Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009
ANNA Jakobína
Björnsdóttir, for-
maður Kjalar,
stéttarfélags,
hefur ákveðið að
bjóða sig fram til
formanns BSRB.
Jakobína fæddist
árið 1957. Hún
útskrifaðist sem
sjúkraliði árið
1978 og starfaði
sem slíkur í 20 ár. Hún lauk prófi í
leiðtogaþjálfun og verkefnastjórn-
un frá EHÍ árið 2004 og prófi í
stjórnun og rekstri frá Háskólanum
á Akureyri árið 2006.
Framboð til
formanns BSRB
Jakobína
Björnsdóttir
BÆJARSTJÓRN Álftaness hefur
samþykkt einróma að fela bæj-
arstjóra að koma á framfæri ein-
dregnum áhuga bæjarstjórnar um
aðkomu að áformum PrimaCare
um byggingu einkarekins sjúkra-
húss og hótels á Íslandi. Starfsemin
samræmist einkar vel markmiðum
skipulags miðsvæðis á Álftanesi.
Vilja sjúkrahús
Í GÆR tóku gildi skipulagsbreyt-
ingar á stjórnarráðinu. Þær leiða
m.a. til þess að heiti nokkurra ráðu-
neyta breytist. Heiti dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins breyttist í
dómsmála- og mannréttinda-
ráðuneyti. Breytingar verða á verk-
efnum ráðuneytisins en það tekur
meðal annars yfir forræði yfir sveit-
arstjórnarkosningum, fasteignamati
og skráningu auk þess sem neyt-
endamál færast til ráðuneytisins.
Heiti viðskiptaráðuneytisins
breytist í efnahags- og við-
skiptaráðuneyti. Breytingin felur
m.a. í sér að forræði Seðlabanka
færist frá forsætisráðuneytinu.
Nafn samgönguráðuneytisins
breytist í samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneyti. Ráðuneytið tók
yfir sveirtarstjórnarmál í byrjun síð-
asta árs frá félagsmálaráðuneytinu.
Ný nöfn á
ráðuneytum
MIKIÐ hefur verið um útköll og að-
stoðarbeiðnir síðustu daga til
björgunarsveita frá ferðalöngum
sem fara á hálendið vanbúnir og
einbíla og lenda í ógöngum.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
vill beina því til ferðalanga að gera
nauðsynlegar varúðarráðstafanir,
s.s. að gera ferðaáætlun, fylgjast
með veðurspánni, ferðast ekki ein-
bíla, taka með sjúkragögn, vera
með fjarskiptasamband í lagi, taka
með viðgerðartól fyrir farartækið,
og hafa góðan hlífðarfatnað.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ferðalangar í vand-
ræðum á hálendinu UNG vinstri græn lýsa yfir stuðn-
ingi við Ögmund Jónasson fráfar-
andi heilbrigðisráðherra og þakka
honum vel unnin störf um leið og
þau harma brotthvarf hans. „Ög-
mundur vann að einurð og eljusemi
að því að verja heilbrigðiskerfið við
erfiðar aðstæður í ríkisfjármálum.“
Styðja Ögmund
STUTT
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga frá kl. 10-16
Nýjar
vörur
Glæsilegar
yfirhafnir, húfur
og hattar
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
PAS Gallabuxur
m/stretch
str. 36-56
Kr. 9.900.-
EINI íslenski keppandinn, María Shramko, vann tvenn gullverðlaun og eitt
brons í stærstu matreiðslukeppni sem haldin er í Rússlandi. Hún sést hér við
eitt af verkum sínum. Keppnin ber heitið The International Kremlin Cul-
inary Cup.
María er um þrítugt, hún á rætur sínar að rekja til Rússlands en býr á Ís-
landi og starfar hjá Myllunni. Að sögn Gissurar Guðmundssonar, forseta
heimssamtaka klúbba matreiðslumeistara (WACS), sem er í Moskvu, hefur
María þegar ákveðið að taka einnig þátt í keppninni á næsta ári.
Vann tvö gull í Moskvu
Ljósmynd/Gissur Guðmundsson
Stórfréttir í tölvupósti
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111