Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 33

Morgunblaðið - 02.10.2009, Side 33
vinna með gamla en engin fékk ég launin. Hins vegar fékk ég að gægj- ast inn í framtíðina og sjá fullt af nýjum uppfinningum, þú að sjóða stál og ég að skoða vísindin og nóg að gera hjá okkur báðum þar. Svo vorum við líka duglegir að ferðast hér á landi og utanlands, alltaf eins og við værum jafngamlir, aldrei rifist, bara hlegið vel og lengi og mesta fræðsla þá fyrir mig og maður lærði að hlusta og njóta. Við vorum og erum svo miklir náttúru- menn og verðum alltaf, hvort sem það er fiskveiði, fuglaveiði eða eggjatínsla, allt gerðum við þetta og þú kenndir mér þetta allt. Oft vorum við bara tveir. Mamma úti á sjó og amma líka og þótti okk- ur ekki verra að vera bara tveir. Nei við gerðum það sem við vildum og höfðum alltaf nóg að gera. Jæja, ég gæti haldið áfram miklu lengur og fyllt svona blað en ég þarf þess ekki, við vorum búnir að fara yfir okkar mál og það stendur. Ég mun að ei- lífu elska þig og dá. Þú ert sá sem kenndir mér á lífið og komst alltaf til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi hjá mér, hvort sem ég var heima eða ekki. Þú vissir um lyk- ilinn að húsinu og komst oftast á hverjum degi á meðan heilsan leyfði. Þú varðst að fá að vita öll smáatriði því þú varst með mig á hreinu og ég þig. Þú komst til mín ef þú heyrðir ekki í mér í stuttan tíma og ég kom til þín þegar amma var farin að tuða yfir þér, því þá þurftu pólarnir að mætast. Það ger- um við seinna aftur, við verðum bara að vera þolinmóðir, þú vakir yfir ömmu og okkur og ég gæti hennar hér. Elska þig endalaust. Bless, elsku afi, og takk fyrir mig, ég kem því áfram sem þú kenndir mér og hefur gert mig að betri manni. Þinn alltaf, Haukur Ingi Jónsson. Við fráfall góðs vinnufélaga um árabil sækja minningarnar að. Óhætt er að segja að þær séu ótal- margar því Haukur var góður félagi og vinur. Samstarf okkar við Hauk spannar langan tíma en Haukur var starfsmaður Iðntæknistofnunar Ís- lands frá haustinu 1980 og allt þar til starfsævinni lauk haustið 2002. Þeir sem samferða Hauki voru á vinnustaðnum geta vottað að þar fór starfsfélagi sem hafði ljúft viðmót og var hvers manns hugljúfi. Aldrei var komið að tómum kofanum hjá Hauki, hann var ávallt til í að ræða hlutina á opinn og jákvæðan hátt. Til vinnu var Haukur fús og enn standa hér á Nýsköpunarmiðstöð (sem áður var Iðntæknistofnun) verk Hauks, til vitnisburðar um góðan verkmann. Margir málm- suðumenn landsins hlutu sína eldsk- írn hjá Hauki þann tíma, sem hann var suðukennari. Haukur naut þess að leiðbeina og aðstoða menn og því var starfið honum skemmtilegt og gefandi. Haukur var glaðlyndur, glettinn og skemmtilegur og áttum við margar ánægjulegar stundir og margra samverustunda er að minn- ast, svo sem í veiðiferðum og öðrum stundum þegar starfsmenn skemmtu sér saman. Haukur var einstaklega hjálpfús og var hægt að leita til hans með ólíkustu verkefni. Hann hafði sér- staklega gott auga fyrir öllu sem tengdist málmsmíði og lagfærði oft tæki og tól með góðum árangri. Ósjaldan var leitað til hans um ráð við útfærslu einhvers, sem vafðist fyrir manni að leysa. Oftar en ekki vildi hann fá að skoða þetta aðeins – og hafði stuttu síðar fullunnið verk- ið. Það er með mikilli þökk fyrir löng og góð kynni sem við vinnufélagar Hauks kveðjum hann. Minning um góðan hjartahlýjan dreng, sem mátti ekkert aumt sjá og var hvers manns hugljúfi, lifir í minningum okkar. Með hlýhug vottum við Pálínu og fjölskyldu hans dýpstu samúðar. Guð blessi minningu um góðan dreng. Aðalsteinn Arnbjörnsson, Ingólfur Þorbjörnsson og Sigríður Halldórsdóttir. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 ✝ Anna Árnadóttirfæddist á Kjarna í Arnarneshreppi í Eyjafirði 3. mars 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 22. september sl. Foreldrar hennar voru Árni Ólafsson, bóndi á Kjarna, en hann var síðar skrif- stofumaður á Ak- ureyri, f. 26. mai 1897, d. 19. desember 1946, og Valgerður Rósinkarsdóttir, f. 24. mars 1903, d. 30. ágúst 1979. Systkini Önnu voru Guðmundur, yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Akra- nesi, f. 28. nóvember 1925, d. 19. október 1983, Þorgerður Septína, húsmóðir og myndlistarkona, f. 8. maí 1928, d. 3. maí 2002, Ólafur, f. 16. febrúar 1930, lést þriggja vikna, og Hulda, fyrrverandi handavinnukennari á Akureyri, f. 3. október 1934. Anna giftist hinn 21. júní 1947 Jóni Tómassyni kaupmanni, f. á Sauðárkróki 27. september 1924, syni Tómasar Gíslasonar kaup- manns, f. 21. október 1876, d. 12. október 1950, og Elinborgar Jóns- dóttur, f. 23. júlí 1886, d. 23. júlí 1975. Börn þeirra: 1) Elinborg textílkennari, f. 11. apríl 1948. Var gift Jóni Tryggvasyni bifvéla- desember 1977, sambýlismaður Paolo Gianfrancesco arkitekt. c) Guðrún Inga, nemi í margmiðl- unarhönnun í Kaupmannahöfn, f. 6. febrúar 1983. d) Jón Ragnar nemi, f. 8. september 1985, sam- býliskona Sigríður Halldórsdóttir fréttamaður. e) Elísabet grunn- skólanemi. 4) Anna Jóna hönn- uður, f. 1. júlí 1956, d. 11. júní 1988. Var gift Þorleifi Gunnlaugs- syni. Sonur þeirra er Haraldur Ingi hagfræðingur, f. 2. ágúst 1977. Seinni maður hennar var Jó- hann Sigurðarson leikari. 5) Guð- mundur Árni viðskiptafræðingur, f. 13. júlí 1965, maki Lára Nanna Eggertsdóttir viðskiptafræðingur. Dætur þeirra Guðlaug Sara verkfræðinemi, f. 14. mars 1988, unnusti Aðalsteinn K. Gunnarsson viðskiptafræðinemi og Steinunn Sandra verslunarskólanemi, f. 15. nóvember 1990, unnusti Hjörtur Sigurðsson viðskiptafræðinemi. Anna varð gagnfræðingur frá Akureyri 1941 og lauk námi frá Húsmæðraskólanum í Reykjavík 1947. Hún vann á símstöðinni á Akureyri frá 1. október 1942 til 1946 er hún hóf nám í Húsmæðra- skólanum. Frá 1947 vann hún hús- móðurstörf en starfaði einnig við þau fyrirtæki sem þau Jón ráku svo sem Skótízkuna á Snorrabraut 38 og Elízubúðina sem var fyrst á Laugavegi 83 og svo í Skipholti 5. Anna verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 2. október, klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar virkja, f. 8. júní 1948, d. 18. júlí 2009. Börn þeirra a) Anna Sól- veig, f. 23. desember 1977, d. 31. desember 1979. b) Tryggvi, doktorsnemi í verk- fræði í Kaupmanna- höfn, f. 12. október 1982, kvæntur Þór- hildi Þorkelsdóttur verkfræðingi, þau eru búsett í Kaup- mannahöfn. Dóttir þeirra er Brynhildur Freyja, f. 2007. c) Anna, nemi í París, f. 20. júní 1985, unnusti Róbert Michelsen úrsmið- ur 2) Valgerður Katrín þjóðfélags- fræðingur, f. 1. maí 1950. Var gift Skúla Thoroddsen lögfræðingi, þau skildu. Sonur þeirra er Jón Fjörnir hagfræðingur, maki Eloise Freygang líffræðingur. Börn þeirra eru Tristan Theodór, f. 2005 og Anna Katarína, f. 2007. 3) Margrét grunnskólakennari, f. 8. júní 1956. Maður hennar er Ragn- ar Sigurðsson framhaldsskóla- kennari. Börn þeirra: a) Tómas Orri, viðskiptafræðingur í Noregi, f. 1. apríl 1973, maki Bryndís Eva Birgisdóttir næringarfræðingur. Börn þeirra eru Theodóra, f. 2001, Bríet Natalía, f. 2004 og Soffía Margrét, f. 2008. b) Anna Sig- urveig, líffræðingur og nemi, f. 21. Í huganum fer ég aftur um nokkra áratugi – þegar ég fór að venja komur mínar í Bólstaðarhlið- ina. Ástæðan var fyrst og fremst áhugi minn fyrir einni heimasæt- unni þar. Örlögin höguðu því þannig að húsráðendur þar átti eftir að móta mig piltinn ungan ekki síður en foreldrar mínir og verðandi eig- inkona. Anna Árnadóttir, tengda- móðir mín, tók mér ætíð opnum örmum. Hlýleikinn og væntumþykj- an sem þarna mætti mér hefur fylgt mér æ síðan. Þegar við Magga eign- uðumst okkar fyrsta barn ung að árum kom það í hennar hlut að styðja og hjálpa fyrstu skrefin. Anna sjálf var fædd á Akureyri ein fjögurra systkina hjónanna Árna Ólafssonar og Valgerðar Rós- inkarsdóttur. Ung missti hún föður sinn og var það henni mikið áfall þótt ekki væri mikið um það rætt. Það var ekki siður þessarar kyn- slóðar að bera vandamálin á torg en fjölskyldan og systkin áttu hug hennar allan. Hún giftist tengda- föður mínum Jóni Tómassyni frá Sauðárkróki árið 1947 en lengst af bjuggu þau í Reykjavík, í Bólstað- arhlíð 31. Með fimm börn og mörg barnabörn var oft þröng á þingi en samheldni og umburðarlyndi var jafnan einkenni þessarar fjölskyldu. Sú reynsla átti eftir að setja mark sitt á þann sem þetta skrifar. Tengdamóðir mín var alla tíð vak- in og sofin yfir velferð barna og barnabarna. Allir voru velkomnir hvenær sem var og gladdist hún ætíð mjög yfir hverjum áfanganum sem lagður var að baki í námi og starfi. Átti hún drjúgan þátt í þeim árangri því alltaf og með litlum eða engum fyrirvara var hún boðin og búin til að aðstoða. Það var Önnu gríðarlegt áfall þegar yngsta dóttir þeirra Anna Jóna beið bana í slysi árið 1988. Það tók langan tíma að jafna sig eftir það áfall. Annar brot- sjór voru þær fréttir sem hún fékk fyrir nokkrum árum var þegar hún greindist með alzheimer-sjúkdóm- inn. Smám saman ágerðist hann og Anna varð veikari, þrátt fyrir æðru- leysi af hennar hálfu. Hún var lögð inn á öldrunardeild Landakotsspít- ala snemma á þessu ári en loks þeg- ar tekist hafði að fá handa henni pláss á vistlegu hjúkrunarheimili veiktist hún. Ég þakka henni allt það sem hún gaf mér og mínum. Guð blessi minningu Önnu Árna- dóttur Ragnar Sigurðsson. Nú er elsku amma í Bólstó farin frá okkur, og eftir sitjum við með söknuð í hjarta sem er fullt af fal- legum minningum um yndislega konu. Fjölskyldan var ömmu allt og sýndi hún okkur barnabörnunum ómælda ástúð og hlýju. Fátt var jafn notalegt og heimsókn í Bólstó þar sem amma tók ávallt á móti okkur með kossi og brosi á vör. Heimili ömmu og afa var eins og vin í eyðimörkinni, um leið og stigið var inn fyrir þröskuldinn gleymdust öll vandamál yfir maltglasi eða kaffibolla, og amma sá til þess að við færum ekki svöng út aftur. Þegar ég var lítil heyrði ég orðið frægur í fyrsta skipti. Hugtakið vafðist aðeins fyrir mér í fyrstu. Ég hugsaði með sjálfri mér: Hún amma hlýtur að vera fræg því hún þekkir svo margt fólk. Já, amma var ákaf- lega félagslynd og þekkti marga. Það var gaman að hlusta á hana segja frá, hún lá oft ekki á skoð- unum sínum um menn og málefni. Hugur okkar hvílir hjá afa sem hefur nú misst ástkæran lífsföru- naut sinn. Ljúfar minningar um ömmu í Bólstó munu ylja okkur um alla tíð. Guðrún Inga, Anna Sigurveig, Jón Ragnar og Elísabet. Á heimili ömmu og afa í Bólstað- arhlíð var ávallt hlýtt og notalegt að koma. Amma og afi höfðu búið þar síðan Hlíðarnar byggðust eða frá því um miðjan sjötta áratuginn. Á þessum tíma var margt öðruvísi en nú og ekki einfalt eða sjálfsagt mál að koma sér fyrir. Amma var af þeirri kynslóð sem upplifði hvað mestar breytingar á Íslandi nú- tímans og var ein þeirra fjölmörgu sem kom til höfuðborgarinnar eftir stríð og festi þar rætur. Amma var með einstaklega hlýja og notalega nærveru og stóran faðm sem var alltaf opinn. Hún var ekki gjörn á að bera tilfinningar sínar á torg og tala um sjálfa sig. Hún hafði þeim mun meiri áhuga á öðrum og því sem þeir voru að gera og því sem þeir höfðu fyrir stafni. Með fimm börn og sífellt stækkandi hóp barnabarna var í nógu að snúast og mörgu að sinna. Þær voru ófáar stundirnar þar sem setið var í kringum eldhúsborðið og amma sá til þess að allt væri eins og það átti að vera, bæði þar og annars staðar. Síðustu ár fór heilsu ömmu ört hrakandi. Eftir að hafa ekki séð hana í rúmt ár sá ég hana síðast á Landakoti í sumar þar sem hún dvaldi frá febrúar á þessu ári. Þá hafði heilsu hennar greinilega hrak- að mikið og hún var ekki söm, hún hafði ekki lengur þann sterka svip og viðbrögðin sem maður var vanur. Það síðasta sem hún hvíslaði var „Gangi ykkur vel“ . Gangi þér vel, amma mín, blessuð sé minning þín. Tómas Orri Ragnarsson. Haustið kemur fljótt þetta árið eftir einstaklega gott sumar og þó að Anna frænka hafi ekki notið þess til fulls vegna veikinda kom það nokkuð á óvart að hennar haust væri runnið upp. Við þau tímamót fyllist ég lotningu og þökk því henni var einstaklega lagið að leika á hörpu lífsins á hægan, viðkvæman, skilningsríkan og glaðværan hátt. Við Anna vorum bræðradætur og þó að Jón Ólafsson, faðir minn, hafi farið ungur „suður“ voru tengsl hans við ættingja sína í Hörgárdal og á Akureyri sterk og sérstaklega voru böndin traust milli Árna, bróð- ur hans, og Valgerðar, konu hans, og voru árlegar ferðir milli lands- hluta og kærleiksríkt samband. Fyrsta sterka minning mín um Önnu er frá því er ég fékk að fara ein í heimsókn til Árna og Gerðu, þá níu ára gömul til að hitta Huldu yngstu systurina. Anna, sem var elst þeirra fjög- urra systkina sem upp komust, var þá farin að vinna á Símstöðinni. Mikið fannst mér hún falleg og flott. Hún geislaði af lífsorku og gleði enda ástfangin af Jóni sínum sem varð hennar trausti lífsförunautur til loka. Anna var glæsileg kona, bar sig vel og var ætíð einstaklega vel búin og alltaf var hún falleg, hlý og bros- andi. Þegar hún kom suður til að fara í Húsmæðraskólann var hún tíður gestur hjá mömmu og pabba og urðu þær mamma góðar vinkon- ur og brölluðu ýmislegt sem Anna vitnaði oft til með sínum yndislega hlátri. Engin hátíð var nema Anna og Jón kæmu í heimsókn á Laug- arnesveginn, með stelpurnar sínar, sem oftast voru eins klæddar í fal- lega kjóla og oftar en ekki heima- saumaða. Svo kom sonurinn og þá sögðu þau hlæjandi að nú væri þetta komið. Það má nærri geta að oft var þröngt í búi á þeim árum og ekki var mikið vöruúrval. En þau hjón voru ákaflega samhent og hjálpuð- ust að með alla hluti. Gestrisni var mikil og myndarskapur á öllum sviðum. Anna eldaði, bakaði og útbjó þessar fínu veislur eins og ekkert væri ásamt því að annast börnin. Hún virtist geta komist yfir allt sem þurfti að gera, vann skipu- lega og rólega og aldrei sá ég hana flýta sér, enginn asi, enginn hávaði og þó að hún væri mjög tilfinn- ingarík fór hún dult með það. Eftir að krakkarnir stálpuðust jókst gestagangurinn og Bólstaðar- hlíðin varð eins og viðkomustaður allra. Svo komu tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn og alltaf var pláss og alltaf var tekið á móti öllum með opinn faðminn, bros á vör og orðunum „en gaman að sjá þig“, og samband barnabarnanna við afa og ömmu var fallegt og ein- stakt. Það var líka gaman að koma í verslunina Elísu sem þau hjón ráku og þar var sama hlýjan og kímnin. Þau keyptu saman inn vörur erlend- is og svo sá Anna um búðina og allt- af sömu rólegheitin, eins og ekkert lægi á, þrátt fyrir eril. Eftir að pabbi hennar dó langt um aldur fram, aðeins 49 ára, styrktist kærleiksríkt samband milli hennar og foreldra minna. Fyrir elsku hennar til þeirra sem og alla ræktarsemi við okkur er mér ljúft og skylt að þakka kærri frænku minni fyrir hönd fjölskyldu okkar. Við Stefán vottum vini okkar Jóni og stórfjölskyldu hans samúð og blessum minningu Önnu. Hertha W. Jónsdóttir. Við kveðjum kæra frænku okkar, Önnu Árnadóttur, með miklum söknuði og enda þótt við vissum að hún væri ekki heil heilsu og væri nýkomin á hjúkrunarheimilið Sóltún datt okkur ekki í hug að svo brátt myndi verða um hana. Óneitanlega koma upp í hugann fjölmargar minningar frá uppvaxtarárunum fyrir norðan, á Akureyri. Mæður okkar voru systur frá Kjarna í Arn- arneshreppi og feður okkar nánir vinir frá æsku í Hörgárdalnum. Það var því til siðs, þegar við vorum að alast upp, að skiptast á heimboðum á báða bóga á öllum hátíðisdögum, en einnig var „frænka“ mjög dugleg við að halda upp á öll afmæli og allt sem gaf tilefni til hátíðabrigða. Anna ólst upp í góðum systkinahópi og átti margar góðar vinkonur á Akureyri, bæði frá skólaárunum og einnig á símstöðinni þar sem hún vann. Við munum sérstaklega vel eftir Önnu þegar hún var með unn- usta sínum, Jóni Tómassyni, þegar hann útskrifaðist úr Menntaskólan- um á Akureyri vorið 1946. Þau voru einstaklega glæsilegt par og ham- ingjan skein af þeim. Þau gengu síð- an í hjónaband 1947, en Anna hafði þá lokið námi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Eftir að Anna og Jón fluttust til Reykjavíkur áttum við systur ótal samverustundir á heimili þeirra hjóna. Þá var oft notalegt að geta heimsótt þau og notið gestrisni þeirra og glaðværðar. Anna var sér- lega góð húsmóðir, reiddi fram dýr- indis veitingar og hafði alltaf nógan tíma til að ræða við okkur og hlusta á okkur. Hún var mjög lifandi, bros- hýr og aðlaðandi persóna. Frá Önnu stafaði gleði í allri framgöngu og hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðlífinu og var alls staðar heima. Hún var afar hlý og fagnaði komu manns ævinlega svo innilega að það var eins og maður væri sér- stakur aufúsugestur. Anna og Jón eignuðust fjórar dætur á átta árum, en sonurinn lét á sér standa, því að hann fæddist níu árum síðar. Öll voru börnin vel gerð og nutu mikillar ástar og umhyggju foreldra sinna. Anna var líka frá- bærlega flink í höndunum, saumaði, prjónaði og heklaði á börnin. Anna fór ekki varhluta af sorg og erfiðleikum í lífinu, en hún bar harm sinn í hljóði. Jón stofnaði eigið fyr- irtæki og átti Elísubúðina, þar sem Anna var meðeigandi og verslunar- stjóri. Samhliða því að annast fal- legt heimili sitt og sinna börnunum, sá Anna um að reka verslunina með manni sínum og ferðaðist til útlanda með honum í innkaupaferðir. Heim- ili Önnu og Jóns stóð ætíð opið fyrir börnum, barnabörnum og öðrum nákomnum. Þar var ávallt mikill gestagangur, en þau voru einkar samvalin hjón og höfðu lag á að láta öllum líða vel í návist sinni. Við þökkum Önnu Árnadóttur samfylgdina og vottum Jóni, börn- unum og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð og einnig Huldu sem er ein eftirlifandi af systkinunum. Sigrún, Áslaug og Helga Brynjólfsdætur. Anna Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.