Morgunblaðið - 02.10.2009, Síða 19

Morgunblaðið - 02.10.2009, Síða 19
19 ina, milliliðalaust,“ segir Njörður. Tillögum Njarðar var sáð í frjóan svörð en urðu aldrei fullvaxta og í dag segist hann óttast að Íslend- ingar séu fallnir aftur í sama farið. Veturinn 2008-2009 hafi ekki verið þau tímamót sem vonast hafi verið til. Engu að síður eru breytingar á stjórnskipanekki alveg úr sögunni; Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra lagði í júlí fyrir Alþingi frumvarp til laga um ráðgefandi stjórnlagaþing, en Njörður er efins. „Nú þegar þessir blessuðu stjórn- málamenn ætla að láta undan og hafa stjórnlagaþing þá á það bara að vera ráðgefandi. Til hvers er það? Þeir sem ráða stjórn- málaflokkum vilja ekki missa sín völd. Í staðinn fyrir Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu, þá höfum við núna Samfylkingu og Vinstri Græna. Og hvað svo? Það eru kannski svolítið breyttar áherslur, en nýjar klíkur. Svo renn- ur allt í sama farið aftur.“ Morgunblaðið/Kristinn Sögulegt Mikill titringur var innan sem utan veggja Alþingis. Þúsundir mótmæltu meðan stjórnin liðaðist í sundur. Á morgun verður fjallað um stöðu mála í dag og hvað framundan er. mbl.is/hrun hönd Samfylkingarinnar í fjarveru Ingibjarg- ar Sólrúnar þegar hún var glíma við veikindi. Eftir að neyðarlögin höfðu verið samþykkt og bankarnir hrundu einn af öðrum lögðu stjórnvöld mikla áherslu á skilvirka upplýs- ingagjöf með daglegum blaðamannafundum. Allra augu voru á Geir H. Haarde og Björg- vini G. Sigurðssyni á þeim. Þeir svöruðu þá spurningum innlendra og erlendra frétta- manna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins létu stjórnvöld mæla sérstaklega, með sér- stökum könnunum, hvernig skilaboðum Björgvins og Geirs var tekið. Voru niðurstöð- urnar almennt góðar að mati stjórnvalda. Innan Samfylkingarinnar var ekki einhugur um það að Björgvin skyldi koma fram við hlið Geirs. Töldu menn hann „skyggja á“ Ingi- björgu Sólrúnu eins og einn heimildarmanna komst að orði. Þar var helstu stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar fremstir í flokki, þ.á.m. Skúli Helgason þingmaður, sem þá var fram- kvæmdastjóri flokksins. Davíð burt Svo fór að lokum að daglegu blaðamanna- fundirnir voru slegnir af, vegna ósættis um skipulag þeirra. Andri Óttarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra sem lagðist gegn því að blaða- mannafundirnir yrðu slegnir af samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Óttinn við að óstöðugleikinn meðal almenn- ings myndi magnast enn frekar var farinn að hafa veruleg áhrif á ákvörðunartökur stjórn- valda á þessum tímapunkti. Eftir því sem lengra leið frá hruni varð reiði Samfylkingarinnar í garð Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, meiri og meiri. Forystumenn flokksins vildu hann burtu, allir sem einn. Sérstaklega varð reiðin mikil eftir að Davíð kom fram í viðtali í Kastljósþætti RÚV- sjónvarps og sagði Íslendinga ekki ætla að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndum. Ingi- björg Sólrún sendi Geir þá smáskilaboð og fór fram á að Davíð yrði rekinn, eins og upplýst er í bók Guðna Th. Jóhannessonar, Hruninu. Sú krafa magnaðist eftir því sem frá hruni bankanna leið. Í desember og janúar, þegar mótmælin stóðu sem hæst, var ástandið á suðupunkti. Innan Sjálfstæðisflokksins voru einnig háværar kröfur um endurnýjun ekki síst hjá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabank- anum, þar sem Jónas Fr. Jónsson og Davíð voru við stýrið. Róttæk uppstokkun á ríkis- stjórninni og eftirlitsstofnunum var skipulögð eftir að krafan um endurnýjun gerðist hávær innan beggja flokka. Veikindi Ingibjargar Sólrúnar gerði stöðuna hins vegar erfiða. Hún var löngum stundum erlendis í læknismeðferð vegna heilaæxlis og á meðan var Samfylkingin sem „höfuðlaus her“ eins og heimildarmenn innan Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar komust að orði. Á með- an mótmæli urðu sífellt stærri og fjölmennari á Austuvelli var ríkisstjórnin völt í sessi. Eftir mikil mótmæli, sem náðu hámarki 21. janúar, var ljóst að ríkisstjórninni yrði ekki bjargað. Samfylkingarfélag Reykjavíkur samþykkti þar ályktun um stjórnarslit. Ingibjörg Sólrún var ekki á fundinum þar sem hún var erlendis í læknismeðferð. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylking- arinnar, var hins vegar á fundinum og sagði að fundinum loknum að krafan væri skýr. Ofan í mótmælin og reiðina í baklandi Sam- fylkingarinnar birtist niðurstaða könnunar á fylgi flokkanna sem sýndi algjört hrun hjá Samfylkingunni niður í rúm 17 prósent. Sem var um helmingur þess þegar það mældist mest. Þetta hafði einnig áhrif á það að stjórnin féll 26. janúar. Veikindin tóku sinn toll Þreifingar um myndun ríkisstjórna höfðu þá staðið yfir í nokkurn tíma. Geir lagði áherslu að þjóðstjórn yrði mynduð. Niðurstaðan varð sú að Samfylking og Vinstri græn mynduðu ríkisstjórn sem varin var falli af Framsókn- arflokknum fram að kosningum 25. apríl. Einn heimildarmanna orðaði það þannig að Ingi- björg Sólrún hefði næstum „fórnað lífi sínu, í bókstaflegri merkingu“ til að halda Samfylk- ingunni á floti. Ef hún hefði ekki tekið af skarið með stjórn- arslit og síðar stjórnarmyndun við VG hefði flokkurinn getað hæglega getað klofnað. Mörgum var ljóst að hún var líkamlega næst- um örmagna á síðustu dögum ríkisstjórn- arinnar. Fundahöld á heimili Geirs voru síð- ustu verk Ingibjargar Sólrúnar. Þá réðst það endanlega að stjórnin gæti ekki haldið áfram. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde hittust á fundum á heimili þess síðarnefnda í janúar til að freista þess að ná sáttum um áframhald samstarf flokk- anna. Á þessum fundum komu fram kröf- ur flokkanna um breytingar. Samfylkingin krafðist þess meðal annars að fá forsæt- isráðuneytið. Var meðal annars reifuð sú hugmynd að ráðherrann kæmi utan að og var nafn Dags B. Eggertssonar nefnt í því sambandi. Einnig var uppi hávær krafa hjá Samfylkingunni um að Evrópumálin yrðu sett á oddinn. Sjálfstæðismenn voru ekki tilbúnir til þess að fallast á þessi skilyrði, allra síst það að láta frá sér for- sætisráðuneytið. Tillögurnar sem ræddar voru á fundunum voru flestar hverjar undirbúnar í baklandi flokkanna, af nán- ustu samstarfsmönnum Geirs og Ingi- bjargar. Össur Skarphéðinsson var Ingi- björgu til halds og trausts á fundunum, en á þeim tíma sem fundirnir fóru fram var hún þreytuleg að sjá eftir erfiðar læknismeðferðir. Eftir að viðræðurnar höfðu farið út um þúfur og Samfylkingin myndað minnihlutastjórn sagði Geir á fundi með sjálfstæðismönnum að aldrei hefði komið til greina að gefa eftir for- sætisráðuneytið. Reyndu að ná saman „ENGINN talar um nýtt lýðveldi núna og ég hef ekki heyrt minnst á stjórnlagaþing eða nýja stjórn- arskrá mánuðum saman. Þetta eru allt breytingar sem fólk talaði um síðasta vetur en hefur ekki verið minnst á síðan,“ segir Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi, leið- sögumaður og bloggari. Lára Hanna er gott dæmi um vægi einstaklingsframtaksins í um- ræðunni. Hún hefur lagt mikla áherslu á að safna og miðla áfram upplýsingum um samfélagsmál á blogginu þar sem hún hefur enn daglega upp raust sína þrátt fyrir að aðrar raddir hafi hljóðnað. Aðspurð hvort byltingarandinn hafi vikið að nýju fyrir doðanum segir hún vissulega hætt við því. „En það er kannski ósanngjarnt að fella þann dóm alveg strax. Fólkið er þarna ennþá og það eru margir enn að gera góða hluti, t.d. Hags- munasamtök heimilanna og fleiri duglegir einstaklingar hér og þar.“ Kreppir verulega að núna Þrátt fyrir allt hafa þó ekki orðið þær framfarir sem vonast var til og Lára Hanna segir það m.a. skýrast á því að þjóðin standi enn í sömu óvissusporum. „Kosningabaráttan í vor gekk öll út á ESB og Icesave og þessi tvö mál hafa haft kverkatak á þjóðinni síðan og haldið okkur í heljargreipum. Þetta hefur skyggt á alla aðra umræðu og á meðan miðar okkur ekkert áfram.“ Sjálf hefur Lára Hanna tekið að beina kastljósinu að nýju að nátt- úruvernd og stóriðjufram- kvæmdum. „Nú er Bitruvirkjun komin upp á borðið aftur. Sömu hugmyndirnar sem valda sömu þenslunni og áður, þetta er engin lausn, fólk hugsar ekkert út fyrir kassann.“ Hún segir þó skiljanlegt þótt fólk missi kraft- inn og úthaldið til að fylgjast með og veita stjórnvöldum að- hald. „Í fyrravet- ur var reiðin svo sterk, fólk hugs- aði „við verðum að gera eitthvað, við verðum að breyta þessu, það er hægt,“ en það var náttúrlega vitað að með haustinu myndi fyrst byrja að kreppa verulega að hjá fólki og þá er spurning hversu mikil orka er eftir.“ Erfitt sé að spá fyrir um hvernig stemningin verði í þjóð- félaginu þennan vetur sem í vænd- um er. „Það fer svolítið eftir því hvað gerist núna á næstu vikum, hvort okkur verður gert kleift að lifa af því það ríkir enn svo mikil óvissa um húsnæðismálin, bílalánin og þetta blessaða Icesave.“ Lára Hanna er meðal þeirra sem hrifust af hugmyndum um nýtt lýð- veldi. Umræðan sem þá var hafi opnað augu fólks fyrir nýjum möguleikum um betra Ísland. „Þessi möguleiki er að sjálfsögðu enn fyrir hendi nú eins og þá og jafnvel enn frekar kannski, en hvort síðasti vetur hafi verið þær krossgötur sem að fólk hélt þá, það lítur ekki út fyrir það eins og stað- an er núna, því miður.“ una@mbl.is Orkan búin þegar kreppir harðar að ESB og Icesave skyggt á alla umræðu Lára Hanna Einarsdóttir Mótmælin í kjölfar bankahrunsins reyndust verða þau mestu á Ís- landi frá árinu 1949 þegar inn- göngu Íslands í Nató var mótmælt. Þótt þau hafi að mestu verið á friðsamlegum nótum fóru þau stundum úr böndunum og nokkr- um sinnum brutust út óeirðir sem urðu m.a. til þess að lögreglan sá sig knúna til að beita táragasi í fyrsta skipti í hálfa öld. Ein ljótasta birtingarmynd óeirðanna var ofbeldi sem beint var gegn lögregluþjónum. Aðfara- nótt fimmtudagsins 22. janúar slösuðust 7 lögreglumenn þegar þeir urðu fyrir grjótkasti. Beinn kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna mót- mælanna var um 42 milljónir kr. og óbeinn um 5-8 milljónir. Þá var heildarkostnaður vegna viðgerða og þrifa á Alþingishúsinu í kjölfar mótmælanna, launakostn- aðar og uppsetningar á búnaði til styrkingar vörnum hússins er áætlaður um 19 milljónir kr. Má því áætla að 6 mánaða mótmæli, frá október fram í mars, hafi kostað skattgreiðendur um 69 milljónir. Mestu mótmæli í 50 ár og kostuðu sitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.