Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 27

Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 Ég naut nafnsins á jólunum, því þá fékk ég alltaf sendan pakka frá Dóru. Það var alltaf mjög spennandi að fá sendan pakka sunnan með sjó. Móðir mín hefur sagt mér margt frá uppvaxtarárunum í Vörum. Það færist alltaf ljómi yfir andlitið á henni þegar hún minnist á æsku- heimilið. Til dæmis finnst henni engin jól hafa verið jafn hátíðleg og er hún bjó í foreldrahúsum. Þá röð- uðu börnin sér í kringum orgelið og sungu. Dóra hafði fallega söngrödd, hún söng lengi í kirkjukór Útskála- kirkju. Hún átti alltaf fallegt heimili og var gott að sækja hana heim. Hún var mjög myndarleg í hönd- unum og stórar útsaumaðar myndir prýddu veggina. Varasystkinin voru 13, en 12 þeirra komust til manns. Þetta var allt myndar- og dugnaðarfólk. Af þessum hópi eru aðeins eftirlifandi systurnar þrjár, sem stóðu fyrir 59 árum í stofunni í Vörum og voru að láta skíra börnin sín. Þær syrgja ástkæra systur. Elsku nafna mín, hafðu þökk fyrir að hafa annast afa og ömmu þegar kraftar þeirra fóru þverrandi. Það var óeigingjarnt starf sem seint verður fullþakkað. Elsku Dúddi, Ásta, börn og barna- börn. Missir ykkar er mikill en að lifa er að elska og sá sem einhver elskar getur aldrei dáið. Dóra mín, þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér og minni fjölskyldu. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín nafna Halldóra. Margar eru minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég minn- ist hennar Dóru í Vörum. Fyrsta minningin er þegar ég var að koma til Halla sem þá bjó á loftinu hjá henni og ætlaði að bíða eftir að hann kæmi heim af sjónum. Þá kom hún upp og sótti mig. „Það er ómögulegt að þú hangir þarna ein uppi, komdu heldur niður og horfðu með mér á Dallas.“ Svoleiðis byrjuðu kynni okkar Dóru og mörg kvöldin áttum við eftir að sitja saman í stofunni hennar við sjónvarpsgláp og spjall. Við Halli byrjuðum svo okkar bú- skap á loftinu og reyndist hún okk- ur afar vel á meðan við vorum þar og eftir að Valdi okkar fæddist þá tók hann líka miklu ástfóstri við hana. Var varla farinn að ganga þegar hann staulaðist að hurðinni sem lá niður stigann og galaði „Dóa … Dóa mín“ sem þýddi að hann vildi koma niður til hennar og aldrei brást það að hún kæmi upp að sækja hann og tæki hann með sér niður. Í mörg ár kallaði hann hana alltaf Dóru ömmu og henni líkaði það bara vel. Hún spurði alltaf um hann og fylgdist vel með því sem hann var að gera, sérstaklega í tón- listarnáminu. Sýndi því mikinn áhuga og kom með okkur nokkrum sinnum að horfa á hann spila á tón- leikum og hafði gaman af. Þóra Lind hélt líka mikið upp á Dóru og eftir að hún fluttist á Garðvang átti Þóra Lind það til að labba til hennar í stuttar heimsóknir bara ein eða með hundana okkar og fannst það ægilegt sport. Hugur minn er nú hjá kæru vin- konu minni, henni Dóru, nöfnu ömmu sinnar sem býr í Bandaríkj- unum og hefur ekki tök á að koma og fylgja henni en ég veit að þær Anna Rós munu kveðja hana á sinn hátt þarna úti og vera með okkur í huganum í dag. Ég sendi Dúdda, Ástu, Gumma, Dóru, Petru og fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðjur og Dóru þakka ég alla hennar tryggð og vináttu sem hún ætíð sýndi mér og fjölskyldu minni. Guð blessi minningu Dóru í Vörum. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Kolbrún og fjölskylda. Yndislega amma mín. Ég heim- sótti þig daginn fyrir dánardag þinn á Garðvang, það var mér mjög erfið stund því innst inni vissi ég þetta væri í síðasta sinn sem þú myndir halda í hönd mína og brosa til mín. Þú varst svo góð amma, svo hlý og alltaf með opinn faðminn. Mér þykir svo vænt um þá minningu sem ég á með þér þegar þú bjóst í Vörum, en eftir að hafa leikið mér allan daginn með þér baðaðir þú mig alltaf fyrir svefninn, eftir bað signdir þú mig áður en þú klæddir mig í nátttreyj- una, síðan lá ég í fanginu á þér á meðan við fórum saman með bæn- irnar. Það var alltaf best að kúra hjá þér, elsku amma, en ömmur eru alltaf svo mjúkar eins og þú sagðir. Minningarnar með þér eru svo margar og góðar, þeim verð ég að eilífu þakklát, eins fyrir öll skemmtilegu ævintýri okkar sam- an. Við vorum góðar vinkonur, það var svo gott að tala við þig. Þú varst svo fyndin og skemmtileg. Eitt er mér svo minnisstætt en það var þegar ég var nýkomin að ut- an úr förðunarnámi, þú skríktir al- veg þegar þú sást mig, varst eitt stórt bros. En svo sagðir þú jáhá, Petra, nú getur þú málað mig og lát- ið allar hrukkurnar hverfa. Þú hugsaðir svo vel um húðina á þér enda sást það á lokadögum þínum, svo falleg og slétt. Þú varst falleg- asta konan í Garðinum. Jólin í ár verða skrýtin en ég hef aldrei haldið jólin án þín en ég veit þú verður í góðum höndum, með systkinum þínum syngjandi sálma saman. Ég mun sakna þín svo, elsku amma, ég vil að þú vitir hve þakklát og stolt ég er að þú hafir verið amma mín. Ég mun sakna húmors þíns en síðast en ekki síst hlýju þinnar. Blessunin, engillinn minn og lilla mín eru orð sem ég mun sakna að heyra. Takk enn og aftur fyrir allt amma mín, loks ertu komin til hinna englanna. Ég læt fylgja með uppáhaldsbæn okkar saman. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Petra Þórðardóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Amma mín. Nú ert þú búin að kveðja þennan heim. Ég veit að þú hefur fengið gott faðmlag frá foreldrum þínum, systkinum og vinum, þegar þú komst á leiðarenda. Þegar ég vaknaði við símann á fimmtudagsmorguninn vissi ég að þú værir fallin frá. Pabbi sagði mér fréttirnar og minningarnar streymdu um huga minn. Um okkar góðu tíma saman. Það var alltaf mjög gott samband okkar á milli, elsku amma mín. Við vorum alltaf mjög nánar. Oftar en einu sinni sagði ég við hana hvað ég væri heppin að eiga hana fyrir ömmu. Svarið var alltaf, já en þú átt bara eina ömmu. En ég var heppin því þú varst yndisleg amma. Það voru margar helgar og sumardagar sem við Gummi bróðir fórum út í Garð til ömmu, langömmu og langafa í Vörum. Þér þótti gaman að ferðast og naut ég góðs af. Margar ferðir voru farnar í bústaði upp í Húsafell, þar sem við áttum góðan tíma sam- an með pabba, mömmu, Köllu frænku, Betu eða Mörtu og Kjart- ani. Nokkrar ferðir fórum við saman til Vestmannaeyja, að heimsækja ættingja og vini. Ógleymanlegar bú- staðaferðir í Hreiðrið til mömmu og pabba. Það var aldrei dauður tími hjá okkur, amma mín. Við fórum í berjamó og verslunarferðir og fleira gerðum við saman. Marga góða fallega hluti hefur þú gefið mér og stelpunum mínum gegnum árin. Þeir verða vel varð- veittir hjá okkur. Það var yndislegt að fá þig á Smáratúnið til okkar Guðna og stelpnanna, eða í bakhús- ið eins og þú kallaðir það. Fyrir Önnu Rós og Ástu að hafa þig og fá að kynnast eins vel og þær gerðu. Fyrir mig að hafa þig svona nálægt, geta spjallað, spilað á spil og átt góðar stundir með þér. Þegar ég Tommy og Lillian þurft- um að flytja til Ameríku, spurðir þú mig hvort þú mættir ekki bara koma með. Þú ætlaðir að vera í einu herberginu hjá okkur og passa Lilli- an. Oft hefur mér orðið hugsað til þessara orða. Sérstaklega núna þar sem ég er svona langt í burtu og gat ekki verið með þér síðustu dagana þína. Um jólin 2007 áttum við góðan tíma saman. Mikið var spjallað og hlegið. Ég var ekki tilbúin að kveðja þig, þegar ég þurfti að snúa aftur heim í útlöndin. Ég held að við höf- um þá vitað að þetta yrði okkar síð- asta samvera. Báðar með tárin í augunum og hlýleg orð kvöddumst í janúar 2008. En við vorum nú dug- legar að hringja hvor í aðra. Elsku amma mín, nú er komið að minni hinstu kveðju. Guð og englarnir verði með þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þín, Dóra Þórðadóttir Ramsay. Elskuleg frænka og vinkona, Dóra í Vörum, hefur kvatt þetta líf eftir langa og farsæla ævi. Um- gengni við Dóru var hluti af lífi mínu. Eg heimsótti hana reglulega, naut þess að skoða handavinnu sem hún gerði, það var eitt af hennar áhugamálum, hún var sérlega vand- virk við hana eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var góð- um gáfum gædd, las mikið og einnig hlustaði hún mikið á tónlist, spilaði á orgel og hafði góða söngrödd. Þess fengum við að njóta, sérstak- lega á jólunum í Vörum þegar hún spilaði og allir sungu saman jólalög- in. Þá var gjarnan skírður nýjasti meðlimurinn í stórfjölskyldunni. Þannig var það einmitt þegar sonur minn var skírður á jólunum 1964. Það var skemmtiferð fyrir okkur krakkana að fara með Dóru í berja- mó, með nesti og áðum við þá í Árnarétt, þá kenndi hún okkur kennileiti í heiðinni. Í haustsöltun á Gaukstöðum, þeg- ar Dóra hafði lagt í hálfa tunnu, þá kenndi hún mér að leggja síld til að ljúka við tunnuna. Þótti mér mjög skemmtilegt að fá að taka þátt í síldarfjörinu. Dóra var trú og trygg, hún kom aftur heim að Vörum til þess að hugsa um ömmu og afa, svo þau gætu eytt ævidögunum á heimili sínu. Naut stórfjölskyldan þess einnig að geta komið í heimsókn til þeirra að Vörum. Dóra var mjög barngóð og þegar börnin í fjölskyldunni voru að renna sér á sleðum í snjónum niður brekk- una í Vörum þá kom hún út og gætti að þeim hvort allt væri í lagi og bauð þeim gjarnan inn til að hlýja sér. Þegar Dóra flutti til Keflavíkur aftur, bjó hún við hliðina á nöfnu sinni og barnabarni. Þá var það hennar gleði að fá langömmubörnin til sín og geta hlúð að þeim. Síðustu árin þegar heilsan var farin, dvald- ist hún á Garðvangi. Það var ekki létt fyrir hana að geta ekki séð um sig sjálfa, því hún var stolt og sjálfstæð kona og vildi ekki vera upp á aðra komin, en hún var ánægð með að sjá niður á síkið og sjóinn, og fylgjast með fuglunum og sátt við að vera komin aftur í Garðinn. Síðasta heimsókn mín til Dóru var 18. ágúst sl., hún brosti þegar ég kvaddi og lofaði að koma til hennar þegar ég kæmi heim frá Danmörku og segja henni ferðasög- una. Innilegustu samúðarkveðjur til ástvina hennar. Minningin lifir um góða konu. Kristjana Vilhjálmsdóttir og fjölskylda. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI BENTSSON fyrrv. yfirverkstjóri hjá Flugmálastjórn, Digranesvegi 80, Kópavogi, lést sunnudaginn 16. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 28. ágúst kl. 13.00. Unnur Jakobsdóttir, Bent Bjarnason, Helga Helgadóttir, Anna Þórdís Bjarnadóttir, Stefán R. Jónsson, Jakob Bjarnason, Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN ÓLASON, Grums, Svíþjóð, lést á sjúkrahúsinu í Karlstad miðvikudaginn 29. júlí. Bálför hefur farið fram í Svíþjóð. Kveðjuathöfn verður haldin í Seljakirkju föstu- daginn 28. ágúst kl. 11.00. Pétur Óli Þorsteinsson, Ásdís Rós Jóhannesdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Íris Gunnarsdóttir, Davíð Guðjón Pétursson, Dagný Ósk Pétursdóttir, Hulda Rannveig Pétursdóttir, Hilmar Már Pétursson, Sara Lillý Þorsteinsdóttir, Aron Ellert Þorsteinsson, Daníel Máni Þorsteinsson, Lena Sól Sörensen. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ÞORBJÖRG LILJA JÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 40, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi þriðjudaginn 18. ágúst, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í Reykjavík föstudaginn 28. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.00. Jón Hólm Stefánsson, Rósa Finnsdóttir, Nína Áslaug Stefánsdóttir, Daníel Daníelsson, Rannveig Margrét Stefánsdóttir, Bergur Viðar Stefánsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT SNORRI SÍMONSEN, Jónsgeisla 43, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 24. ágúst. Brynja Símonsen, Ottó W. Eggertsson, Rut Guðmundsdóttir, Sigrún B. Eggertsdóttir, Hafdís L. Eggertsdóttir, Magnús G. Gunnarsson, Þórunn M. Eggertdóttir, Böðvar B. Þorvaldsson, afabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, KÁRI ÍSLEIFUR INGVARSSON trésmíðameistari, Hrafnistu, Reykjavík, lést þriðjudaginn 25. ágúst. Katrín Sigríður Káradóttir, Ölver Skúlason, Stefán Arnar Kárason, Stefanía Björk Karlsdóttir, Anna Káradóttir, Karsten Iversen og aðrir afkomendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.