Morgunblaðið - 02.10.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.10.2009, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 Yfirvaldið Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn bar höfuð og herðar yfir flesta fréttamenn á Austurvelli í gær. Þar stóðu prúðbúnir lögregluþjónar vörð vegna setningar Alþingis. RAX ÞAÐ ER þekkt staðreynd að öflug þekkingarsköpun og vís- indastarf skapa grunn að vel- megun í nútímasamfélögum. Fyrir þremur árum var mótuð Stefna Háskóla Íslands 2006- 2011 um afburðaárangur í menntun og vísindum. Lang- tímamarkmið var sett um að Há- skóli Íslands kæmist í hóp 100 bestu háskóla í heiminum, en á Norðurlöndum eru nú 8 háskólar á þeim lista. Háskólinn lagði í þessa vegferð með því að setja áfangamark- mið til 5 ára og einsetti sér að leggja al- þjóðlega mælikvarða á árangurinn. Slíkir mælikvarðar hafa verið skilgreindir til að meta gæði háskóla á svipaðan hátt og mæli- kvarðar til að meta hagvöxt, samkeppnishæfni þjóða, árangur grunnskólanema (PISA), ofl. Á þessum þremur árum hefur verulegur ár- angur náðst í Háskóla Íslands og ég nefni hér nokkur áþreifanleg dæmi. Einn helsti al- þjóðlegi mælikvarðinn á árangur í vísindum er fjöldi birtra greina um niðurstöður rannsókna í kröfuhörðustu alþjóðlegu vísindatímaritum, svokölluðum ISI-tímaritum. Á þremur árum hefur árlegum birtingum vísindamanna við Háskóla Íslands í þessum kröfuhörðu tímarit- um fjölgað um 55%, úr 290 í 450 greinar. Þeg- ar stefnan var sett, var markmið okkar að birtingarnar yrðu orðnar a.m.k. 550 á árinu 2011, og því ljóst að vel miðar. Þessi árangur hefur náðst vegna metnaðar og stefnufestu vísindamanna Háskólans og vegna tengsla og samstarfs þeirra við alþjóðlegar og innlendar stofnanir, háskóla, fyrirtæki og sérfræðinga. Birtingum í öðrum ritrýndum tímaritum, þar á meðal íslenskum tímaritum, hefur fjölgað um þriðjung á þessum þremur árum, og það er mikilvægur mælikvarði um árangur í rann- sóknum er snerta íslenska tungu, sögu og samfélagsgerð. Tilvitnunum í greinar vísindamanna Há- skóla Íslands í alþjóðlegum vísindagreinum hefur fjölgað um 76% á síðustu þremur árum, en fjöldi tilvitnana er vel þekktur mælikvarði á áhrif og gæði vísindastarfs. Einnig má mæla slíkan árangur með því að líta til þess hvernig erlendir samkeppn- issjóðir hafa tekið umsóknum vísindamanna. Framlög úr þess- um sjóðum til vísindamanna Há- skólans hafa aukist um 58% á tímabilinu. Þetta er eftirtekt- arverður árangur þegar litið er til þess hve gífurlega hörð al- þjóðleg samkeppni er um styrk- ina. Háskólinn skilgreindi fjöl- marga mælikvarða til að meta hvernig aukið vísindastarf skól- ans styrkir tengslin við atvinnu- og þjóðlíf. Má nefna að einkaleyfum og sprotafyrirtækjum sem byggjast á rann- sóknum við HÍ hefur fjölgað mikið undanfarin ár og samstarf við íslenskt atvinnulíf hefur aukist á öllum sviðum. Þá vekur sérstaka at- hygli að framboð HÍ af ráðstefnum, mál- þingum og fyrirlestrum opnum almenningi nálgast nú að vera um 1000 á ári hverju. Samstarf við erlenda háskóla Háskóli Íslands hefur nýlega gert sam- starfssamninga við 2 af þeim 5 háskólum sem hæst eru metnir í heiminum í dag, Harvard- háskóla og California Institute of Technology (Caltech). Vísindamenn úr ýmsum greinum við HÍ hafa um árabil verið í samstarfi við kennara í þessum skólum, en í krafti samning- anna koma kennarar frá Harvard hingað til að kenna og leiðbeina í meistara- og dokt- orsverkefnum. Jafnframt hafa ungir vís- indamenn verið ráðnir sameiginlega af HÍ og Harvard. Nemendur héðan fóru í annað sinn í ár til Caltech til að vinna að rannsóknaverk- efnum undir leiðsögn prófessora þar í líf- efnafræði, rafmagns- og tölvuverkfræði og eðlisfræði. Nemendur frá Caltech í jarðvís- indum, sameindalíffræði og eðlisfræði komu á móti til HÍ. Nefna mætti mörg fleiri dæmi um samn- inga sem gera stúdentum við HÍ fært að taka hluta af námi við erlenda háskóla án þess að greiða skólagjöld. Slíkur samningur hefur til að mynda verið í gildi við University of Calif- ornia, Santa Barbara, um árabil og í vikunni sem leið gerðum við sambærilegan samning við Virginia Tech háskólann. Norrænt og evr- ópskt samstarf hefur jafnframt verið eflt, m.a. með markvissri notkun á þeim möguleikum sem Erasmus og Nordplus netin bjóða upp á. Allir samningar sem Háskóli Íslands gerir við erlenda háskóla byggjast á gagnkvæmum ávinningi, og aldrei er greitt fyrir slíka samn- inga. Þannig hefur Háskólinn í raun stækkað íslenska menntakerfið á mjög þjóðhagslega hagkvæman hátt. Hvers vegna doktorsnám á Íslandi? Í Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi útskrif- ast 300 doktorsnemar á hverja milljón íbúa. Í Noregi og Danmörku er fjöldinn í kringum 200 á milljón íbúa, en í báðum þessum löndum eru uppi áform um verulega aukningu vegna kröfu frá atvinnulífinu. Litið er á doktorsnám og öflugar vísindarannsóknir í þessum löndum sem mikilvæga forsendu nýsköpunar og verð- mætasköpunar, og eina lykilforsendu þekk- ingarknúins atvinnulífs. Miðað við ofangreind viðmið ættu 70 doktorsnemar að útskrifast á Íslandi árlega. Á árinu 2008 útskrifuðust 23. Við eigum því enn talsvert í land í samanburði við nágrannaþjóðirnar. Nýlega hafa verið veittar sameiginlegar doktorsgráður (joint degrees) frá Háskóla Ís- lands og evrópskum háskólum; ein frá HÍ og Sorbonne háskólanum í París á sviði íslenskr- ar bókmenntafræði, önnur á sviði jarðvísinda frá HÍ og háskólanum í Toulouse í Frakk- landi, en verkefnið er hluti svokallaðs Carbfix verkefnis um kolefnisbindingu í bergi. Áður hafa verið veittar sameiginlegar dokt- orsgráður í rafmagns- og tölvuverkfræði, jarðvísindum og tölfræði. Almennt eru gerðar kröfur um að doktorsnemar við HÍ verji hluta af náminu við erlendar stofnanir, en með sam- eiginlegum gráðum gefst þeim tækifæri til að stunda stóran hluta námsins við erlenda há- skóla. Með sama hætti gefst nemendum frá erlendum háskólum tækifæri til að stunda hluta af sínu námi við HÍ undir leiðsögn okkar vísindamanna. Erlendir háskólar gera strang- ar kröfur til samstarfsháskóla og því má líta á þetta sem skýran gæðastimpil á vísindastarf við HÍ. Vísindastarf Háskóla Íslands á landsbyggðinni Hluti af rannsóknarstarfi Háskóla Íslands fer fram utan höfuðborgarsvæðisins. Rann- sóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði er stað- sett á Selfossi og Íþróttafræðasetur að Laug- arvatni. Jafnframt eru rekin 8 Rannsókna- og fræðasetur um landið. Meginviðfangsefni setr- anna eru rannsóknir á sviði náttúrufræði, loftslagsbreytinga, sjávarlíffræði, fisk- sjúkdóma, landmótunar, sjávarspendýrafræði, sagnfræði, ferðamálafræði, stofnstjórnun far- fugla og varplíffræði. Rannsóknirnar eru gerðar í víðtæku innlendu og erlendu sam- starfi, bæði við háskóla, vísindastofnanir og at- vinnulíf á viðkomandi stöðum. Náin samvinna er milli rannsókna- og fræðasetra Háskóla Ís- lands, Náttúrustofa, Þekkingarsetra, sveitar- félaga og fyrirtækja. Ávinningur er marg- þættur. Vísindastarf og leiðbeining stúdenta í framhaldsnámi er verðmæt starfsemi í þágu Háskóla Íslands, og sú þekking sem til verður nýtist í alþjóðlegu tengslaneti skólans. Á sama hátt njóta setrin alþjóðlegs samstarfsnets HÍ. Með starfi setranna er lagt af mörkum við fjöl- breytta atvinnuuppbyggingu um land allt. Ég hef hér rakið í stuttu máli fáein dæmi um áherslur og árangur í vísindastarfi Há- skóla Íslands og viðleitni til að þjóna sem best samfélaginu sem íslenskur en um leið vaxandi alþjóðlegur háskóli. Í þeirri endurreisn sem nú stendur yfir í íslensku samfélagi, er brýnt að við missum ekki sjónar á því að hágæða vís- indastarf leggur grunn að verðmætasköpun, hagsæld, heilbrigðu samfélagi og bættri menningu. Þekkingarsköpun er auðsköpun. Því er afar mikilvægt að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og vinna áfram af stefnufestu. Eftir Kristínu Ingólfsdóttur » Á þremur árum hefur árlegum birtingum vísindamanna við Háskóla Íslands í þessum kröfuhörðu tímaritum fjölgað um 55%, úr 290 í 450 greinar. Kristín Ingólfsdóttir Höfundur er rektor Háskóla Íslands. Vísindin eru grunnur velsældar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.