Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 ✝ Hallgrímur Ólafs-son fæddist í Reykjarfirði, Grunnavíkurhreppi í N-Ísafjarðarsýslu en ólst upp í Furufirði í sömu sveit. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundína Einarsdóttir og Ólaf- ur Matthías Sam- úelsson. Systkini Hallgríms voru: Kristín, f. 21.2. 1922. Inga Jó- hanna, f. 22.7. 1923. Magna, f. 14.9. 1926. Samúel, f. 29.8. 1928. Einar Bærings, f. 6.10. 1930. Krist- ján Hergeir Bjarni, f. 22.2. 1941. Þau eru öll látin nema Kristján sem lifir systkini sín. Hallgrímur hóf búskap með unnustu sinni, Guðnýju Sigurðardóttur frá Kálfs- hamarsvík á Skaga, upp úr 1950 í Reykjavík en þau fluttust á Akra- nes fjórum árum síðar. Hallgrímur og Guðný giftu sig 1955. Börn þeirra eru: Guðmundína, sem er gift Matthíasi Pálssyni og börn þeirra eru Páll Þorgeir, Kári Þór og Matthías Freyr. Ólafur, var giftur Sigþóru Gunnarsdóttur en þau skildu, börn þeirra eru Hall- grímur, Gunnar Hafsteinn, Jón Valur og Guðný Birna. Ólafur var nú síðastliðin 3 ár í sambúð með Stefaníu Þóreyju Guðlaugsdóttur og eru börn hennar Guðlaugur Ólafsson, Lára Magnúsdóttir, Óttar Sævar Magn- ússon og Eyþór Arn- ar Magnússon. Hörð- ur, er giftur Geirlaugu Jónu Rafnsdóttur, og eru börn þeirra Klara Árný, Guðni Rafn og Davíð Örn. Hall- grímur fór ungur til sjóróðra, bæði í Grunnavík og Hnífs- dal. Hann lærði vél- stjórn og starfaði eftir það sem vélstjóri á bátum bæði frá Ísafirði og Akranesi. Haustið 1950 fluttist hann til Reykjavíkur og hóf nám í málaraiðn. Vann hann alfarið við það til 1955. Eftir það starfaði hann á skipum Haraldar Böðv- arssonar á Akranesi og hjá Haf- erni og Heimaskaga til 1975, lengst af á aflaskipinu Höfrungi þriðja með Garðari Finnssyni skip- stjóra. Árið 1975 hóf hann störf sem ofngæslumaður í Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi og starfaði þar til ársins 1993, en það ár lét hann af störfum fyrir aldurs sakir. Seinni hluta ævinnar átti hann sér áhugamál sem var hesta- mennska og veitti það honum mikla ánægju og gleði. Útför Hallgríms verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 2. október og hefst athöfnin kl. 14. Því fækkar óðum, því fólki sem fæddist og átti sín bernskuspor norður á Hornströndum. Nú er lið- in hart nær hálf öld síðan byggð þar lagðist af. Æ síðan eru Hornstrand- ir sveipaðar huliðsljóma þar sem náttúran fær notið sín í friði fyrir atgangi okkar mannanna. Þar sem hvönnin verður mannhæðarhá, tóf- an gaggar og fuglabjörgin iða af lífi. Í þessu umhverfi sleit ástkær faðir minn, Hallgrímur Ólafsson, barnsskónum i faðmi foreldra og systkina, nánar tiltekið í Furufirði. Elsku pabbi, nú er slokknað ljós- ið á þínu fallega og góða lífi. Það má segja að þú hafir heldur betur verið bænheyrður frá því þú varst á ung- lingsárunum reiddur fársjúkur af brjósthimnubólgu á kviktrjám á milli tveggja hesta suður yfir Skor- arheiði og þaðan með báti til Ísa- fjarðar. Þá baðstu Guð að lofa þér að verða tvítugur. Guð heyrði bæn þína. Þú varst kletturinn í hafinu sem vaktir yfir velferð okkar af- komenda þinna. Þér var í uppvext- inum innrætt það að samviskusemi, traust og heiðarleiki væru dyggðir sem þú skyldir hafa með þér sem veganesti út í lífið. Samviskusamari og heiðarlegri maður er vandfund- inn. Þú valdir þér hafið sem vinnu- stað strax sem ungur maður. Þú fórst fyrst sjóróðra frá Grunnavík og Hnífsdal með frændum þínum. Þaðan á Ísafjörð og Akranes. Sjó- sókn á fiskiskipum sem vélstjóri varð þinn starfsvettvangur fram að fimmtugu. Um fimmtugt fékkstu kransæðakast og hættir á sjó eftir það. Þú fórst að vinna sem ofn- gæslumaður í Sementsverksmiðj- unni og starfaðir þar til ársins 1993 er þú hættir sökum aldurs. Þið mamma settust að á Akranesi árið 1953 og bjugguð þar alla tíð síðan. Munda fæddist árið 1952, ég árið 1957 og Hörður árið 1962. Samúel bróðir þinn settist einnig að á Akra- nesi en hann giftist Fjólu systur hennar mömmu. Það var alla tíð mikill samgangur og vinátta á milli heimilanna og ræktarsemi þín gagnvart hinum systkinunum og aldraðri móður þinni var einstök. Eftir að þú komst í land fórst þú að sinna áhugamáli frá barnæsk- unni sem var hestamennska. Hestamennskan veitti þér margar ánægjustundir, ekki síst í öllum langferðunum um landið. Þar á meðal var ferðalag á æskustöðvarn- ar þegar þið bræðurnir ásamt fleir- um riðuð norður allar strandir og þaðan yfir í Ísafjarðardjúp, suður Dali og aftur heim á Skaga. Elsku hjartans pabbi minn, ég vil að leiðarlokum þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Allt sem þú kenndir mér og innrættir um lífsins gildi. Ég þakka þér hvað þú reynd- ist börnunum mínum einstaklega vel. Við vitum báðir að það komu stundir þegar ég var ekki fyrir- myndar sonur. Ég kynntist ungur hörðum húsbónda sem Bakkus heitir og á stundum tók hann frá mér dómgreindina. Á þeim stund- um sýndir þú best hvaða mann þú hafðir að geyma. Ást þín og vænt- umþykja var svo óeigingjörn og sönn og án allra skilyrða. Alltaf tókstu á móti mér með sömu ást- úðinni og hjartagæskunni. Fyrir það og svo margt annað vil ég nú þakka þér, kæri pabbi minn. Pabbi minn, ég er svo stoltur og þakk- látur fyrir að hafa fengið að verða sonur þinn. Hafðu þökk fyrir allt og allt og svo hittumst við aftur bráð- um. Þinn sonur, Ólafur Hallgrímsson. Meira: mbl.is/minningar Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Í dag er til moldar borinn minn ástkæri tengdafaðir Hallgrímur Ólafsson, eða Halli eins og hann var jafnan kallaður. Farinn er mikill og sterkur karakter sem hafði sterk áhrif á mig allt frá okkar fyrstu kynnum. Það er með trega og þakk- læti sem ég kveð þennan mikla höfðingja, það voru mikil forrétt- indi að fá að deila lífinu með þess- um frábæra manni. Það var fyrir hartnær 35 árum að ég kynntist Halla þegar við Óli son- ur hans rugluðum saman reytum. Strax við fyrstu kynni uppgötvaði ég að þar fór hægur, traustur, góð- ur og ekki síst fróður og víðlesinn maður. Aldrei hefur skugga borið á okkar vináttu og kærleika og ef satt skal segja þá hefur þessi virðing og ást dýpkað með árunum. Um- hyggja hans og ást til mín og fjöl- skyldu minnar var falleg og fölskvalaus. Þó að hjónabandi okk- ar Óla lyki skildu aldrei okkar leiðir sem betur fer og hef ég alltaf fengið að vera hluti af fjölskyldunni og fengið að taka þátt í gleði hennar og sorgum allar götur síðan. Það þakkarvert og alls ekki sjálfgefið, en það var ekki við öðru að búast þar sem svona vel gert fólk eins og þau hjónin og fjölskyldan öll er, og er ég óendanlega þakklát fyrir að vera hluti af þessari fjölskyldu. Það eru auðæfi. Minningarnar hrannast upp, við að sjóða okkur signa grásleppu á Heiðarbrautinni, þú að kenna mér stelpukrakka að borða svið, ekki bara neðrikjálkann heldur allt hitt góðgætið, ferðalag vestur á Ísa- fjörð og í Leirufjörðinn, ferðin okk- ar ógleymanlega í Furufjörðinn þinn og fá að vera með þér þar og fá einkaleiðsögn um æskustöðvarnar þínar, þú að skera góða beitu af há- karli með vasahnífnum þínum handa strákunum mínum við eld- húsborðið. Svona gæti ég lengi talið. Ekkert nema fallegar og góðar minningar á ég um þig, elsku Halli minn. Það verður skrítið að koma á Dalbraut- ina og hitta þig ekki þar og fá þitt hlýja og sterka faðmlag, alltaf spurðir þú frétta af fólkinu mínu, þ.e. foreldrum mínum, systrum og þeirra fjölskyldum. Farðu í friði góði vinur þér fylgir hugsun góð og hlý Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. Úr hjarta mínu hverfur treginn er ég hugsa um hlátur þinn Bros þitt veitti birtu á veginn betri um stund varð heimurinn ( Magnús Eiríksson.) Að leiðarlokum þakka ég þér, Halli minn, alla ást og tryggð í minn garð og minna alla tíð. Það er trú mín að nú hafið þið systkinin úr Furufirði sem farin er- uð hist á ný og þá hefur sko verið fast faðmast og mikið kysst og sjálfsagt riðið berbakt á fallegum fákum um grösug tún og engi. Ég bið algóðan Guð að styrkja okkur öll sem elskuðum þig og það er trú mín að þú fylgist nú með okk- ur áfram og vakir yfir velferð okkar allra frá öðum heimi. Guð geymi þig, elsku vinur, og enn og aftur þakka ég þér sam- fylgdina, alla tryggðina og ástina í minn garð og minna alla tíð. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson.) Þín tengdadóttir, Sigþóra. Elsku afi minn, það verður skrýt- ið að sjá þig ekki aftur í stólnum þínum að lesa og hlusta á útvarpið þegar ég kem á Dalbrautina en svona er gangur lífsins og því get- um við ekki breytt. Ég á margar minningar sem ég mun geyma það sem eftir er, þú kenndir mér að sitja hest og ég var tíður gestur í hesthúsinu þegar ég var lítill, þú sagðir reyndar alltaf að það væri heil öld síðan síðast, svona til að stríða okkur frændsystkinunum, svo kenndir þú mér að borða hákarl sem okkur fannst algjört lostæti. Ég mun minnast þín sem góðs manns sem var hreinn og beinn í öllu. Þú varst alltaf hreinskilinn og sagðir hlutina eins og þér fannst þeir vera, ég man þegar ég byrjaði að læra kokkinn að þú sagðist ekki skilja því ég vildi læra þetta, það væru bara konur sem elduðu mat en mig grunar að þetta hafi bara verið meira í nösunum á þér heldur en hitt. Þú varst barngóður og þín er sárt saknað á mínu heimili. Anítu Sól finnst skrítið að fá aldrei að sjá þig aftur, hún sagði við mig „Pabbi, mun þá afi aldrei kítla mig á tásunum aftur“ en hún veit að þú ert kominn á betri stað og vakir yfir okkur. Í Furufirði eyddir þú æskuárun- um. Þú sagðir okkur margar sögur af ævintýrum þínum þaðan og í sumar fórum við bræðurnir í ógleymanlega ferð norður á Horn- strandir þar sem stefnan var auð- vitað sett á fjörðinn hans afa. Við fórum ásamt Reimari Vil- mundarsyni frá Bolungavík um all- an fjörð að skoða æskuslóðir þínar. Þessari ferð munum við aldrei gleyma, það að hafa legið í tóftun- um af bænum þínum með bræðrum mínum og sungið uppáhaldslagið þitt „Yndislega ættarjörð“ fyrir þig, afi minn, er ógleymanlegt . Ég vil þakka þér fyrir allt, elsku afi minn, ég veit að þú kveður okk- ur sáttur við þitt hlutverk. Guð geymi þig og hvíldu í friði. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín – yndislega sveitin mín! – heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson.) Gunnar Hafsteinn Ólafsson. Elsku afi. Minningarnar sem ég hef að geyma eru margar, þú hefur verið í huga mínum á hverjum degi alla tíð og stundirnar sem við áttum saman eru mér ómetanlegar. Það er sárt til þess að hugsa að við getum ekki lengur hist og rætt um daginn og veginn, en myndin af þér í hjarta mínu er falleg, og henni mun ég aldrei gleyma. Þú kenndir mér svo margt og áttir alltaf svör. Ég man eftir tímanum okkar í hesthúsinu, í sundlauginni og hestaferðunum. Ég gekk á eftir þér og spurði spurninga sem enginn botnaði í eða nennti að svara. Aðrir fussuðu yfir þessum fyrirferðar- mikla dreng en þú svaraðir spurn- ingunum mínum eins og um fullorð- inn mann væri að ræða og endaðir gjarnan setningar á þessum orðum: „Ef maður spyr ekki, þá lærir mað- ur aldrei neitt!“ Í kærleikanum og ástinni á þín- um nánustu varstu fremstur meðal jafningja. Þú sagðir mér svo oft að þér þætti vænt um mig og hjá ykk- ur ömmu er ég alltaf velkominn. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Takk fyrir allt og allt! Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristalstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.)# Jón Valur Ólafsson. Elsku afi minn. Það er sárt að sjá þig ekki lengur sitja í stólnum þínum að lesa blaðið. Þegar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu á Dalbrautina fékk ég alltaf frá þér hlýtt og gott faðmlag. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp við það að eiga þig sem afa, svona hlýjan og traustan mann sem fylgdist vel með öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Minningarn- ar eru eitthvað sem enginn getur tekið frá mér. Ég sem smá stelpuskott, að fá að koma með þér í hesthúsið og hjálpa þér að gefa og moka, fara með þér í sund og hlusta á allar skemmtilegu sögurnar úr Furufirði þegar þú varst að alast upp. Þú varst svo miklu meira en bara afi, þú varst góður vinur og á ég þér mikið að þakka fyrir það. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar. Hvíldu í friði elsku afi minn. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guðný Birna Ólafsdóttir. Jæja nafni minn. Það er skrítið að ávarpa þig með þessum orðum afi minn en einmitt svona hófust ansi margar samræð- ur okkar. En nú skilur leiðir, þú heldur á fund feðranna saddur líf- daga, hversu sárt sem sú staðreynd kann að hljóma þá gleðst ég í hjart- anu yfir því að hafa fengið allan þennan tíma með þér. Hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir allt sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig í gegnum tíðina. Ég hef alla tíð litið upp til þín afi minn og dáðst að því hvernig þú lifðir lífinu. Þér þótti svo vænt um afkomendur þína og fylgdist með okkur öllum. Það var alltaf eins og ekkert færi framhjá þér. Varla verður hjá því komist að minnast á þinn stærsta kost sem var án efa nægjusemi. Hún var þér í blóð bor- in og svo einstök, ég er viss um að ef veröldin hefði ekki nema brota- brot af þinni nægjusemi væri hún betri staður en hún er í raun og veru. Þó svo að það verði örugglega sárt að koma á Dalbrautina og sjá þig ekki í stólnum þínum lesandi með útvarp Reykjavík í botni veit ég að minningin um þig á eftir að breyta þeirri sorg í óendanlegt þakklæti fyrir að hafa fengið að vera svona stór hluti af þínu lífi. Ég man nefnilega einu sinni eftir því að við töluðum saman um hvernig það væri að missa einhvern nákominn sér. Þú sagðir mér að það væri eðli- legt að verða sorgmæddur og bitur en smám saman tekst manninum að sætta sig við sorgina og lærir að lifa með henni, og það ætla ég að gera. Hafi ég einhverju sinni efast um tilurð engla þá biðst ég afsökunar á því, vegna þess að auðvitað ertu engill og hefur alla tíð verið. Ég ætla að kveðja þig elsku afi minn með orðunum þínum þegar þú kvaddir mig í hinsta sinn á sjúkra- húsinu í síðustu viku: Guð geymi þig alla tíð elsku vin- ur. Þinn nafni Hallgrímur Ólafsson. Elsku afi minn. Það á eftir að taka mig gríðarleg- an tíma að venjast því að koma í heimsókn á Dalbrautina og sjá stól- inn þinn auðan, það var svo fastur punktur í tilverunni að koma og sjá þig sitjandi þar með blaðið þitt eða góða bók og alltaf var útvarpið í bakgrunni. Þú hafðir alltaf svo hlýjan faðm til þess að hugga mann þegar órétt- læti heimsins virtist vera að gera út af við mann, þú einhvern veginn komst lífinu í lag. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér í gegnum tíðina, ég á eftir að sakna þín sárt. Elsku amma, þú ert búin að vera algjör hetja í þessari baráttu og ég vildi bara óska að ég væri jafn sterk og þú. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín sonardóttir Klara Árný Harðardóttir. Elsku Halli. Mig langaði til að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir allt. Ég varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að þekkja þig í rúm sjö ár og þau hafa verið mér ómetanleg. Það er skrýtið að hugsa til þess að fá aldrei að hitta þig aftur, geta aldrei spjallað aftur saman í eldhúsinu á Dalbrautinni um daginn og veginn. Ég vil þakka þér fyrir hversu góður afi þú varst dóttur minni. Sólin þín á eftir að sakna þín meira en orð fá lýst og síðastliðnir dagar hafa verið henni erfiðir, hún skilur ekki af hverju afi þurfti að fara frá okkur og finnst það ósanngjarnt að litla ófædda systkinið hennar fái aldrei að kynnast Halla afa, en hún ætlar ásamt okkur að vera dugleg að segja því frá þér. Við vitum að nú líður þér betur og það huggar okkur í sorginni. Hvíldu í friði, elsku Halli. Kristín Björg Jónsdóttir. Hallgrímur Ólafsson  Fleiri minningargreinar um Hall- grím Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.