Morgunblaðið - 27.08.2009, Síða 23
lenskt vísindasamfélag að um-
ræðan hér sé orðin svo afvega-
leidd að hópur fólks, sem neitar
að taka vísindaleg rök gild, skuli
vera tilbúinn að styðja aðgerðir
að fyrirmynd erlendra öfgahópa.
Lífrænt er ekki
sjálfkrafa betra
Þetta tengist því hversu við-
urkennt það er orðið í almennri
umræðu að allt sem sé „lífrænt“
eða „náttúrulegt“ sé á einhvern
óskilgreindan hátt betra, hollara,
umhverfisvænna og öruggara en
það sem er „tilbúið“ eða „unnið“.
Rannsóknir benda þó til að holl-
usta lífrænt ræktaðra matvara sé
síst meiri en annarra matvæla, þó
verðið sé auðvitað frábrugðið. Í
rannsóknum hafa jafnvel komið
fram vísbendingar um að lífrænt
ræktaðar matjurtir geti innihald-
ið meira magn þungmálma og
annarra eiturefna en aðrar mat-
vörur. Því er samt sem áður
endalaust haldið að almenningi
að svokallaður lífrænn matur sé
hollari og betri öðrum mat og að
eftirsóknarvert sé að hverfa aftur
til fortíðar með svokölluðum líf-
rænum búskaparháttum, meðal
annars með því að hætta notkun
tilbúins áburðar og lyfja.
Svelti og
stólpípa ekki holl
Það er auðvelt að tína til fleiri
dæmi um sérstaka umræðu þar
sem óvísindaleg umfjöllun við-
gengst og lítið er gert úr vís-
indalegri byltingu undanfarinna
alda. Má til dæmis nefna svokall-
aða ristilskolun eða „detox“ sem
látið er að liggja að byggist á
raunverulegri læknisfræðilegri
þekkingu. Engin rök hníga hins
vegar að því að svelti og stólpípa
séu holl heilsu manna.
Vísindamenn þurfa að
taka þátt í umræðunni
Á þessu vandamáli er engin
einföld lausn. Fjölmiðlar þurfa
auðvitað að taka sig á í því að
auka umfjöllun um vísindaleg
málefni og leggja þar ekki öll
sjónarmið að jöfnu. Einstaklingar
án sérþekkingar á tilteknu fræða-
sviði eiga ekki gagnrýnislaust að
geta kallað sig sérfræðinga og
haldið fram rökum sem ganga
þvert gegn vísindalegri þekkingu.
Það er hins vegar enn mikilvæg-
ara að vísindamenn taki meiri
þátt í almennri umræðu í sam-
félaginu. Það er ekki lengur nóg
að bera staðreyndir á borð á
hlutlausan hátt þegar eftir því er
kallað. Vísindamenn verða að
leyfa sér að hafa skoðun og hafa
frumkvæði að beinskeyttri gagn-
rýni á rökleysu, kukl, hjátrú, hjá-
vísindi, sögusagnir og fortíð-
ardýrkun.
Höfundur er líffræðingur og starfar
hjá KOM almannatengslum.
ekki um nöfn þessara fyrirtækja
því það er sennilega bankaleynd.
Hvaða aðila skipa bankarnir í
stjórnir þeirra fyrirtækja sem þeir
hafa leyst til sín og þeirra sem
þeir eru að aðstoða? Ef starfs-
menn bankanna og skilanefndanna
eru skipaðir í stjórnir, fá þeir þá
sérstaklega greitt fyrir stjórn-
arsetu í fyrirtækjum? Ef svo er,
hversu mikið fær hver stjórn-
armaður greitt ca.? Eru fordæmi
fyrir því að einn og sami banka-
starfsmaður eða skilanefnd-
armaður sitji í fleiri stjórnum en
hjá einu fyrirtæki, jafnvel ein-
hverjum tugum? Sitja einhverjir
bankastarfsmenn í stjórnum fyr-
irtækja þar sem þannig háttar til
að þeir hafi verið annaðhvort við-
skiptastjórar eða lykilstarfsmenn í
viðskiptum fyrirtækjanna og
gömlu bankanna fyrir hrun?
Ég vona svo sannarlega að þú
getir veitt mér og þjóðinni svör við
þessum spurningum fljótt og vel.
Einnig áskil ég mér rétt til að
gagnspyrja ef svo ber undir.
Með vinsemd og virðingu.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Umræðan 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
ÞEGAR hrunið var
fyrirséð sendu banka-
stjórarnir og vild-
arklíka þeirra hundr-
uð milljarða úr landi
til skattaskjóla og víð-
ar. Þeir felldu niður
ábyrgðir vegna
„sjálftökulána“ sinna
og klíkuvina sinna.
Hvers vegna var þeim
ekki strax vikið frá?
Það hefðu öll ríki gert.
Nýfrjálshyggja fór fyrir mestu
spillingu Íslandssögunnar
Davíð og Halldór komast á spjöld
sögunnar sem ódæðismenn; öfugt
við eigið álit. „Söluferli“ ríkisbank-
anna var spilaborg og blekking.
Fyrrverandi venjulegir starfsmenn
voru ráðnir einkabankastjórar og
laun þeirra urðu allt í einu hærri en
eftirsóttustu starfskrafta á heims-
vísu. Stökkbreyttust þeir á einni
nóttu í fjármálasnillinga? Þeir
fengu ríkisbankana til að leika sér
með. Hvernig stóð á því að ekkert
eftirlit var haft með að greitt hefði
verið fyrir þá með erlendu fé? Hvað
var að bankaráðunum? Logið var að
þjóðinni í bak og fyrir. Af hverju
eru þeir aðilar sem stóðu fyrir
„einkavæðingu“ banka og ríkisfyr-
irtækja ekki látnir sæta ábyrgð?
Stórforstjórarnir sem fengu rík-
isfyrirtækin gefin gáfu bankaklík-
unni ekkert eftir í spillingunni –
seldu og keyptu „nýju fötin keis-
arans“ – stungu ótæpilega í eigin
vasa – sýndu enga ábyrgð.
Glæpsamleg framkoma
einkabankastjóranna
Frá fyrsta degi var stjórn bank-
anna með slíkum en-
demum að hrun þeirra
var tímaspursmál.
Landsbankafeðgar
hugsuðu ekki um hag
þjóðarinnar. Sukk
þeirra og svindl er
ótrúlegt. Þeir eru kok-
hraustir þótt gjaldþrot
þess eldri kosti hverja
fjölskyldu 700 þús. kr.
Icesave ævintýri þeirra
feðga þýðir þjóð-
argjaldþrot. Þjóðin
hefur gífurlega skömm
á Landsbanka-Kaupþings-og Glitn-
is“genginu“ sem hinn mesti maf-
íuforingi bliknar í samanburði við.
Bankastjórarnir „bjuggu til“ fyr-
irtæki uppá hundruð milljarða til að
komast yfir gjaldeyri og andvirði
Icesave var notað í gróðabrask eig-
enda þeirra. Er nema von að þjóðin
fyrirlíti þessa aðila?
Enginn Íslendingur telur banka-
stjórana með ofurlaunin og brjál-
æðislega kaupréttarsamninga hafa
unnið af heilindum. Þeir voru meist-
arar í svikalöggerningum. Lánuðu
fyrir fasteignakaupum án veða fyrir
kaupfénu, fluttu innistæðulaust fé
til skattaskjóla og samþykktu veð-
laus einkalán í milljarðavís.
Hver gætti bankanna og fyr-
irtækjanna? Ekki hálaunamenn
Fjármálaeftirlitsins. Hver gætti
þess?
Seðlabankinn brást hlutverki
sínu á allan hátt og nýtti sér ekki
hækkun bindiskyldu.
ICESAVE má ekki
greiða óbreytt
Af hverju þumbast forsætisráð-
herra áfram og reynir ekki að
semja af hörku um Icesave? Því
miður létu stjórnvöld undan „fjár-
kúgun“ og reyna að slá ryki í augu
okkar. Það tekst ekki. Við erum yfir
okkur þreytt á tuggunni: „Nú er
ekki tími til að leita sökudólga held-
ur standa saman“. Myndu glæpa-
gengin greiða krónu fyrir aðra?
Svona þvæla vekur gremju því að
þjóðin skuldar ekki icesave.
Við höfum ómælda skömm á
einkabankastjórunum, hort-
ugheitum og líferni þeirra. Þeir
eiga að endurgreiða ofurlaunin og
kaupréttarsamningana. Láta þá
hvergi vera óhulta. Skv. fornum
lögum væru þeir „sekir skóg-
armenn“. Það snertir þá ekki að
hafa valdið gjaldþroti Íslands og
eyðilagt traust þess meðal þjóð-
anna. Enginn tæki þá í vinnu nú –
þessa fyrrverandi óborganlegu
snillinga.
Forsætisráðherra þylur: „Við
getum greitt“ – það er ekki rétt.
Geti venjulegt fólk ekki greitt
skuldir sínar tapar það öllu. Slétt-
greiddi fv. Glitnisbankastjórinn lét
nýverið „mölva upp að stórum hluta
og endurnýja“ nýtt lúxushús sitt á
Nesinu. Almenningur borgaði.
Ríkisstjórnin fann
sökudólgana í eldri
borgurum og öryrkjum
Stjórnin hlaut mikið fylgi í kosn-
ingunum. Það er horfið nú. Eldra
fólk lifir við smánarlífeyri og hinn
1.7. 2009 var ákveðið að það skyldi
sæta mestu skerðingum á lífs-
kjörum sínum í sögu lýðveldisins.
Hér mun brátt ríkja mikil fátækt
hjá lífeyris-og bótaþegum – og það
mun gerast í ríkisstjórn þess for-
sætisráðherra sem manna mest
hefur lofað að stjórbæta þau kjör
sem eldri borgurum og öryrkjum er
ætlað að lifa af. Ekki vantaði loforð
hennar um betri tíð. Hún er sjálf
með rúml. 1.100 þús. á mán. og fær
80% eftirlaun af þeirri fjárhæð auk
hlutfallslegs lífeyris sem fv. flug-
freyja og etv. víðar. Hún er óravegu
frá uppruna sínum.
Það er ótrúlegt hvað hún er for-
hert við kjósendur sína. Það eru
landráð. Hún skipaði nefnd 2007
undir forystu Stefáns Ólafssonar til
að endurmeta og hækka kjör líf-
eyris- og bótaþega. Nefndin lauk
störfum án áætlaðra fullra bóta
vegna kreppunnar. Fokdýrri nefnd-
arvinnu var stungið undir stól. At-
kvæðalítill félagsmálaráðherra seg-
ir: „Svona eru lögin.“
Heillum horfinn forsætisráð-
herra sést sjaldan og talar hægt og
óskýrt.
Við viljum nýjar kosningar og
leyfa þjóðinni að fella sinn dóm yfir
„félagshyggjustjórn“ sem leyfir sér
að svíkja þá mest sem minnst hafa.
Erfitt er að eldast, missa heilsuna
og þurfa dýr lyf. Skelfilegt er að lifa
þá við sultarkjör. Þessi svikastjórn
mun lifa í minningunni sem stjórn
þeirra sem fundu „sökudólga“
mesta hruns Íslandssögunnar í
eldri borgurum og öryrkjum. Við
þurfum að hrinda þessari stjórn frá
og sýna velferð í verki.
Eftir Arndísi Her-
borgu Björnsdóttur
Arndís Herborg
Björnsdóttir
» Lausn „velferð-
arstjórnarinnar“ er
að kýla eldri borgara og
öryrkja í fátæktar-
svaðið. Stjórnin ákvað
að best færi á að gera
þessa hópa að sökudólg-
unum.
Höfundur er fv. formaður Baráttu-
samtaka eldri borgara og öryrkja.
Sökudólgarnir fundnir
FREGNIR berast
okkur frá frétta-
veitum heimsins um
að efnahagsbati
heimshagkerfisins sé
í farvatninu, og
sjáum við hagvöxt
víða, og flestir mark-
aðir hafa hækkað
umtalsvert frá því að
þeir náðu botni
snemma á þessu ári.
Það gerist um leið og atvinnu-
leysi eykst, húsnæðisverð og
lánstraust lækkar, og almenn
neysla minnkar. Þessir þættir eru
taldir geta ógnað efnahagsbat-
anum því hegðun neytandans er
það sem á endanum stjórnar hag-
vexti. Yfirveðsetning og skulda-
staða almennings á Vesturlöndum
er því talin geta framkallað bak-
slag í efnahagsbatanum.
Þennan vanda eigum við Ís-
lendingar sameiginlegan með öðr-
um Vesturlöndum, en hjá okkur
bætist við gjaldeyriskreppa, óða-
verðbólga og verðtrygging, sem
hefur komið þriðja hverju heimili
í neikvæða eiginfjárstöðu. Við bú-
um við mikið atvinnuleysi sem
mun aukast enn frekar, ef fram
heldur sem horfir, og er von á
sögulegum niðurskurði í ríkisút-
gjöldum sem nemur um 30%
næstu tvö árin. Stór hluti Íslend-
inga býr við ónýtt lánstraust og
er vandséð, hvernig stjórnvöld
ætla að skapa nægilega innlenda
eftirspurn, til að halda atvinnulíf-
inu gangandi.
Vandi íslenskra heimila er ekki
aðeins efnahagslegur heldur einn-
ig siðferðislegur, og lýtur að
grunngildum og við-
horfum okkar til rétt-
lætis. Íslensk heimili
hafa verið rangindum
beitt af íslenskum yf-
irvöldum og fjár-
málastofnunum, þar
sem hvatt var til
gengistryggðra neyt-
endalána sem við í
Hagsmunasamtökum
heimilanna teljum
ólögmæt. Íslensku
bankarnir tóku sér
stöðu gegn krónunni,
og áttu ríkan þátt í
því að skapa hér óðaverðbólgu og
eignaupptöku á heimilum lands-
manna fyrir tilstilli verðtrygging-
arinnar. Fjármagnseigendur,
óháð eignum þeim sem við eigum
í lífeyrissjóðum, búa hér við
sögulega vexti, og hafa banka-
innlán margfaldast eftir hrunið,
sem meðal annars má rekja til
þeirrar höfðinglegu gjafar ís-
lenskra skattgreiðenda til fjár-
magnseigenda sem fjárfestu með
áhættusækni í peningamarkaðs-
sjóðum bankanna. Íslensk yf-
irvöld borguðu 200 milljarða
króna inn í peningamarkaðssjóð-
ina eftir hrun, og 600 milljarða í
tryggingar á innistæðum umfram
lögboðna skyldu, og það þurfum
við að borga; ég og þú! Til sam-
anburðar má nefna að Hags-
munasamtök heimilanna áætla að
sú leiðrétting höfuðstóls lána,
sem samtökin berjast fyrir, nemi
um 206 milljörðum króna. Því má
ætla að þegar vöxtur byrjar aftur
í íslenskum efnahag muni fjár-
magnseigendur nota gjöf skatt-
greiðenda til að sölsa undir sig
atvinnulífið á nýjan leik. Eftir
standa hinir almennu skattgreið-
endur og heimili með tómt veski
og ónýtan efnahagsreikning.
Við í Hagsmunasamtökum
heimilanna spyrnum við fæti og
neitum því að þessi leið sé réttlát
eða efnahagslega skynsöm.
Ómaklega hefur verið veist að
heimilunum í landinu, og hljótum
við því að gera þá kröfu að skuld-
ir okkar verði leiðréttar. Fyrir
því eru siðferðileg rök sem og
efnahagsleg. Til að skapa hér
eðlilega innlenda eftirspurn og
halda uppi góðu atvinnustigi
þurfa Íslendingar að búa við eðli-
legt lánstraust og veðrými. Án
lánstrausts verður fasteigna-
markaðurinn botnfrosinn og neyt-
endur bundnir við algerar nauð-
synjar.
Hagsmunasamtök heimilanna
hafa stofnað greiðsluverkfalls-
nefnd til að hrinda í framkvæmd
greiðsluverkfalli heimilanna í
landinu. Dagsetning verkfallsins
hefur enn ekki verið ákveðin, en
samtökin munu bráðlega gera
grein fyrir henni. Við byggjum
greiðsluverkfall skuldara á verk-
fallsrétti stéttarfélaga, og lítum
við á ríkisstjórninna, Lands-
samband lífeyrissjóða og Samtök
fjármálafyrirtækja sem viðsemj-
endur okkar. Með verkfallinu
köllum við á réttlæti og skynsemi
í aðgerðum stjórnvalda fyrir
heimilin í landinu, og krefjumst
leiðréttingar á skuldastöðu
heimilanna, en ekki skuldanið-
urfellingar. Í því felst að um rétt-
lætismál sé að ræða en ekki ölm-
usu, styrk eða gjöf. Við höfnum
sértækum úrræðum yfirvalda þar
sem þær munu reynast kostn-
aðarsamar og sársaukafullar fyrir
skuldara. Besta leiðin til að halda
upp greiðsluvilja er að yfirvöld
sýni réttlæti í verki með leiðrétt-
ingu skulda heimilanna í landinu,
og viðurkenni ábyrgð sína gagn-
vart þeirri stöðu sem heimilin eru
í. Ríkisvaldið sinnti ekki skyldu
sinni um að stöðva gengistryggð
neytendalán, sem við teljum ólög-
mæt samkvæmt lögum 38/2001.
Bankarnir voru einkavæddir með
ólýðræðislegum og óskyn-
samlegum hætti, þvert á yfirlýsta
stefnu. Ríkisvaldið og stofnanir
þess veittu ekki það aðhald sem
bankarnir þurftu, heldur hvöttu
þá til áhættusamrar lánastefnu,
sem við sjáum m.a. í afnámi
bindiskyldu og hunsun á ótak-
mörkuðu innflæði erlends láns-
fjármagns inn á markaði, sem
gróf undan tilraunum bankans til
að draga úr þenslu með stýrivöxt-
um.
Til að afstýra þjóðflutningum
frá Íslandi og sögulegu atvinnu-
leysi hljótum við að sjá nauðsyn-
lega og skynsamlega ástæðu til
að leiðrétta skuldir heimilanna.
Hagsmunasamtök heimilanna
hvetja Íslendinga til að ganga í
sínar raðir og taka þátt í þeim
aðgerðum sem óumflýjanlegar
eru.
Eftir Gunnar
Kristin
Þórðarson
» Vandi íslenskra
heimila er ekki að-
eins efnahagslegur
heldur einnig siðferð-
islegur, og lýtur að
grunngildum og við-
horfum okkar til rétt-
lætis.
Gunnar Kristinn
Þórðarson
Höfundur er guðfræðingur og situr í
stjórn greiðsluverkfallsnefnd Hags-
munasamtaka heimilanna.
Hagsmunasamtök heimilanna
undirbúa greiðsluverkfall