Morgunblaðið - 27.08.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.08.2009, Qupperneq 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is B ókin er bæði ætluð kvíðnum börn- um og áhyggjufullum. Hún lýsir því hvað einkennir hugsanir barna með kvíða og bendir á lausnir,“ segir Árný. Byggt sé á hugrænni atferlismeðferð en hún er einna mest notuð hér á landi vegna kvíða og þung- lyndis. Lesist ekki í einum rykk „Við mælumst til þess að foreldrar lesi bók- ina með börnunum, og bara hluta í einu. Síðan er hún hvíld í nokkra daga svo barnið geti með- tekið efnið. Hún á ekki að lesast í einum rykk því kvíði er ekki vandamál sem er leyst á einum degi, bókin er hluti af meðferð,“ segir Árný. Bókin er gagnvirk því í henni eru ýmis verkefni og börnin eiga til dæmis að teikna í hana myndir. Árný segir bókina vera skemmtilega mynd- skreytta og efnið sé sett fram á auð- skiljanlegan hátt. „Hún er upphaflega ætluð 6-12 ára börnum en hún nýtist ekki síður eldri og yngri börnum, jafnvel fullorðnu fólki líka, því boð- skapurinn er sá sami, hérna er hann bara sett- ur fram á léttan og skemmtilegan hátt.“ Börn sem halda sig til hlés En eru mörg börn kvíðin? „Það hafa alltaf verið til kvíðin börn, ætli hlutfallið sé ekki í kringum 10%. Þar fyrir utan eru mörg börn áhyggjufull þótt þau séu kannski ekki kvíðin, ekki síst í þessu ástandi. Þau skilja ekki hvað er í gangi en skynja streituna sem er alls stað- ar í kringum þau,“ segir Árný. Hún segir að lít- ið hafi verið talað um kvíðin börn í gegnum tíð- ina. Þetta séu börnin sem halda sig gjarnan til hlés og eru ekki eins áberandi og börn sem eru til dæmis með athyglisbrest. Þau fái því ekki þá athygli sem þau þurfi. Kvíðin börn hafi áhyggjur þótt engin raunveruleg ógn sé í gangi og ýki ástandið. Þau hafi þrálátar hugsanir, séu hrædd um að þeim mistakist og fólk hlæi að þeim eða mamma eða pabbi deyi. Þetta geti birst í breyttri hegðun; þau hafi minni áhuga á að taka þátt í hlutum sem þau hafa haft áhuga á, fari auðveldlega úr jafnvægi, forðist að gista hjá vinum eða fara eitthvað án foreldranna þar sem þau hafi ekki stjórn á að- stæðum. Langvarandi kvíði geti svo haft lík- amleg einkenni, börnin hafi höfuð- eða maga- verk, fái hjartslátt og jafnvel útbrot eða svima. Önnur bók í farvatninu Árný segir þýðingarvinnuna hafa gengið vel og verið mjög skemmtilega. Vel hafi gengið að fá þýðingarleyfi frá Samtökum bandarískra sálfræðinga sem gáfu bókina út í Bandaríkj- unum en stöllurnar ákváðu strax í upphafi að gefa bókina út sjálfar og fylgja henni eftir með fyrirlestrum. „Hún er svo flott bókin, það er svo mikil þörf á henni og lítið til af svona efni. Okkur langaði því ekki til þess að hún hyrfi bara inn í bókabúð og týndist.“ Þær sóttu því um styrki og fengust tveir; frá Velferðarsjóði barna og fræðsluráði Vestmannaeyjabæjar, en Thelma vinnur meðal annars hjá fjölskyldu- og fræðslusviði bæjarins. Það hafi verið mikill léttir. Þá voru þær sömuleiðis styrktar af fjöl- skyldunni. „Á köflum hugsaði maður: Hvað er- um við að spá! en núna sjáum við ekkert eftir þessu því bókin fer mjög vel af stað,“ segir Árný. Hún kom út á fimmtudaginn var og hafa þær þegar selt um hundrað eintök í gegnum heimasíðu sína. Einnig sé búið að biðja þær að halda nokkra fyrirlestra. Áhuginn sé greini- lega mikill og hefur bókin til dæmis verið seld til nokkurra skóla og leikskóla. Bókin er einnig til sölu hjá bókabúðum Eymundsson og Penn- ans. Árný og Thelma hafa ekki hugsað sér að láta eina bók nægja heldur er stefnan að þýða næstu bók í bókaröðinni sem heitir Hvað get ég gert? og verður hún um reiðiköst og reiði- stjórnun. Ætla þær að hefja vinnuna næsta haust. „Þótt þetta hafi gengið ljómandi vel núna gengur það örugglega enn betur næst, núna þegar við erum orðnar reynslunni ríkari af bókaútgáfu og öllu því sem henni fylgir,“ segir Árný. Barnabók sem tekur á kvíða Morgunblaðið/Heiddi Þörf Árnýju Ingvarsdóttur og samstarfskonu fannst vera mikil þörf á bók fyrir börn um kvíða. Börn Kvíðin börn eru gjarnan hlédræg og fá því ekki þá athygli sem þau þurfa á að halda. Sjálfshjálparbókin Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? er nýkomin út en hún er ætluð börnum sem þjást af kvíða. Bók- ina þýddu tveir sálfræðingar, þær Árný Ingvarsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir. Bókina gáfu þær út sjálfar.  Bókin er seld á vefsíðunni www.hvadgeteggert.is en hún er einn- ig til sölu hjá Pennanum og Eymunds- son.  Þýðendurnir halda fyrirlestra um efni bókarinnar og er áhugasömum bent á að hafa samband gegnum síðuna.  Í hugrænni atferlismeðferð er unnið með hugsanir og hegðun fólks. Hugs- anamynstur er leiðrétt og rang- hugmyndir og ýkjur skoðaðar ofan í kjölinn. Ef hugsað er: Það eru allir á móti mér, þá á að hugsa á móti: Nei, ekki þessi. Hugsanirnar eru teknar föstum tökum og fólki kennt að sjá þær á rökréttan hátt. Fólk er látið æfa sig úti í daglega lífinu og félagsfælnum ein- staklingi er kannski uppálagt að hringja í eina manneskju þennan dag- inn og spjalla aðeins. Þannig tekst smám saman að yfirvinna kvíðann og vanlíðunina. Seld á vef og í búðum Bónus Gildir 27.-30. ágúst verð nú áður mælie. verð Frosnir blandaðir kjúklingabitar ... 359 479 359 kr. kg Ali ferskur grísabógur ................. 398 498 398 kr. kg Bónus ferskur heill kjúklingur ...... 489 629 489 kr. kg Bónus ferskt kjúklingafillet .......... 1.498 1.798 1.498 kr. kg Gv ferskar grísakótilettur ............. 798 998 798 kr. kg Gv fersk grísarifjasteik ................ 498 598 498 kr. kg Gv bajonskinka .......................... 898 998 898 kr. kg Toppur sítrónu, 2 l...................... 125 179 62 kr. ltr Svali, 3x250 ml ......................... 98 109 130 kr. ltr Ks frosin lambasvið .................... 269 298 269 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 27.-29. ágúst verð nú áður mælie. verð Lúxus svínakótilettur, beinlausar . 1.298 1.998 1.298 kr. kg Lambafille m/fitu....................... 2.998 3.498 2.998 kr. kg Hamborgarar, 2x115 g ............... 298 398 298 kr. pk. Grillaður kjúklingur..................... 748 890 748 kr. stk. SS bláberjalæri ......................... 1.798 2.248 1.798 kr. kg Fk kjúklingabringur .................... 1.665 2.220 1.665 kr. kg Fk vínarpylsur ............................ 558 698 558 kr. kg Ali reykt medisterpylsa ............... 570 814 570 kr. kg Ali svínakótilettur léttreyktar........ 1.924 2.565 1.924 kr. kg Krónan Gildir 27.-30. ágúst verð nú áður mælie. verð Grísaskankar............................. 238 298 238 kr. kg Grísabógsneiðar ........................ 399 799 399 kr. kg Grísahakk ................................. 399 798 399 kr. kg Grísarifjur.................................. 449 898 449 kr. kg Grísasíður, pörusteik .................. 479 798 479 kr. kg Grísakótilettur, kryddaðar ........... 749 1.598 749 kr. kg Grísasnitsel ............................... 799 1.698 799 kr. kg Grísagúllas................................ 799 1.598 799 kr. kg Grísakótilettur............................ 749 1.498 749 kr. kg Grísahnakki, úrb. sneiðar............ 849 1.698 849 kr. kg Nóatún Gildir 27.-30. ágúst verð nú áður mælie. verð Lambaskrokkur, 1/1 .................. 898 898 kr. kg Ísl.m kjúklingur, heill .................. 499 989 499 kr. kg Ýsa Thai karrí............................. 1.299 1.498 1.299 kr. kg Saltfiskur að hætti Börsunga....... 1.299 1.498 1.299 kr. kg Saltfiskréttur að hætti Grikkja...... 1.299 1.498 1.299 kr. kg Fiskbollur.................................. 698 1.098 698 kr. kg Ýsa, indversk karrí & kóriander .... 1.299 1.498 1.299 kr. kg Ýsa, koníaks í humarsósu ........... 1.299 1.498 1.299 kr. kg Sportbrauð Nóatúns .................. 249 425 249 kr. stk. Brazzi safi, 1 l............................ 119 124 119 kr. ltr Þín Verslun Gildir 27. ágúst-2.sept. verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingur, heill ................ 620 886 620 kr. kg Myllu fjölkornabrauð .................. 299 377 299 kr. pk. Myllu beyglur, 6 stk.................... 298 498 298 kr. pk. Casa Fiesta hveitikökur, 245 g .... 318 425 1.298 kr. kg Casa Fiesta st. Taco sósa, 225 g . 254 339 1.129 kr. kg Champion sveskjur steinl., 340 g 415 475 1.221 kr. kg Pataks korma sósa, 540 g.......... 429 569 795 kr. kg Pataks pappadums, 100 g ......... 275 369 2.750 kr. kg Almondy súkkulaðiterta, 350 g ... 1.149 1.398 3.283 kr. kg helgartilboð Svínakjöt og hamborgarar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tilboð Eins og stundum áður bjóða stórmarkaðir upp á tilboð á kjúklingum um helgina. „Mörg börn eru áhyggjufull núna þótt þau séu kannski ekki kvíð- in. Þau skilja ekki hvað er í gangi en skynja streituna.“ KL20 -ARVEHENRIKSEN,JANBANG OGANNAMARIAFRIMAN KL22 - JÓELPÁLSSON-VARP NARODNAMUZIKA- BALKAN PARTY, JAGÚAR- TAUMLAUSTSTUÐ NASA Laugardag29.agúst /Húsið opnar kl 19.30 Forsala hafin á midi.is 2500 kr fyrir allan pakkann - 1500 kr frá kl. 22 reykjavikjazz.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.