Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Grein Kol-brúnarHalldórs- dóttur, fyrrver- andi umhverf- isráðherra, sem birtist hér í blaðinu á laugardag, hlýtur að vekja marga til umhugsunar. Kol- brún fjallaði þar um „stjórnlausa vegagerð á há- lendinu“; stöðuga fjölgun jeppaslóða (og fjórhjóla- og mótorhjólaslóða) þar sem áður var óspillt náttúra. Lýsing Kolbrúnar á ferð í friðlandið í Þjórsárverum er með miklum ólíkindum. Þar sem jeppaslóði, merkt- ur inn á kort frá Landmæl- ingum, endaði, sýndi tölvu- stýrður kortagrunnur fjallabílsins, frá fyrirtæk- inu R. Sigmundssyni, slóða sem lá „áfram yfir uppta- kakvíslir Þjórsár inn í frið- land Þjórsárvera og gegn- um það endilangt“. Kolbrún bendir á að í auglýsingu um friðlandið segi að umferð ökutækja sé óheimil utan merktra ökuslóða. „Einu merktu slóðarnir þegar stofnað var til friðlandsins voru fornar reiðleiðir, sem enn eru farnar af hesta- mönnum, en ökufærir slóð- ar voru þar engir,“ segir hún. Kolbrún segir svo frá því þegar gönguhópur hennar var á fjórða degi minntur óþyrmilega á slóðann á kortagrunninum. „Þegar við óðum Miklukvísl við Nautöldu gengum við fram á djúp hjólför eftir jeppa á árbakkanum, ekki bara einn jeppa heldur marga. Það var satt að segja kom- inn skýrt afmarkaður slóði í landið milli Miklukvíslar og Blautukvíslar, slóði sem ekki var þarna 1981, þegar friðlandið var stofnað og ekki heldur 1987 þegar nú- gildandi auglýsing um frið- lýsinguna var birt.“ Kolbrún telur að vandann megi rekja til þess að einkaleyfi Landmælinga á kortaútgáfu var afnumið. „...eftir að grunnþjónusta á borð við kortagerð var markaðsvædd skolaðist merking þessara orða „merktir ökuslóðar“ til svo um munaði og nú virðist sem hver sem er geti í nafni viðskiptafrelsis selt hvaða kortaupplýsingar sem er. Í krafti þessa frels- is fara sjálfskipaðir slóða- gerðarmenn um landið og merkja inn á sína eigin kortagrunna slóða þar sem einhver hjólför er að finna, og jafnvel þar sem ekkert ökutæki hefur enn farið um, setja á netið og selja hverjum sem hafa vill aðgang að upplýsing- unum. Fyrst fer einn, svo annar og fyrr en varir er kominn merktur slóði og lögbrot hættir að vera lög- brot. Eða hvað...?“ spyr umhverfisráðherrann fyrr- verandi. Svör Ríkharðs Sigmunds- sonar, sem hefur umboð fyrir téðan kortagrunn, í Morgunblaðinu í dag geta varla talizt boðleg. Hann útskýrir ekki hvers vegna fyrirtækið merkir inn á kort sín jeppaslóða um land, sem er friðlýst og má alls ekki skemma. Hins vegar er ekki þar með sagt að markaðs- væðing kortagerðar sé rót vandans. Kolbrún fjallar í grein sinni um hinn eilífa skilgreiningarvanda, sem menn lenda í þegar reyna á að stemma stigu við utan- vegaakstri á hálendinu; hvað er vegur eða slóði og hvað ekki. Þann vanda leysa menn ekki með því að endurreisa ríkiseinokun á kortagerð. Eins og Kolbrún nefnir sjálf, er nú starfandi starfs- hópur á vegum umhverfis- ráðuneytisins, sem á að gera tillögur um hvaða veg- ir og slóðar á hálendinu skuli teljast til vega og hverjum eigi að loka. Þetta er flókið verk og umfangs- mikið, en bráðnauðsynlegt, eigi að vera hægt að stemma stigu við utan- vegaakstrinum. Síðan þurfa að koma til skýrar reglur um akstur á hálendinu og hvaða slóða kortagerðarfyr- irtæki megi merkja inn á kort sín. Síðast en ekki sízt þarf svo miklu meira og skilvirkara eftirlit með um- ferð á hálendinu og skýrari viðurlög við utanvegaakstri en nú eru í gildi. Aðgerðir af þessu tagi eru þáttur í þeirri vinnu, sem fjallað var um í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins í gær, að undirbúa regluverk og innviði lands- ins fyrir stóraukinn fjölda ferðamanna og fjármagna nauðsynlegar aðgerðir og eftirlit. Í þessu tilviki þarf reyndar frekar að vernda náttúru landsins fyrir ágangi Íslendinga sjálfra en erlendra ferðamanna. Setja þarf skýrar reglur um akstur á hálendinu} Út úr kortinu M ikilvægasta einkennið á sér- staklega árangursríkum áróðri er að ekkert sé undan skilið og engu bætt við sem ekki er nauðsynlegt því við- fangsefni sem glímt er við,“ skrifar Joseph Goebbels í bókina Adolf Hitler, sem kom út í Þýskalandi árið 1936. „Það þarf að lyfta sérkennum aðstæðna eða persónuleika með skýrum, kraftmiklum, ein- földum og eðlilegum hætti úr glundroða þjóð- félagsumræðunnar, þannig að þau séu skiljan- leg og augljós manngrúanum sem á að hreyfa við og sannfæra.“ Bókin var „afar aðgengileg“ almenningi í Þýskalandi og „á afar viðráðanlegum kjör- um“. Í upphafi gerði Goebbels grein fyrir því að nasistar hefðu meðal annars komist til valda vegna yfirburða í beitingu áróðurs. Það kemur heim og saman við það sem tékkneski kvik- myndaleikstjórinn Milos Forman sagði við mig í viðtali í Morgunblaðinu á sunnudag að tjáningarfrelsið væri mik- ilvægasta frelsið. Hann missti báða foreldra sína í út- rýmingarbúðum nasista og flúði ritskoðun og harðstjórn kommúnismans eftir innrás Sovétmanna í Prag árið 1968. Þetta er lærdómurinn sem hann hefur dregið af sárri reynslu. „Það fyrsta sem nasistar og kommúnistar gerðu þegar þeir komust til valda var að hindra frjálsan fréttaflutn- ing,“ sagði hann. „Ég er sannfærður um að ef Hitler hefði ekki tekist að múlbinda fjölmiðlana strax í upphafi, þá hefði fólk um allan heim frétt um ódæðisverkin í Þýskalandi og seinni heimsstyrjöldin hefði aldrei þurft að brjótast út. Frjálsir fjölmiðlar og tjáningarfrelsi er mikilvægasta uppfinning lýðræðisins.“ Steingrímur J. Sigfússon talaði um það í Hólaræðu nýverið hvernig fjölmiðlar hér á landi „einnig brugðust okkur, spiluðu með og sinntu ekki sinni gagnrýnis- og aðhalds- skyldu.“ Hann velti þeirri spurningu upp hvernig hefði farið ef umræðan hefði verið gagnrýnni. Eflaust hefur marga rekið í rogastans sem lásu viðtal við Hallgrím Helgason í DV, þar sem rithöfundurinn sem fann upp hugtakið „bláu höndina“ sagði að eftir á að hyggja hefði Davíð Oddsson haft rétt fyrir sér með að Fréttablaðið og 365 hafi verið það sem hann kallaði Baugsmiðla: „Fyrir um það bil ári hitti ég háttsettan Baugsmann sem gumaði af því að hann gæti notað sína miðla eins og hann vildi. Það var sorgleg uppgötvun og ég hugsaði með mér: Fjandinn hafi það, Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér. Þetta voru og eru Baugsmiðlar.“ Auðvitað er það gífurlegt vald sem fjölmiðlar hafa að geta talað við og túlkað veruleikann fyrir meginþorra al- mennings – hvar í landi sem það er. Og mikið ríður á að það vald sé ekki misnotað. Upplýst og gagnsæ umræða er hornsteinn lýðræðisins. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Mikilvægasta uppfinningin FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is A lþingi, 137. löggjafar- þingið, var sett föstu- daginn 15. maí s.l. og hefur því staðið í rúma þrjá mánuði. Mörg brýn mál hafa þar verið til umfjöllunar vegna bankahrunsins síðastliðið haust og ber hæst umfjöllunin um Icesave-samninginn. 31. löggjafar- þingið var sett 1. júlí 1919 og því var slitið 27. september um haustið. Alþingi, þjóðþing Íslendinga, hefur algera sérstöðu í heiminum eins og allir vita. Þingið var háð á Þingvöllum við Öxará frá stofnun, um 930, til árs- ins 1798. Þingið var haldið í Reykja- vík 1799-1800, er það var lagt niður. Það var svo endurreist í Reykjavík 1845 og þá sem ráðgjafarþing. Með stjórnarskrá 5. janúar 1874 fékk Al- þingi löggjafarvald í íslenskum sér- málum. Árin 930-1271 var Alþingi allsherj- arþing, sem hafði óskorað löggjafar- og dómsvald um allt Ísland til ársins 1262. Í bók Einars Laxness, Íslands- saga A-Ö, segir að Alþingi á Þingvöll- um hafi staðið í tvær vikur en sam- komutími hafi verið óviss fyrstu áratugina. Að sögn Ara fróða hófst þinghaldið fimmtudag í tíundu viku sumars til ársins 999. Eftir það hófst þinghaldið á fimmtudegi þegar tíu vikur voru liðnar af sumri (18. til 24. júní) og hélst sú tímasetning til árins 1271. Alþingi var á þjóðveldisöld (930- 1262) helsti samkomustaður þjóðar- innar og þangað kom oft fjölmenni. Goðum og lögsögumanni var skylt að sækja Alþingi. Goðar söfnuðu stund- um saman miklu liði, ef til átaka dró, eins og fram kemur í fornsögum. Alþingi var lögþing 1271-1662. Löggjafavald var í höndum Nor- egskonungs (síðar Danakonungs) og Alþingis sameiginlega. Það hófst á Pétursmessu og Páls (29. júní) og stóð í þrjá til fjóra daga en stundum lengur. Árin 1662-1800 var Alþingi dómstóll og fór þinghaldið fram í júlí. Stóð þingið gjarna í hálfan mánuð. Þegar Alþingi var endurreist kom þingið saman í Reykjavík 1. júlí 1845. Það var skipað 26 þingmönnum, 20 þjóðkjörnum en Danakonungur skip- aði 6 þingmenn. Alþingi skyldi koma saman í byrjun júlí, annað hvert ár, og sitja í fjórar vikur Endurreisn Alþingis 1845 var merkur áfangi á braut Íslendinga til aukins frelsis, segir Einar Laxness. Þingið var mikilvægur vettvangur umræðna um þjóðmál, aðhald fyrir stjórnvöld og gat komið fram ýmsum umbótum á löggæslu á landsstjórn. Jón Sigurðsson, frelsishetja Íslend- inga, varð þegar í stað forystumaður í stjórnskipunarmálinu og öðrum framfaramálum. Sama skipan hélst þegar Alþingi varð löggjafarþing 1875. Þing skyldi haldið annað hvert ár. Það var sett í júlíbyrjun og stóð venjulega í tvo mánuði. Árin 1909 og 1911 var þing sett um miðjan febrúar og sami háttur var hafður á frá 1921 fram yfir seinni heimsstyrjöld. Síðan þá hefur þingið jafnan verið sett í októberbyrjun og það staðið fram á vor með löngu hléi yfir jól og áramót. Þetta er það fyrir- komulag sem við nútímamenn þekkj- um en eins og sagan sýnir, hefur þingið lengst af sinnar sögu starfað að sumri til. Senn lýkur lengsta sumarþingi í 90 ár Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Störfin á sumarþinginu hafa einkennst af endurreisn þjóðfélagsins eftir bankahrunið. Umræður um Icesave-samninginn hefur borið þar hæst. Þingið, sem senn lýkur störfum, hefur algjöra sérstöðu á seinni tímum. Leita þarf aftur til ársins 1919 til að finna sumarþing, sem hefur staðið álíka lengi. Hið langa sumarþing hefur sett margt úr skorðum hjá þing- mönnum og starfsfólki Alþing- is, sem ekki hefur komist í sumarleyfi eins og það hafði áformað. Ekki hefur tíðkast að ráða sumarafleysingafólk á Alþingi. Vegna aðhaldsaðgerða var það ekki heldur gert í sumar þrátt fyrir mikið álag, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofu- stjóra. „Fólk gengur hér hvert í annars störf,“ segir Helgi. Nefnir hann sem dæmi að forstöðumaður fasteigna hafi unnið á þingsviði og launa- fulltrúinn hafi unnið í mötu- neytinu. Helgi segir að þeir sem starfi við sjálft þinghaldið, t.d. ritarar þingnefnda, hafi ekkert frí tekið. „Hér hefur verið unnið allar helga og suma daga langt fram á nótt,“ segir Helgi. Þegar þingið fer loks í frí get- ur starfsfólkið tekið langþráð sumarfrí. En hjá sumum verður það ekki lengi því þing kemur saman á nýjan leik 1. október. Nýtt þing þarf að undirbúa vel og ærinn starfi bíður því starfsfólks Alþingis. Ganga í öll störf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.