlutverk eru mörg en rislítil að undanskildum leiðum og pirr- uðum borgarstjóranum, sem Gan- dolfini túlkar með sóma og Turturro er sleipur sem yfirmaður lög- reglurannsóknarinnar. Brian Helgeland hefur bætt nokkrum aukafléttum og tengingum Líflegasta lestarferð Laugarásbíó, Smárabíó, Regn- boginn, Borgarbíó, Akureyri Leikstjóri: Tony Scott. Aðalleikarar: Denzel Washington, John Travolta, John Turturro og James Gandolfini. 105 mín. Bandaríkin. 2009. The Taking of Pelham 123 b b b n n SEBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 BYGGÐ Á METSÖLU BÓK STIEG LARSSON 35.000 manns í aðsókn! Frá Tony Scott, leikstjóra Deja Vu og Man on Fire kemur magnaður spennutryllir. Denzel Washington upplifir sína verstu martröð þegar hann þarf að takast á við John Travolta höfuðpaur glæpamannanna. Stórbrotin mynd um óvenjulega sögu! Einstök kvikmyndaperla sem engin má missa af! HASAR OG TÆK NIBRELL UR SEM ALD REI HAF A SÉST Á ÐUR VINSÆLASTA MYNDIN Á íSLANDI Í DAG Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBOGANU M 750kr. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ OG REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓ, BORGARBÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓ Inglorious Basterds kl. 10 (Mastercard-Fors.) B.i.16 ára The Taking of Pelham 123 kl. 8 - 10:10 B.i.16 ára G.I. Joe: The Rise of Cobra kl. 5:45 - 8 B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 5:20 B.i.16 ára Inglorious Bastards kl. 8 (Forsýning) B.i.16 á. G.I. Joe kl. 5:30 B.i.12 ára Time Travelers w... kl.5:30-8-10:30 B.i.12 á. Funny Games kl. 10 B.i.18 ára Stelpurnar okkar kl. 6 - 8 LEYFÐ Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 ára The Time Traveler´s Wife kl. 5:30 - 8 - 10:30 750kr. B.i.12 ára Crossing Over kl. 5:30 750kr. B.i.16 ára Taking of Pelham kl. 5:30 - 8 - 10:30 750kr. B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 7 - 10 750kr. B.i.16 ára My Sister‘s Keeper kl. 8 - 10:20 750kr. B.i.12 ára Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ eru mörg tækifæri í því falin að starfa við útvarpsleikhús, ég tel það góðan vettvang fyrir ungt leik- húsfólk til að þróa og þroska sína vinnu. Það að Útvarpsleikhús Rík- isútvarpsins sé tilbúið að opna dyrn- ar fyrir unga leikstjóra og ung leik- skáld er mjög jákvætt skref fyrir okkur sem erum að feta okkar fyrstu skref á leiklistarbrautinni,“ segir Símon Birgisson leikskáld og leik- stjóri sem er nú að leggja lokahönd á sitt fyrsta útvarpsleikrit. Nefnist það Guð blessi Ísland og verður flutt í Ríkisútvarpinu 27. september. „Verkið fjallar um kreppuna á Ís- landi og nota ég stíl heimildarleik- hússins sem nálgun á það viðfangs- efni. Það gerist í ímynduðum bæ á Íslandi og nota ég ekki leikara í verkið heldur viðtöl við venjulegt fólk; Geir Jón lögregluvarðstjóri, Bragi fornbókasali, Vésteinn Gauti Hauksson sparnaðarráðgjafi, Vignir Rafn leikari, Kjartan Ragnarsson leikstjóri og Lilja Árnadóttir á Þjóð- minjasafninu koma öll fram sem þau sjálf í verkinu en tilheyra jafnframt þessum bæ þar sem glæpur var framinn. Það veit samt enginn hverj- ir glæpamennirnir eru eða hver glæpurinn var. Ellý Ármannsdóttir er síðan sögumaður.“ Guð blessi Ísland var upphaflega útskriftarverkefni Símons úr Fræði og framkvæmd við Listaháskóla Ís- lands. Þá var það flutt á sviði í Borg- arleikhúsinu. „Mig langaði að sjá hvernig væri að flytja útvarpsleikrit í leikhússal og bjóða fólki að koma saman og hlusta á leikrit,“ segir Símon sem hefur dvalið í Þýskalandi við nám í leiklistarfræðum. „Í því námi hefur verið lögð mikil áhersla á útvarpsleikhús og það kom mér á óvart að sjá hvað það er mikill áhugi þar hjá ungu leikhúsfólki á formi út- varpsleikhússins.“ Setur upp Söruh Kane Síðar í vetur mun Símon leikstýra öðru verki hjá Útvarpsleikhúsi RÚV. „Þetta er nýtt verk eftir Ragnar Ísleif Bragason sem heitir Blessuð sé minning næturinnar. Við- ar Eggertsson útvarpsleikhússtjóri bauð mér að leikstýra þessu verki og þótti mér það mjög spennandi verk- efni enda um ljóðrænt og krefjandi verk að ræða. Ég og Ragnar vorum saman í bekk í Listaháskólanum og gaman að við sameinum nú krafta okkar í þessu. Til liðs við okkur feng- um við ungt tónskáld, Önnu Þor- valdsdóttur, sem nemur tónsmíðar í Bandaríkjunum. Hún mun semja tónlist fyrir verkið og verður með í vinnsluferlinu.“ Símon er að hefja mastersnám í leiklistarfræðum við háskólann í Giessen í Þýskalandi auk þess sem hann og Þorleifur Arnarsson, sem er einnig búsettur í Þýskalandi, eru að vinna að því að setja upp 4.48 Psyc- hosis eftir Söruh Kane í Karlsruhe. „Það er nóg af tækifærum að hafa ef maður hefur nóg af hugmyndum.“ Mörg tækifæri í útvarpsleikhúsinu Morgunblaðið/Eggert Leiklestur Símon Birgisson leikstýrir Ellý Ármans sem fer með hlutverk sögumanns í Guð blessi Ísland.  Útvarpsleikrit eftir Símon Birgisson flutt á RÚV í sept- ember  Fjallar um kreppuna í ímynduðum íslenskum bæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.