Morgunblaðið - 27.08.2009, Qupperneq 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
MYNDIN kann að minna suma á Erró eða á miðaldamálverk af pínslunum í
því neðra en því fer þó fjarri. Hér eru allir glaðir og reifir enda er tómata-
kastið mikla í Bunol í Valensía á Spáni hafið. Þá gildir að mæta til leiks
hálfnakinn og taka þátt í því að grýta tómötum í mann og annan. Talið er,
að siðurinn sé frá því um 1940 og kannski má rekja hann til offramleiðslu á
tómötum. svs@mbl.is
Reuters
TÓMATASVALLIÐ MIKLA ER HAFIÐ
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
NOKKUÐ er tekið að skýrast hvernig
svínaflensufaraldurinn gengur fyrir sig. Kemur
það fram í einni af fyrstu úttektunum á sóttinni
og 574 dauðsföllum af hennar völdum í 28 lönd-
um.
Dauðsföllin eru langflest hjá ungu fólki og
fólki á miðjum aldri en börnum og öldruðu fólki
virðist minni hætta búin en í fyrstu var talið.
Það sýnir sig hins vegar, að fólk, sem er syk-
ursjúkt eða allt of feitt, er í meiri hættu en aðrir.
Ólík venjulegri árstíðabundinni flensu
„Flest dauðsföllin (51%) hafa orðið í aldurs-
hópnum 20 til 49 ára en það er þó breytilegt frá
einu landi til annars,“ segir í skýrslunni, sem
Evrópska sóttvarnastofnunin tók saman. Aðeins
12% þeirra, sem hafa látist, eru 60 ára eða eldri
og að því leyti er svínaflensufaraldurinn mjög
ólíkur venjulegu, árstíðabundnu flensunni. Hún
verður 250.000 til 500.000 að bana árlega en
rúmlega 90% þeirra eru fólk, sem er 65 ára eða
eldra.
Í skýrslunni segir, að aldrað fólk sé að ein-
hverju leyti ónæmt fyrir svínaflensunni, líklega
vegna þess, að það hafi áður komist í tæri við
líka veiru. Hins vegar virðist það vera svo, að
veikist aldraðir á annað borð, sé dánartíðnin
hærri en hjá öðrum hópum. Þá er á það minnt,
að svínaflensan og venjulega flensan leggist
gjarna á ófrískar konur og því ættu þær að til-
heyra forgangshópum þegar kemur að bólusetn-
ingu.
Rannsóknin bendir til, að af hverjum 1.000,
sem smitast, muni sex deyja, en það er þreföld
dánartíðnin í venjulegri flensu.
Fólki á besta aldri hættast
Ný úttekt á gangi svínaflensunnar í 28 löndum sýnir, að meira en helmingur
dauðsfalla af hennar völdum er hjá fólki í aldurshópnum 20 til 49 ára
Viðbúnaður vegna svínaflensunnar.
Í HNOTSKURN
» Svínaflensan eða H1N1 var fyrst greindí Mexíkó í mars og apríl og olli þá mikl-
um ótta. Síðan hefur hún dreifst um lönd og
álfur og er orðin að heimsfaraldri.
» Ekki er samt talið, að flensan eigi upp-tök sín í Mexíkó, heldur í svínum í Suð-
austur-Asíu og hafi síðan borist þaðan með
fólki til Ameríku. Líklegt þykir, að veiran
hafi verið í svínum í mörg ár.
Vilja ekki
tjaldbúann
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
eru í nokkrum vanda stödd vegna
væntanlegrar komu Muammars
Gaddafis, leið-
toga Líbýu, til
New York vegna
setningar alls-
herjarþings Sam-
einuðu þjóðanna.
Viðbúið er, að
hann vilji slá þar
upp tjaldi en til
þess mega marg-
ir Bandaríkja-
menn ekki hugsa.
Þótt sambúð Líbýu og vestrænna
ríkja hafi batnað mjög þá er Gadd-
afi ekki í miklum metum eftir að
hann fagnaði hryðjuverkamann-
inum Abdelbaset al-Megrahi eins og
hetju við komuna til Trípólí. Hann
hafði áður verið dæmdur fyrir að
myrða 270 manns í Lockerbie-
ódæðinu.
Þingmenn og aðrir frammámenn
í Bandaríkjunum hafa hvatt utan-
ríkisráðuneytið til að takmarka
New York-veru Gaddafis við SÞ-
lóðina eina, en Líbýuleiðtoginn, sem
segist vilja vera trúr sínum hirð-
ingjarótum, er vanur að tjalda þeg-
ar hann sækir heim erlenda leið-
toga. svs@mbl.is
Tjaldbúinn
í Brussel.
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra Ísraels, sagði í gær, að
skammt væri í að Ísraelar og Banda-
ríkjamenn leystu ágreining sinn um
gyðingabyggðirnar á Vesturbakk-
anum. Sagði hann, að vegna þess
gætu friðarviðræður Ísraela og Pal-
estínumanna hafist fljótlega.
Netanyahu sagði þetta fyrir fund
með George Mitchell, sendimanni
Bandaríkjastjórnar í Mið-Aust-
urlöndum, í London en það er mikið
metnaðarmál hjá Barack Obama
Bandaríkjaforseta að leysa deiluna á
milli Ísraela og Palestínumanna.
Sagt er, að Bandaríkjamenn, Bretar
og Frakkar hafi heitið Ísraelum
harðari stefnu gagnvart Íran, meðal
annars með því að fá öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna til að herða á
refsiaðgerðum og láta þær ná til ír-
anska olíu- og gasiðnaðarins. Gæti
það haft alvarlegar afleiðingar fyrir
efnahagslífið í landinu.
Um 300.000 Ísraelar búa nú á
Vesturbakkanum, á landi, sem þeir
hafa tekið af Palestínumönnum.
Skoðanakönnun, sem birt var í Ísr-
ael í gær, sýndi, að 60% aðspurðra
voru andvíg því að hætta landtök-
unni á Vesturbakkanum, jafnvel þótt
það gæti greitt fyrir betri sambúð
við nágrannaríkin. svs@mbl.is
Friðarviðræður á næsta leiti?
Netanyahu segir lausn vegna gyðingabyggða skammt undan
ÖLL hreyfing, jafnvel þótt lítil sé,
gerir ellina bærilegri og lengir líf-
ið. Er það niðurstaða mjög um-
fangsmikillar
rannsóknar í
Bandaríkjunum.
Hún sýndi líka,
að menn eiga
ekkert inni í
þessum efnum.
Dálítið skokk,
rösk ganga í
smástund og
nokkrar léttar
líkamsæfingar.
Allt er betra en ekkert þegar fólk
er komið á efri ár. Í rannsókninni
var fylgst með 4.400 miðaldra
Bandaríkjamönnum, körlum og
konum, í níu ár og áttu þeir það
sameiginlegt að hreyfa sig lítið.
Helmingurinn hreyfði sig ekki
meira en hann nauðsynlega þurfti
en hinn helmingurinn hreyfði sig
reglulega í smástund í viku hverri.
Að níu árunum liðnum var
fjórðungur þeirra, sem ekkert
hreyfðu sig, látinn en aðeins 13%
hinna.
Rannsóknin sýndi líka, að fólk á
ekkert inni að þessu leyti. Mikil
hreyfing fyrr á ævinni breytti
engu. Það er kyrrsetan, sem er
svo skaðleg. svs@mbl.is
Göngutúrinn
lengir lífið.
Allt er betra
en ekkert
NOKKRAR
líkur eru á, að
gátan um bý-
flugnahvarfið
vestan hafs
og austan sé
að leysast.
Ný rannsókn
bendir til, að
RNA-kjarnasýran í flugunum hafi
orðið fyrir skemmdum en hún fram-
leiðir ýmis lífsnauðsynleg prótein.
Bandarískir vísindamenn segja,
að smámaur, svokallaður Varroa-
maur, sem barst til Bandaríkjanna
fyrir slysni 1986, beri með sér
veirur, sem valdi skemmdum á
RNA-kjarnasýrunni. Telja þeir lík-
legt, að maurinn eða veirurnar séu
upphafið að ógæfunni. Laskað RNA
geri síðan flugurnar berskjaldaðar
fyrir alls kyns sýkingu. svs@mbl.is
Ný skýring
á hvarfi
býflugnanna
Er gátan leyst?
ALEXANDER Bastrykín, einn
kunnasti saksóknari í Rússlandi,
segir, að hugsanlega hafi flutn-
ingaskipið Arctic Sea, sem rænt var
í Eystrasalti, verið með eitthvað
grunsamlegt innanborðs.
Bastrykín sagði þetta í viðtali við
dagblaðið Rossískaja Gazeta og
bætti við, að þetta yrði kannað ofan
í kjölinn. Sagði hann, að enn væri
ekki ljóst hvers vegna skipinu hefði
verið rænt. svs@mbl.is
Hvað var í
Arctic Sea?