Morgunblaðið - 27.08.2009, Page 37

Morgunblaðið - 27.08.2009, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 Það var mikil eftirvæntingríkjandi á NASA er gítar-veisla Jazzhátíðar Reykja-víkur hófst. Þetta er fjórða gítarhátíð á djasshátíð og sú fyrsta sem ekki er undir stjórn Björns Throddsen. Á RúRek 1991 var gít- arveisla þar sem eini erlendi gest- urinn var Færeyingur; í hittiðfyrra Bandaríkjamaður og í fyrra Japani og Belgi – og tónlistin hefðbundin. Það verður að segjast að ansi margir sem komu á hátíðina í ár bjuggust við djassi í anda Bjössa Thor og trú- lega voru flestir komnir til að heyra gítarstjörnuna sænsku, Ulf Wake- nius, en hróður hans hefur farið vax- andi hin síðari ár. Það voru ekki allir tilbúnir að hlusta á frjálsan spuna Hilmars, Marc og Jim í hálfan annan tíma áður en Björn og Ulf stigu á sviðið; þriðja atriðið, hljómsveit Guð- mundar Péturssonar, kom ekki fyrr en klukkan var farin að nálgast tólf. Hálftími af frjálsdjassinum hefði varla fælt neinn í burtu. Satt best að segja var tríóið fantagott. Hilmar og Marc skiptust á spunaköflum og Jim hélt öllu saman með frábærum trommuleik. Marc kom víða við – minnti stundum á goðið Derek Bai- ley, tók jafnvel Jimi Hendricks stróf- ur er best lét og Hilmar gaf honum ekkert eftir í hugmyndaauðginni. Ekkert var gefið upp um tónsmíð- arnar; þær vísast flestar samdar á staðnum, enda formfesta Hilmars fjarri. Ulf og Björn voru stórkostlegir og ekki víst að Björn hefði spilað svona vel hefði hann borið ábyrgð á heilli veislu einsog áður, sem og kom illi- lega niður á dúett hans og Philip Catherine í fyrra. Þeir Ulf lögðu út af hefðbundnum djassverkum eins og „Salt Peanuts“ Dizzys og „Spain“ Corea og svo var Bítlalag „Norvegi- an Wood“. „Here There And Eve- rywhere“ léku þeir í útvarpinu fyrr um daginn og eins og þar slógu þeir frumsaminn blús tileinkaðan hátíð- inni. Ég hef sjaldan heyrt Ulf betri og gítartónn hans var óborganlegur. Björn er líka í toppformi og sann- aðist það enn og aftur á heiðurstón- leikum í tilefni af áttræðisafmæli Guðmundar Steingrímssonar þar sem stemningin var rafmögnuð og þeir félagar, ásamt Hans Kwak- kernaat og Gunnari Hrafnssyni létu gamminn geisa og Rúnar Georgsson kom og lék með þrjú lög, sem er sjaldgæft núorðið. Þarna var enginn að bíða og ef gítarveislan hefði byrj- að á hálftíma með Hilmari og þriggja kortera Thoroddsen og Hilmar síðan brúað bilið þar til Pétursson mætti, hefðu þeir tónleikar orðið allir aðrir. Beðið eftir Wakenius NASA Gítardúettar bbbmn Hilmar Jensson og Marc Ducret gítara ásamt Jim Black trommur. Björn Thor- oddsen og Ulf Wakenius, gítara. Föstu- dagskvöldið 21.8. 2009. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Morgunblaðið/Eyþór Árnason Gítarleikarinn Hilmar Jensson. BANDARÍSKA leikkonan Megan Fox hefur verið ráðin í hlutverk Kattarkonunnar í næstu kvik- mynd um Leðurblökumanninn. Fox, sem er 23 ára gömul, mun því leika við hlið þeirra Christian Bale og Sir Michael Caine í myndinni, sem verður sjálfstætt framhald hinnar vinsælu The Dark Knight. Leikstjóri mynd- arinnar verður Christopher Nol- an og er gert ráð fyrir að hún verði frumsýnd árið 2011. Fox fetar þar með í fótspor Michelle Pfeiffer og Halle Berry sem báðar hafa leikið konuna sem kennd er við ketti. Áður hafði verið talið að Angelina Jol- ie myndi hreppa hnossið. Leikur Katt- arkonuna Reuters Kisulóra Skutlan Megan Fox. Kynningarbæklingar atvinnu-leikhúsa borgarinnar meðverkefnum vetrarins eru komnir. Stórir eru þeir í broti. Á öðrum er forsíðumynd af ramm- gerðri svartri höll. Á hinum mynd af vegg við götu, þakin auglýs- ingaplakötum um leiksýningar, maður á hraðri hreyfingu út úr rammanum, sennilega í leikhúsið. Þegar ég svo fletti þeim vaknar fljótt spurningin: Væru þessir bæklingar tveir ókunnugir ein- staklingar sem byðu mér heim þægi ég þá boðið?    Annar, sem við getum nefnt hall-arbúann, lýsir sínum mörgum verðlaunahliðum sem yndislegum, forvitnilegum, frumlegum, ögr- andi, sprellfjörugum, bráðfyndnum og geysivinsælum. Hinn, sem við getum nefnt borgarbúann, full- yrðir að á honum séu þær ramm- íslenskar, elskaðar af öllum, krass- andi skemmtilegar, safaríkar, stórbrotnar, geti jafnt heillað sem vakið hroll enda þyrpist heimurinn til hans. Væru þessi bæklingar fólk teldu flestir að annaðhvort væru menn- irnir að grínast eða sjálfsmyndin væri svo brengluð að rétt væri að forða sér á hlaupum undan þeim. En bæklingar eru ekki fólk og þó svo að þeir væru það erum við Ís- lendingar ekki alveg eins varn- arlausir gagnvart sjálfshóli í dag og við vorum í gær.    Þegar stóru orðin hafa veriðstrikuð út má sjá að verk- efnum hefur enn fækkað í Þjóðleik- húsinu, verkum leikritahöfunda sömuleiðis. Tilraunaleikhúsið svo- kallaða á Smíðaverkstæðinu er guf- að upp og að venju ýmsir leik- stjórar og leikarar líka. Leikgerðum hefur hins vegar fjölg- að og einnig hugmyndaríkum kon- um í kjallaranum í Jónshúsi. Skond- ið er hins vegar og sennilega einsdæmi í sögu okkar að meiri- hluti verka á stóra sviði Þjóðleik- hússins fellur þetta árið undir sósí- alískan menningararf. Líf Fridu Kahlo, Gerpla, Íslandsklukkan og Brennuvargarnir verða vart slitin úr því samhengi þótt hallarbúinn flíki því ekki. Þykir mér þetta reyndar ákaflega forvitnilegt og hvernig úr þeirri róttækni verður unnið.    Margir munu áreiðanlega farameð börnin í Kúluna að sjá Fíusól hennar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur og Sindra silfurfisk eftir Áslaugu Jónsdóttur. Leik- stjórarnir eru líka pottþéttir. Ég kvíði hins vegar svolítið fyrir að fara í Kassann, að vísu hvorki því að horfa á Hænuungana eftir Braga Ólafssonar né samstarfs- verkefnið Af ástum manns og hrærivélar heldur hinu að sjá hvort minningarskjöldurinn um rausn- arskap Björgúlfs Guðmundssonar sé horfinn úr anddyrinu. Hvort sem hann er kyrr eða farinn mun það vekja upp margar stríðar hugsanir. Þrátt fyrir eða kannski einmitt vegna aðalstefsins á Stóra sviðinu.    Í Borgarleikhúsinu hefur leik-verkum hins vegar fjölgað, inn- lendum jafnt sem erlendum, skap- andi leikhópum hefur líka fjölgað, samstarfsverkefnum og gestasýn- ingum. Fastráðni hópurinn hefur styrkst, það virðist vera reynt að skapa samfellu í starfi þeirra og leikstjóra og eftirtektarverðustu tilraunum gærdagsins er fylgt eftir núna. Ekkert eitt þema er ríkjandi heldur höfðað til fjölbreytts smekks manna. Ég hef mestan áhuga á að sjá Bláa gullið, Rautt brennur fyrir, Jesús litla, Góða Ís- lendinga, Dúfurnar og Eilífa óham- ingju. Styrkustu vaxtarsprotana í íslensku leikhúsi ásamt reyndum leikurum sem vænta má sín mikils af. Þá verða sýningarnar þrjár á Rómeó og Júlíu efalaust mikill fengur fyrir leikhúsáhugafólk.    Það bendir allt til þess að í Borg-arleikhúsinu iði allt af lífi eins og á götum borgar þennan vet- urinn, það er kyrrlátara í Þjóðleik- húsinu en bókelskir menn finna þar kannski ró til að skoða hvort eitt- hvað sé það í fortíðinni sem nýta má fyrir framtíðina. Forsíðumynd- irnar á bæklingunum segja reynd- ar ansi margt. Ef bæklingar væru fólk » Skondið er hins veg-ar og sennilega eins- dæmi í sögu okkar að meirihluti verka á stóra sviði Þjóðleikhússins fellur þetta árið undir sósíalískan menningar- arf. AF LISTUM María Kristjánsdóttir Sósíalískt Brennuvargarnir. Ádeila Góðir Íslendingar. Morgunblaðið fékk leiklistargagn- rýnendur sína til að fara yfir kom- andi leikár í stóru leikhúsunum tveimur. Á næstu dögum verður birtur pistill eftir Ingibjörgu Þóris- dóttur. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Harry og Heimir (Litla sviðið) Leikferð um landið 13. - 22. september Fim 10/9 kl. 20:00 Fors U Fös 11/9 kl. 20:00 Fors U Lau 12/9 kl. 20:00 Frums U Sun 13/9 kl. 20:00 U Fim 17/9 kl. 20:00 U Fös 18/9 kl. 19:00 U Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 20:00 U Fim 24/9 kl. 20:00 U Fös 25/9 kl. 19:00 Ö Lau 26/9 kl. 19:00 Ö Sun 27/9 kl. 20:00 Ö Djúpið (Litla sviðið) Mið 23/9 kl. 20:00 Ö Sun 27/9 kl. 16:00 Ö Mið 30/9 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 16:00 Allt að seljast upp - tryggðu þér miða Skelltu þér í áskrift – 4 sýningar á 8.900 kr Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 U Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 20:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Ö Lau 12/9 kl. 19:00 Aukasýn. Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 U Fös 25/9 kl. 19:00 Aukasýn. Lau 26/9 kl. 14:00 U Sun 27/9 kl. 19:00 Aukasýn. Fös 2/10 kl. 19:00 U Fös 9/10 kl. 19:00 Ö Sýnt á ensku í tengslum við Lókal leiklistarhátíðina Dauðasyndirnar (Litla sviðið) Lau 5/9 kl. 19:00 Sýnt á ensku Flutt á ensku í tengslum við Lókal leiklistarhátíðina Þú ert hér (Litla sviðið) Lau 5/9 kl. 22:00 Aukasýn. Sun 6/9 kl. 20:00 Aukasýn. FRIDA... viva la vida (Stóra sviðið) * Til styrktar Grensásdeild. Ath. stutt sýningartímabil UTAN GÁTTA (Kassinn) 4ra sýninga kort aðeins 9.900 kr. KARDEMOMMUBÆRINN (Stóra sviðið) Opið hús í Þjóðleikhúsinu 29. ágúst Leitin að Oliver! Við leitum að 8-13 ára strákum til að fara með hlutverk í söngleiknum OLIVER! Skráning í áheyrnarprufur fer fram á Opna húsinu. Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Sun 30/8 kl. 14:00 U Sun 30/8 kl. 17:00 U Sun 6/9 kl. 14:00 Ö Sun 6/9 kl. 17:00 Ö Sun 13/9 kl. 14:00 Ö Sun 13/9 kl. 17:00 Ö Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Sun 27/9 kl. 14:00 Ö Sýningar haustsins komnar í sölu Fös 11/9 kl. 20:00 Frums U Lau 12/9 kl. 20:00 2. sýn Ö Fös 18/9 kl. 20:00 3. sýn Ö Lau 19/9 kl. 20:00 4. sýn Ö Fös 25/9 kl. 20:00 5. sýn Lau 26/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 2/10 kl. 20:00 7. sýn Lau 3/10 kl. 20:00 8. sýn Sýningar haustsins komnar í sölu Fös 4/9 kl. 20:00 Ö Sun 6/9 kl. 20:00 Ö Lau 12/9 kl. 20:00 Lau 19/9 kl. 20:00 Lau 26/9 kl. 20:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.