Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.2009, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 4. Á G Ú S T 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 228. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Við höldum með stelpunum okkar Ítarleg umfjöllun um EM 2009 í Morgublaðinu www.tskoli.is Innritun í kvöld- og fjarnám stendur til 26. ágúst Lækkað verð «KATÝ HÖNNUÐUR BRÓDERAR MÁLS- HÆTTI OG VÉLPRJÓNAR «MENNINGARNÓTT Rimmugýgur og annað skemmtilegt Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is EIGENDUR Haga stefna að því að gera Haga að skuldlausu félagi innan tveggja ára og endurfjármagna það síðan að nýju með þátttöku erlendra fjárfesta. Um er að ræða breska fag- fjárfesta á sviði smásöluverslunar. Jón Ásgeir Jóhannesson staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Þau félög sem mynda rekstur Haga eru m.a. Bónus, Hagkaup, 10- 11, Útilíf og tískuverslanir eins og Zara, Debenhams, Topshop, Coast og Oasis, en um tvö þúsund manns vinna hjá samstæðunni. Eins og Morgunblaðið greindi frá síðastliðinn laugardag mun Nýja Kaupþing hugsanlega taka yfir 95,7% eignarhlut í Högum, en Kaup- þing fjármagnaði kaup 1998 ehf., sem er í eigu Jóns Ásgeirs og fjöl- skyldu, á Högum í júlí á síðasta ári fyrir þrjátíu milljarða króna gegn veði í 95,7% hlut og er lánið staðsett hjá Nýja Kaupþingi í dag. Jón Ásgeir segir enga hættu á því að bankinn taki yfir rekstur Haga. Fjármögnunin tvískipt Fram hefur komið að lánið sé á einum gjalddaga á árinu 2010, en Jón Ásgeir segir það ekki rétt. Hann seg- ir að fjármögnunin sé tvískipt til sex ára. Fyrri hlutinn sé á gjalddaga árið 2011 og sá síðari árið 2014. „Félagið mun standa við sínar skuldbinding- ar,“ segir hann. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins mun Nýja Kaupþing samt sem áður fylgjast áfram gaumgæfilega með rekstri Haga til að vernda hagsmuni sína. Rekstur Haga gengur vel Jón Ásgeir segir rekstur Haga ganga vel þrátt fyrir þrengingar í ís- lensku efnahagslífi. Það sé ekki að- eins matvöruhlutinn sem gangi vel heldur einnig sérvöruverslanir fé- lagsins. „Fyrirtækið er á áætlun og gott betur. Sérvaran hefur gengið mjög vel, ekki síst vegna þess að verslunin hefur færst heim frá út- löndum,“ segir hann. Fá breska fjárfesta inn í rekstur Haga Jón Ásgeir segir enga hættu á að Kaupþing taki félagið yfir  Jón ekki á útleið | 4 HÚN Kristín Helga Ómarsdóttir þáði hjálp hjá Dóru Jónsdóttur á Árbæjar- safni í gær við að klæða sig í fallegan þjóðbúning til að láta taka af sér mynd. Búningadagur barna var á safninu og hafði íslenskum þjóðbúning- um á börn verið safnað saman og bauðst gestum að koma með börn sín til að láta taka myndir af þeim í þessum fallegu klæðum. Sérfræðingar í þjóð- búningum spjölluðu við gesti og var þó nokkur handagangur í öskjunni. BÖRNIN FÓRU Í KLÆÐIN FÍN OG ÞJÓÐLEG Morgunblaðið/Kristinn  HÓTEL mun rísa við hlið tónlist- ar- og ráðstefnuhússins við Reykja- víkurhöfn og hyggst Situs, systur- félag Portusar, leita að áhuga- sömum erlendum fjárfestum, með reynslu af hótelrekstri, til að bera kostnaðinn vegna byggingar og reksturs slíks mannvirkis. Situs áætlar að selja lóðina við hlið tónlistarhússins undir hótelið og vonast eftir að fá 1,5 til 3,5 millj- arða króna fyrir lóðina. Hvorki Sit- us né Portus munu bera fjárhags- legan kostnað vegna byggingar eða reksturs hótelsins. Á teikniborðinu eru hugmyndir um að reisa 250-450 herbergja hótel. Áætlaður kostn- aður vegna byggingar hótelsins er 12-14 milljarðar króna. | 4 Hyggjast reisa hótel fyrir 12-14 milljarða við höfnina ÞRÓTTUR tapaði gegn ÍBV í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fót- bolta. Staða liðsins á botninum er dökk. Meistaralið FH tapaði gegn Grindavík. Norðmaðurinn Andre Hansen varði tvær vítaspyrnur fyr- ir KR gegn Keflavík. ÍÞRÓTTIR Þróttur er í miklu basli á botninum ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfu- knattleik lagði Hollendinga í B- deild Evrópukeppninnar. Jón Arn- ór Stefánsson gefur ítalska liðið Be- netton á Ítalíu upp á bátinn. Glæsilegur sigur gegn Hollandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.