Morgunblaðið - 02.10.2009, Síða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÚSI unga fólksins sem starfrækt
var í Austurbæjarbíói var lokað í vik-
unni en starfsemin hófst formlega í
júní sl. Unga fólkið er að vonum
svekkt yfir að hafa misst aðstöðuna og
borgarfulltrúar Vinstri grænna eru
æfir þar sem ekki var fallist á tillögu
þeirra um framhald verkefnisins.
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir
ljóst og hafa legið fyrir frá upphafi að
um tímabundið verkefni væri að ræða
og hefði raunar aðeins átt að standa til
loka ágústmánaðar.
Á fundi sínum 19. maí sl. samþykkti
borgarstjórn tillögu Svandísar Svav-
arsdóttur, þáverandi borgarfulltrúa
VG, um miðstöð fyrir ungt fólk í at-
vinnuleit. Markmiðið var að fá Austur-
bæjarbíó að láni og starfrækja mið-
stöðina þar um sumarmánuðina „en
mögulega lengur ef vel gengur“.
Af fjölmiðlaumfjöllun að dæma og
orðum Agnars Jóns Egilssonar, verk-
efnisstjóra Húss unga fólksins, gekk
verkefnið vonum framar. Því hefði
verið leitað leiða til að halda því áfram.
Agnar segir að tillaga þess efnis hafi
verið lögð fram í borgarráði en felld.
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi
Vinstri grænna, sendi frá sér yfirlýs-
ingu af þessu tilefni. Í henni segir að í
dag séu um 1.100 reykvísk ungmenni á
aldrinum 16-25 ára án atvinnu. Auk
þess sé vitað að brottfall úr framhalds-
skólum sé þegar hafið og muni halda
áfram. Sóley segir ákvörðun meiri-
hluta borgarráðs um að hætta starf-
seminni óskiljanlega.
Á annað hundrað ungmenni hafa
nýtt sér aðstöðuna í sumar. Í tilkynn-
ingu frá forsvarsmönnum þeirra er
ákvörðun borgarráðs sett í samhengi
við forvarnadaginn, sem einnig var í
vikunni, og hörmuð.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks og formaður íþrótta-
og tómstundaráðs, segir ákvörðunina
hins vegar ekki hafa átt að koma á
óvart. Af hálfu meirihlutans hefði legið
fyrir að verkefnið myndi aðeins standa
í sumar. „Hitt húsið er svo með þessa
góðu þjónustu allt árið og þau ung-
menni sem vilja nýta sér hana áfram
geta sótt þangað.“
Borgarstjóri sendi einnig frá sér til-
kynningu vegna málsins en í henni
segir að gert hafi verið ráð fyrir að
húsið yrði opið til að koma til móts við
þann hóp ungmenna sem var án sum-
arvinnu. Aldrei hafi staðið til að setja á
laggirnar varanlega starfsemi í hús-
næði Austurbæjarbíós enda Reykja-
víkurborg ekki eigandi húsnæðisins.
Unga fólkið að vonum svekkt
Morgunblaðið/Þorkell
Austurbæjarbíó Hús unga fólksins er ekki lengur að finna á Snorragötu.
Í HNOTSKURN
»19. maí var samþykkt íborgarstjórn að leita eftir
samstarfi við Lýðheilsustöð,
Rauða krossinn og mennta-
málaráðuneytið.
»9. júní var Hús unga fólks-ins formlega opnað í hús-
næði Austurbæjarbíós.
» Í vikunni var svo starfsemimiðstöðvarinnar hætt þó
hún ætti aðeins að standa út
ágústmánuð.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„VEIKI hlekkurinn í þessu öllu sam-
an er þessi fyrirhugaða skattlagning á
orkunni. Þetta eru tölur og áform sem
ég sé ekki að gangi upp á nokkurn
hátt,“ segir Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins.
Í nýframkomnu frumvarpi til fjár-
laga 2010 segir að ríkisstjórnin ætli
sér 16 milljarða tekjuauka úr um-
hverfis-, orku- og auðlindagjöldum.
Vilhjálmur minnir á að spár benda
til samdráttar í hagkerfinu á næsta
ári. Hins vegar þurfi að koma til fjár-
festingar og framkvæmdir, nógu
miklar til að afstýra því og draga okk-
ur upp úr öldudalnum. „Þá er mjög
háskalegt að ætla sér að hækka álög-
ur á minnkandi skattstofna.“
Stórkostlegt strik í reikninginn
Svona skattlagning kalli á að öll
áform um fjárfestingar í orkufrekri
starfsemi verði endurskoðuð og fyr-
irtækin sem eru að hugsa um slíkt
leiti eftir nýjum samningum við orku-
fyrirtækin um verðlækkanir. Þetta
veiki þegar upp er staðið samkeppn-
ishæfni íslenskrar orkuframleiðslu.
„Ef menn hafa möguleika til að
komast út úr samningum munu vænt-
anlegir kaupendur leitast við að láta
þessa skattlagningu falla á orkuselj-
endur. Þessi áform um skattlagningu
hljóta að setja stórkostlegt strik í
reikninginn fyrir alla uppbyggingu
orkufrekrar starfsemi.“
Vilhjálmur er að svo stöddu ekki
tilbúinn til að tjá sig í smáatriðum um
það í gær hvernig frumvarpið sam-
rýmist stöðugleikasáttmálanum, en
segir hann meðal annars hvíla á því að
ákveðnar framkvæmdir komist í gang.
Hlífa viðkvæmustu málunum
Ólafur Darri Andrason, hagfræð-
ingur Alþýðusambands Íslands, segir
að vandinn í ríkisfjármálum sé gríð-
arlega mikill og fjárlögin beri þess
merki. Lengi hafi verið ljóst að taka
yrði á vandanum, bæði með niður-
skurði og skattahækkunum.
Í fljótu bragði virðist frumvarpið
hins vegar samrýmast stöðugleika-
sáttmálanum. Heildarhallinn sem
gert sé ráð fyrir sé eftir væntingum.
Vissulega sé mikill hluti af aðgerðun-
um, 50-60%, fólginn í hærri sköttum
og margt í frumvarpinu sé óútfært.
Hins vegar hafi verið miðað við það,
við gerð stöðugleikasáttmálans, að
45% af vandanum verði leyst með
skattahækkunum næstu þrjú árin.
Harðast yrði gengið fram í þeim
fyrst, en síðan slakað á.
„Við lögðum áherslu á við gerð
sáttmálans að reynt yrði að hlífa við-
kvæmustu málaflokkunum. Mér sýn-
ist að menn geri það,“ segir Ólafur
Darri. Hlutfallslega sé minnst skorið
niður í heilbrigðis- og félagsmálum,
en næstminnst í menntamálum.
Áform um auðlindaskatta
stórt strik í reikninginn
Heildarstærðir í fjárlagafrumvarpinu eru í samræmi við stöðugleikasáttmálann
Morgunblaðið/RAX
Nýir skattar Í fjárlagafrumvarpinu er áformað að leggja á orku-, umhverfis- og auðlindagjöld upp á 16 milljarða.
Í HNOTSKURN
»Viðskiptaráð Íslands lýsirmegnri óánægju með
frumvarpið. Í ljósi þenslu í rík-
isútgjöldum síðustu ár sé með
öllu ótækt að jafn máttlítil
skref séu stigin í átt til nið-
urskurðar og aðhalds.
»Skattpíning fyrirtækja ogheimila, til að verja störf,
útgjöld og störf í opinbera
geiranum, sé í besta falli
skammgóður vermir.
„AÐ óbreyttu sýnist mér að þetta myndi fara langt með
að þurrka út allan okkar hagnað og gott betur,“ segir
Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður RioTinto Alcan.
Hann segir að þó svo að talað sé um að leggja þessa
skatta á alla raforkunotkun séu álverin þrjú kaupendur
að um það bil 70% raforku í landinu. Þetta verði því ál-
skattur að vissu leyti.
Verði skattur á rafmagn ein króna á kílóvattsstund,
eins og talað sé um í frumvarpinu að geti orðið á næstu
árum, þýði það þrjá milljarða í skatta fyrir álverið í
Straumsvík á ári. „Þetta er stórtæk og óhófleg aðgerð
sýnist mér,“ segir Ólafur Teitur.
Ólafur Teitur
Guðnason
Stórtækt og óhóflegt
ÁGÚST F. Hafberg framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar
og samskipta hjá Norðuráli segir að áformin um auð-
lindaskattana séu óútfærð í frumvarpinu og starfsmenn
Norðuráls viti því ekki mikið út á hvað þau gangi.
Hins vegar séu í gildi fjárfestingarsamningar við ríkið
til tuttugu ára. „Tilgangur fjárfestingarsamninga er að
ramma inn umhverfið til lengri tíma, því þetta er svo
stór fjárfesting til svo langs tíma. Þess vegna gera menn
fjáfestingarsamninga, til að vita að hverju þeir ganga,“
segir Ágúst. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að Helgu-
vík haldi áfram og meira þurfi því að koma til áður en
þessi áform valdi starfsmönnum Norðuráls áhyggjum.
Ágúst F.
Hafberg
Samningar eru í gildi
ÓLÖF Nordal sit-
ur í fjárlaga-
nefnd fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn.
„Mér finnst í
fyrsta lagi að
þetta frumvarp
sé ekki tilbúið til
framlagningar,
það er ekki búið
að ganga frá
skattahliðinni. Áform eru uppi um
gríðarlegar skatttekjur en ekki bú-
ið að útfæra hvernig það eigi að
gerast. Hitt er líka athyglisvert að
framkvæmd fjárlaga á þessu ári
hefur gengið afar illa hjá fjár-
málaráðuneytinu, hallinn hefur
aukist stöðugt allt árið. Mér finnst
gríðarleg óvissa og lausatök ein-
kenna þetta allt.“
Gríðarleg óvissa
og lausatök
Ólöf Nordal
HÖSKULDUR
Þór Þórhallsson,
fulltrúi Fram-
sóknarflokks í
fjárlaganefnd,
segir það gríð-
arleg vonbrigði
að sjá þennan
mikla niður-
skurð. „Þetta er
töluvert verri
staða en maður
hafði búist við og var kynnt í sum-
ar. Niðurskurðurinn í heilbrigðis-
málum er náttúrlega svívirðileg-
ur, svo ekki sé talað um
samgöngumálin. Mér finnst í
fljótu bragði eins og það eigi að
ganga svolítið á landsbyggðina í
þessu, sem mér finnst vera af-
skaplega vont.“
„Svívirðilegur
niðurskurður“
Höskuldur
Þórhallsson
ÞÓR Saari, full-
trúa Hreyfing-
arinnar í fjár-
laganefnd, líst
illa á að loka
skuli fjár-
lagagatinu á að-
eins þrem árum.
„Þetta er nátt-
úrlega hug-
myndafræði
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og veld-
ur einfaldlega íslensku samfélagi
og almenningi allt of miklu tjóni. Í
nágrannalöndum þar sem kreppa
er viðvarandi og AGS kemur ekki
nálægt neinu er einmitt verið að
gera þveröfugt. Þar eru ríkisfjár-
málin látin milda áhrif krepp-
unnar.“
Væri nær að
milda kreppuna
Þór Saari