Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 9

Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 9
FRÁBÆR BUXNASNIÐ FALLEGAR SVARTAR OG DÖKKBLÁAR GALLABUXUR EINNIG KLASSÍSKAR SVARTAR OG BRÚNAR, SPARI- OG VINNUBUXUR MÖRG SNIÐ – 2 SÍDDIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 EINS og venjulega gerist á haustin hefur umferð um helstu götur höfuðborgarinnar þyngst á álagstímum. Á þetta sérstaklega við á morgnana þegar fólk er að halda til vinnu og í skóla. Ástæðan er fyrst og fremst sú að háskólar- framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu eru teknir til starfa eftir sumarleyfi. Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ökumenn eru beðnir að hafa þetta í huga og gera ráð fyrir að ferðatími, sérstaklega á morgnana milli klukk- an átta og níu, kunni að lengjast frá því sem verið hef- ur. Gott ráð til að komast hjá mestu umferðarösinni sé að leggja fyrr af stað en ella væri eða síðar eftir atvik- um. „Til mikils er því að vinna fyrir vegfarendur að aka varlega og þá sérstaklega næstu vikur þegar umferðin kemur til með að aukast mikið og nýir vegfarendur bætast í hópinn,“ segir í tilkynningunni frá lögreglunni. Morgunblaðið leitaði eftir upplýsingum hjá umhverf- is- og samgöngusviði borgarinnar, um fjölda bíla í um- ferðinni. Borin var saman umferð á tveimur stöðum, Ártúnsbrekku í vestur og Kringlumýrarbraut í norður, þriðjudagana 18. og 25. ágúst. Þá kom í ljós sú óvenju- lega niðurstaða að sólarhringsumferðin í Ártúnsbrekk- unni var umtalsvert minni seinni þriðjudaginn, eða 86.493 bílar samanborið við 92.301 bíla þriðjudaginn á undan. Sólarhringsumferðin um Kringlumýrarbraut var svipuð, eða rúmlega 68 þúsund bílar. 10 mínútna topp- urinn sl. þriðjudag í Ártúnsbrekku var frá klukkan 7.40, eða 992 bílar en toppurinn á Kringlumýrarbraut var klukkan 8.00, eða 885 bílar . sisi@mbl.is Umferð hefur aukist á álagstímum í borginni Sólarhringsumferð í Ártúnsbrekkunni dróst saman Morgunblaðið/Sverrir Bíll við bíl Þannig er umhorfs á helstu stofnbrautum borgarinnar á morgnana, þegar umferðin er þyngst. EKKI er enn búið að finna fram- tíðarlausn í skólastjóramálum á Hvolsvelli. Stöður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra grunnskólans eru báðar ómannaðar. Búið var að ráða Friðþjóf Helga Karlsson, að- stoðarskólastjóra Hjallaskóla í Kópavogi, í stöðu skólastjóra, en hann hefur nú hætt við að taka starfið að sér. Friðþjófur sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir þessari ákvörðun væri fyrst og fremst fjölskylduaðstæður sínar. Málið hefði komið upp með stutt- um fyrirvara og þegar á reyndi hefði þetta ekki gengið upp. Málið hefði ekki verið endanlega frá- gengið og hann hefði ekki verið búinn að segja upp stöðu sinni við Hjallaskóla. Fráfarandi skólastjóri fer á eft- irlaun um næstu mánaðamót og aðstoðarskólastjóri er í leyfi. Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofu- stjóri sveitarstjórnarskrifstofunn- ar, segir að til standi að tveir deildarstjórar fari með stjórn skól- ans á meðan unnið sé að lausn málsins. Vonast er eftir að lausn finnist á málinu á næstu dögum. Áður en ákveðið var að ráða Friðþjóf í stöðuna höfðu viðræður farið fram við Hall- dóru K. Magnús- dóttur aðstoðar- skólastjóra, sem metin hafði verið hæfust umsækjenda. Hún setti það upphaflega sem skilyrði fyrir því að taka að sér stöðuna að eig- inmaður hennar, sem er fráfarandi skólastjóri skólans, yrði ráðinn í hálfa stjórnunarstöðu við skólann. Viðræðum við hana var slitið form- lega áður en Friðþjófi var boðin staðan. Hætti við að taka við stöðunni Friðþjófur Helgi Karlsson www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 38-56 Nýjar vörur frá Enn hægt að gera góð kaup á útsöluvörum Engjateigi 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Full búð af glæsilegum haustfatnaði Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is LAGERSALA 50-70% AFSL. Max Mara, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 SVEITARSTJÓRN Langanes- byggðar lýsir yfir miklum vonbrigð- um með að nýr akvegur um Hólaheiði og Hófaskarð, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, verði ekki tekinn í notkun í haust eins og ráðgert var. Sveitarstjórnin hvetur til að fundin verði lausn svo klára megi veginn á til- settum tíma. „Vegasamgöngur til og frá Þórs- höfn og nágrenni hafa sjaldan verið jafn slæmar og nú sem helgast af lág- marks viðhaldi á vegi um Melrakka- sléttu og Öxarfjarðarheiði undanfarin misseri því taka átti nýja veginn í notkun í haust.“ Sveitarstjórnin gerir þá kröfu til Alþingis og ráðamanna þjóðarinnar að umhverfisráðherra ásamt Vega- gerðinni beiti sér fyrir því að vegur- inn yfir Hólaheiði verði kláraður í haust. Vilja fá að keyra nýja veginn Melrakkaslétta Við- hald vega er lítið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.