Morgunblaðið - 27.08.2009, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Heilsa
REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI
STREITU- OG KVÍÐALOSUN
Notuð er m.a. dáleiðsla og
EFT (Emotional Freedom
Techniques).
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694-5494,
www.EFTiceland.com.
Húsnæði óskast
Atvinnuhúsnæði
Fellihýsi - Hjólhýsi -
Tjaldvagnar. Tökum til geymslu
fellihýsi, hjólhýsi,tjaldvagna og
húsbíla. Engin stærðartakmörk.
Leigutími september til 15. maí.
Upphitað fyrsta flokks húsnæði í
hjarta Reykjavíkur. Uppl. í
símum: 544-5466 og 893-1162.
Námskeið
Microsoft kerfisstjóranám
Windows Server 2008 Administrator
nám hefst 14.9. Verð kr. 229.000 fyrir
341 st. nám. Upplýs. og skráning á
www.raf.is og í síma 863 2186.
Rafiðnaðarskólinn.
Til sölu
Úrval af vönduðum handskornum
trémunum frá Slóvakíu á góðu verði.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Óska eftir
Óska eftir eftir að kaupa
færanlegan söluvagn, og einnig tvö
stykki candy flos vélar.
Uppl. gefur: jón s. 661 3700.
KAUPUM GULL
Kaupum gull til að smíða úr. Spörum
gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins
í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og
Óskar - jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi af fólki
og veiti ég góð ráð. Kaupi allt
gull, nýlegt, gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns.
Upplýsingar á demantar.is, í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13. Verið velkomin.
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897-9809.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Vélar & tæki
Vélaleiga og hellulagnir
Traktorsgrafa, minigrafa og vörubíll.
Hellulagnir, drenlagnir og jarðvegs-
skipti. Margra ára reynsla og vönduð
vinnubrögð. Mr vélar, símar 698 1710
og 616 1170.
Bátar
Strandveiðimenn
Fiskiker gerðir 300, 350, 450
og 460. Línubalar 70 og 80 l.
Allt íslensk framleiðsla í hæsta
gæðaflokki.
www. borgarplast.is
Völuteig 31,
Mosfellsbæ,
s: 561 2211.
Bílar
Einn ódýr - Toyota Carina árg. ´95
2000 vél, beinsk. 5 g., ekinn 190.000
km. Fæst á 185 þ. stgr. í dag, en 250
þ. stgr. ef hann er sko. 2010.
Sími 893-5201.
Jeppar
Toyota Rav4 árg. 2001
Beinsk., 5 g., ek. 170.000 km, skoð.
2010. Góður bíll. Ásett verð 1150 þ.
Fæst á 850 þ. stgr. S. 893-5201. Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, FWD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Vélhjól
Til sölu fjórhjól 4x4 Suzuki
quad master 500 árg. 2002 á nýjum
27 tommu grófum dekkjum,
ekið aðeins 4000 km.
Uppl. í síma 892-9545 eða 565-4947.
Húsviðhald
Tökum að okkur að leggja PVC
dúk á þök og bílskúra. Þjónum lands-
byggðinni einnig. Erum líka í
viðgerðum. Uppl. í síma 659-3598.
Smáauglýsingar augl@mbl.is
Farðu inn á mbl.is/smaaugl
Ein besta kona sem
ég hef kynnst um ævina
er látin eftir baráttu við
erfiðan sjúkdóm.
Ég var 16 ára þegar ég kynntist
Inga syni hennar og Sveinbjarnar og
fór að venja komur mínar að Ysta-
Bæli undir Eyjafjöllum.
Með okkur Eygló tókst mikill vin-
skapur og kærleikur sem hélst alla tíð
þó svo að ég og sonur hennar slitum
samvistum.
Hún var mér bæði móðir og vin-
kona og var óendanlega þolinmóð við
að kenna mér ótal hluti. Hún kenndi
mér m.a. að baka flatkökur, sauma,
búa til sósu, mjólka kýr og ýmis ráð
varðandi uppeldi barna. Þar var
brunnurinn óþrjótandi.
Hún kom t.d. strax til mín þegar
dætur mínar Hrund og Eygló fædd-
ust til að sjá svipinn á þeim, já hún
varð að sjá andlitssvipinn á barna-
börnunum sem fyrst eftir fæðingu og
skoða tærnar á þeim. Þegar hún var
búin að skoða þau vel og vandlega
sagði hún okkur hvernig skapgerð
barnsins væri. Þegar Hrund fæddist
kenndi hún mér að láta hana sofa alla
nóttina og það gekk eins og í sögu.
Þegar hún sá nöfnu sína, sem fæddist
nokkum árum seinna, sagði hún:
„Þessari stúlku kennir þú líklega
ekki að sofa alla nóttina nema hún
ætli það sjálf, það sést á svipnum.“
Enda fór það svo að við gáfumst upp
fyrir krílinu með ákveðna svipinn og
gáfum henni að drekka hvenær sem
hún kallaði. En helst af öllu kenndi
hún Eygló mér að vera ég sjálf og
standa með sjálfri mér og hvatti mig
til að gera það sem hugur minn
stefndi að. Hún var alltaf með einhver
ráð ef ég leitaði til hennar og ef hún
hafði þau ekki þá kíkti hún í bollann
minn eða lét mig skrifa eitthvað á blað
og síðan las hún úr þessu öllu og við
hlógum að þessu og höfðum gaman af.
Elsku Eygló mín, ég tel mig vera
betri manneskju af því að hafa fengið
að umgangast þig þegar ég var ung
Eygló Markúsdóttir
✝ Eygló Mark-úsdóttir fæddist á
Borgareyrum, V-
Eyjafjöllum, 10. júlí
1933. Hún andaðist á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 2.
ágúst 2009 og fór út-
för hennar fram frá
Hafnarfjarðarkirkju
18. ágúst.
kona að læra á lífið. Í
þér átti ég góða vin-
konu og dætur mínar
yndislega ömmu.
Þakka þér fyrir það.
Ég gleymi ekki síðasta
heilræðinu sem þú
gafst mér, það auð-
veldaði mér þá ákvörð-
un að flytja aftur undir
Eyjafjöll.
Minning þín lifir í
hjarta mínu og ég
hugsa til þín þegar ég
horfi til fjallanna sem
okkur þykir svo vænt
um.
Elsku Sveinbjörn, ættingjar og vin-
ir, megi Guð gefa ykkur styrk.
Heiða Björg Scheving.
Amma mín var stórkostleg kona.
Hún var engum öðrum lík og satt best
að segja þá hef ég alla mína tíð hálf-
vorkennt öðrum sem áttu ekki ömmu
eins og ömmu Eygló. Það er kannski
kjánalegt en ég hef oft staðið mig að
því að monta mig af minni ömmu.
Hversu frábær og fyndin hún væri.
Hún var engum lík og enginn getur
nokkurn tímann komið í hennar stað.
Amma hafði einstakt lag á að láta
hverju barnabarni líða eins og það
væri hennar uppáhalds þótt barna-
börnin væru á þriðja tug talsins. Svo
mikla ást og hlýju hafði hún að gefa.
Það var alltaf gott að hitta ömmu og
finna hlýtt og þétt faðmlag hennar
sem staðfesti að ég væri, án nokkurs
vafa, hennar uppáhald.
Í mínum huga fylgir ömmu sann-
kallaður ævintýraljómi. Hún var
bráðfyndin og skemmtileg, heimspek-
ingur og viskubrunnur og bjó í sveit-
inni með afa undir Eyjafjallajökli.
Amma hafði alltaf tíma til að spjalla
og gerði það af heilum hug og áhuga.
Hún var nútímakona og við gátum
talað um allt. Hún var því ekki bara
amma mín heldur einnig góð vinkona.
Mér þykir óendanlega vænt um
þann tíma sem ég hef átt með afa og
ömmu á Yzta-Bæli og líka á Álfa-
skeiðinu. Ég hef alltaf litið upp til
þeirra beggja og hef fyrir löngu
ákveðið að svona ætli ég að vera þeg-
ar ég verði stór.
Amma er sannarlega mín fyrir-
mynd og ég mun halda minningu
hennar á lofti með því að halda fast í
hennar gildi. Eins sárt og mér þykir
að þurfa að kveðja þessa yndislegu
konu er ég svo þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum saman. Ég mun
alltaf sakna þín en minning þín lifir.
Þitt gottubarn,
Hrönn.
Ég missti ömmu mína, nöfnu mína,
fyrirmynd mína og vinkonu mína. Og
jafnvel þó að ég eigi ennþá ömmu,
nöfnu, fyrirmynd og vinkonu þá á ég
ekki þig. Kæra Eygló amma, ég
sakna þín, saknaði þín og mun sakna
þín þangað til einhver saknar mín. En
það er allt í lagi því ég á ætíð minn-
inguna um þig. Ég man þegar ég
kenndi þér að blanda liti, mér fannst
það svo sjálfsagt að kunna það, en þá
gerði ég mér grein fyrir hve ólík kyn-
slóðin þín var.
Þegar ég tók viðtal við þig þá sá ég
hve mikil mannsekja þú varst og
hversu full af ást þú hefur alltaf verið,
og sá hvað við áttum mikið sameig-
inlegt. Ég lærði að þú þurftir að
þroskast ung, að þú fékkst ekki alla
þá menntun sem þú hefðir viljað og ég
lærði hve lengi og mikið þú hefur
elskað afa, þú sagðir mér að það hefði
verið af því að „hann lét mig líða
heima“.
Ég dáðist oft að því hve mikið þið
elskuðuð hvort annað afi og þú. Ég er
glöð að hafa þekkt þig, þó hefði ég
vilja þekkja þig betur, vitað hvað þér
líkaði og líkaði ekki. Mér finnst að ég
hafi ekki þekkt galla þína, bara kosti,
hugsanlega hafðir þú bara kosti.
Þú kenndir mér að teikna, semja
vísur og ljóð. Á fermingardaginn
minn gafst þú mér þessa vísu eftir
þig:
Eygló þú ert yndið mitt
auðnu það mér gefur
allt hið fagra útlit þitt
ástúð skapað hefur.
Við sendum öllum þeim sem eiga
um sárt að binda vegna fráfalls
ömmu, og þá sérstaklega afa, samúð-
arkveðjur.
Eygló Ýr Hrafnsdóttir
og fjölskylda.
Elsku amma, ég er nú sest niður til
að senda þér mitt síðasta bréf og aldr-
ei þessu vant skortir mig orð til að
lýsa því hversu stórkostleg mann-
eskja þú varst. Á hverju sumri frá því
ég var lítil og fram á unglingsár kom
ég í sveit til þín og afa á Yzta – Bæli til
að eyða sumrinu í paradís á jörðu.
Það var mikil tilhlökkun að fá að
hitta þig enda varst þú eins og góður
vinur, skemmtileg og fús til að taka
þátt í umræðum og leikjum með
óhörðnuðum barnssálum.
Minningar þér tengdar eru uppfull-
ar af uppátækjum, hlýju, speki og
visku sem þú ein kunnir lag á að veita
í ótakmörkuðu magni.
Þú varst mikil sögukona og voru
músasögurnar sem þú samdir okkur
til skemmtunar á sumarkvöldum mér
ofarlega í minni. Þú skemmtir þér líka
konunglega með okkur krökkunum,
tókst þátt í prakkarastrikum og öðr-
um uppátækjum en jafnframt hvattir
þú okkur til að vera trú okkur sjálfum
og kanna mátt okkar og megin. Þú
varst líka sannur heimspekingur og
langt á undan þinni samtíð í hugsun
og gjörðum. Þú kunnir manna best að
sjá það góða í hverjum og einum og
hafðir persónutöfra sem hrifu jafnt
unga sem aldna sem þér kynntust.
Allir áttu sér stað í hjarta þínu og
þar virtist ótakmarkað pláss fyrir alla
þá sem stóðu þér næst, og það var
ekkert smáræði. Einnig eru mér
minnisstæðir allir þeir furðulegu siðir
og uppátæki sem virtust þér svo eðli-
leg, til að mynda að skoða fæturna á
öllum börnum sem fæddust í ættinni
til að spá fyrir um útlit þeirra og
manngerð.
Elsku amma mín. Ég hef þá trú að
einu sinni yfir ævina fáum við að
kynnast manneskju sem býr yfir öllu
því besta sem menn hafa yfir að búa.
Það er mín gæfa að hafa átt þig sem
ömmu í öll þessi ár og þar með haft
ótakmarkaðan aðgang að hreinni
manngæsku, hlýju og visku. Það hef-
ur sannarlega mótað mig og gert mig
að þeirri manneskju sem ég er í dag.
Elsku hjartans afi minn og þeir ótal-
mörgu sem eiga um sárt að binda við
fráfall þessarar einstöku manneskju,
megið þið finna styrk til að halda
áfram og gleði til að minnast þeirra
tíma sem við áttum saman.
Elsku amma mín, ég veit þú bíður
mín þó svo að þú hafir ekki getað það í
þessu lífi. Minning þín mun lifa með
mér þar til við hittumst næst.
Þín
Björk.
Það er skrítið að skorta orð þegar
maður hefur svo margt að segja. Allar
þær minningar sem ég á um þig,
amma, eru sem gull í hjarta mínu og
verða geymdar um ókomna tíð. Sum-
ar eftir sumar dvaldi ég í sveitinni hjá
ykkur afa og alltaf var tilhlökkun að
koma til ykkar og erfitt var að vera
lítil stelpa sem þurfti að bíða eftir því
að fá að koma til þín í ömmu holu.
Við frændsystkinin brölluðum mik-
ið í sveitinni og aldrei varst þú reið,
heldur hvattir þú okkur frekar til þess
að gera hvaða vitleysu sem var. Eins
og þegar við sváfum inni á baði með
selnum, þegar við bjuggum til orm-
asjúkrahús, þegar ég datt í fjósahaug-
inn, þegar ég festist undir baðkarinu,
þegar ég gaf blómunum þínum „líf-
rænt-ræktaðan“ áburð og annað sem
okkur datt í hug. Alltaf tókstu þessu
með jafnaðargeði. Þú gast alltaf glatt
mig og voru ófáar músarsögurnar
sem þú sagðir mér og það sem þú gast
bullað var ómetanlegt eins og til
dæmis þegar þú varst að syngja um
mig. Umhyggja þín og ást var meira
en lítil stelpa getur óskað sér og ég
verð alltaf litla stelpan þín. Þú átt
stóran þátt í því að ég er sú mann-
eskja sem ég er í dag. Takk fyrir það.
Eitt af því sem þér þótti gaman að
gera var að búa til vísur. Þú bjóst
meðal annar til vísur handa börnun-
um mínum þegar þau voru skírð og
langar mig að deila þeim með ykkur:
Skírn Selmu Rúnar 9.10. 2004:
Alltaf lengist ættin mín,
er það lífsins saga.
Auður minn er æskan þín,
eigðu bjarta daga.
Ljúfa og góða snót,
sé liggja í faðmi móður.
Ykkar fagra ættarmót,
er sem draumur góður.
Langamma sér lífið dafna,
lítil stúlka gleður mig.
Af því má þér enginn hafna,
allir snúast kringum þig.
Skírn Magnúsar Heiðars
24.6. 2007:
Velkominn í veröld nýja,
vaskur drengur ættarsóma.
Af þér alltaf andar hlýja,
allir sjá þinn æskuljóma.
Ást til þín mun vaxa víða,
verndar þig um ævi langa.
Óskir mínar ekki bíða,
allt þitt líf mun gleði fanga.
Hér er svo ein vísa fyrir þig:
Elsku amma sárt er þig að kveðja,
geta ekki augum borið þig.
En vertu viss, ég þori því að veðja,
að þú munt síðar aftur hitta mig.
Elsku afi minn, pabbi og aðrir ætt-
ingjar, ég votta ykkur mína innstu
samúð.
Ég mun alltaf elska þig, amma mín,
og þú átt stóran hluta af hjarta mínu.
Þín Hrund ömmustelpa.
Fleiri minningargreinar
um Eyglóu Markúsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.