Morgunblaðið - 02.10.2009, Síða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009
HINN 30. sept-
ember sl. birtist í
Morgunblaðinu grein
eftir tvo ágæta kollega
mína, Benedikt Jó-
hannesson og Bjarna
Guðmundsson, um
hugsanlegan skatt á
iðgjaldagreiðslur til líf-
eyrissjóða. Við þær erf-
iðu aðstæður sem þjóð-
in býr nú við
fjárhagslega er mjög mikilvægt að
skoða allar hugsanlegar leiðir til að
létta stjórnvöldum og fyrst og fremst
landsmönnum þann þunga róður, já
það má segja lífróður, sem nú blasir
við. Þessi skattheimta er ein leið sem
unnt er að grípa til og sjálfsagt er að
skoða gaumgæfilega. Ég gagnrýndi
fyrir nokkrum mánuðum hugmyndir
þessar, að ég taldi á hlutlægum for-
sendum, en fékk bágt fyrir frá
Tryggva Þór Herbertssyni, alþing-
ismanni og háskólaprófessor í hag-
fræði. Í þeirri gagnrýnisgrein sinni
varpaði hann meira segja fram þeirri
hugmynd að ríkið yf-
irtæki þann hluta eigna
sjóðanna sem svaraði til
skatta af
lífeyrisskuldbindingun-
um. Eða eins og
Tryggvi Þór skrifaði:
„Önnur leið væri að við
tilfærslu í nýtt kerfi
myndi ríkið einfaldlega
taka til sín allar fram-
tíðarskattgreiðslur og
frá fyrsta degi yrðu all-
ar útgreiðslur skatt-
frjálsar. Ríkið á þessar
framtíðarskattgreiðslur og er því
ekki að ganga á hlut neins. Það
myndi þá strax leysa til sín allt að 600
milljarða peningalegar eignir – ríkið
yrði skuldlaust á ný ef horft væri til
nettó skulda.“ Einfalt mál fyrir
hagfræðiprófessor eða hvað?
Úr sjóðsöfnun í gegnumstreymi
Ég gagnrýndi á sínum tíma að með
þessari aðferð við sköttun iðgjald-
anna væri verið að flytja skattgreiðsl-
urnar milli kynslóða. Þessu svaraði
hagfræðiprófessorinn svo: „Því er af-
ar hæpið að hækka þurfi skatta um-
talsvert í framtíðinni og því stenst
staðhæfing fjögur tæpast.“ (Let-
urbreytingar mínar.) Er þetta dæmi-
gert fyrir sönnunarfærslu í hagfræði
eða hvað? Málið er einfalt út frá heil-
brigðri, almennri skynsemi: Ef ein-
hver hópur sleppur í framtíðinni við
sköttun á hluta tekna sinna þarf að
dreifa þeirri skattalækkun á aðra
skattþegna. Þetta fyrirkomulag sem
hér er til skoðunar felur í raun í sér
umbreytingu á fjármögnun lífeyris-
sparnaðar úr sjóðsöfnun í gegnum-
streymi að því marki sem sköttun ið-
gjaldanna nemur og það er engin
smátilfærsla þegar við ræðum um
þriðjung af iðgjaldatekjum sjóðanna.
Það er hið bezta mál að færa til í
tíma notkun fjármagns og í raun
snýst fjármálafræðin um þetta atriði.
Sparnaður í lífeyrissjóðum um
margra áratugi á starfsævinni til að
nota síðan að starfi loknu er einmitt
mjög gott dæmi um þetta. Við höfum
borið gæfu til þess að byggja upp
sterkt lífeyriskerfi sem byggist á sjóð-
söfnun og huga þarf mjög vel að hvers
kyns aðgerðum sem draga úr upp-
söfnuninni sem slíkri og auka vægi
gegnumstreymis fjár. Hvernig væri
staða lífeyriskerfis okkar ef ákveðið
hefði verið fyrir fjórum áratugum að
byggja á gegnumstreymi? Margar
þjóðir hafa átt við mjög vaxandi vanda
að glíma vegna þess að miklu stærri
hluti lífeyriskerfis þeirra hefur byggst
á gegnumstreymi en hjá okkur.
Tryggvi Þór benti réttilega á það að
um 2035 munu þrír Íslendingar á
vinnualdri vera fyrir hvern eftirlauna-
þega en nú eru þeir sex sem standa að
baki hverjum eftirlaunaþega. Þessi
staðreynd segir allt sem segja þarf
um áhrif þess á skatta hinna vinnandi
þegar aldursskipting þjóðarinnar
breytist jafnmikið og fyrirsjáanlegt er
á næstu áratugum. Við notum þessar
krónur sem innheimtast í iðgjalda-
skatt aðeins einu sinni og þeir sem
verða virkir skattgreiðendur eftir 20-
40 ár munu finna fyrir sársaukanum
sem við sleppum við á næstu árum.
Við getum ekki vísað þessum reikn-
ingi á t.d. erlenda skattgreiðendur
eins og ætlunin var í Icesave eða á
kröfuhafa fallinna banka eins og í lán-
tökum vegna hlutabréfakaupa.
Hlutverk trygginga-
stærðfræðinga
Það er verðugt verkefni fyrir okk-
ur tryggingastærðfræðinga að fram-
reikna þá tekju- og gjaldastrauma
sem hér er um að ræða, þ.e. að rann-
saka áhrifin á skatta framtíðar sem
og lífeyrisgreiðslur almannatrygg-
inga.
Tek undir með þeim Benedikt og
Bjarna að það er nauðsynlegt að
skoða alla kosti í stöðunni. Síðan þarf
að gera þeim sem taka ákvörðun sem
gleggsta grein fyrir áhrifunum af svo
róttækri aðgerð sem hér er til um-
ræðu nú sem og til framtíðar. Sú
skylda hvílir á okkur sem sérfræð-
ingum við alla ráðgjöf til jafnt einka-
aðila sem opinberra.
Eftir Bjarna
Þórðarson »Hvernig væri staða
lífeyriskerfis okkar
ef ákveðið hefði verið
fyrir fjórum áratugum að
byggja á gegnumstreymi
en ekki sjóðsöfnun?
Bjarni Þórðarson
Höfundur er
tryggingastærðfræðingur.
Iðgjaldaskattur, sársaukalaus í dag en …
SEM forystuafl ís-
lenskrar íþróttahreyf-
ingar kemur Íþrótta-
og Ólympíusamband
Íslands að samstarfi
um forvarnardag for-
seta Íslands fjórða árið
í röð.
Meðal hinna þrennu
sígildu skilaboða for-
varnardagsins til æsku
landsins og foreldra
þeirra er mikilvægi
þess að iðka reglulega íþróttir innan
skipulegrar íþróttastarfsemi. Rann-
sóknir hafa með skýrum hætti sýnt
fram á samhengi þess við minni líkur
á áfengis- og fíkniefnaneyslu ung-
menna. Þátttaka í íþróttastarfi er
sannarlega engin ávísun á fullkom-
inn einstakling sem er þar með laus
við alla ytri áhættu félagslegra
vandamála. En þau gildi sem
íþróttahreyfingin stendur fyrir
minnka líkurnar. Þau gildi – að við-
bættum verðmætum í formi hollrar
hreyfingar og upp-
byggilegs félagsskapar
– hafa líklega sjaldan
eða aldrei verið al-
mennt mikilvægari
okkar samfélagi.
Íslenskt samfélag
hagnast á eflingu
skipulegrar íþrótta-
starfsemi og sjálf-
boðaliðastarfs, og að
börn og ungmenni taki
þar virkan þátt. Ýmsir
hafa talað um siðrof í
íslensku samfélagi samhliða efna-
hagshruni.
Það er mikilvægt að halda á lofti
gildum heiðarleika og gagnsærra
leikreglna – gildum sem hafa borið
uppi starfsemi og keppni íþrótta-
hreyfingarinnar í heila öld. Íþrótta-
hreyfingin er meðvituð um að stöðug
umræða og þróun þarf að eiga sér
stað varðandi siðareglur, heiðarleika
og jafnræði keppenda. Í því felst
uppbyggileg forvörn fyrir börn og
ungmenni. Þrátt fyrir að þrengst
hafi í búi hjá mörgum íþróttafélögum
á undanförnum mánuðum vegna
efnahagsástandsins þá hefur und-
irritaður hvergi heyrt annað en að
dugmiklir stjórnendur íþróttafélaga
hafi af fremsta megni reynt að halda
dyrum starfsemi sinnar opnum fyrir
alla þegna samfélagsins.
Í tilefni forvarnardags forseta Ís-
lands vil ég því hvetja foreldra til að
kynna sér hvað íþróttafélög í þeirra
hverfi eða sveitarfélagi hafa upp á að
bjóða fyrir þeirra börn. Það kynni í
senn að vera upphaf að glæstum
íþróttaferli samhliða vináttu og góðu
skjóli fyrir barnið í faðmi íþrótta-
hreyfingarinnar. Enn betra er auð-
vitað að foreldrar og börn þeirra
leggist sameiginlega á árarnar með
virkri þátttöku í sjálfboðaliða-
starfsemi jafnt sem íþróttastarfi fé-
laganna. Með því má segja að
íþróttahreyfingin komi að öllum
skilaboðum forvarnardagsins.
Ég hvet foreldra og börn til að
kynna sér sígild og einföld skilaboð
forvarnardags forseta Íslands.
Íþróttaiðkun – upp-
byggileg forvörn
Eftir Ólaf Rafnsson
» Íslenskt samfélag
hagnast á eflingu
skipulegrar íþrótta-
starfsemi...
Ólafur Rafnsson
Höfundur er forseti ÍSÍ.
NÚ ER ljósið í
myrkrinu farið úr rík-
isstjórninni. Ég hef
aldrei kosið Vinstri
græn, en ég hef oftar
en ekki getað sam-
samað mig vissum
hugsjónum sem þau
hafa að leiðarljósi, þó
alls ekki öllum. Ég hef
áður hrósað Ögmundi
þar sem mér hefur
fundist hann vera sá eini í þessari rík-
isstjórn sem tilbúinn er að standa við
þær hugsjónir og loforð sem hann gaf
þjóðinni. Hann hefur staðið sig vel í
heilbrigðisráðuneytinu þrátt fyrir að
hafa þurft að taka þar erfiðar ákvarð-
anir sem snerta stærsta vinnustað
landsins og þann málaflokk sem er
ein af grunnforsendum okkar velferð-
arsamfélags.
Hvernig væri að sameinast á bak
við Ögmund sem næsta forsætisráð-
herra í nýrri þjóðstjórn? Hann talar
sama tungumál og hinn venjulegi
þjóðfélagsþegn. Hann er skörulegur
og stendur við gefin orð. Hann er
tilbúinn til að vinna með fulltrúum
allra flokka til góðra
verka og hefur sér-
staklega hvatt til þess.
Nú gafst hann hins
vegar upp gagnvart Jó-
hönnu sem hefur lagt allt
í sölurnar til að halda
AGS- og ESB-vina-
þjóðunum góðum. Jó-
hanna hefur nú sýnt að
hún ræður ekki við þetta
gríðarlega erfiða verk-
efni sem bíður komandi/
núverandi ríkisstjórnar.
Það er ekki lengur nóg
að vera sýndarsamein-
ingartákn þjóðarinnar. Við þurfum
öruggari ákvarðanir og sýnilegri for-
sætisráðherra. Jóhanna verður þjóð-
arinnar vegna að stíga til hliðar.
Ég hef lengi talið að leggja ætti
pólitík niður í óákveðinn tíma á með-
an við erfiðasta hjallann er að etja.
Þjóðin þarf forystu sem er samstiga
og tilbúin að fara óhefðbundnar leiðir
út úr þeim ógöngum sem Icesave
meðal annars hefur komið okkur í.
Hingað til lands hafa sérfræðingar
verið fluttir inn í „hlössum“ und-
anfarna mánuði til ráðgjafar. Lítið
sem ekkert tillit hefur verið tekið til
þeirra ráða sem þeir hafa gefið. Við
heyrum alltaf sömu „möntruna“ um
að við þurfum að fá þessi lán frá AGS
til að blása lífi í efnahagslífið. Lítið
annað á að gera við þessi lán en að
leggja þau inn á bók og bíða og sjá til
hvað gerist við það. Ekki hvarflar að
neinum að leita lána annars staðar
frá. Heimurinn byrjar og endar í
ESB! Nú verðum við að horfa til þess
að þjóðstjórn eða starfsstjórn er land-
inu nauðsynleg. Leggja verður póli-
tískan ágreining til hliðar og þjóðin
verður að fara að vinna saman sem
einn maður til þess að vernda okkar
dýrmæta þjóðfélag. Þjóðin á meira og
betra skilið af sínum fulltrúum á Al-
þingi en að þeir geti ekki komið sér
saman næstu tvö árin eða svo. Póli-
tískur metnaður verður að liggja á
milli hluta á meðan unnið er að mark-
vissri og skynsamlegri aðgerðaáætl-
un fyrir framtíð Íslands.
Eftir Karenu
Elísabetu
Halldórsdóttur
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
»Hvernig væri að
sameinast á bak
við Ögmund sem næsta
forsætisráðherra
í nýrri þjóðstjórn?
Höfundur er BA í sálfræði og MS í
mannauðsstjórnun.
Aðgerðaáætlun fyrir Ísland
MIKIÐ og lengi hef-
ur verið rætt og ritað
um sameiningu sveitar-
félaga landsins, skýrslur
skrifaðar og fundir
haldnir. Allnokkur ár-
angur hefur orðið á því
sviði enda hefur sveit-
arfélögum fækkað úr
229 árið 1950 í 77 í ár.
En betur má ef duga
skal og framundan er að
taka enn einn hnykk á þessu máli.
Ég, sem samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra og formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, skrifaði
undir yfirlýsingu um að nefnd móti til-
lögur til frekari sameiningar sveitarfé-
laga. Þetta verður ekki enn ein nefnd-
in sem leggur fram tillögur í skýrslu
sem fer ofan í skúffu heldur stórt
skref til árangurs. Nefndinni verður
falið að ræða við sveitarstjórnarmenn
og almenning í byggðum landsins og
meta hvar eru sameiningarkostir.
Landsþing Sambands íslenskra sveit-
arfélaga fjallar í framhaldinu um þær
tillögur og síðasta skrefið er síðan að
ég legg málið í dóm Alþingis.
Sameiningarhugmyndir með lög-
um, tilteknum lágmarksíbúafjölda,
með frjálsum kosningum, viðhorfs-
könnunum, samgöngubætur eða aðrar
gulrætur frá ríkinu – allt þetta hefur
verið reynt en árangurinn lætur samt
á sér standa. Margt bendir hins vegar
til að nú sé að myndast jarðvegur fyrir
frekari sameiningar eins og:
Nýlegar samþykktir á aðalfundum
bæði hjá Fjórðungssambandi Vest-
firðinga og Sambandi sveitarfélaga
á Austurlandi. Á þessum svæðum
vilja sveitarstjórnarmenn kanna í
fullri alvöru og einlægni kosti þess
og galla að sameina öll sveitarfélög í
þessum landsfjórðungum.
Flutningur verkefna frá ríki til
sveitarfélaga. Árið 2011 verða mál-
efni fatlaðra flutt og árið 2012 mál-
efni aldraðra. Slíkur verkefnaflutn-
ingur ásamt með tilheyrandi
tekjustofnum er forsenda þess að
efla sveitarfélögin. Minna má á þær
sameiningar sem urðu kringum
1996 þegar grunnskólinn var fluttur
til sveitarfélaga.
Endurskoðun stendur yfir á öllu
tekjustofnakerfi sveitarfélaga og
regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga. Fámenn sveitarfélög og veik-
burða hafa lifað að miklu leyti á
framlögum Jöfn-
unarsjóðs.
Samgöngur fara
batnandi og rafræn
samskipti og rafræn
stjórnsýsla hafa í för
með sér að atvinnu-
og búsetusvæði hafa
stækkað. Því ekki
stjórnsýslueiningar
líka?
Síðast en ekki síst vil
ég nefna þá áherslu
sem ríkisstjórnin
leggur á eflingu sveitarfélaga. Í því
getur meðal annars falist að færa
enn fleiri verkefni til þeirra. Um
leið getum við íhugað hvernig lýð-
ræðisumbætur og sóknaráætlanir
sem nú eru til skoðunar geta styrkt
þessi skref.
Ég vil í þessu samband sérstaklega
taka fram að hér er höfuðborgarsvæð-
ið ekki undanskilið. Af hverju eru sjö
sveitarfélög á því svæði? Er þetta
ekki ein heild? Mætti ekki sárs-
aukalaust fækka þeim um tvö til þrjú?
Sveitarfélög landsins eru of fámenn
og of veikburða. Í yfir helmingi sveit-
arfélaganna 77 er íbúafjöldinn undir
eitt þúsund manns. Horfum á landa-
kortið og íhugum hvort við getum
ekki sameinað sveitarfélög á Snæ-
fellsnesi í eitt, sveitarfélög á Norður-
landi öllu í kannski tvö eða þrjú, sveit-
arfélög á Suðurlandi í tvö og á Suður-
nesjum í eitt. Er hugsanlegt að fækka
þeim úr 77 sveitarfélögum í til dæmis
17?
Málefni sveitarfélaga eru í mikilli
gerjun. Það er hugur í sveitarstjórn-
armönnum og allir vilja efla byggð-
arlag sitt. Það gerum við best með því
að stækka einingarnar og efla þær
með sameiningu og fleiri verkefnum.
Á það mun ég leggja áherslu á næstu
misserum og ég hef trú á að við getum
stigið stór skref í þessum efnum með
því góða samráði sem þegar hefur
verið lagt með Sambandi íslenskra
sveitarfélaga.
Eftir Kristján
L. Möller
» ...hér er höfuðborg-
arsvæðið ekki und-
anskilið. Af hverju eru
sjö sveitarfélög
á því svæði?
Kristján L. Möller
Höfundur er samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra.
Höfum skapað
skilyrði til eflingar
sveitarfélaga