Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 DANSKI varn- armálaráðherr- ann, Søren Gade, íhugar nú af- sögn. Ástæðan er að bókin „Jæger - i krig med eli- ten“, sem fjallar um störf sér- sveita Dana í Afganistan, var þýdd á arabísku af yfirmanni í hernum. Gade segist hafa verið svikinn með þessum gjörningi sem er talinn veita uppreisnarmönnum í Afganistan góða innsýn í störf sveitanna. jmv@mbl.is Sérsveitin ber- skjölduð eftir þýðingu bókar Søren Gade FANGAR hafa stundum flúið með því að hnýta saman lök og láta sig síga út um glugga eða þeir hafa grafið göng. En fangi í New York datt nýlega niður á betri hugmynd. Hann spurði vörð hvar útgangurinn væri – og flýtti sér út. Fanginn, Ronald Tackman, var virðulega klæddur, í jakkafötum og með bindi af því að hann átti að koma fyrir dómara vegna nokkurra búðarrána, að sögn New York Post. Vörður spurði hann: „Hvað ert þú að gera hér, lögmaður?“ Tackman svaraði umsvifalaust: „Hvernig kemst ég út?“ og var vís- að á réttu dyrnar. Hann heimsótti 81 árs gamla móður sína á Manhatt- an, skipti þar um föt og lét sig hverfa. Tackman er þekktur fyrir færni sína í að dulbúast. Hann setti einu sinni upp plastnef til að villa um fyrir lögreglunni. kjon@mbl.is „Hvað ert þú að gera hér?“ Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is HONUM tókst það í þriðju tilraun. Allt frá því Guido Westerwelle var valinn leiðtogi Frjálsra demókrata (FDP) fyrir átta árum hefur hann haft eitt markmið: Að koma flokkn- um aftur í stjórn. Hinn „eilífi Westerwelle“ eins og hann var uppnefndur vegna mikils og misheppnaðs fjölmiðlapots í ára- raðir er nú kominn í startholurnar og tilbúinn í stjórn með Angelu Merkel. Sú var tíðin að Westerwelle fór í heimsókn í Big Brother raun- veruleikaþáttinn til að safna at- kvæðum með vitleysisgangi. Þá ferðaðist hann einnig um Þýskaland með „Guidomobil“ eða Guido- bílnum til að vekja athygli á flokkn- um. Nýr Westerwelle tekinn við Westerwelle segist hafa lært af fortíðinni. Tími trúðsins sé liðinn og alvarlegri Westerwelle tekinn við. Ekki eru þó allir sammála um hvort framkoma Westerwelle sé honum með öllu eðlileg: „Jafnvel þegar Guido virðist afslappaður sést að hann er að þykjast vera afslapp- aður,“ segir háttsettur flokksmaður Jafnaðarmannaflokksins. Fylgismenn Westerwelle fögnuðu honum ákaft á kosninganótt þegar ljóst var að 11 ára veru í stjórn- arandstöðu var lokið. Frjálsir demó- kratar hlutu mesta fylgi í sögu flokksins eða tæp 15%, sem er helmingsaukning frá kosningunum 2005. Holdgervingur nýfrjálshyggju Westerwelle lofar þeim góðu lífi sem leggja hart að sér og stunda heiðarlega vinnu. „Sá sem vinnur, verður að hafa meira en sá sem ekki vinnur,“ var slagorð hans fyrir sjö árum og einnig nú. Í margra augum er Guido Westerwelle ofstækisfullur talsmaður mikilla afkasta og hold- gervingur nýfrjálshyggjunnar þó hann hafi í nýliðinni kosningabar- áttu reynt að færa sig nær miðjunni. Áður fyrr var hægt að skipa kjós- endum Frjálsra demókrata í ákveð- inn hóp (vel stæðir karlmenn). Nið- urstöður nýafstaðinna kosninga sýna hinsvegar að stuðningshóp- urinn er nánast þverskurður af þjóðfélaginu. Stærsti hópurinn er eftir sem áður sjálfstæðir atvinnu- rekendur. Það gæti orðið erfitt fyrir Wes- terwelle að halda í vinsældirnar eft- ir að sest er í ríkisstjórn og taka verður erfiðar ákvarðanir. Bæverski forsætisráðherrann, Horst Seeho- fer, sem er jafnframt leiðtogi CSU, systurflokks Kristilegra demókrata Angelu Merkel, hefur gefið í skyn að hann hyggist ekki hlífa FDP. Þýskaland verði áfram að vera land þar sem félagsleg gildi séu í háveg- um höfð. Guido er kominn í mark Reuters Hamingja Guido Westerwelle ásamt kærastanum sínum á kosninganótt.  Trúðurinn og framagosinn Guido Westerwelle þykir orðinn öllu ábyrgari í framkomu  Langri setu FPD í stjórnarandstöðu er nú lokið RISAVAXNAR skrúðgöngur her- manna og skriðdreka fóru í gær um höfuðborg Kína, Peking. Forseti Kína, Hu Jintao, og aðrir helstu ráðamenn landsins voru við- staddir þegar kínverski fáninn var dreginn að húni á Tiananmen-torgi þar sem byltingarleiðtoginn Mao Zedong lýsti yfir stofnun alþýðu- lýðveldisins 1. október 1949. ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ SEXTUGT Reuters Stjórnarmyndunarviðræður Kristi- legra demókrata og Frjálsra demó- krata hefjast á mánudag. Mjög er rætt um að Guido Westerwelle verði utanríkisráðherra en grín hefur verið gert að slæmri ensku- kunnáttu hans í því samhengi. Hefð hefur myndast fyrir því að varakanslari Þýskalands sé utan- ríkisráðherra en Westerwelle hefur einnig verið orðaður við viðskipta- og fjármálaráðuneytin.Tæki Wes- terwelle við utanríkisráðuneytinu fetaði hann m.a. í fótspor flokks- bróður síns og fyrirmyndar, Hans Dietrichs Genschers. Verður Westerwelle næsti utanríkisráðherra? Bókabasar Höfum fengið fjölda notaðra bóka. Bókabasar verður í húsnæði Basarsins, nytjamarkaðar okkar, Grensásvegi 7, 2. hæð föstudaginn 2. október kl. 12-17 og laugardaginn 3. október kl. 11-14. Nytjamarkaður Basarinn – nytjamarkaður Kristniboðssambandsins verður í vetur opinn mánudaga til föstudaga kl. 12-17 og fyrsta laugardag í mánuði kl. 11-14. Bækur, myndbönd, tónlistardiskar, búsáhöld, skrautmunir, fatnaður og allt mögulegt til heimilisins. Móttaka á sama stað og tíma. Sími 533 4900. Frímerki – hendum ekki verðmætum! Við tökum við frímerkjum, helst á umslögunum sjálfum, og frímerkjasöfnum. Sjálfboðaliði kemur frímerkjunum í verð. Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Safnið og sendið til Kristniboðssambandsins, Grensásvegi 7, 108 Reykjavík. Hungursneyð Hungursneyð er víða í Austur-Afríku. Við höfum tekið að okkur að hjálpa því fólki í Pókothéraði í Keníu sem verst er statt. Söfnunarreikningurinn er nr. 117-26-9000 í Landsbankanum, kt. 550269-4149. Kristniboðssambandið – í trú, von og kærleika Samband íslenskra kristniboðsfélaga Grensásvegi 7, 2. hæð Sími 533 4900 www. sik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.