Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 2

Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞÆR undu sér vel innan um litfögur blóm þessar tvær sem spjölluðu saman í gær á Austurvelli. Ekki er seinna vænna að njóta sumarsins þar sem haustið er handan við hornið með kólnandi vindum og vaxandi myrkri. Margir fagna þessari árstíð því myrkrið getur verið mjúkt og notalegt og það kallar á að tendruð séu kertaljós og þá er stutt í að rómantíkin láti á sér kræla. Kannski hafa skáldleg orð flogið á milli vinkvennanna. SPJALLAÐ Á BEKKNUM Í BLÍÐUNNI Morgunblaðið/Heiddi SAMNÝTTUM bílum, þ.e. bílum með tveimur eða fleiri farþegum, verður snemma á næsta ári veittur forgangur í nýrri tilraun á vegum samgöngustjóra. Tilraunin felst í að stýra umferð sem liggja mun á morgnana á virkum dögum í átt að nýju húsnæði Háskólans í Reykjavík í Öskjuhlíð en markmiðið er að stuðla að vistvænni ferðamáta til og frá skóla og vinnu en tíðkast hefur. Að sögn Þorbjargar Helgu Vigfús- dóttur, formanns umhverfis- og sam- gönguráðs, á enn eftir að útfæra framkvæmd tilraunarinnar í samráði við lögreglu. Hugsanlega verði not- ast við myndavélar og sektir rétt eins og þegar fylgst er með hrað- akstri. Farþegar sem ferðast einir í bíl munu eins og áður geta ekið um Flugvallarveg. jmv@mbl.is Samnýttir bílar njóti forgangs Morgunblaðið/Kristinn Á ferð Margir ferðast einir í bílum sínum til og frá vinnu og skóla. Stuðlað að vist- vænni ferðamáta ÓLAFUR Magn- ússon, aðaleig- andi Mjólku og framkvæmda- stjóri fyrirtæk- isins, segir við- ræður um aðkomu nýrra hluthafa að fyrir- tækinu vera á lokastigi. Ólafur staðfestir að Kaupfélag Skagfirðinga sé meðal þeirra sem hafa sýnt því áhuga að eignast hlut í fyrirtækinu. „Viðræður við ýmsa að- ila hafa staðið í nokkurn tíma og við erum að vinna að því að taka skyn- samlega ákvörðun um framtíð fyr- irtækisins, þ.e. hvernig eignarhaldi verður háttað. Kaupfélag Skagfirð- inga hefur sýnt fyrirtækinu mikinn áhuga og reyndar fleiri aðilar.“ Ekki liggur ljóst fyrir hversu mikið nýir eigendur munu eiga í félaginu, að sögn Ólafs. Rekstur Mjólku hefur verið þung- ur að sögn Ólafs, þótt sala á vörum sé góð. Áætlanir hafi þó staðist og vöruþróun sé framar vonum. „Þetta er ungt fyrirtæki sem var fyrstu tvö árin að finna sér tilverugrundvöll. Frá stofnun, í febrúar 2005, höfum við verið að þróa vörurnar og gengið afar vel að selja þær. Háir vextir og almenn, erfið, ytri skilyrði eru hjá okkar fyrirtæki alveg eins og öllum öðrum fyrirtækjum á Íslandi. Við höfum verið að berjast við það.“ magnush@mbl.is Mjólka að fá nýja hluthafa Ólafur Magnússon Kaupfélag Skagfirð- inga sýnt áhuga LÍTIL merki um efnahagshrunið sem reið yfir Ísland eru sjáanleg þegar gengið er um götur Reykja- víkur, skrifar Robert Wade, prófess- or við London School of Economics, í aðsendri grein sem birtist á vef Fin- ancial Times í gærkvöldi. Það geti hins vegar breyst á næst- unni þegar ferðamennirnir halda heim, lánafrystingu lýkur og at- vinnuleysi eykst á ný. Wade segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa farið hægt af stað eftir kosningarnar en nú hafi ræst þar úr, m.a. með Icesave-samkomulaginu og fjármögnun bankanna. Lítil merki um hrunið FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „MÉR finnst Alþingi hafa sýnt styrk sinn í þessu máli. Nefndar- vinnan í fjárlaganefnd hefur gjör- breytt málinu og skapað betri sátt um það, svo ekki sé talað um mik- ilvægi fyrirvaranna sem settir eru við ríkisábyrgðina,“ segir Ragnar H. Hall hrl. um breytingartillögurnar sem fjárlaganefnd hefur samþykkt vegna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð Tryggingarsjóðs innstæðueigenda vegna Icesave- skulda Landsbankans. Ragnar segir samstöðuna meðal allra flokka, nema Framsóknar- flokks, hafa skipt miklu máli. „Mér finnst hún [samstaðan, innsk. blm.] vera mesti sigurinn.“ Grundvallarbreyting á málinu Frá því að samningurinn um ríkis- ábyrgð tryggingarsjóðsins var und- irritaður, í júní á þessu ári, er mikið vatn runnið til sjávar. Breytingartil- lögur fjárlaganefndar hafa sett skýr skilyrði um með hvaða hætti ís- lenska ríkið getur tekið á sig rík- isábyrgðina. Óljóst er enn hversu mikið mun falla á Ísland, þar sem óvissa um virði eigna Landsbank- ans, sem ganga upp í þá skuld sem ríkið tekur á sig, er enn mikil. Í versta falli geta hundruð milljarða fallið á íslenska ríkið vegna ríkis- ábyrgðarinnar. Helstu fyrirvararnir sem sátt náð- ist um meðal fulltrúa fjögurra flokka í fjárlaganefnd eru þeir að hagvöxt- ur stýri því hversu mikið er greitt af lánunum frá Hollendingum og Bret- um. Þá var því bætt við, á milli 2. og 3. umræðu í nefndinni, að ríkis- ábyrgðin nái aðeins til ársins 2024. Samkvæmt samningnum byrja end- urgreiðslur á lánum eftir sjö ár, eða árið 2016, og því mun endurgreiðslu- tímabilið standa í átta ár. Sam- kvæmt breytingartillögunum er einnig gert ráð fyrir að ef enginn hagvöxtur verður á tilteknu tímabili verði ekki greitt af lánunum á þeim tíma. Þá er einnig tryggt að ríkis- ábyrgðin getur ekki tekið gildi nema Bretar og Hollendingar samþykki þá fyrirvara sem meirihluti fjárlaga- nefndar hefur samþykkt. Með því er tryggt að ríkisábyrgðin verði ekki of íþyngjandi fyrir íslenskan efnahag. Samstaða mesti sigurinn  Líklegt er að ríkisábyrgð vegna Icesave-skulda Landsbankans verði samþykkt á Alþingi í dag  Alþingi sýndi styrk og gjörbreytti málinu segir Ragnar H. Hall » Ríkisábyrgð tryggingarsjóðsins gildir til 2024 » Fyrirvarar gjörbreyta stöðu fyrir Ísland » Staða efnahagsmála stýrir endurgreiðslum » Algjör óvissa um eignasafn Landsbankans Í NEFNDARÁLITI fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í fjárlaganefnd, Kristjáns Þórs Júlíussonar, Ein- ars K. Guðfinnssonar, í fjarveru Ólafar Nordal, og Ásbjörns Ótt- arssonar, kemur fram að frum- varpinu hafi í raun verið koll- varpað og það bætt, vegna þess að meirihluti hafi ekki verið fyr- ir því. „Þær breytingar á frum- varpinu sem unnar hafa verið í fjárlaganefnd varpa ljósi á hversu forkastanleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið í þessu máli,“ segir m.a. í áliti fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þá er gagnrýnt að ríkis- stjórnin hafi ætlað að keyra málið í gegnum þingið án þess að sýna öll gögn. Fyrirvararnir við ríkisábyrgð- ina, sem sjálfstæðismenn styðja, hafi gjörbreytt eðli máls- ins og gert það þess vert að styðja það. Mikil breyting

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.