Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Costa del Sol 25. ágúst í 11 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Við bjóðum einnig fjölbreytta gistingu á meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 29.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 25. ágúst í 11 nætur. Netverð á mann. Takmarkaður fjöldi sæta á þessu verði – Verð getur hækkað án fyrirvara. Gisting frá kr. 3.800 m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð á „stökktu tilboði“. Netverð á mann pr. nótt. Aukalega m.v. 2-4 í stúdíó / íbúð á Timor Sol kr. 900 (á mann pr. nótt). Aukalega m.v. 2-4 í íbúð á Principito Sol kr. 1.800 (á mann pr. nótt). Takmarkaður fjöldi sæta! 2 fyrir 1 Costa del Sol 25. ágúst frá kr. 29.990 Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is EIGENDUR Haga stefna að því að gera Haga að skuldlausu félagi inn- an tveggja ára og endurfjármagna það síðan með þátttöku breskra fjár- festa á sviði smásöluverslunar. Jón Ásgeir Jóhannesson staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Rekstur Haga gengur vel Jón Ásgeir segir rekstur Haga ganga vel þrátt fyrir þrengingar í ís- lensku efnahagslífi, ekki aðeins mat- vöruhlutann heldur einnig sér- vöruverslanir félagsins. „Fyrirtækið er á áætlun og gott betur. Sérvaran hefur gengið mjög vel, ekki síst vegna þess að verslunin hefur færst heim frá útlöndum,“ segir hann. Hagar var móðurfélag innlendrar starfsemi Baugs en þau félög sem mynda rekstur Haga eru m.a. Bón- us, Hagkaup, 10-11, Útilíf og tísku- verslanir eins og Zara, Debenhams, Topshop, Coast, Oasis o.fl. Félagið var skilið frá rekstri Baugs í júlí á síðasta ári þegar eignarhaldsfélagið 1998 ehf., sem er í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu, keypti 95,7% hlut í Högum af Baugi. Kaupin voru fjár- mögnuð með 30 milljarða króna láni frá Kaupþingi gegn veði í öllum eignarhlut félagsins í Högum. Jón Ásgeir segir enga hættu á því að Nýja Kaupþing taki Haga yfir vegna láns til 1998 ehf. „Félagið mun standa við sínar skuldbindingar meðal annars fyrir tilstilli erlendra fjárfesta á sviði smávöruverslunar sem koma að félaginu,“ segir hann um lán Kaupþings banka til 1998 ehf. Fram hefur komið að lánið sé á einum gjalddaga á árinu 2010 en Jón Ásgeir segir það ekki rétt. Hann segir að fjármögnunin sé tvískipt til sex ára, fyrri hlutinn sé á gjalddaga árið 2011 og sá síðari árið 2014. Endurspeglaði raunvirði Fram hefur komið að þrotabú Baugs kunni að athuga réttarstöðu sína vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf. ef sýnt þykir að kaup- verðið á Högum, þrjátíu milljarðar króna í júlí 2008, þyki ekki endur- spegla raunvirði þess. Jón Ásgeir segir enga hættu á því að þrotabúið muni hafa forsendur til að krefjast leiðréttingar á kaupverði. Hann seg- ir kaupverðið hafa endurspeglað raunvirði Haga og markaðsað- stæður þess tíma. „Ég tel enga hættu á því að til þess komi, enda var greitt fullt verð,“ segir Jón Ás- geir. Jón ekki á útleið  Hagar verða endurfjármagnaðir með þátttöku erlendra fjárfesta  Engin hætta á að Kaupþing taki yfir reksturinn EINS og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag hefur Nýja Kaupþing verið að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa ef 1998 ehf. getur ekki staðið í skilum með þrjátíu milljarða króna lán sem félagið fékk til að fjármagna kaup á Högum frá Baugi í júlí á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur þrotabú Baugs ekkert tilefni gefið Nýja Kaupþingi til að grípa til ráðstafana gagnvart 1998 ehf. Þrotabúið sjálft hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort það muni krefjast leiðréttingar á kaupverði eða taka aðrar ákvarðanir til að verja hagsmuni sína, vegna sölunnar á Hög- um, en kaupsamningurinn var gerður minna en 12 mánuðum áður en Baugur leitaði fyrst eftir heimild til greiðslustöðvunar. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins skoðar þrotabúið alla samninga milli tengdra aðila mjög náið og samningur vegna sölu Haga fellur í þann flokk. Þrotabúið ekki gripið til ráðstafana Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn Engin hætta Jón Ásgeir er ekki á leið út úr íslenskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson segir að eignarhaldsfélagið 1998 ehf. muni standa við allar sínar skuld- bindingar gagnvart Nýja Kaup- þingi. Engin hætta sé á að bank- inn taki yfir rekstur Haga. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is HÓTEL mun rísa við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins við Austurhöfn og hyggst Situs, systurfélag Portus- ar, leita að áhugasömum erlendum fjárfestum, með reynslu af hótel- rekstri, til að bera kostnaðinn vegna byggingar og reksturs slíks mann- virkis, að sögn Péturs J. Eiríksson- ar, stjórnarformanns Portusar. Selur lóðina undir hótelið Situs áætlar að selja lóðina við hlið tónlistarhússins undir hótelið og vonast eftir að fá 1,5 til 3,5 milljarða króna fyrir lóðina. Hvorki Situs né Portus munu bera fjárhagslegan kostnað vegna byggingar eða rekst- urs hótelsins. Á teikniborðinu eru hugmyndir um að reisa 250-450 her- bergja hótel. Áætlaður kostnaður vegna byggingar hótelsins er 12-14 milljarðar króna. Í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að 100 lúxusíbúðir yrðu í sömu byggingu en fallið hefur verið frá hugmyndum um slíkt. „Það er nóg af tómum íbúðum í Reykjavík,“ segir Pétur. Um helgina auglýsti Situs eftir að- ilum til að taka þátt í lokuðu útboði á ráðgjöf vegna hótelsins. „Það sem ráðgjafinn á að gera er að finna fjár- festinn og rekstraraðila hótelkeðj- unnar og leiða þá tvo saman,“ segir Pétur. Að sögn Péturs hefur Situs orðið var við áhuga erlendra hótel- keðja á að reka hótel við tónlistar- húsið og því er fyrirtækið ekki að renna blint í sjóinn hvað þetta varð- ar. Pétur segir að stefnan sé að hót- elið verði þriggja til fjögurra stjörnu og það sé ekki síst aukinn ferða- mannastraumur til landsins sem geri það að verkum að möguleikinn fyrir opnun slíks hótels sé raunhæfur. Er- lendar hótelkeðjur séu meðvitaðar um að á Íslandi séu ónýtt tækifæri í hótelrekstri. Opnar ekki á sama tíma Áætlað er að taka tónlistar- og ráðstefnuhúsið í notkun árið 2011. Útlit er fyrir að hótelinu muni seinka eitthvað og er mjög ólíklegt að það opni á sama tíma. „Það var hluti af samkomulagi Austurhafnar TR og Portusar að hótel myndi rísa. Það var hins vegar ekki búið að skuld- binda Portus um að tímasetja hót- elbygginguna,“ segir Stefán Her- mannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar. Reiknað er með að vel á annað hundrað störf skapist vegna bygg- ingar hótelsins. Að sögn Péturs J. Eiríkssonar mun svipaður fjöldi starfa skapast þegar hótelið verður komið í fullan rekstur. Forvalsgögn vegna ráðgjafar liggja fyrir á skrifstofu Situs í Aust- urstræti 17. Vilja fá erlenda fjárfesta í hótel við tónlistarhús Hótelkeðjur sýna áhuga á rekstrinum Morgunblaðið/Ómar Austurhöfn Situs vill fá erlenda fjárfesta í byggingu hótels. Í HNOTSKURN »Áætlaður kostnaður vegnabyggingar tónlistar- og ráðstefnuhússins er 24,5–25,2 milljarðar króna. Verklok eru áætluð í janúar 2011. »Kostnaður vegna bygg-ingar hótelsins er 12–14 milljarðar króna. »Hótelið mun ekki opna ásama tíma en það verður staðsett við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins. Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is UM helgina var rauðri málningu skvett á Hummer-jeppabifreið Björgólfs Thors Björgólfssonar, kaupsýslumanns og fyrrverandi stærsta eiganda Landsbankans, ásamt föður sínum Björgólfi Guð- mundssyni. Bíllinn stóð við bygg- ingu Háskólans í Reykjavík við Höfðabakka. Þá var rauðri málningu skvett á íbúðarhús Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi starfandi stjórnarfor- manns Kaupþings. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Þessi mál bætast í hóp óupplýstra mála þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á eignum bankamanna. Þá hefur málningu einnig verið skvett á hús Rannveigar Rist, for- stjóra Alcan á Íslandi, og Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir öll skemmdarverkamálin vera í rann- sókn. „Þessi mál eru öll í rannsókn hjá lögreglu. Meira get ég ekki sagt um málin, og rannsókn þeirra, í bili,“ sagði Stefán í samtali við Morg- unblaðið. Myndir af skemmdarverk- unum voru sendar til fjölmiðla í tölvupósti. Skemmdarverk unnin á eignum bankamanna Rauður jeppi Hummer-jeppi Björgólfs Thors stóð útataður í rauðri máln- ingu fyrir utan byggingu Háskólans í Reykjavík við Höfðabakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.