Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 32
Tófan Hún lítur sakleysislega út en veldur sauðfjárbændum búsifjum. „ÞESSI dýr eru eins og hundar, þau eru svo stór og öflug,“ segir Birgir Hauksson, refaskytta í Valagerði í Skagafirði. Birgir og félagi hans, Baldvin Sveinsson á Tjörn á Skaga, unnu í sumar þrjú greni dýrbíta í Staðarfjöllum og Þverfjalli, af- réttum Skagfirðinga og Húnvetn- inga. Þeir náðu öllum dýrunum, 29 talsins. Af ummerkjum við grenin að dæma hefur tófan ekki verið að- gerðarlaus í sumar. Mikill aðburður af lambshræjum var við öll grenin og áætlar Birgir að leifarnar hafi verið af um það bil sjötíu lömbum. Snorri H. Jóhannesson, formaður Félags atvinnuveiðimanna, hefur áhyggjur af þróun mála. Framlög til eyðingar tófu hafi dregist saman og það hljóti að leiða til þess að henni fjölgi. | 8 Veiðimenn fundu leifar af 70 lömbum við tófugreni MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 236. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Erlendir fjárfestar í Högum  Eigendur Haga stefna að því að fá breska fagfjárfesta á sviði smá- söluverslunar til liðs við sig. Stefnt er að því að gera Haga að skuldlausu félagi innan tveggja ára og endur- fjármagna það síðan að nýju. Félag- ið er sagt standa vel. »4 Ölvun og gleði í miðbæ  Þrátt fyrir mikinn mannfjölda fór Menningarnótt vel fram að mati lög- reglu. Mikil ölvun var þó á meðal ungmenna og barna í bænum. For- eldrar þurftu að sækja börn sín í sumum tilfellum. »6 Í mál við valda menn  Fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum vilja höfða mál gegn þeim sem sýsluðu með eignir Samvinnutrygginga og síðan fjárfestingafélagsins Giftar. Sig- urður G. Guðjónsson hrl. er með málið í skoðun fyrir hönd skjólstæð- inga sinna. Þar sem ekkert sé eftir í félaginu Gift þá sé vert að skoða per- sónulega ábyrgð. »2 Smábílar á hálendinu  Erlendir ferðamenn sem leigt hafa bíla hjá bílaleigum hér á landi hika ekki við að fara á smábílum upp á hálendi. „Með ólíkindum,“ segir framkvæmdastjóri Hertz. »2 Erlent fjármagn í hótel  Situs, systurfélag Portusar, sem reisir tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn, hyggst leita að áhugasömum erlendum fjárfestum til að bera kostnaðinn vegna bygg- ingar og reksturs hótels í nágrenni við húsið. »4 SKOÐANIR» Staksteinar: Ofmetnaður Forystugrein: Út úr kortinu Pistill: Mikilvægasta uppfinningin Ljósvaki: Hinn rétti Wallander UMRÆÐAN» Sýkti sílamávurinn síldina okkar? Notum orkuna í eigin þágu Nokkur atriði sem kanna verður til þrautar Heitast 14 °C | Kaldast 7 °C Hvasst við N- og A- ströndina fram að há- degi, síðan norðvest- antil. Snýst í SA-átt eftir hádegi, dregur úr vindi. » 10 Ellefu listamenn sýna í landbúnaðar- skóla í Ólafsdal. Hildur Bjarnadóttir notar spunavél sem útgangspunkt. »24 MYNDLIST» Myndlist í Dölunum FEGURл Ingibjörg er meðal 15 efstu keppenda. »27 Sæbjörn Valdimars- son skrifar kvik- myndadóm um nýja hasarmynd sem Tony Scott leik- stýrir. »26 KVIKMYNDIR» Endurgerð hasarmynd FLUGAN» Flugan flaug á tónleika Hjálma í Austurbæ. »25 MYNDLIST» Deilt er um dagbókar- brot Fridu Kahlo. »24 Menning VEÐUR» 1. Neituðu að senda Gæsluþyrluna 2. Gamalt Kaupþingsmyndskeið... 3. Málningu úðað yfir bíl Björgólfs 4. Bráðkvaddur á Herðubreið »MEST LESIÐ Á mbl.is Gleði Sigurður Ragnar Eyjólfsson brá á leik á æfingu landsliðsins í gær þar sem hann hermdi eftir apa og landsliðskonurnar kunnu vel að meta tilþrifin. Eftir Víði Sigurðsson og Kjartan Þorbjörnsson í Tampere „VIÐ teljum að það þurfi lágmark 4 stig til að komast áfram úr riðlinum, en ef við náum 6 stigum erum við pottþétt með að komast áfram. Auðvitað stefnum við að því að vinna alla okkar leiki og förum í hvern leik fyrir sig með það að markmiði,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Morgunblaðið ræddi við hann um leikinn mikil- væga gegn Frökkum í úrslitakeppni EM í dag. „Það er mikilvægt að byrja mótið vel. Þetta verður afar erfiður leikur, liðin eru áþekk að styrkleika að mínu mati, en ef við förum vel af stað, eru okkur allir vegir færir. Ef okkur geng- ur illa, fáum við ekki mörg tækifæri til að bæta fyrir það,“ sagði Sigurður. Hann sá franska liðið steinliggja gegn Japan á heimavelli, 0:4, í byrjun ágúst en kvaðst ekki hafa séð neitt úr sigurleik Frakka gegn Skotum, 4:0, hinn 12. ágúst. „Ég fór á leikinn gegn Japan og við báðum um spólu úr Skotlandsleiknum en fengum hana ekki. Japan er með frábært lið, og það vantaði nokkrar í franska liðið, þær sem spila með Montpellier og þær tvær sem leika í Bandaríkj- unum. Það er því ekki alveg að marka þessi úr- slit. Ég ræddi aðeins við franska þjálfarann sem var nýbúinn að vera með þær í þungum æfing- um og ströngum æfingabúðum. Þeirra keppnis- tímabil er að byrja en landsliðið er búið að vera töluvert saman í sumar og hefur æft vel. Ég veit bara að þetta verður mjög erfiður leikur.“ Sig- urður sagði að þó hann hefði aflað sér mikilla upplýsinga um franska liðið og þekkti vel til þess eftir að hafa mætt því tvisvar á undan- förnum tveimur árum, væri eftir sem áður mik- ilvægast að huga að sínu liði. „Já, við höfum undirbúið okkur á þann hátt að einbeita okkur sem mest að okkar eigin leik og höldum áfram að spila eins og við höfum gert á þessu ári. Við höfum leikið sjö leiki í ár gegn mjög sterkum liðum og vonandi nýtist það okk- ur þegar á hólminn er komið. Það hefur líka styrkt okkar lið að margir okkar leikmanna gerðust atvinnumenn snemma á þessu ári, og það eru því allar forsendur til að gera ráð fyrir að við getum spilað betur núna en við gerðum gegn Frakklandi fyrir ári,“ sagði Sigurður Ragnar. | Íþróttir Mikilvægt að byrja vel Morgunblaðið/Golli KREPPAN hefur nú ratað inn í Út- varpsleikhúsið. Leikrit Símonar Birgissonar, Guð blessi Ísland, verð- ur á dagskránni 27. september nk. „Verkið fjallar um kreppuna á Ís- landi og nota ég stíl heimildarleik- hússins sem nálgun á það viðfangs- efni,“ segir Símon. Verkið gerist í ímynduðum bæ og notar Símon ekki leikara heldur við- töl við venjulegt fólk. | 26 Viðtöl við þá venjulegu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.