Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 40

Morgunblaðið - 27.08.2009, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 ÞEIR ERU NÝJUSTU NJÓSNARAR FBI OG ÞURFA AÐ TAKA HÖNDUM SAMAN TIL AÐ BJARGA HEIMINUM SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI HEIMURINN ÞARF STÆRRI HETJUR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÝND Í 3D Í REYKJAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI HHHH „BESTA TARANTINO-MYNDIN SÍÐAN PULP FICTION OG KLÁRLEGA EIN AF BETRI MYNDUM ÁRSINS.“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA HHHH - H.G.G, POPPLAND/RÁS 2 SÝND Í ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI DRAG ME TO HELL kl. 8:20 - 10:30 16 HARRY POTTER 6 kl. 5:30 10 PUBLIC ENEMIES kl. 8:20 - 11 16 G-FORCE 3D m. ísl. tali kl. 63D L DIGITAL 3D G-FORCE 3D m.ensku tali kl. 63D L DIGITAL 3D THE PROPOSAL kl. 8:20D - 10:40D L DIGITAL / ÁLFABAKKA INGLOURIOUS BASTERDS kl. 5 - 8 - 11:05 16 G-FORCE m. ísl. tali kl. 3:40 L INGLOURIOUS BASTERDS kl. 8 - 11:05 LÚXUS VIP THE PROPOSAL kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 L DRAG ME TO HELL kl. 5:40 - 8 - 10:20 16 HARRY POTTER 6 kl. 5 - 10:20 10 PUBLIC ENEMIES kl. 8 - 11:05 16 HARRY POTTER 6 kl. 5 LÚXUS VIP G-FORCE 3D m. ísl. tali kl. 43D - 63D L DIGTAL 3D HANGOVER kl. 8 síðustu sýningar 12 Það er dagljóst frá spennu-þrungnu upphafsatriðinu íI.B., að Tarantino er aðgera framúrskarandi hluti. Sögusviðið bóndabær í Frakklandi undir miðju hernámi Þjóðverja í seinna stríði. Hinn tungulipri Hans Landa (Waltz), ofursti í Gestapo, er að yfirheyra bóndann og breiðir notalegan kumpánskap yfir illmennið sem undir býr. Fransmaðurinn hefur falið Soshönnu Dreyfus (Laurent), nágranna sinn af gyðingaættum, rétt við tærnar á þeim, í kjallaranum. Hún sleppur og á eftir að verða lyk- ilpersóna í viðfangsefninu, að koma „der Führer“, Adolf Hitler (Wuttke), fyrir kattarnef. Myndin dregur nafn sitt af harðsnúinni sveit bandarískra her- manna af gyðingaættum, sem hefur þá dagskipun að drepa stríðsmenn Þriðja ríkisins, lokatakmarkið sjálfur Hitler. Sveitin er illræmd, aðferðir hennar grimmilegar með liðsforingj- ann Aldo Raine (Pitt), í fararbroddi. Flakar höfuðleðrið af andskotunum að hætti stríðsmanna frumbyggja N.-Ameríku. Annar í hópnum, Dono- witz liðþjálfi (Roth), beitir horna- boltakylfu. Þessi aftökusveit kemst í kynni við Frönsku andspyrnuhreyf- inguna og með aðstoð Drefus, sem nú rekur kvikmyndahús í París, er leiðtogum Þriðja ríkisins brugguð banaráð. Tarantino, sem skrifar og leik- stýrir, skemmtir sér greinilega við að gera það sem öðrum mistókst í raun- veruleikanum, að stúta „foringj- anum“ á viðeigandi hátt og hans nán- asta fénaði. Hann er gangandi alfræðiorðabók um flest sem snýr að kvikmyndum og tilvitnanir hans í gamlar seinnastríðsmyndir eru fleiri en tölu verður á komið. Látum nægja eitt dæmi um hversu útsmoginn hann er; nafnið á Aldo Raine, per- sónunni sem leikin er af Pitt, er vís- un í leikarann Aldo Ray, sem fór með tugi hlutverka seinnastríðshetja í sögufrægum myndum á borð við The Naked and the Dead og Battle Cry. Að venju er þessi einstæði kvik- myndagerðarmaðkur fullur sköp- unargleði. Tekur hverja stríðs- myndaklisjuna eftir annarri og lagar hana að eigin geðþótta svo úr verður fersk heildarmynd úr margþvældu efni. (T.d. er efnisþráðurinn að ein- hverju leiti sóttur í ítalska eftiröpun á hinni mögnuðu stórmynd, The Dirty Dozen.) Að vísu þekkir obbi bíógesta samtímans sjálfsagt lítið til seinnastríðsmyndagreinarinnar, en við sem eldri erum sjáum hlutina í nýju og örvandi ljósi þessa glað- hlakkalega kvikmyndaskálds. Skemmtunin er hress, fyndin og óforskömmuð á sinn jákvæða hátt. Tarantino lætur hverja þjóð tala eig- in tungu, slíkt hefur tæpast gerst síð- an á tímum The Longest Day (́62), eða í þá hálfu öld sem hjákátlegur hreimur hefur verið látinn duga okk- ur áhorfendum. Höfundurinn end- ursemur lokakafla síðari heimsstyrj- aldarinnar að hætti hússins, lokin eru jafnframt óður til kvikmyndanna á sinn kaldhæðna hátt. Höfuðpaur Þriðja ríkisins og árar hans fá mak- leg málagjöld og enda líf sitt undir táknrænum kringumstæðum. Eitt af aðalsmerkjum Tarantinos er lygileg þekking á leikaraframboði, jafnt í Hollywood sem í Evrópu. Val- ið í I.B., er stórsnjallt, hver lítt þekktur leikarinn treður upp og hríf- ur áhorfandann með sér í þessum Brooks-lega stríðsfarsa. Fyrst skal færan telja Christoph Waltz, sem leikur hinn eilífa Gestapo-foringja af slægvisku höggormsins, mjúkmáll og ljúfmannlegur á yfirborðinu. Waltz talar að auki helstu mál álfunnar og stelur myndinni þegar hann er í kastljósinu. Daniel Brühl (Good Bye Lenin!), er sannfærandi sem of- urskyttan og stríðshetjan, „hinn þýski Sergeant York.“ Wuttke er bráðfyndið Hitler-skrípi, Pitt óvenju afslappaður sem fjallabúinn Aldo „the Apache“, með tilheyrandi hreim, og svo mætti lengi telja. Roth einn veldur vonbrigðum. Tónlist og taka er í hæsta gæðaflokki, litirnir sterkir, búningar og munir hnökralausir og útkoman ein eftirminnilegasta mynd ársins og ein sú skemmtilegasta. Of- beldið er notað á kómískan hátt, að- eins þrjótarnir fá á baukinn. Myndin brýtur þakksamlega upp hefðbundið mynstur brellu- og teiknimyndanna sem hafa tröllriðið sumarmynda- markaðnum í áratugi. saebjorn@heimsnet.is Laugarásbíó, Sambíóin Álfa- bakka, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri Inglourious Basterds bbbbm Leikstjóri: Quentin Tarantino. Aðalleik- arar: Brad Pitt, Christoph Waltz, Eli Roth, Michael Fassbender, Diane Kru- ger, Daniel Brühl, Mélanie Laurent. 152 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Roth og Pitt Að mati gagnrýnanda er Inglourious Basterds frábær mynd. Flýtt fyrir bálförinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.