Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HAFÖRN er nú til meðferðar í hús- dýragarðinum í Laugardal, en hann fannst skaddaður á væng í Bjarnar- höfn á Snæfellsnesi í fyrradag. Örn- inn var grútarblautur og grann- holda þegar hann fannst, en virðist ætla að jafna sig, skv. upplýsingum úr húsdýragarðinum. Örninn verð- ur ekki til sýnis þar, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Heimafólk í Bjarnarhöfn hand- samaði fuglinn á miðvikudag, kom honum í hús og gaf honum að éta. Náttúrustofa Vesturlands í Stykkis- hólmi lét sækja fuglinn sem fluttur var til aðhlynningar á Dýraspít- alann í Víðidal og síðan í Húsdýra- garðinn í Reykjavík, þar sem hann verður í umsjá starfsmanna og Kristins Hauks Skarphéðinssonar, arnarsérfræðings Náttúru- fræðistofnunar. Örninn er fimm ára gamall kvenfugl, sem merktur var sem ungi á Mýrum sumarið 2004. Skoðun dýralæknis leiddi í ljós vökvafylltan hnúð við axlarlið. Hann var tæmdur og svæðið sótt- hreinsað. Í kjölfarið fer örninn á nokkurra daga sýklalyfjakúr. Holdafar össunnar er fremur bág- borið og verður þess vegna lögð áhersla á að fá hana til að nærast vel, segir á nsv.is aij@mbl.is Ljósmynd/NSV Grútarblautur og grannholda örn undir læknishendi Í GÆRKVÖLDI var kveikt bleikt ljós sem mun lýsa upp 1919-hótelið í Pósthússtræti í október- mánuði. Hótelið verður lýst bæði að innan og ut- an til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Af því tilefni komu saman Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Sif Jakobs, sem í ár hannaði bleiku slaufuna, og Sigríður Snæbjörns- dóttir, formaður Krabbameinsfélagsins. 1919-hótelið lýst bleiku ljósi til að vekja athygli á brjóstakrabbameini Morgunblaðið/Kristinn Húsið baðað bleikum bjarma Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TVÖFÖLDUN Suðurlandsvegar er efst á lista Vegagerðarinnar í sambandi við átak með að- komu lífeyrissjóðanna að fjármögnun opinberra verkefna, en ljóst er að engar framkvæmdir í þessa veru hefjast á árinu. Í stöðuleikasáttmálanum eru tiltekin fimm vegaverkefni sem skoða á sérstaklega, þ.e. tvö- földun Suðurlandsvegar, tvöföldun Vestur- landsvegar á Kjalarnesi, Vaðlaheiðargöng, Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðaganga. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að unnið hafi verið að því að reikna út kostnað og hvar þessi verkefni standa í undirbúningi varðandi skipu- lag, umhverfismál og fleira. Arðsemisútreikningar séu á lokastigi en arðsemin sé grunnur að aðkomu lífeyris- sjóðanna. Komi þeir að fjár- mögnuninni sé skilyrði að taka upp veggjöld á viðkom- andi framkvæmd og eftir sé að finna flöt á þeim. Hreinn segir að Suðurlandsvegurinn sé fremstur á blaði. Undirbúningur Vaðlaheiðar- ganga sé líka langt á veg kominn, en vænt- anlega liggi málið skýrar fyrir í næstu viku. Engar framkvæmdir á árinu með aðkomu lífeyrissjóðanna Tvöföldun Suðurlandsvegar efst á lista vegaframkvæmda og svo Vaðlaheiðargöng Í HNOTSKURN » Arnar Sigurmundsson, formaðurLandssamtaka lífeyrissjóða, segir að verkefni með aðkomu lífeyrissjóðanna megi ekki auka skuldir ríkissjóðs og verði að vera sjálfbær, en þau hefjist ekki í ár. » Hann segir að í sambandi við sam-göngumiðstöð í Vatnsmýrinni sé til dæmis gert ráð fyrir gjaldtöku hjá not- endum og hún borgi stofn- og rekstr- arkostnað. Hreinn Haraldsson FRIÐRIK Soph- usson mun form- lega lýsa yfir verklokum á framkvæmda- svæðinu við Kárahnjúka í dag. Það verður síðasta verk hans sem forstjóri Landsvirkjunar, því hann átti sinn síðasta vinnudag í gær og sat þá einnig sinn síðasta stjórnarfund í Samorku. Friðrik hefur stýrt Landsvirkjun í rúmlega tíu ár, en áður var hann fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1991-1998. Á níunda áratugnum var hann varaformaður flokksins 1981 til 1989 og iðnaðarráðherra um skeið. Hann sat á Alþingi í tutt- ugu ár, frá 1978 til 1998. Lýsir yfir verklokum og lætur af störfum Friðrik Sophusson JÓHANNES Kristjánsson, betur þekktur sem Jóhannes eftirherma, er væntanlegur heim í dag frá Gautaborg þar sem hann gekkst undir hjarta- ígræðslu. Jóhannes fékk alvarlegt hjartaáfall í byrjun júní. Til að halda hjarta hans gangandi var flogið með hann til Gautaborg- ar þar sem grædd var í hann hjarta- pumpa. Hann dvaldist að mestu á sjúkrahúsi í sumar og í lok ágúst var hann fluttur með nokkurra klukkustunda fyrirvara aftur til Gautaborgar þar sem nýtt hjarta var grætt í hann. Jóhannes á heimleið Jóhannes Kristjánsson Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VINNUMÁLASTOFNUN greiddi í gærmorgun rúm- lega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysisbætur til 14.600 einstaklinga. Heildargreiðslur fyrir ágústmánuð voru tæpir 2,2 milljarðar og var þá greitt til 15.788 ein- staklinga. Frá áramótum hefur Vinnumálastofnun greitt 17,9 milljarða í atvinnuleysisbætur. Að óbreyttu er talið að fé Atvinnuleysistryggingasjóðs verði upp urið næsta vor. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Vinnumála- stofnun að bjóða upp á rafrænan aðgang að greiðslu- seðlum. Flestir umsækjenda geta séð greiðsluseðlana með því að fara inn í rafrænu umsóknina sína, en þeir sem eiga ekki rafræna umsókn geta nálgast seðlana á www.tryggur.is. Tilgangurinn með þessari framkvæmd er að auðvelda aðgang umsækjenda að seðlunum og jafnframt að ná fram hagræðingu og sparnaði. Vinnumálastofnun bárust þrjár fjöldauppsagnir um áramótin og voru þær allar frá fyrirtækjum sem verið hafa í fréttunum, þ.e. Árvakri, Jarðborunum og Sæ- ferðum, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur. Alls var hátt í 80 manns sagt upp í þessum fjölda- uppsögnum.  Bætur fyrir september voru talsvert lægri en í ágúst  Þrjár tilkynningar um fjöldauppsagnir bárust VMST Morgunblaðið/Ómar Ástand Atvinnuleysið er mest í byggingageiranum. 19,7 milljarðar greiddir í atvinnuleysisbætur í árFRAMLÖG ríkisins til sjúkraflutn-inga verða skorin niður á næsta ári um 53,5 milljónir króna en rekstr- argjöld vegna þessarar þjónustu eru áætluð 771 milljón króna á árinu 2010. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ársins 2010. Tekið er fram að um sé að ræða lækkun fjárframlaga til þjónustu- samninga um sjúkraflutninga vegna áforma ríkisstjórnarinnar um samdrátt í útgjöldum. Framlög til sjúkra- flutninga skorin nið- ur um 53,5 milljónir KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. október. Hann var handtekinn fyrrihluta sept- ember ásamt þremur öðrum í tengslum við rannsókn lögreglunnar á innflutningi á um fjórum kílóum af amfetamíni frá Danmörku. Lögð var fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim öllum en héraðsdómur féllst ekki á hana. Áfram í gæslu- varðhaldi til 28. okt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.