Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla MEÐ TUDOR fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík og Selfossi og Barðanum Skútuvogi Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞRÁTT fyrir að Menningarnótt hafi farið vel fram að mati lögreglu, sér- staklega hegðun við auglýsta við- burði, þá var ölvun ungmenna mikil og áberandi. Lögreglumenn sem voru á eftir- litsgöngu í miðborginni helltu niður miklu magni af áfengi hjá ungmenn- um en það dugði þó skammt, þar sem mannfjöldinn var mikill. Dagskrá Menningarnætur fór vel fram yfir daginn og fram að mið- nætti, þegar flugeldasýningin fór fram. Sóttu börn í athvarf Eftir það var áberandi mikil ölvun og þá einkum meðal ungs fólks. Sér- stakt athvarf var sett upp við Safn- aðarheimili Dómkirkjunnar. Þangað gátu ungmenni leitað í vanda og þá var farið með yngstu börnin, sem voru ýmist undir áhrifum áfengis eða á ferð of seint að kvöldi miðað við aldur, rakleiðis í athvarfið. Starfsmenn höfðu síðan samband við foreldra sem sóttu börnin. Samtals komu upp um 25 slík tilfelli. Engin alvarleg atvik komu þó upp að sögn lögreglu. Um 10 minniháttar líkamsárásarmál komu upp. Ekki er útilokað að einhverjar tilkynningar berist lögreglu fyrri part þessarar viku. Um 130 mál voru í bókum lög- reglu eftir nóttina og laugardaginn allan. Tíu gistu í fangageymslum lögreglu en pláss er fyrir 16 í klef- unum. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir Menn- ingarnótt hafa farið vel fram. Þrátt fyrir mikinn fjölda og ölvun sem honum tengist þá hafi hegðun fólks verið góð. „Undirbúningurinn fyrir Menn- ingarnótt er gríðarlega góður og mikill hjá öllum sem að honum koma. Sú vinna skilaði sér í vel heppnuðum viðburði þar sem vel gekk miðað við aðstæður og mann- fjölda. Það voru engar alvarlegar uppákomur mér vitanlega, en mikil gleði hjá fólki.“ Ölvun og gleði  Ölvun ungmenna var mikil á Menningarnótt  Miðað við mannfjölda fór viðburðurinn vel fram að mati lögreglustjóra Morgunblaðið/Júlíus Í höndum lögreglu Hér sjást lögreglumenn leiða ungan pilt í átt að athvarfi fyrir ungmenni vegna áfengisdrykkju. Morgunblaðið/Júlíus Bjórnum hellt Stefán Eiríksson, Hörður Jóhannesson og Jón H. Snorrason, yfirmenn í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sjást hér á vettvangi. FRÉTTASKÝRING Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „MEGINSTEFNAN er sú að vera með sem mest af upplýsingum í kortagrunnunum, bæði um ökuslóða og annað. Villist menn til dæmis út af ætlaðri leið geta þeir með kortunum komist aftur á rétta braut. Slíkt vinnur gegn utanvegaakstri,“ segir Ríkharður Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri RS – Import. Merkja sína eigin slóða Grein Kolbrúnar Halldórsdóttur fyrrverandi umhverfisráðherra í Morgunblaðinu sl. laugardag sem ber yfirskrifina „Stjórnlaus vega- gerð á hálendi Íslands“ hefur kallað fram sterk viðbrögð. Þar segir hún að tölvustýrður kortagrunnur merktur fyrirtækinu R. Sigmunds- syni sýni jeppaslóða inn í friðland Þjórsárvera, þvert á það sem fram komi í kortum Landmælinga. Þetta segir Kolbrún afleiðingu lagabreyt- ingar fyrir nokkrum árum en þá var kortaútgáfa gefin frjáls. Í krafti þess, segir Kolbrún, að „sjálfskipaðir slóðagerðamenn“ geti nú farið sínu fram og merkt sína eigin slóða, hvar sem hjólför má finna. RS – Import er í dag umboðsaðili umræddra kortagrunna. Fram- kvæmdastjórinn, Ríkharður Sig- mundsson, segir stafræn kort fyrir- tækisins af Þjórsárverum og öðrum landsvæðum unnin úr margvíslegum gögnum. Þar megi nefna kort frá Landmælingum, loftmyndir, skipu- lagsgögn auk þess sem einstaklingar láti í té ýmsar upplýsingar, til dæmis um gamlar þjóðleiðir eða jeppaslóða. Í grein sinni nefnir Kolbrún að hún hafi í Þjórsárverum séð för eftir marga jeppa. Ríkharður telur lang- sótt að kenna kortum þar um. Lík- legast sé að menn hafi þvælst inn á þetta svæði að vori til og þá misst bíla sína niður um snjó eða frera. „Í jeppasporti eins og öllu öðru eru svartir sauðir. Flestir jeppa- menn hafa þó metnað til þess að ganga vel um landið og aka ekki utan vega og í því efni eru góð kort mik- ilvæg,“ segir Ríkharður. Reyndi að spyrna við fæti Í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, að hann hefði borið kvíðboga fyrir því þegar kortaútgáfa yrði gefin frjáls og reynt að spyrna við fæti. Afleiðingar lagabreyting- anna væru nú að koma í ljós. Meg- inmálið væri þó, að skipulagsreglur á hálendinu væru víða óljósar og ekki alltaf skýrt hvaða slóðar væru opnir umferð og hverjir ekki. Segir góð kort vinna gegn ut- anvegaakstri Víða er óljóst hvaða slóðar eru opnir Morgunblaðið / RAX Þjórsárver Náttúruparadís sem þykir raskað með merktum slóðum. Stefnan er sú að vera með sem mest af upplýsingum í stafræn- um kortum. Slóðagerðarmenn fara sínu fram, segir fyrrverandi umhverfisráðherra. Skipulags- reglur eru víða óljósar. SIGURÐUR Kristján Oddsson þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum er látinn, 69 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur síðast- liðinn laugardag þeg- ar hann var með hópi fólks úr röðum Ferðafélags Akureyr- ar sem gekk á Herðubreið. Sigurður fæddist á Hafursá í Fljótsdal 22. janúar 1940, en ólst upp á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Oddur Kristjánsson húsa- smíðameistari og Guðbjörg Kjer- úlf. Sigurður var byggingameistari að iðn en nam byggingatæknifræði í Svíþjóð. Að námi loknu starfaði hann við uppbyggingu álversins í Straumsvík fyrst á vegum sænska verktakafyrirtæksins Siab og var síðar starfsmaður Ísal. Var seinna bæjartæknifræðingur í Hafn- arfirði. Eftir það stofnaði hann í félagi við aðra og starfrækti Tækniþjón- ustuna í Reykjavík. Árið 1995 var Sig- urður ráðinn þjóð- garðsvörður á Þing- völlum og framkvæmdastjóri Þingvallanefndar. Gegndi hann því starfi til dauðadags. Sig- urður var mikill útivistarmaður og á yngri árum virkur þátttakandi í skáta- og björgunarsveit- arstarfi. Var jafn- framt þátttakandi í margvíslegu öðru félagsstarfi og gegndi þar trúnaðarstörfum. Eftirlifandi kona Sigurðar er Herdís Tómasdóttir, textíl- hönnuður og bókasafnsfræðingur. Börn þeirra eru þrjú: Tómas Már, verkfræðingur og forstjóri Alcoa á Íslandi, Kristín Vilborg, leirlista- kona og kennari og Sigríður Björg myndlistarmaður. Andlát Sigurður K. Oddsson þjóðgarðsvörður AÐEINS eru nokkrir dagar í fyrstu sauðfjárréttir haustsins, en réttað verður í Hlíðarrétt í Mývatnssveit næstkomandi sunnudag, 30. ágúst. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunaut- ur Bændasamtaka Íslands, hefur tekið saman lista um fjár- og stóð- réttir haustið 2009 og er hann að- gengilegur almenningi á vefnum www.bondi.is. Almennt má segja að réttir séu á svipuðum tíma og í fyrra. Fyrstu stóðréttir haustsins verða í Miðfjarðarrétt laugardaginn 5. september. Fyrstu réttir hausts- ins verða um næstu helgi í Mývatnssveit Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.