Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 38
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 5. október.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út
stórglæsilegt sérblað um
tísku og förðun föstudaginn
9. október 2009.
Í Tísku og förðun verður fjallað um
tískuna haustið 2009 í hári, förðun,
snyrtingu og fatnaði auk umhirðu
húðarinnar, dekur og fleira.
Meðal efnis verður :
Nýjustu förðunarvörurnar.
Húðumhirða.
Haustförðun.
Ilmvötn.
Snyrtivörur.
Neglur og naglalökk.
Hár og hárumhirða.
Tískan í vetur.
Flottir fylgihlutir.
Góð stílráð.
Íslenskir fatahönnuðir.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Tíska og
förðun
✝ Jóhanna Ragn-arsdóttir fæddist á
Vattarnesi við Reyð-
arfjörð 18. febrúar
1951. Hún lést á heim-
ili sínu 24. september
sl. Foreldrar hennar
vour Ragnhildur Jó-
hannsdóttir, f. á Búð-
um í Fáskrúðsfirði 20.
september 1914, d. 23.
febrúar 1975 og Ragn-
ar Þ. Jónasson, f. á
Hreimsstöðum í
Hjaltastaðaþingá 28.
ágúst 1912, d. 6. sept-
ember 1984. Systkini Jóhönnu eru
Anna Kristín, f. 28. febrúar 1940,
Jónas, f. 21. júlí 1944, Guðný Petra,
f. 14. desember 1949 og Þórdís, f. 13.
desember 1953.
Sonur Jóhönnu er Hilmar Þór
Valsson, f. 4. júlí 1969,
kvæntur Söndru Eiðs-
dóttur, f. 24. apríl
1976. Dóttir þeirra er
Ragnhildur Eiðunn, f.
30. ágúst 2004. Fyrir
átti Sandra soninn
Garðar Egil, f. 28. jan-
úar 1994. Jóhanna bjó
síðustu 6 árin með Jóni
Erni Guðmundssyni, f.
4. nóvember 1949.
Jóhanna ólst upp á
Vattarnesi til 1965.
Flytur þá með for-
eldrum sínum að Búð-
um í Fáskrúðsfirði og bjó á heimili
hjá þeim meðan báðir lifðu. Frá
árinu 1989 bjó Jóhanna í Reykjavík.
Útför Jóhönnu fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 2. október, og hefst at-
höfnin kl. 11.
Elsku Jóhanna systir, í nokkrum
fátæklegum orðum vil ég þakka þér
fyrir allar okkar samverustundir.
Það koma ótal minningar upp í hug-
ann. Þegar við áttum heima á Vatt-
arnesi í bernsku, þegar við fórum að
smala, ná í kýrnar og allt það sem
tilheyrir sveitinni. Skrúðsferðirnar
með pabba og hvað okkur fannst
gaman að skauta og alla leiki okkar.
Svo þegar við bjuggum saman í
Byggðarholti með pabba og börn-
unum okkar, alla fallegu handavinn-
una sem þú gerðir þar og svo ótal
aðrar minningar þaðan. Svo hér í
Reykjavík, ég á eftir að sakna þess
að fá ekki hringingu frá þér á
morgnana, að geta ekki fengið mér
göngutúr til þín í kaffisopa.
Elsku Jóhanna mín, ég veit að
þér líður vel núna hjá mömmu og
pabba.
Elsku Hilmar minn og fjölskyld-
an öll, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þórdís Ragnarsdóttir.
Jóhanna Ragnarsdóttir var sam-
býliskona mín í mörg ár. Hún hafði
yndislega nærveru og sóttu margir
eftir félagsskap við hana. Hún hafði
alltaf gott og skemmtilegt af sér að
gefa. Það gekk á ýmsu í lífi hennar,
en alltaf tók hún mótlæti með ró-
semd og glaðværð sem var engu lík.
Aldrei kom til greina að gefast upp
fyrir erfiðum aðstæðum.
Jóhanna hafði óbilandi trú á lífinu
og tilverunni, var bjartsýn og hafði
áhrif á marga aðra með sínum sér-
staka karakter og óvenjumikla sál-
arstyrk Hún var ákveðin, passaði
vel upp á sína hagsmuni. Heimilið,
börnin hennar og barnabörn voru
henni allt.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast og
búa með þessari óvenjulegu konu
sem öllum þótti vænt um. Lítil,
veikluleg, en elskuleg og stór mann-
eskja. Jóhanna verður alltaf stór
hluti af mínu lífi. Börnum mínum
fannst hún skipta mig miklu máli og
fannst gott að kynnast henni. Hvíl í
Guðs friði Jóhanna Ragnarsdóttir.
Jón Örn Guðmundsson.
Ástkær frænka mín er fallin frá
58 ára að aldri. Margar minningar
þjóta um hugann á þessum tíma-
mótum. Hún er fyrsta foreldra-
systkin mitt til að fara yfir móðuna
miklu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að alast upp í afa og ömmu húsi
á Fáskrúðsfirði til 12 ára aldurs.
Þar bjó ég ásamt móður minni Þór-
dísi, afa og ömmu, Jóhönnu og syni
hennar Hilmari. Þarna voru mín
bestu bernskuár í fegurð fjallanna,
þar sem maður þekkti fólkið í
hverju húsi.
Jóhanna átti ríkan þátt í uppeldi
mínu þessi fyrstu 12 ár ásamt öðru
heimilisfólki að ógleymdum Guð-
nýju móðursystur, Gísla eiginmanni
hennar og dætrum þeirra Rósu og
Vilborgu sem bjuggu í næsta húsi.
Þetta var mín kjarnafjölskylda og
það fólk sem ég ber sterkustu bönd-
in við enn þann dag í dag ásamt eig-
inmanni mínum og sonum tveim.
Jóhanna var sérlega ljúf, friðsöm
og einstaklega góð í sér. Listræn og
skapandi. Þau voru mörg handa-
vinnuverkefnin sem urðu til í
Byggðarholti á þessum árum og það
virtist vera sama á hverju Jóhanna
snerti; hekl, prjón, útsaumur og
smyrn, þetta varð allt að gullfal-
legum stykkjum.
Ég var alveg áreiðanlega aðdá-
andi númer eitt og sat tímunum
saman og fylgdist grannt með Jó-
hönnu að störfum. Hún leyfði mér
alltaf að prófa og var smyrnanálin
það allra mest spennandi verkefni
sem ég komst í. Svo spennandi að
ég var næstum búin að eyðileggja
fallegt smyrnateppið, en Jóhanna
hló bara og lagaði eftir mig.
Það var auðvelt að fá Jóhönnu til
að leika við sig á þessum árum og
lékum við reglulega hárgreiðsluleik
þar sem Jóhanna lék hinar ýmsu
konur sem komu í hárgreiðslu til
mín, enda var það aðalmarkmiðið í
lífinu í þá daga. Þarna fékk ég að
spreyta mig með greiðu og skæri,
það er mesta furða að Jóhanna
skyldi hafa nokkurt hár á höfðinu
eftir þessar tilraunir! Ég klippti Jó-
hönnu nokkrum sinnum eftir að ég
varð fullorðin. Ég hafði reyndar
skipt um skoðun á leiðinni og varð
aldrei hárgreiðslukona en Jóhönnu
var alveg sama. Henni fannst þetta
bara ágætt og labbaði skælbrosandi
út frá mér með skakkan toppinn.
Þannig að ef fólk rekur minni til að
Jóhanna hafi einhvern tímann verið
illa klippt, þá er það hér með op-
inbert – ég ber ábyrgð á því. Jó-
hanna lagði ekki mikið upp úr útliti,
hún lagði mun ríkari áherslu á inn-
ræti fólks. Það var akkúrat það sem
ég elskaði við Jóhönnu. Margt í líf-
inu hefði ég óskað Jóhönnu betur til
handa. Margt fannst mér betur
hefði mátt fara – tækifærin hennar
hefðu sannarlega mátt vera fleiri.
En að því sögðu vil ég taka fram að
ég tel að Jóhanna hafi á svo margan
hátt verið hamingjusöm. Hún var
mjög stolt af syni sínum, tengda-
dóttur og barnabarni, og hafði hún
góða ástæðu til. Okkur frænkum
hennar og börnum okkar var hún
stolt af og sinnti okkur með símtöl-
um og heimsóknum. Því það var það
sem skipti Jóhönnu máli, fólkið
hennar.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig elsku Jóhanna mín, ég
mun sannarlega sakna þín.
Elsku Hilmar minn, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til þín, fjöl-
skyldu þinnar og annarra aðstand-
enda.
Ragna Kristinsdóttir.
Haustið dregur húm á tinda
sólin týnist í sjóinn fljótt,
sumir eiga um sárt að binda
vantar gleði og vantar þrótt.
Burtu halda bjartar nætur
köldum vetri þá kvíðir drótt,
sefur alda, sáran grætur
saklaus drengur um svarta nótt.
Skýin taka að skjóta upp ljótri krippu
skuggar langir þyrpast fram á völl
hylur sortinn okkar fríðu fjöll
ó fagra vor, ó fagra vor.
Burtu halda bjartar nætur
sólin týnist í sjóinn fljótt.
Sefur alda, sáran grætur
saklaus drengur um svarta nótt.
(Einar Georg Einarsson)
Er ég hugsa til baka kemur upp í
hugann hversu stórt hlutverk Jó-
hönnu frá Byggðarholti var í
bernsku minni. Það sem einkenndi
Jóhönnu var glaðværð, góðmennska
og nægjusemi. Svo var hún móðir
æskuvinar míns hans Hilmars Þórs.
Við Hilmar vorum uppátækjasamir
og gátum brallað margt eins og
guttum gengur til. En við áttum
hauk í horni þar sem Jóhanna var,
því ávallt tók hún svari okkar. Í
raun var hún okkar leikfélagi og gat
bryddað upp á ýmsum leikjum sem
oftast voru fullir galsa og gleði. Jó-
hönnu leiddist það seint þegar við
Hilmar kepptumst við að segja
henni frá strákapörunum okkar og
ef mig minnir rétt, þá bættum við
kryddi í sögurnar svo hún hefði
meira gaman af.
Bestu afmæli sem ég fór í sem
stráklingur var í Byggðarholt. Jó-
hanna var mikill bakari og á veislu-
borðum voru terturnar skip, bílar,
hús með kremi og sælgæti, rétt eins
og í ævintýralandi. Leikirnir voru
óteljandi og skemmtunin algjör.
Þótt árin séu orðin mörg frá því að
það sem að ofan er talið var, þá bera
minningarnar mig heim til æsku-
stöðva minna, þar sem enn einn ein-
staklingurinn er burtkvaddur sem
mótaði umhverfið mitt. Þegar á
heildina er litið erum við hvert öðru
mikils virði og án þess væri lífið lit-
laust.
Blessuð sé minning Jóhönnu
Ragnarsdóttur.
Ég votta Hilmari og fjölskyldu,
sambýlismanni Jóhönnu, ættingjum
hennar og vinum samhug minn.
Karl Emil Pálmason.
Jóhanna
Ragnarsdóttir
Kæri Höskuldur.
Mig langar að þakka þér fyrir
allar stundirnar sem fjölskyldur
okkar áttu saman, t.d. páskarnir á
Sauðárkróki og öll sumrin í sum-
arbústaðnum á dalnum (Illugastöð-
um). Það var alltaf mikið fjör og
nóg að dunda, svo sem að sækja í
lækinn það sem var verið að kæla,
Höskuldur Stefánsson
✝ Höskuldur Stef-ánsson fæddist á
Illugastöðum í Lax-
árdal í Engihlíð-
arhreppi í Austur-
Húnavatnssýslu.
Hann lést í Heilbrigð-
isstofnun Blönduóss
sunnudaginn 30.
ágúst 2009 og var út-
för hans gerð frá
Grafarvogskirkju í
Reykjavík 11. sept-
ember.
hoppa yfir lækinn til
að leika í gömlu rúst-
unum, skreppa á
næsta bæ til að fá
lánaða hesta og ríða
svo til baka og þurfa
að fara yfir ána.
Þetta var mjög gam-
an fyrir litla telpu-
hnátu úr borginni að
upplifa og allt eru
þetta ljúfar minnn-
ingar sem ég mun
geyma í hjarta mér.
Kannski á ég eftir að
kíkja á dalinn með
fjölskyldu minni og segja barna-
börnunum sögurnar af því hvað
það var alltaf gaman á dalnum hjá
þér og henni Valný þinni.
Ég bið guð um að veita fjöl-
skyldu þinni styrk á þessari stund.
Takk fyrir allt,
Hafdís Þorgilsdóttir.