Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.10.2009, Blaðsíða 35
varst alltaf að gera eitthvað þegar ég kom í heimsókn, annaðhvort að laga eitthvað í húsinu eða snyrta garðinn. Garðurinn þinn var alltaf sá flottasti. Ég man þegar ég var lítil og þú tókst upp rabarbara handa okkur krökk- unum og gafst okkur rabarbara með sykri. Eða öll sunnudagsmatarboðin, þá fengum við alltaf lambalæri og svo ís í eftirrétt. Það var svo gaman að sjá hversu glaður þú varst þegar ég kom með myndina af ömmu til þín um daginn. Þú hlóst og hlóst og svo gerðir þú grín að óförum þínum í veikindunum. Síð- an sýndir þú mér myndir af öllum vin- um þínum af spítalanum. Þú varst svo hress og kátur þennan dag og það var svo gaman að sjá þig. Hvíldu í friði, elsku afi. Katrín Pétursdóttir. Doddi afi var yndislegur maður með einstaklega góða og fallega nær- veru, við systurnar fengum tækifæri á að kynnast honum og fyrir það er- um við afar þakklátar. Þegar við hugsum um afa koma upp myndir af sætu dúskahúfunni, garðinum, garð- álfunum og fallega brosinu. Alltaf var jákvæður og duglegur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Stundum reynd- ar svolítið þrjóskur, vildi gera hlutina sjálfur og hafðist það alltaf að lokum. Garðurinn var hans líf og yndi, enda var garðurinn alltaf vel til hafður og fallegur. Oft á tíðum hjálpuðum við systurnar til með garðsláttinn, að reyta arfa og sópa sandinn af stétt- inni. Afi var alltaf duglegur við að skreyta garðinn með álfum og blóm- um, það var alltaf gott að koma í garð- inn. Einnig minnust við þess hversu fallega hann skreytti húsið og garð- inn á jólunum, allt ljómaði. Þegar við vorum litlar voru kókó- mjólk og matarkex algjörlega ómiss- andi þáttur í heimsóknum okkar til ömmu og afa. Sunnudagslambalærið með öllu tilheyrandi var stundum á boðstólum fyrir fjölskylduna. Minn- umst við þess þegar afi var alltaf síð- astur við borðið, hann var mikill sæl- keri og aldrei mátti neinn matur fara til spillis. Eitt skipti leit Sunna Halla yfir borðið og hrósaði matnum og segir „En girnilegt“, Afi lítur upp og segir „Ha ég?“ glettinn á svip. Afi var góður að sjá fyndnar hliðar á tilver- unni og notaði það óspart, öllum til gamans. Afi gaf sér alltaf tíma til að spjalla eða snúast í kringum okkur systurn- ar. Hann hugsaði alltaf vel um allt og alla í kringum sig og minnumst við þess þegar hann var alltaf tilbúinn að keyra okkur. Eitt skipti var hann að keyra Guðrúnu Eddu og hún hugsaði með sér að kannski hefði hún verið fljótari að taka strætó. Nú ert þú kominn í fallega garðinn þinn, elsku afi, hvíldu í friði. Þú munt ávallt vera í hjarta okkar. Guðrún Edda Einarsdóttir. Sunna Halla Einarsdóttir. Hrefna Lind Einarsdóttir. Sigurþór Sigurðsson eða Doddi eins og hann var alltaf kallaður var einstakur maður. Rólegheitin og yf- irvegunin sem einkenndu hann gerðu það að verkum að alltaf var notalegt að vera í félagsskap hans. Þegar hann var lagerstjóri á Morgunblaðinu var skrifstofan hans samkomustaður margra starfsmanna sem settust nið- ur hjá Dodda til að ræða málin í róleg- heitunum. Þar áttum við margar góð- ar stundir. Eitt af aðalsmerkjum Dodda var jafnaðargeðið hans. Aldrei sá ég hann bregða skapi eða rífast enda tók hann á hlutunum á sinn yfirvegaða hátt. Doddi var mjög stoltur af fjöl- skyldu sinni og fylgdist náið með af- rekum ungviðisins á hinum ýmsu sviðum. Það voru ófáar stundirnar sem hann eyddi við að horfa á afkom- endurna í kappleikjum vítt og breitt um bæinn. Alltaf hringdi afi Doddi til að athuga hvernig fjölskyldan hefði það og til að ræða málin á sinn rólega og þægilega hátt. Í mörg ár var sunnudagssteikin í Skriðustekknum fastur punktur í til- veru fjölskyldunnar. Þar hittist stór- fjölskyldan og borðaði og fór yfir hvað á daga þeirra hafði drifið seinustu vik- una. Alltaf stóð afi Doddi seinastur upp frá borðinu. Doddi var mikil áhugamaður um íþróttir og fylgdist með þeim af hjart- ans lyst. Manchester United var hans lið í enska boltanum og missti hann helst ekki af leik með þeim. Ég minn- ist þess sérstaklega er hann var að lýsa fyrir okkur feðgum ferð sinni á Old Trafford og sýndi okkur myndir sem hann tók í ferðinni. Birni og Aroni fannst ansi magnað að afi Doddi hefði verið á vellinum og hlustuðu á lýsingar hans með mikilli aðdáun. Garðurinn í Skriðustekknum var honum kær. Þar naut hann sín við að dytta að garðinum ásamt því að leika við börnin og barnabörnin í garðinum. Mikið var Doddi glaður þegar pallur- inn var smíðaður og hann gat farið að njóta útiverunnar í garðinum betur. Þar naut hann að mestu góða veðurs- ins í sumar. Elsku Doddi minn, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og allar þær góðu stundir sem ég átti með þér. Þín er sárt saknað enda varstu einhver besti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Sjáumst síðar. Ingi Rúnar. Hann Doddi var svo hlýr. Svo ein- staklega rólegur og hlýr. Kannski var það þess vegna sem honum leið svo vel með fiðrildinu henni Höllu. Doddi og Halla unnu á Mogganum eins og ég. Fyrir mörgum, mörgum árum. Þar að auki voru þau nágrannar í Hlíðunum. Sigga dóttir þeirra var besta vinkona Möggu systur. Og þeim og pabba og mömmu var vel til vina. Þau sýndu mér mikla vináttu. Mér og Sigurdísi Laxdal þá eiginkonu minni og nú indælum vini. Og Jónsa, stráknum okkar. Þau voru ófá lamba- lærin sem við borðuðum hjá þeim um helgar. Doddi var jafn rólegur og Halla er ör. Þær Siddý hafa svipaðan húmor og ég man hvað þeim var skemmt þegar við Doddi, eftir einn eða tvo, fórum að spila badminton í garðinum. Okkur fannst við rosa flottir og skildum ekkert í af hverju þær sátu og hlógu eins og hýenur. Mér finnst ennþá að við höfum verið rosa flottir. Þessar konur hafa bara ekkert vit á íþróttum. Doddi átti við mikinn heilsubrest að stríða síðustu árin. En var alltaf jafn æðrulaus og glaður í bragði þegar við hittumst. Og píslin hún Halla var eins og klettur við hans hlið. Halla er stór lítil kona. Elsku Halla og börnin öll. Við send- um ykkur ástarkveðjur. Ég, Siddý, Jónsi og Magga. Pabbi og mamma? Það kæmi mér ekki á óvart að þau væru nú að taka í spil með Dodda sín- um. Guð geymi ykkur og styrki, Óli Tynes. Elsku Doddi minn, það er svo ótrú- legt hvernig lífið getur þeytt manni til og frá og oft virðist það vera stjórn- laust og enginn tilgangur. Þvílík gæfa sem það var fyrir okkur mömmu og svo Stefán bróður eða Trimma að hitta þig og Höllu, þetta er eitt af þessu sem átti sennilega að gerast. Ég man nú minnst eftir okkur í Barmahlíðinni en þeim mun meira úr Skriðustekknum, sem mér fannst alltaf vera stórkostlegt heimili. Aðra eins hlýju og gestrisni finnur maður ekki oft og þetta var miklu meira en gestrisni því mér fannst ég svo sann- arlega ekki vera gestur heldur til- heyrði ég ykkur og var ein af hópnum. Sem aftur færði mér mikið öryggi. Sú stóíska ró, Doddi minn, sem þú hafðir til að bera er mér oft óskilj- anleg og hreint aðdáunarverð. Eftir að ég varð sjálf fullorðin og foreldri þá dáist ég enn meir að þessum eigin- leika þínum. Alltaf varst þú pollróleg- ur, sama hvað gekk á, og sunnudags- steikin alltaf á réttum tíma, fastur punktur í tilverunni sem ekkert fékk raskað. Ég minnist allra góðu stundanna með þakklæti og svo seinna þegar beðið var eftir þér, Doddi, á aðfanga- dag því þá fyrst var á hreinu að jólin voru að koma og þrautseigjan hjá þér í veikindum þínum hreint aðdáunar- verð. Elsku Doddi, ég veit að þú finnur nú frið og vil ég kveðja þig með þess- um fallegu orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Halla, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ýr, Sigurður og strákarnir. Fyrir liðlega 25 árum barst Kiw- anisklúbbnum Esju liðsauki. Það munaði sannarlega um hann. Sigur- þór Sigurðsson lét ekki sitt eftir liggja þegar taka þurfti á í þeim mál- efnum sem okkur stóðu næst. Hvort sem um var að ræða sölu á „lyklin- um“ til styrktar málefnum geðfatl- aðra, flugelda eða hvað annað sem okkur datt í hug lagði hann alltaf sína krafta fram. Sjaldan var hann stolt- ari en þegar við fengum kveðju frá börnunum í Afríku í gegnum ABC barnahjálp. Starf Kiwanisklúbbanna í landinu og reyndar alls staðar byggist á því að menn og konur taki saman höndum og sameini krafta sína til aðstoðar þeim sem minna mega sín. Þær hugsjónir skildi hann og þurfti ekkert að hafa um það mörg orð, bara mæta. Sigurþór var auk þess ákaflega elskulegur maður sem ávallt vildi öðrum vel og hall- mælti engum. Hann tók að sér þau störf sem skyldan bauð fyrir klúbb- inn og gegndi m.a. starfi forseta klúbbsins með sóma. Það fór að sjálfsögðu ekki fram hjá okkur að veikindi undanfarinna ára settu mark sitt á hann en hann hélt áfram að mæta til funda, jafnvel lengur en hann gat, og alltaf var jafn gaman að njóta samvista við hann. Slíkir félagar sem Sigurþór var eru vandfundnir og það vissum við Esju- félagar og mátum hann fyrir allt sem hann lagði okkur til. Eiginkona hans hún Halla var líka þátttakandi í starfinu með sinni kátu lund og elsku. Á þessari kveðjustund eru henni og fjölskyldunni allri færðar hug- heilar samúðarkveðjur. Um leið og við söknum vinar, minnumst við hans með virðingu og þökk. F.h. Esjufélaga, Ástbjörn Egilsson. Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2009 KVEÐJA Sigurþór Sigurðsson hóf störf hjá Morgunblaðinu á vordögum árið 1948 og vann hjá blaðinu sleitulaust til ársins 1997, er hann lét af störfum sökum ald- urs. Gamlir vinnufélagar Dodda minnast hans sem hins dagfar- sprúða manns sem aldrei skipti skapi. Hann var ætíð ljúfur og gekk að öllum þeim störfum sem honum voru fengin af mikilli samviskusemi. Þegar Doddi hóf störf hjá Morgunblaðinu var vinnustaðurinn við Austur- stræti, þar sem blaðið hóf göngu sína. Meðal þeirra sem þá störf- uðu hjá blaðinu var ung stúlka, Hallveig Ólafsdóttir, sem varð eiginkona hans og eignuðust þau sex börn. Mun Halla hafa haft á orði er hún sá Dodda á hans fyrsta vinnudegi að þennan pilt skyldi hún eignast fyrir mann. Doddi var afgreiðslustjóri Morgunblaðsins, honum var falið það verkefni að stjórna útkeyrslu blaðsins til blaðbera og sölustaða. Því starfi sinnti hann af stakri prýði og samviskusemi. Gamlir vinnufélagar minnast hans fyrir hlýju og hógværð. Starfsmenn Morgunblaðsins og gamlir vinnufélagar senda Höllu, börnunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guðbrandur Magnússon. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, JÓN VEIGAR ÞÓRÐARSON, Víðiteigi 38, Mosfellsbæ, lést þriðjudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, mánudaginn 5. október kl. 14.00. Ragnhildur Erna Þórðardóttir, Ásvaldur Óskar, Þorgerður Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Simon Schlitz, Bjarki Snær Jónsson, Margrét Sigurpálsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. ✝ Ástkær föðurbróðir okkar, ÓLI KRISTJÁNSSON bóndi, Skútustöðum við Mývatn, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga miðvikudaginn 30. september. Fyrir hönd aðstandenda, Björn, Kristján, Ingi, Pétur og Gylfi Yngvasynir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA GUÐBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR frá Staffelli í Fellum, Hjallalundi 3c, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 28. september. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 9. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er sérstaklega bent á Bergmál, líknar- og vinafélag, s. 587 5566 og 845 3313. Reikn. nr. 0117-26-1616, kt. 490294-2019. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður Kr. Einarsson, Þorgerður E. Long, Valdís Vera Einarsdóttir, Atli Már Sigurjónsson, Óskar Long Einarsson, Agnieszka Nowak, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg frænka okkar og mágkona mín, GUÐNÝ KRISTINSDÓTTIR, Sléttuvegi 23, Reykjavík, varð bráðkvödd mánudaginn 28. september. Jarðsungið verður frá Neskirkju þriðjudaginn 6. október kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Rakel Viggósdóttir, Kristín Viggósdóttir, Ágústa Þórey Haraldsdóttir og Áslaug Jensdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve- nær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.