Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 22
22 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 8 5 2 5 7 2 4 8 1 1 2 3 6 9 7 6 3 4 1 7 3 9 5 6 7 5 4 5 2 9 4 3 6 2 8 1 7 2 9 8 5 6 8 1 3 1 4 2 8 6 6 1 3 9 5 4 1 5 9 3 2 7 4 9 7 3 3 5 6 2 3 7 6 5 1 8 4 9 2 9 2 4 6 3 7 5 8 1 5 1 8 2 4 9 3 6 7 2 8 3 9 7 5 6 1 4 1 6 7 8 2 4 9 3 5 4 9 5 1 6 3 2 7 8 7 4 1 3 9 2 8 5 6 6 5 9 4 8 1 7 2 3 8 3 2 7 5 6 1 4 9 3 4 6 2 9 1 8 7 5 7 5 1 6 3 8 9 4 2 2 8 9 5 7 4 6 1 3 1 3 8 9 4 5 7 2 6 6 2 7 1 8 3 5 9 4 4 9 5 7 2 6 1 3 8 5 6 4 3 1 7 2 8 9 9 1 3 8 5 2 4 6 7 8 7 2 4 6 9 3 5 1 4 2 6 1 5 7 9 8 3 3 8 1 2 9 4 7 5 6 9 5 7 6 3 8 4 2 1 5 1 8 7 4 6 3 9 2 7 6 3 8 2 9 1 4 5 2 4 9 3 1 5 6 7 8 6 9 2 5 7 1 8 3 4 8 3 4 9 6 2 5 1 7 1 7 5 4 8 3 2 6 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 24. ágúst, 236. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jh. 14, 20.) Víkverji dagsins ferðaðist nýlegaum Vestfirði og varð ekki fyrir vonbrigðum: landslagið á hvergi sinn líka og auk þess gældi veðrið við hann allan tímann. Einu sinni var vegakerfi landsins svo herfilegt að eftir löng ferðalög í bíl sat aðallega í minningunni hristingur og ryk. En nú liggur við að það sé hressandi til- breyting að skrölta einstaka sinnum um holótta fjallvegi eins Dynjanda. x x x Hann fór í Grunnavík við mynniJökulfjarða, norðan við Ísa- fjarðardjúp. Og hvílík dýrð! Víkin liggur í reynd fyrir opnu hafi og brimsogið í fjörunni var undarleg andstæða við sumarblíðuna og gróskumikinn kerfilinn um stóran hluta af svæðinu. Letilegir skarfar teygðu frá sér vængina á smáskerj- um til að þurrka þá, æðarfuglinn muldraði sín stef. Tíguleg fjöllin, Maríuhornið og Bjarnarnúpur, eru glæsileg umgjörð um einmanalega víkina. x x x Ekki hefur verið föst byggð ástaðnum í nær hálfa öld en fá- einir afkomendur fyrri íbúa eiga þar sumarhús, þarna er einnig hægt að kaupa gistingu á sumrin. Kirkjunni litlu á Stað, sem er nær 120 ára gam- alt guðshús, er vel við haldið. En ekki skilur Víkverji hvernig á því stendur að Þjóðminjasafnið í Reykjavík hefur fjarlægt hurð úr fallegum predikunarstól frá 1674. Eftir standa lamirnar út í loftið eins og kræklótt bein. Er ekki fortíðinni sýnt virðingarleysi með því að lim- lesta innanstokksmuni kirkju með þessum hætti? x x x Og annað, gamla prestsetrið erlátið grotna niður, augljóst að stutt er í að þakið láti undan og ekki einu sinni almennilega neglt fyrir gluggana. Víkverji er viss um að fá mætti aðila í ferðaþjónustu til að lag- færa húsið ef þeir mættu þá nota það sem gistiaðstöðu þegar þörf krefur. Það hlýtur að vera betra að þeir nýti húsið en að það breytist í rústir. vík- verji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 ber með sér, 4 grískur bókstafur, 7 sam- viskubit, 8 kuskið, 9 hol, 11 líkamshlutinn, 13 vangi, 14 styrkir, 15 skraut, 17 haka, 20 skel, 22 ilmur, 23 galsi, 24 þrá- stagast á, 25 kvendýrið. Lóðrétt | 1 síli, 2 nálægt, 3 vitlaus, 4 þref, 5 bögg- ull, 6 tóman, 10 kraft- urinn, 12 veiðarfæri, 13 knæpa, 15 strákpatta, 16 svertingi, 18 afferming, 19 eldstæði, 20 kven- mannsnafn, 21 korna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 moðhausar, 8 semur, 9 dapur, 10 ani, 11 rýran, 13 nærri, 15 skalf, 18 strók, 21 lóm, 22 látna, 23 árnar, 24 krakkanum. Lóðrétt: 2 ormur, 3 hýran, 4 undin, 5 aspir, 6 æsir, 7 krói, 12 afl. 14 ætt, 15 salt, 16 aftur, 17 flakk, 18 smána, 19 runnu, 20 kyrr. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. g3 d5 2. Bg2 c6 3. d3 Rf6 4. Rd2 e5 5. e3 Bd6 6. Re2 O-O 7. O-O He8 8. e4 a5 9. a4 Ra6 10. Rb3 h6 11. c3 Be6 12. exd5 Bxd5 13. d4 Bxg2 14. Kxg2 Db6 15. dxe5 Bxe5 16. Red4 Rc7 17. Dc2 c5 18. Rf3 Dc6 19. h4 Rcd5 20. Bd2 c4 21. Rbd4 Bxd4 22. cxd4 He2 23. Dd1 Hae8 24. He1 Hxe1 25. Bxe1 Rg4 26. Bd2 Staðan kom upp á alþjóðlegri skákhátíð sem lauk fyrir skömmu í Kaupmannahöfn í Danmörku. Ísra- elski stórmeistarinn Boris Avrukh (2.641) hafði svart gegn Kent Vänman (2.158) frá Svíþjóð. 26. …He3! 27. Kg1 Hb3 28. Bc1 De6 29. Kg2 Hd3 30. Bd2 c3! 31. bxc3 Rxc3 32. De1 Dd5 33. Be3 De4 34. Hc1 Rd5 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þraut í tveimur þáttum. Norður ♠D7643 ♥K63 ♦ÁK64 ♣9 Vestur Austur ♠KG9 ♠Á1082 ♥984 ♥7 ♦D972 ♦G8 ♣D82 ♣ÁK10763 Suður ♠5 ♥ÁDG1052 ♦1053 ♣G54 Suður spilar 4♥. Austur er gjafari og vekur á Stand- ard-laufi. Suður stekkur í 2♥, vestur passar og norður hækkar í 4♥. Allir pass. Hvar á vestur að koma út eftir þessar sagnir? Í trompi! Makker hans hefur opnað, en sjálfur á vestur styrk í öllum litum. Í slíkum tilvikum er meginmarkmið varnarinnar að fækka slögum sagnhafa á tromp. Að svo mæltu skulum við skoða framvinduna ef vestur kemur hugs- unarlaust út í laufi, lit makkers. Austur tekur slaginn og trompar út. Hvernig á sagnhafi nú að nýta sér meðbyrinn? Með því að fría spaðann. Sagnhafi spilar strax spaða, sem vestur drepur og trompar aftur út. Þann slag tekur sagnhafi á ♥K og stingur spaða. Hann trompar lauf og spaða heim. Enn eru ♦ÁK í borði, sem duga til að ljúka verkinu. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert farin/n að sjá sambönd þín í jákvæðara ljósi. Leitaðu leiða til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú hefur á tilfinningunni að yfirvöld og stórar stofnanir vinni gegn þér, sama hversu hart þú leggur að þér. Njóttu þess að tala við aðra. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hlustaðu vandlega á það sem sagt er og reyndu að draga lærdóm af því. Vertu snöggur að taka ákvarðanir. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er nauðsynlegt að þú und- irbúir mál þitt vel áður en þú reynir að vinna aðra á þitt band. Stattu vörð um orðspor þitt og hlustaðu aldrei á sögur sem hafa ekki við nein rök að styðjast. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Fylgdu hugboði þínu og komdu skipulagi á atvinnu- og einkalíf þitt. Henni/honum er sama hvert málefnið er, bara ef hún/hann fær að láta dæluna ganga. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er svo sem ekkert skemmtilegt að verða að skipuleggja alla hluti út í æs- ar. Samræður þínar við systkini þín eru sérstaklega mikilvægar. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Nú er rétti tíminn til að huga að eign- um sem þú átt í félagi við aðra. Aðal- atriðið er að hefjast handa og halda sig svo við hana. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Dýrmætir draumar úr fortíð- inni koma aftur upp á yfirborðið. Komdu hugmyndum þínum og tillögum á fram- færi. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Í starfi þínu þarftu frekar að sýna samstarfsvilja en sjálfselsku. Tíminn vinnur með þér og þú getur bara skemmt fyrir með því að ganga of ákaft fram. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ef hugmyndir væru peningar, væri steingeitin stórrík nú þegar. Best er að treysta eðlisávísuninni, hversu órök- rétt, sem tilfinning þín kann að virðast. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt ekki hafi allir hlutir gengið upp á besta veg. Hvort sem nið- urstöðurnar eru þær sem þú vildir eða ekki, ertu reynslunni ríkari. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Velgengni veltur á því að rétt manneskja sé skipuð í sérhvert hlutverk í lífi þínu. Sinntu bara þínu og varastu að dragast inn í deilur manna. Stjörnuspá 24. ágúst 1906 Símskeytasamband við útlönd var opnað. Sæsíminn frá Skot- landi um Hjaltland og Fær- eyjar til Seyðisfjarðar var 534 sjómílur. 24. ágúst 1983 Á fjölmennum fundi sem hald- inn var í veitingahúsinu Sig- túni í Reykjavík var krafist breytinga á húsnæðislánum. Fundarboðendur voru nefndir Sigtúnshópurinn. 24. ágúst 2001 Helgi Símonarson frá Þverá í Svarfaðardal lést, 105 ára og 345 daga, en enginn íslenskur karl hefur náð svo háum aldri. 24. ágúst 2004 Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti og Hillary kona hans komu til landsins. Bill ræddi við forseta Íslands og forsætisráðherra, skoðaði Þingvelli, fór í gönguferð um Reykjavík og fékk sér pylsu. 24. ágúst 2008 Landslið Íslands í handknatt- leik hlaut silfurverðlaun á Ól- ympíuleikunum í Peking. „Aldrei hefur íslenskt landslið flogið hærra, farið hraðar eða spilað af jafnmiklum styrk og á Ólympíuleikunum,“ sagði í ritstjórnargrein Morgunblaðs- ins. „Ótrúlegt afrek,“ sagði Fréttablaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Angelika Sól Andradóttir og Arn- ar Breki Ragnarsson spiluðu á gít- ar fyrir utan Hvassaleiti 8, til styrktar Rauða krossi Íslands. Söfnun „ÞETTA verður svolítið óvenjulegur afmælis- dagur því ég verð í Svíþjóð að fylgja syni mínum, Benedikt, í snjóbrettamenntaskóla þar sem hann er að hefja nám. Hugsanlega förum við út að borða eftir að hafa komið honum fyrir á heima- vistinni,“ segir Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona sem á 45 ára afmæli í dag. Hún segist ekki vön að halda sérstaklega upp á afmæli sitt. „Ég er alin upp við það að afmælisdagar eru ekkert sérstaklega merkilegir og lítið vesen í kringum þá en mér finnst mjög gaman að fjölskyldum sem blása til veislu á afmælisdögum. Ég er bara ekki þannig,“ segir hún og hlær. Elva Ósk er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið. „Leikárið er fínt, bara ekki spennandi fyrir mig,“ segir Elva Ósk hreinskilnislega spurð hvernig leikárið framundan leggist í hana. Í september verður hún að leika í kvikmynd en í vetur verður hún í a.m.k. tveimur leikritum í Þjóðleikhúsinu. Annars vegar er hún að fara að æfa í nýju íslensku barnaleikriti sem heitir Sindri silfurfiskur. Þá mun hún einnig fara með hlutverk í Íslandsklukku Halldórs Lax- ness sem verður í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. sunna@mbl.is Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona er 45 ára í dag Í Svíþjóð með syninum Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.