Morgunblaðið - 02.10.2009, Síða 10

Morgunblaðið - 02.10.2009, Síða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 Í viðskiptablaði Morgunblaðsins ígær, fimmtudag, er athyglisverð frásögn af stöðu sumra stærstu skuldara íslenska bankakerfisins fyrir endalok þess.     Greininhét: „Svona er nýja gamla Ísland“. Þar er vakin at- hygli á þeirri stað- reynd að menn sem skulduðu bönkunum óheyrilegar fjárhæðir án við- unandi trygginga, jafnvel tugi eða hundruð milljarða, eru enn með þessi fyrirtæki á sínum snærum og nota í sína þágu.     Hvernig stendur á þessu?     Fjölskylda sem lenti í skulda-gildru vegna kaupa á þriggja herbergja íbúð og gat ekki selt tveggja herbergja íbúðina sína er búin að missa báðar og er enn skuldug.     Hvernig á fólk í þessari aðstöðuað skilja það sem er að gerast á hinu nýja gamla Íslandi?     Margir höfðu áhyggjur af því aðumsjónarmenn fyrirtækja í greiðslustöðvun og skiptastjórar gjaldþrota fyrirtækja skyldu áður hafa jafnvel árum saman verið á beinum og óbeinum launum hjá for- ráðamönnum sömu fyrirtækja og jafnvel í sérstöku trúnaðarsam- bandi við þá.     Voru þær áhyggjur þá eftir alltsaman fjarri því að vera ástæðulausar? Er nema von að spurt sé? Nýja gamla Ísland Eftir Líneyju Sigurðardóttur Þórshöfn | Nýborin lömb á köldum og hráslagalegum haustmorgni er ekki það sem bændur búast helst við að heimta af fjalli eftir smölun. Sú var þó raunin hjá bóndanum Gunn- laugi Ólafssyni á bænum Hallgils- stöðum í Langanesbyggð í lok sept- ember þegar tvær ær báru um sama leyti, ekki svo langt frá bænum. Óvenjuleg hegðun hrafna á flugi yfir ánum vakti athygli Gunnlaugs og þegar hann kom á vettvang voru tvær ær nýbornar, önnur einlembd en hin tvílembd. Veður var kalt og hryssingslegt og nokkurt næturfrost og sagði Gunnlaugur líklegt að kraftmikil broddmjólkin úr mæðrum þeirra hefði haldið lífinu í lömbunum sem annars hefðu trúlega króknað úr kulda en vel fram gengnar ærnar mjólkuðu strax vel og skildi þar á milli lífs og dauða hjá ungviðinu. Rúmri viku áður hafði enn ein ærin hjá Gunnlaugi mætt með nýborinn lambhrút sem fékk nafnið Herra hraustur, þar sem hann kom í heim- inn í miklum kulda sem ekki virtist bíta mikið á hann. Ástæðu þessa óvenjulega burðartíma ánna sagði Gunnlaugur líklega vera þá, að ærn- ar hefðu látið lambi en við són- arskoðun í mars kom í ljós að þær voru ekki með lambi og því fengu þær að ganga með hrútum fram í júní. Smalamenn finna vorboða í september Broddmjólkin bjargaði lífi lambanna á Hallgilsstöðum í næturfrostinu Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Vorboðar Lömbin komin í hús. Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 5 alskýjað Lúxemborg 15 skýjað Algarve 24 léttskýjað Bolungarvík 3 alskýjað Brussel 14 skýjað Madríd 22 skúrir Akureyri 2 skýjað Dublin 12 skýjað Barcelona 23 léttskýjað Egilsstaðir 2 alskýjað Glasgow 12 skýjað Mallorca 24 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 skýjað London 17 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Nuuk 2 léttskýjað París 19 skýjað Aþena 24 heiðskírt Þórshöfn 6 skýjað Amsterdam 14 léttskýjað Winnipeg 11 alskýjað Ósló 7 léttskýjað Hamborg 13 léttskýjað Montreal 7 skúrir Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Berlín 13 léttskýjað New York 12 alskýjað Stokkhólmur 7 léttskýjað Vín 20 skýjað Chicago 13 alskýjað Helsinki 6 léttskýjað Moskva 8 alskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 2. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.19 3,6 11.27 0,8 17.32 3,8 23.44 0,6 7:41 18:54 ÍSAFJÖRÐUR 1.20 0,4 7.21 1,9 13.30 0,4 19.29 2,1 7:48 18:57 SIGLUFJÖRÐUR 3.24 0,3 9.38 1,2 15.30 0,4 21.40 1,3 7:31 18:40 DJÚPIVOGUR 2.27 1,9 8.37 0,5 14.48 2,0 20.52 0,5 7:11 18:23 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Norðan 5-10 m/s, skýjað og él norðan- og austanlands, en annars fremur bjart. Frost 0 til 5 stig, en 0 til 4 stiga hiti við suður- og vesturströndina. Á sunnudag og mánudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil él, einkum við ströndina norðan- og austantil, en snjókoma á SA-landi um tíma. Kalt í veðri. Á þriðjudag Stíf austanátt með slyddu eða rigningu, en yfirleitt snjókoma til landsins. Heldur hlýnandi. Á miðvikudag Líklega norðanátt og kólnar í veðri. Él einkum norðantil á landinu VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Viðvörun: Búist er við stormi við suðurströndina eftir hádegi. Austan 8-15 m/s en 18-23 m/s við S-ströndina eftir hádegi. Snjókoma eða slydda, en rign- ing S-lands. Hiti 0 til 7 stig, en um frostmark inn til landsins. SAMTÖK atvinnulífsins hafa skorað á umhverfisráðherra að afturkalla úrskurð umhverfisráðuneytisins um að fella úr gildi ákvörðun Skipulags- stofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrif- um framkvæmdarinnar Suðvest- urlínur, styrkingar raforkuflutn- ingskerfis á Suðvesturlandi, og öðrum framkvæmdum sem tengjast álveri í Helguvík. Að öðrum kosti munu Samtökin bera fram kvörtun við umboðsmann Alþingis eða leita til dómstóla. Ráðherra afturkalli úr- skurð Skipulagsstofnunar OFNAR - VERKFÆRASKÁPAR MÁLNING - VÖRUTRILLUR - HILLUEFNI BÍLSKÚRSHURÐAROPNARAR HILLUREKKAR - STÁLVASKAR FLÚRLJÓS OG MARGT FLEIRA TAX FREE! BÍLSKÚRINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.