Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 4

Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 4
Morgunblaðið/Ómar Haustlegt Laganemar á 4. og 5. ári aðstoða fólk. LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ Orators, félags lögfræðinema, hófst að nýju eftir sumarfrí í gærkvöldi. Ingunn Anna Hjaltadóttir, annar tveggja framkvæmdastjóra lagaað- stoðar Orators, segir að í raun hafi þeir sem veita aðstoð- ina ekki búið sig sérstaklega undir holskeflu fyrirspurna vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Við vitum auðvitað af ástandinu og seinasta haust varð aukning í símtölum eftir hrunið. Þá fjölgaði mjög málum sem snerust um gjald- þrotaskipti og nýju úrræðin, eins og greiðsluaðlögun og slíkt,“ segir Ingunn. Þess vegna sé búist við því að slík mál verði efst á baugi í vetur. Sl. vetur voru fyrirspurnir tengdar hruninu viðvar- andi. Að öðru leyti er mest hringt út af persónulegum málefnum, eins og sifja- og erfðarétti og forræðismálum. „Ásamt samningarétti og kröfurétti, sem tengjast líka gjaldþroti, þó að unnið sé að slíku áður en til gjaldþrots kemur,“ segir Ingunn. Aðstoð laganemanna felst í því að reynt er að greina stöðuna með fólki í gegnum síma, finna út réttarstöðu viðkomandi og hvaða leiðir eru færar í framhaldinu. Mið- að er við að klára hvert mál á einu kvöldi. Laganemar á 4. og 5. ári svara í símann. Aðstoðin er endurgjaldslaus og fer eingöngu fram í gegnum síma og eru þrír laganemar við símann í hvert sinn. Ingunn segir að þessi vinna laganemanna sé góð þjálf- un áður en haldið er út á vinnumarkaðinn. „Að ákveðnu leyti er þetta líka samfélagsleg ábyrgð af okkar hálfu, við getum hjálpað fólki með þessum hætti.“ sia@mbl.is Búast við að mál tengd hruni verði efst á baugi Símtölum til lögfræðiaðstoðar Orators fjölgaði sl. haust 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra heldur utan til Ist- anbúl í Tyrklandi í dag til að sækja ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS. Þar mun hann m.a. eiga fundi með fjármálaráðherrum Hollands og Bretlands, og gera úrslitatilraun til að ná samkomulagi við þessar þjóðir, sem síðustu vikur hafa gert athugasemdir við þá fyrirvara sem Alþingi samþykkti í lok ágúst sl. Hafa þær athugasemdir komið fram í formlegum og óformlegum viðræðum embættismanna. Stjórnarandstaðan hefur gagn- rýnt að þessar viðræður færu fram án þess að nýtt samningsumboð hefði verið veitt, og einnig gagnrýnt lítið upplýsingaflæði um gang við- ræðna. Samkvæmt heimildum blaðsins var það einnig ein megin- ástæða þess að Ögmundur Jónas- son sagði af sér sem heilbrigðis- ráðherra, að hann var ósáttur við vinnubrögðin í Icesave-málinu síð- ustu vikur. Leit hann svo á að verið væri að fara framhjá vilja Alþingis með viðræðum um nýtt samkomu- lag. Frekar hefði átt að fara með málið fyrir þingið að nýju vegna breyttra forsendna og skipa nýja samninganefnd. Getgátur gluggagægis? Hvort sem það kallast viðræður eða samskipti hafa stjórnvöld og ís- lenskir embættismenn með einum eða öðrum hætti verið í sambandi við Hollendinga og Breta síðan Al- þingi samþykkti fyrirvarana í lok ágúst sl. Fljótlega eftir það, eða 2. september, fóru íslenskir embættis- menn til fundar við Breta og Hol- lendinga í borginni Haag í Hollandi. Fer tvennum sögum af því hvort afstaða þjóðanna til fyrirvaranna hafi komið fram á þessum fundi. Í frægri bloggfærslu á netinu var greint frá því að farþegar á al- mennu farrými í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn að kvöldi 2. sept- ember hefðu orðið vitni að því þegar helsti samningamaður Íslands, Indriði H. Þorláksson, ritaði minn- isblað á fartölvu sinni til fjármála- ráðherra. Á þar að hafa komið fram að fulltrúar Breta og Hollendinga samþykktu ekki fyrirvara Alþingis. Þessu hefur Indriði neitað harðlega og sagt „getgátur gluggagægja“ ekki svaraverðar. Daginn eftir, hinn 3. september, var ríkisstjórn og fjárlaganefnd gerð grein fyrir fund- inum í Hollandi. Þá kom fram opin- berlega að ekkert væri vitað um af- stöðu Hollendinga og Breta. Hún kom hins vegar fram um miðjan september þegar íslenskir embætt- ismenn áttu annan fund með full- trúum þjóðanna í London. Daginn eftir, 17. september, fengu ríkis- stjórn og fjárlaganefnd kynningu á Lundúnafundinum, auk þess sem þingflokkar komu saman. Á þessum tímapunkti þótti ljóst að Hollend- ingar og Bretar vildu lengri ríkis- ábyrgð en til ársins 2024 eða trygg- ingu fyrir því að mögulegar eftir- stöðvar fengjust greiddar. Einnig var deilt um dómstólaleiðina eins og fram hefur komið. Eftir því sem liðið hefur á þessar viðræður hefur aukin harka fæst í þær, einkum af hálfu Hollendinga. Er viðræðunum ekki lokið enn en þær hafa að mestu leyti verið í höndum sömu embættismanna og skipuðu samninganefnd Íslands vegna Icesave-samninganna, undir forystu Indriða H. Þorláksonar, að- stoðarmanns fjármálaráðherra. Fleiri embættismenn hafa tekið þátt í viðræðunum, m.a. ráðuneyt- isstjóri forsætisráðuneytisins og fulltrúi frá Tryggingasjóði inni- stæðueigenda. Því er vísað á bug í fjármálaráðu- neytinu að ný samninganefnd hafi verið skipuð. Ekki hafi verið um eiginlegar samningaviðræður að ræða heldur „sameiginlega skoðun“ á því hvernig unnt sé að samræma Icesave-samningana og skilmála Al- þingis. Viðræður án umboðs?  Óánægja Ögmundar með vinnubrögð í viðræðum við Hollendinga og Breta réð miklu um að hann hætti  Aukin harka færst í viðræðurnar um Icesave JÓHANNA Sig- urðardóttir for- sætisráðherra sagði á fjár- málaráðstefnu sveitarfélaganna í gær að ef til vill yrði að setja skorður við lán- tökum þeirra í erlendri mynt. „Veikleikinn er einkum talinn felast í því að rúmar heimildir eru hjá sveit- arfélögum til lántöku og skuldsetn- ingar, og að krafan um hallalausan rekstur er mjög veik. Það verður ekki hjá því komist að gera ein- hverjar breytingar hvað þetta varðar,“ sagði forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra og Halldór Hall- dórsson, stjórnarformaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, undirrituðu í gær vegvísi um hag- stjórnarsamstarf. „Þetta er vilja- yfirlýsing um aukna samvinnu þessara aðila um stjórnun op- inberra fjármála,“ sagði hagfræð- ingur sambandsins, Gunnlaugur A. Júlíusson. Skorður við lántökum? Telur heimildir sveit- arfélaga of rúmar Jóhanna Sigurðardóttir TAKTU 3 BORGAÐU 2 ALLAR VÖRUR ÓDÝRASTA VARAN Í KAUPBÆTI KRINGLAN-5680800. SMÁRALIND-5659730. LAUGAVEGUR-5629730. AKUREYRI-4627800. ÁVALLT GÓÐ ÞJÓNUSTA! HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest fimmtán mánaða fangelsisrefsingu yfir karlmanni á sjötugsaldri en hann braut gegn andlega vanheilli konu. Honum var að auki gert að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn neitaði sök og byggði sýknukröfu sína á að hann hefði ekki haft kynmök við konuna og ekki vitað að hún væri haldin and- legum annmörkum. Samkvæmt álitsgerðum tveggja sálfræðinga er greind konunnar neðarlega á stigi vægrar þroskahömlunar. Fötlun hennar er umtalsverð og augljós. Maðurinn og konan hafa þekkst í sjö til átta ár. Brot mannsins áttu sér stað á skrifstofu hans að kvöldi í júní árið 2007. Að sögn konunnar notaði maðurinn kynlífsleikfang við aðfarirnar. Hún mótmælti og komst undan við illan leik. Hringdi hún þá í eiginmanninn sem sótti hana. Nýtti sér greindarskort 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Áður en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fer utan til Tyrk- lands í dag á ársfund AGS mun hann ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eiga fund með stjórnarandstöðunni um stöðu Ice- save-málsins. Óskaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, eftir slíkum fundi í gær. Mun sá fundur fara fram í morg- unsárið áður en ríkisstjórnin kemur saman. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var fyrsti kostur þingmanna VG sem arftaki Ögmundar Jónassonar í heilbrigðisráðuneytinu. En hún hafn- aði og bar við sams konar forsendum og Ögmundur þegar hann hætti. Ráðherrar funda með stjórnarandstöðunni Morgunblaðið/Golli Mótmæli Á annað hundrað manns mættu á Austurvöll við þingsetninguna í gær, þar sem framferði stjórnvalda að undanförnu var mótmælt. Embættismenn hafa án árang- urs reynt að ná samkomulagi við Hollendinga og Breta um Icesave. Ný samninganefnd var ekki skipuð heldur unnu sömu embættismenn í málinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.